Vestræn menning í mótun bls 59-95 Flashcards

0
Q

Hvenær er sagt að miðaldir hafa hafist?

A

Eftir fall Rómaveldis í hendur germanskra þjóða seint á 5 öld.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Hvenær náði Rómarveldi hámarki?

A

Á 2 öld e.Kr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvenær var aðskilnaður kirkjudeilda í austri og vestri?

A

1054 og rofnaði þá formleg eining kristinna manna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er miðað við að miðöldum ljúki?

A

Við fall Konstantínópel árið 1453.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvert var rit gyðinga?

A

Gamla testamentið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hverjar eru helstu heimildir um starf og líf Jesú frá Nasaret?

A

Nýja testamentið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað merkir messías?

A

Hinn smurði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hver var það sem sagði að Kristni væri ætlað öllum mönnum, ekki bara gyðingum.

A

Páll Postuli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hver var Páll Postuli?

A

Hann var fyrst andstæðingur kristinna manna en gekk svo í þeirra flokk og var afar afkastamikill trúboði kristninnar. Hann mótaði starf hinna fyrstu safnaða. Bréf hans til safnaða í Rómarveldi má finna í Nýja Testamentinu. Hann er nefndur postuli en það þýðir að senda, hann var þó ekki í hópi hinna upphaflegu lærisveina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig urðu embætti djákna, presta og biskupa til?

A

Þegar staðbundnir söfnuðir uðru ttil fór að koma verkaskipting og þá urðu þessi embætti til.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað gerðu prestar?

A

Þeir voru hirðar safnaðanna, eins konar leiðtogar en jafnframt þjónar. Þeir gengdu meðal annars sérstöku hlutverki við boðun orðsins og við helgiathafnir á borð við útdeilingu kvöldmáltíðarsakramentsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað gerðu djáknar?

A

Þeir voru einskonar aðstoðarmenn, meðal annars við helgiathafnir, og á fyrstu öldum kristninnar gengdu bæði konur og karlar því embætti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hver var hlutverk biskupa?

A

Á annari öld var umsjón stærri eininga eða safnaða í þeirra höndum. Í þeim borgum sem þóttu mikilvægar voru biskupar nefndir patríarkar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað merkir orðið kirkja? (tvöföld merking).

A

Á fornöld var það notað um samkomur í grískum borgríkjum eða um gyðinga sem komu saman í trúarlegum tilgangi til að hlýða á lestur úr helgiritum.

Í Nýja Testamentinu er orðið kirkja norað með vísun til allra kristinna manna og merkir þá í raun samfélag trúaðra, en jafnframt á það við staðbundna hópa og yfirfærist þannig á húsið þar sem þeir koma saman.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvert fluttist þungasmiðja Rómverska keisaradæmisins á 4. öld e.Kr.?

A

Til Býsans við Sæviðarsund.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvaða borg var gerð að höfuðborg Ítalíu árið 330? Hver gerði það?

A

Það var Býsans og það var Konstantínus keisari sem gerði það, hann vildi að borgin væri hin nýja Róm.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað var öðruvísi við Býsans?

A

Borgin átti að verða háborg Kristni þar sem hann var Kristinn og var borgin nefnd Konstantínópel til heiðurs keisarans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvaða atburður er miðaður við fall vestrómverska ríkisins?

A

Þegar Germaninn Ódóvakar hrakti síðasta keisara Vesturríkisins frá völdum og settist sjálfur á valdastól. Sagt er að þarna liggi mörk fornaldar og miðaldar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað er Mílanótilskipunin, hver setti hana fram og hvenær var hún lögð fram?

A

Hún kvað um almennt trúfrelsi og það var Konstantínus keisari sem gaf hana út árið 313.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvenær varð kristini ríkistrú í Rómaveldi?

A

Árið 380 og það var sett fram af Þeódósíusi keisara.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvenær var trúfrelsið afnumið?

A

Árið 392.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hver voru rök biskupsins fyrir því að forysta hans meðal kristinna manna væri viðurkennd?

