4.Eigindlegar rannsóknaraðferðir Flashcards
Hvað segja eigindlegar rannsóknir um veruleikann?
Þær byggja á aðleiðslu þar sem litið er á veruleikann sem huglægan, þ.e. hann verður til í túlkun á aðstæðum.
Hvernig virka eigindlegar rannsóknir?
Rannsakandinn reynir eftir bestu getu að setja sig í spor þeirra sem hann er að rannsaka (verstehen). Eftir dvöl á vettvangi og/eða eftir að hafa tekið djúpviðtöl setur rannsakandinn fram tilgátu eða kenningu. Framsetning niðurstaðna byggir EKKI á tölfræði.
Hvernig á afstaða/staðsetning rannsakandans að vera í eigindlegum rannsóknum?
Hann á að setja til hliðar eigin skoðanir til að geta skoðað huglægan veruleika vettvangsins. Hann reynir að skilja veruleikann eins og þátttakendur skilja hann.
Hvernig á skráning gagna að fara fram?
Venjan er að rannsakandinn haldi dagbók þar sem hann skrifar ýmsar hugrenningar, minnispunkta og athugasemdir.
Djúpviðtöl: tekin upp á segulband og síðan afrituð af mikilli nákvæmni
Vettvangsrannsókn: reynt að leggja á minnið eins mörg atriði og hægt er
Útskýrðu djúpviðtöl
Stuðst við OPNAR SPURNINGAR sem hefjast t.d. á “hvað, hvernig, segðu mér frá”. Ekki lokaðar spurningar sem krefjast já/nei spurninga. Með notkun lokaðra spurninga er mikil hætta á að upplýsingar tapist því viðmælandinn getur ekki tjáð sgi að vild.
Í djúpviðtölum er oft lagt upp með SPURNINGALISTA með opnum spurningum en eru yfirleitt bara hafðir til viðmiðunar.
Viðmælendum er leyft að tjá sig um það sem þeim finnst mikilvægt. Gott að tryggja að maður skilji rétt, t.d. með því að spegla svör eða taka saman.
Í hvað skiptast athuganir í eigindlegum?
Athugun án þátttöku og þátttökuathugun (vettvangsrannsókn)
Hvað er athugun án þátttöku?
Þá er rannsakandinn óvirkur á vettvangi, þ.e. hann lætur eins lítið á sér bera og hægt er. Hugsanlega gæti verið að þeir sem verið að rannsaka viti ekki að verið sé að rannsaka þá.
Hvað er þátttökuathugun?
Þar sem fólk er rannsakað í sínu eðlilega umhverfi. Rannsakandinn dvelur lengi (t.d. 1 ár) meðal tiltekins hóps. Meðan á dvölinni stendur tekur rannsakandinn þátt í daglegu lífi fólksins að svo miklu leyti sem hefðir þess og venjur leyfa.
Útskýrðu vettvangsrannsókn?
Rannsókn sem felur í sér félagsleg samskipti rannsakandans og þeirra sem hann er að rannsaka á heimavelli fólksins sjálfs. Rannsakandinn skráir nákvæmlega það sem hann heyrir og sér og telur að hafi verið að gerast á vettvangi:
- Staðurinn
- Fólk
- Athafnir
- Hlutir
- Samskipti
- Viðburðir
- Tímaröð
- Tilfinningar
Hvað er hliðvörður?
Meðlimur þess hóps sem verið er að rannsaka og tryggir rannsakandanum aðgang að vettvangi.
Hvað er valkreppa?
Klemma þar sem viðkomandi þarf að velja á milli illra/ósamrýmanlega kosta. Hann neyðist til að velja á milli án þess að vilja í raun vera settur í þá aðstöðu.
Hvað er lyklun/kóðun?
Þegar gagnaöflun er lokið þarf að skoða djúpviðtölin og þá tekur kóðun við.
Kóðun er það að búa til þemu (yfirþema og undirþema) úr því sem fram kemur í djúpviðtölum/vettvangsnótum.
Hver er kjarninn í því sem viðmælandinn er að segja?
Hverjir eru kostir vettvangsrannsókna/djúpviðtala?
Hentar vel við viðkvæm málefni og málefni sem ekki væri hægt að fá aðgan að á annan máta.
Spurningarnar eru opnar og gefa viðmælendum tækifæri til að bregðast við þeim.
Í djúpviðtölum myndast oft traust milli þess sem tekur viðtalið og viðmælanda hans, eykur skilning og nákvæmni.
Hægt að spila upptökur eins oft og þarf
Ert að ná skilningi þess sem þú ert að rannsaka - réttmæti mikið
Hverjir eru gallar vettvangsrannsókna/djúpviðtala?
Gæði rannsóknarinnar stýrist alfarið af hæfni rannsakandans í að taka viðtöl
Rannsakandi gæti´ómeðvitað látið í ljós fordóma/eigin skoðanir
Úrtök eru mjög lítil og ekki valin af handahófi, því ekki hægt að alhæfa
Rannsakandi gæti ómeðvitað haft áhrif á skoðanir viðmælandans
Hvað eru frumgögn í eigindlegum?
Frasar, setningar, sögur, svipbrigði, látbragð og hegðun, týpur, klæðnaður….