Vakningarfærslur Flashcards
Vakningarfærslur á ensku
activation records, stack frames
Hvar eru vakningarfærslur í Scheme geymdar ?
Í kösinni (heap)
Hvað er vakningarfærsla?
Vakningarfærsla er það minnissvæði sem einstök vakning af falli eða stefi notar meðan það keyrir.
Hvar er algengast að vakningarfærslur eigi sér stað?
Í flestum tilfellum eru vakningarfærslur geymdar á hlaða (stack)
Nokkur forritunarmál sem hafa vakningarfærslur í kös (heap) ?
Scheme, Haskell, Morpho og ML
Í bálkmótuðum forritunarmálum (block-structured programming languages) innihalda vakningarfærslur (activation records) hvaða upplýsingar:
Viðföng, Staðværar breytur, Vendivistfang, Stýrihlekk, Tengihlekk.
Viðföng á ensku
Arguments
Staðværar breytur á ensku
Local variables
Vendivistfang á ensku
Return address
Stýrihlekkur á ensku
Dynamic link, control link
Tengihlekkur á ensku
Access link, static link.
Hvað er lokun (closure) ?
Lokun (closure) er fyrirbæri, sem í bálkmótuðum málum er notað á sama hátt og fallsbendar eru notaðir í C og C++.
Lokun inniheldur:
Fallsbendi og aðgangshlekk
Til er annað skylt fyrirbæri sem kallast framhald (continuation). Framhald inniheldur ?
Stýrihlekk og vendivistfang.