A

Hann sagði að hann væri arftaki Péturs Postula og sem slíkur sérstakur umboðsmaður guðdómsins samkvæmt postullegri röð. Þannig var litið á Pétur sem fyrsta biskupinn í Róm.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað merkti titillinn páfi?

A

Páfi átti upphaflega við um alla biskupa í Vestrómverska ríkinu, sem og biskupinn í Alexandríu sem ber hann enn í dag.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað voru vesturkirkjan og austurkirkjan?

A

Árið 1054 var klofningur kirkjudeilda formlega staðfestur. Vesturkirkjan var rómversk-kaþólska kirkjan og laut forystu páfa en í austri mynduðust þjóðkirkjur sem þó lutu sameiginlegri forsjá biskupa og keisara í Konstantínópel.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað er Orþodox-kirkjan?

A

Það er Austurkirkjan eða Rétttrúnaðarkirkjan.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvað voru kirkjuþing?

A

Það voru samkomur þar sem reynt var að samræma kenningar og útkljá deilur, biskupar sóttu þessar samkomur fyrir hönd safnaða sinna. Niðurstöður þessara kirkjuþinga höfðu lagagildi í kirkjunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Á 4. öld geisuðu miklar deilur um grundvallaratriði í trúarkenningunni hvað var það?

A

Alvarlegustu átökin snérust um eðli Jesú Krists. Margir töldu að þar sem Guð væri aðeins einn gæti hann ekki deilt guðdómi sínum með neinum öðrum og því gæti Jesús Kristur ekki hafa verið guðlegs eðlis að öllu leyti, hann hlyti að vera sköpun guðs.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Hver gerði út um deilurnar um eðli Jesú og hvernig gerði hann það?

A

Konstantínus keisari kallaði 318 biskupa til þings í borginni Níkeu í Tyrklandi. Upp úr deilunum um eðli Krists mótaðist þríkenningarlærdómur kirkjunnar. Til varð trúarjátning sem í meginatriðum var byggð á niðurstöðu kirkjuingsins í Níkeu og kennd við hana. Með játningunni var staðfest mmeð formlegum hætti sú kenning að Guð birtist í þremur persónum: sem faðir, sonur og heilagur andi. Seinna meir voru deilur um hvort Guð hefði mannlegt eða guðlegt eðli og var þá ákveðið að hann hefði bæði mannlegt og guðlegt eðli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Sumir neituðu að samþykkja tvöfalt eðli Krists og sögðu að hann væri aðeins guðlegur, hvað gerðu þeir?

A

Þeir klufu sig frá kirkjunni pg stofnuðu kirkjudeildir sem enn í dag starfa sjálfstæðar og óháðar öðrum. Þessar kirkjudeildir nefnast eineðliskirkjur. Til þeirra teljast Armenska kirkjan, Sýrlenska kirkjan. Eþópíska kirkjan og Koptíska kirkjan í Egyptalandi sem enn starfa á okkar dögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Hvert er upphaf klausturlifnaðar?

A

Strax á fyrstu öldum Kristninnar vildu bæði konur og karlar leita næðis í óbyggðum. Það töldu margir að sjálfsagi og jafnvel sjálfsafneitun væru nauðsynlegar forsendur þess að öðlast hin andlegu verðmæti. Á 4. öld mislíkaði mörgum Kristnum mönnum eignasöfnun og stjórnmálaþátttaka kirkjunnar. Æ fleir kusu að segja sig frá hinu veraldlega samfélagi og leita næðis til bæna og íhugunar fjarri skarkala heimsins. Fólk sem gerði þetta naut almennt mikillar virðingar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Hvað voru eyðimerkurfeður?

Hver var þekktastur?

A

Það voru þeir sem sögðu sig frá hinu veraldlega samfélagi og héldu út í óbyggðir. Þeir voru oft með prédikanir sem fólk kom og hlustaði á og þeir áhrifamestu voru kallaðir eyðimerkurfeður.
Þeirra þekktastur er Egyptinn Antóníus sem talinn er hafa unnið hetjulega sigra í baráttu við margvíslegar freistingar sem herjuðu á sálina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Hver stofnaðir fyrsta klaustrið og hvar var það?

