Vestræn menning í mótun bls 59-95 Flashcards
Hvenær er sagt að miðaldir hafa hafist?
Eftir fall Rómaveldis í hendur germanskra þjóða seint á 5 öld.
Hvenær náði Rómarveldi hámarki?
Á 2 öld e.Kr.
Hvenær var aðskilnaður kirkjudeilda í austri og vestri?
1054 og rofnaði þá formleg eining kristinna manna.
Hvað er miðað við að miðöldum ljúki?
Við fall Konstantínópel árið 1453.
Hvert var rit gyðinga?
Gamla testamentið.
Hverjar eru helstu heimildir um starf og líf Jesú frá Nasaret?
Nýja testamentið.
Hvað merkir messías?
Hinn smurði.
Hver var það sem sagði að Kristni væri ætlað öllum mönnum, ekki bara gyðingum.
Páll Postuli.
Hver var Páll Postuli?
Hann var fyrst andstæðingur kristinna manna en gekk svo í þeirra flokk og var afar afkastamikill trúboði kristninnar. Hann mótaði starf hinna fyrstu safnaða. Bréf hans til safnaða í Rómarveldi má finna í Nýja Testamentinu. Hann er nefndur postuli en það þýðir að senda, hann var þó ekki í hópi hinna upphaflegu lærisveina.
Hvernig urðu embætti djákna, presta og biskupa til?
Þegar staðbundnir söfnuðir uðru ttil fór að koma verkaskipting og þá urðu þessi embætti til.
Hvað gerðu prestar?
Þeir voru hirðar safnaðanna, eins konar leiðtogar en jafnframt þjónar. Þeir gengdu meðal annars sérstöku hlutverki við boðun orðsins og við helgiathafnir á borð við útdeilingu kvöldmáltíðarsakramentsins.
Hvað gerðu djáknar?
Þeir voru einskonar aðstoðarmenn, meðal annars við helgiathafnir, og á fyrstu öldum kristninnar gengdu bæði konur og karlar því embætti.
Hver var hlutverk biskupa?
Á annari öld var umsjón stærri eininga eða safnaða í þeirra höndum. Í þeim borgum sem þóttu mikilvægar voru biskupar nefndir patríarkar.
Hvað merkir orðið kirkja? (tvöföld merking).
Á fornöld var það notað um samkomur í grískum borgríkjum eða um gyðinga sem komu saman í trúarlegum tilgangi til að hlýða á lestur úr helgiritum.
Í Nýja Testamentinu er orðið kirkja norað með vísun til allra kristinna manna og merkir þá í raun samfélag trúaðra, en jafnframt á það við staðbundna hópa og yfirfærist þannig á húsið þar sem þeir koma saman.
Hvert fluttist þungasmiðja Rómverska keisaradæmisins á 4. öld e.Kr.?
Til Býsans við Sæviðarsund.
Hvaða borg var gerð að höfuðborg Ítalíu árið 330? Hver gerði það?
Það var Býsans og það var Konstantínus keisari sem gerði það, hann vildi að borgin væri hin nýja Róm.
Hvað var öðruvísi við Býsans?
Borgin átti að verða háborg Kristni þar sem hann var Kristinn og var borgin nefnd Konstantínópel til heiðurs keisarans.
Hvaða atburður er miðaður við fall vestrómverska ríkisins?
Þegar Germaninn Ódóvakar hrakti síðasta keisara Vesturríkisins frá völdum og settist sjálfur á valdastól. Sagt er að þarna liggi mörk fornaldar og miðaldar.
Hvað er Mílanótilskipunin, hver setti hana fram og hvenær var hún lögð fram?
Hún kvað um almennt trúfrelsi og það var Konstantínus keisari sem gaf hana út árið 313.
Hvenær varð kristini ríkistrú í Rómaveldi?
Árið 380 og það var sett fram af Þeódósíusi keisara.
Hvenær var trúfrelsið afnumið?
Árið 392.
Hver voru rök biskupsins fyrir því að forysta hans meðal kristinna manna væri viðurkennd?
Hann sagði að hann væri arftaki Péturs Postula og sem slíkur sérstakur umboðsmaður guðdómsins samkvæmt postullegri röð. Þannig var litið á Pétur sem fyrsta biskupinn í Róm.
Hvað merkti titillinn páfi?
Páfi átti upphaflega við um alla biskupa í Vestrómverska ríkinu, sem og biskupinn í Alexandríu sem ber hann enn í dag.
Hvað voru vesturkirkjan og austurkirkjan?
Árið 1054 var klofningur kirkjudeilda formlega staðfestur. Vesturkirkjan var rómversk-kaþólska kirkjan og laut forystu páfa en í austri mynduðust þjóðkirkjur sem þó lutu sameiginlegri forsjá biskupa og keisara í Konstantínópel.