Viðfanga flutningar Flashcards
Í forritunarmálum eru eru notuð fjögur til fimm afbrigði viðfangaflutninga (parameter
passing), hver eru þau?
Gildisviðföng, Tilvísunarviðföng, Afritsviðföng , Nafnviðföng, Löt viðföng.
Gildisviðföng á ensku
Call by value
Tilvísunarviðföng á ensku
Call by reference
Afritsviðföng á ensku
Call by value-result
Nafnviðföng á ensku
Call by name
Löt viðföng á ensku
Call by need, lazy evaluation
Í Pascal og C++ eru notuð hvernig viðfangaflutningar?
Gildisviðföng og tilvísunarviðföng.
Í C, Java, Scheme og CAML eru notuð hvernig viðfangaflutningar?
Aðeins gildisviðföng
Hvernig viðgangalfutningar eru notaðir í Morpho?
Í Morpho eru gildisviðföng og einnig er hægt að líkja eftir tilvísunarviðföngum, nafnviðföngum og lötum viðföngum.
Hvernig viðgangalfutningar eru notaðir í Ödu?
Gildisviðföng, Tilvísunarviðföng , Afritsviðföng
Hvernig viðfangalfutningar eru notaðir í FORTRAN?
Bæði tilvísunarviðföng og afritsviðföng
Hvernig viðgangalfutningar eru notaðir í Algol?
Í Algol gamla voru gildisviðföng og nafnviðföng.
Hvernig viðgangalfutningar eru notaðir í Haskell?
Í Haskell eru löt viðföng.
Hvernig viðgangalfutningar eru notaðir í λ-reikningi?
Nafnviðföng eða löt viðföng.
Hvernig virkar gildisviðfang?
Gildisviðfang (call by value) er gildað (evaluated) áður en kallað er á viðkomandi stef, gildið sem út kemur er sett á viðeigandi stað inn í nýju vakningarfærsluna (activation
record) sem verður til við kallið.
Hvernig virkar Tilvísunarviðfang ?
Tilvísunarviðfang (call by reference), t.d. var viðfang í Pascal eða viðfang með &
í C++, verður að vera breyta eða ígildi breytu (t.d. stak í fylki). Það er ekki gildað
áður en kallað er heldur er vistfang breytunnar sett á viðeigandi stað í nýju vakningarfærsluna. Þegar viðfangið er notað inni í stefinu sem kallað er á er gengið beint í
viðkomandi minnissvæði, gegnum vistfangið sem sent var.
Hvernig virkar Afritsviðfang ?
Afritsviðfang (call by value/result, einnig kallað copy-in/copy-out) verður að vera breyta, eins og tilvísunarviðfang. Afritsviðfang er meðhöndlað eins og gildisviðfang, nema að þegar kalli lýkur er afritað til baka úr vakningarfærslunni aftur í breytuna.
Hvernig virka Nafnviðföng ?
Nafnviðföng virka þannig að þegar kallað er á fall eða stef er ekki reiknað úr nafnviðföngunum áður en byrjað er að reikna inni í fallinu eða stefinu sem kallað er á, heldur er reiknað úr hverju viðfangi í hvert skipti sem það er notað.
Hvernig virkar Löt viðföng ?
Löt viðföng eru eins og nafnaviðföng,
nema hvað aðeins er reiknað einu sinni, í fyrsta skiptið sem viðfangið er notað.