A

Það var Egyptinn Pakómíus og það var við ána Níl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Hvernig var klausturregla Basils af Cesareu?

A

Hún var ólík því sem týðkaðist í egypskum klaustrum. Basil taldi mikilvægt að munkar og nunnur ynnu öðrum mönnum gagn og í þeim tilgangi kom hann á fót skýlum fyrir sjúka, fátæka, auk þess sem börn gátu sótt menntun í klaustrunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

Hvernig var klausturhefð í ríki Býsanskeisara?

A

Það mótaðist mjög eftir reglu heilags Basils en klaustrin hafa um aldir gengt mikilvægu hlutverki í andlegu og á stundum pólitísku lífi kristinna manna á þeim svæðum sem teljast til Austurkirkjunnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
34
Q

Hvaða klaustursamfélag er þekktast í dag sem enn starfar eftir reglum Basils?

A

Klaustursamfélgið á Atosarfjalli í Grikklandi, fjallið er afar mikilvæg trúarmiðstöð í Austurkirkjunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
35
Q

Hvernig klausturregla mótaðist í vestri?

A

Regla Benedikts frá Núrsíu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
36
Q

Hvaða klaustur stofnaði Benedikt frá Núrsíu?

A

Klaustrið á Cassínófjalli í Suður-Ítalíu árið 529.

37
Q

Hvað einkenndi reglu Benedikts frá Núrsíu?

A

Mikið var lagt upp úr einfaldleika, reglufesti og skipulegri bænagjörð. Auk helgihaldsins var ætlast til að munkar sinntu líkamlegri vinnu en hvort tveggja var álitið nauðsynlegt til andlegrar uppbyggingar og velfarnaðar. Munkarnir áttu að biðja og iðja. Þeir unnu skírlífsheit, hlýddu klaustrinu og afsöluðu sér öllum persónulegum eignarétti.

38
Q

Hvað er Cluny-hreyfingin?

A

Það er ein áhrifamesta umbótarhreyfingin og er kennd við Benediktsklaustrið í Cluny í Frakklandi. Hreyfingin skaut rótum víðs vegar í Evrópu. Miðstýring varð nýjung í vestrænni klausturhefð. Mikil áhersla var lögð á kirkju- og tíðasöng og samfellt bænahald en líkamleg vinna var ekki höfð í hávegum eins og í öðrum Benediktsklaustrum.

39
Q

Hverjir voru tveir atkvæðamestu páfar á miðöldum?

A

Það voru Gregoríus VII og Urbanus II en þeir komu báðir úr röðum Cluny-manna.

40
Q

Hvað gerði Gregoríus og hvaða stefnu kom hann með?

A

Hann barðist af hörku fyrir frelsi kirkjunnar gagnvart veraldlegum höfðingjum og lagði hart að undirmönnum sínum að gæta hagsmuna hennar. Stefna hans nefnist kirkjuvaldsstefna en í henni fólst meðal annars krafa um óskorað vald kirkjunnar yfir eignum sínum og embættum, og löggjafar- og dómsvald í eigin málum.

41
Q

Hvaðan kom öflugasta krafan um bætta siði?

Hvers var krafist?

A

Úr klaustri sem var stofnað í Citeaux í Frakklandi undir lok 11. aldar.
Afturhvarf til einfaldleika, tilbeiðslu og íhugunar og áhersla lögð á sjálfsaga og trúarlega einbeitingu.

42
Q

Hvað er Cistersíana reglan?

A

Það er regla sem kom í framhald kröfunar sem gerð var í Citeaux klaustrinu. Þessi regla var byggð á Benedikts reglunni. Klaustrin voru reist á afskekktum og helst harðbýlum stöðum þar sem hafa þurfti fyrir lífinu. Cistersíanar höfðu mikil áhrif á þróun landbúnaðar í Evrópu með ýmsum nýjungum sem þeir innleiddu við landnýtingu.

43
Q

Hver var Bernharður Clairvaux?

A

Hann var þekktasti talsmaður Cistersíanar reglunnar. Hann var ákafamaður í trú og starfi og hafði með innblásnum ræðum sínum mikil áhrif á lærða jafnt sem leika. Hann boðaði trú sem var persónuleg og tilfinningaþrungin og taldi mikilvægt að hinn trúaði gengi í samband við guðdóminn í einhvers konar vináttu og þjónaði öðrum í kærleika.

44
Q

Hver hvatti menn til að fara í aðra krossferðina og hver var hún farin?

A

Það var Bernharður og ferðin var farin til Jerúsalem til að ná henni úr höndum múslima.

45
Q

Hvernig var regla Ágústínusar kirkjuföðurs?

A

Hún var svipuð Cistersíana reglunni og vildi trúarleg gæði. Reglubræður voru nefndir Ágústínusarkanúkar. Þeir voru vígðir prestar og lögðu mikið upp úr vandaðir guðfræði.

46
Q

Hvað voru Betlimunkareglur?

A

Á 13. öld komu fram svokallaðar Betlimunkareglur. Þær störfuðu innan borgarsamfélagsins við fræðslu og umönnun þeirra sem liðu skort. Þekktastar eru tvær reglur sem kenndar eru við stofnendurna heilagan Frans frá Assasi og heilagan Dóminíkus. Reglurnar lögðu báðar mikið til guðfræðilegrar umræðu á miðöldum, ekki síst í gegnum háskóla sem voru uppspretta nýrra hugmynda á sviði guðfræði, heimspeki, vísinda og lögfræði og auðguðu þannig evrópskan menningarheim frá 12 og 13. öld.

47
Q

Segðu smá frá Frans frá Assisi.

A

Hann var ítalskur auðmannssonur. Hann átti í vændum líf í allsnægtum (átti alveg nóg) þegar hann fékk vitrun og ákvað að helga líf sitt prédikun og þjónustu við náungann. Hann var annar af tveimur stofnendum betlimunareglnanna.

48
Q

Hverjir voru dóminíkanar eða svartmunkar?

A

Þeir huguðu sérstaklega að guðfræðilegri undirstöðu prédikunar sinnar. Þeir beittu lærdómi sínum gegn meintum villitrúarmönnum.

49
Q

Hver snéri biblíunni yfir á gotnesku?

A

Það var Wulfila biskup.

50
Q

Hver var Gregoríus?

A

Hann var mikill trúboði meðal germanskra þjóða og sat á páfastóli frá árinu 590 til 604. Hann kom reglu á kirkjusiði og beitti sér fyrir samræningu þeirra.

51
Q

Hver var Kloðvík?

A

Hann er stofnandi Frankaríkisins sem var langöflugasta þjóðflutningsríkið í vestri. Kloðvík tilbað Óðin og Þór og aðra germanska guði. Hann var kvæntur kaþólskri prinsessu sem hét Klóðhildur. Kloðvík sannfærðist að mikið afl væri að finna hjá guði hinna kristnu og sagði þá öllum þegnum sínum að skírast.

52
Q

Hvenær var páfaríkið formlega stofnað?

A

Það var stofnað 756.

53
Q

Hverjir voru frægustu stjórnendur Frankaríkisins?

A

Það voru Karlungar, ætt sem tók við stjórn á 8. öld. Þeirra voldugastur var Karl mikli sem er kallaður Karlamagnús. Hann tók við af föður sínum Pípín litla í kringum 768.

54
Q

Lýstu Karlamagnúsi.

A

Hann tók við Frankaríkinu 768. Hann var metnaðargjarn og vildi efla Franka til stórveldis. Hann gerði stöðugar árásir á nágrannaþjóðir. Þegar Karlamagnús tók við Frankaríkinu var það frumstætt. Hann hratt af stað miklum umbótum á sviði stjórnsýslu, menntunar og menningarmála.

55
Q

Hver var krýndur keisari Róm árið 800?

Hver krýndi?

A

Það var Karlamagnús og páfinn í Róm krýndi hann.

56
Q

Hver tók við ríki Karlamagnúsar?

A

Synir hans skiptu því á milli sín.

57
Q

Eftir Karlamagnús urðu til tvö menningarsvæði hver voru þau og hvaða tungumál var talað?

A

Vesturhlutinn þar sem nú er Frakkland, tungumál Franka var ríkjandi.
Austurhlutinn þar sem nú er Þýskaland, germönsk tunga.

58
Q

Lýstu ríki Karlamagnúsar.

A

Þar fóru saman pólitísk markmið og menntastefna. Keppt var að því að ríkið yrði samstætt og miðstýrt og því þurfti þörf fyrir embættismenn og samræmd lög. Latína var gerð að opinberu máli. Karlamagnús studdi klausturskóla sem kenndu grunngreinar, lestur og skrift. Það vantaði þekkingu í ríkinu þannig Karlamagnús leitaði aðstoðar erlendra manna, sérstaklega í kirkjulegum greinum.

59
Q

Hvaða verkefni fékk Alkvín í ríki Karlamagnúsar?

A

Hann átti að skipuleggja hið nýja menntakerfi og túlka heilaga ritningu, berjast gegn trúvillingum og beita lærdómi sínum til styrktar ríkinu.

60
Q

Hver ritaði ævisögu Karlamagnúsar?

A

Það var Einhardus.

61
Q

Hvaða ríki á stóran þátt í hugtakinu evrópsk menningarheild?

A

Ríki Karlamagnúsar.

62
Q

Hvaða öld er blómaskeið bókmennta og lista í vestur-Evrópu?

A
  1. öldin sem er kennd við karlungana.
63
Q

Hverjar eru hinar sjö frjálsu listir eða höfuðíþróttirnar sjö?

A

Í ríki Karlamagnúsar var menntakerfið einnig byggt á klassískum grunni frá Grikkjum og Rómverjum. Uppistöðu greinarnar voru hinar sjö frjálsu listir og skiptust í þríveginn og fjórveginn.

64
Q

Hvað er þrívegurinn?

A

Málfræði, rökfræði (þrætubók) og mælskulist.

65
Q

Hvað er fjórvegurinn?

A

Tölfræði, flatarmálsfræði, stjörnufræði og tónfræði.

66
Q

Hvaðan kemur orðið nations (þjóðir)?

A

Frá stúdentum af sömu slóðum sem mynduðu hópa innan lærdómssamfélagsins.

67
Q

Hver er elsti háskólinn?

A

Háskólinn í Bologna á Ítalíu. stofnaður á 11. öld.

68
Q

Segðu frá Dómkirkjuskólanum við Frúarkirkjuna eða Notre Dame.

A

Varð til snemma á 12. öld. Guðfræði og kirkjuréttur voru höfuðgreinar skólans en einnig var kennd læknisfræði og skylda var að læra heimspeki.

69
Q

Hvaða borg varð fyrsta stúdentaborgin í Evrópu?

A

París.

70
Q

Hver var einn af frumkvöðlum nafnhyggju? Hvað var það?

A

Abelard sem var líka kennari við Parísarháskólann.

Þetta var heimspekistefna sem var undir áhrifum frá Aristótelesi.

71
Q

Hver var einn áhrifamesti guðfræðingur kaþólskukirkjunnar?

A

Tómas Aquinas.

72
Q

Hvað er Mikligarður?

A

Það er allt Austrómverska ríkið.

73
Q

Hver var talinn verndari kristninnar í Miklagarði?

A

Keisari og við hans hlið biskupinn í Konstantínópel.

74
Q

Hvað er Ægisif?

A

Það er kirkja sem Jústaníus lét byggja. Hún er í Istanbúl. Kirkjan var byggð á 6. öld og er kennd við hina heilögu visku.

75
Q

Hver kristnaði Íra?

A

Heilagur Patrekur.

76
Q

Hvernig var samband kennara og nemenda við háskólann í Bologna?

A

Nemendur greiddu fyrir þjónustu kennara og höfðu val til að sekta prófessora fyrir að hefja fyrirlestra og seint, kenna og lengi eða komast ekki yfir það námsefni sem fyrir lá.

77
Q

Hvernig var stúdentalífið í París?

A

Flestir stúdentanna bjuggu í Latínuhverfinu. Stúdentarnir þóttu ekki alltaf til fyrirmyndar og voru oft með slagsmál. Þeir auðguðu þó mannlífið og orðstír borgarinnar.

78
Q

Hvað voru myndbrjótar?

A

Þeir fóru um á 8 og 9 öld. Þeir fóru um í Býsansríkinu og skemmdu kirkjulistaverk og íkon. Keisarinn fyrirskipaði það.

79
Q

Segðu frá Jústinaníusi.

A

Hann var keisari í Býsans á 6 öld. Hann beitti hörku á þá sem höfðu aðra trú eða játningar. Hann breyttu Rómverskri lagahefð. Hann vildi móta og tryggja nýjan sið.

80
Q

Hvað er kyrillískt stafróf, hver gerði það og af hverju?

A

Það er stafróf sem Cyril gerði. Hann var annar tveggja erindreka keisara og var frá Þesslóníku. Hann boðaði kristna trú á Balkanskaga og víðar. Þegar snéri yfir á tungu þeirra helgiritum og til að búa til bók þurfti hann að gera nýtt stafróf.

81
Q

Hvaða hlutverki gegnir Múhameð spámaður Íslam?

A

Hann var leiðtogi í málefnum trúarinnar og gegndi einnig pólistísku hlutverki.

82
Q

Hvenær og hvar hófst Íslam?

A

Á Arabíuskaga á 7. öld.

83
Q

Hver er upphafsmaður Íslam?

A

Múhameð sem fékk boð frá guði múslima, Allah.

84
Q

Af hverju skiptust múslimar í tvennt?

A

Þegar Múhameð dó voru miklar deilur um hver ætti að taka við. Tengdafaðir Múhameðs, Abu Bakr tók fyrst við og var kallaður staðgengill. Hópur manna vildi að tengdasonur Múhameðs tæki við, Ali. Hann tók svo við sem sá 4 í röðinni. Árið 661 var Ali svo myrtur. Umayad ættin tók við en orrusta fór fram milli Umayad ættarinnar og ættar Alis. Það endaði með því að Hussain sonur Alis dó og fylgismenn hans klufu sig frá múslimasamfélaginu. Þeir eru kallaðir shítar en meiri hlutinn Súnnítar.

85
Q

Hvar hóf Múhameð trúboð sitt?

A

Mekku.

86
Q

Hver var staða Bagdad á fyrri hluta valdatímabils Abbasíta?

A

Það var mikið blómaskeið íslamskrar menningar. Þeir gerðu Bagdad að höfuðborg sinni árið 763. Á fáum áratugum var Bagdad orðin stærsta borg heims. Menningarlífið var öflugt.

87
Q

Hvað kom krossferðunum af stað?

A

Býsanskeisari (Alexíus Comnenus) hafði áhyggjur að múslimar væru að stela meira og meira landi frá honum. Hann hafði frétt að múslimar ætluðu að ráðast á Konstantínópel. Á 11. öld sendi keisarinn Rómverska páfanum bréf og bað um hjálp. Páfinn notaði þetta bréf sem afsökun fyrir krossferðunum. Hann vildi land sjálfur. Hann setti af stað krossferðir með alls konar fólki í. En fólk í krossferðum var ekki endilega trúað og fór ekki til að ráðast á múslima heldur til að ná landsvæði, þeir vildu völd.

88
Q

Hvaða árangur bar fyrsta krossferðin?

A

Þeir náðu Jerúsalem á sitt vald en svo náðu Múslimar henni aftur.

89
Q

Hvernig var fjórða krossferðin?

A

Þetta var ekki venjuleg krossferð. Krossfarar fóru af stað frá Feneyjum og ætluðu til Egyptalands en fóru svo til Býsans. Þeir lögðu af stað 1202 og voru komnir 1204. Þeir rústuðu Býsans og tóku hana yfir.

90
Q

Hver eru endalok miðalda?

A

Þegar Tyrkir ná Konstantínópel árið 1453.