Endurreisn og miðaldir bls 97-127 Flashcards
Til hvers vísað orðið endurreisn?
Til endurvakningar á klassískri menningu Forngrikkja og Rómverja sem fallið hafði í gleymsku á miðöldum.
Hver er helsta skýringin á því að einstaklingsvitund jókst á endurreisnartímunum?
Efling ríkisvaldsins.
Hvenær stóð endurreisnin yfir?
Frá 14. öld fram til síðari hluta 16. aldar.
Hver málaði fæðing Venusar?
Ítalinn Sandro Botticelli.
Hvað lagði siðbótin áherslu á?
Samband einstaklingsins við Drottinn og mönnum var ráðlagt að lesa í Biblíunni á hverjum degi. Fólk átti einnig að skoða eigin samvisku.
Hvað gerðu púrítanar ena hreintrúarmenn til að fylgja siðbótinni?
Þeir skrifuðu í dagbækur.
Hvernig breyttust híbýlishættir á tímum endurreisnarinna?
Herbergi í húsum urðu minni. Áður fyrr var litlum herbergjum bara ætlað að vera vinnustofa eða hálfgerðir krókar en það breyttist svo í sérherbergi. Gangar meðfram herbergjum urðu algengir svo hægt væri að fara inn í herbergi án þess að trufla ró annarra. Svona skapaðist rými fyrir einkalíf.
Hvar er talið að endurreisnin eigi upphaf sitt?
Á Ítalíu.
Hver teiknaði Vitrúvíusarmanninn?
Leonardo da Vinci.
Hver er helsti munurinn á listum miðalda og endurreisnarinnar?
Menn fóru að líta út á við á endurreisnar tímanum í stað fyrir innri sýn og guðdóminn eins og á miðöldum. Endurreisnarmenn litu á náttúruna og hinn ytri heim sem brunn þekkingar.
Hvað einkennir mynd- og byggingarlist á tímum endurreisnarinnar?
Þeir leituðu eftir innblástri frá fornrómverjum bæði í myndlist og byggingarlist. Þeir fóru að reyna byggja aftur súlur, hvolfþök og boga. Í myndlist fór raunsæi að aukast og það dró úr trúaráherslunni. Listamenn fóru frekar að líkja eftir raunveruleikanum.
Hver skreytti hvolfþak Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu?
Michelangelo.
Hvaða nýjungar komu fram í myndlist á endurreisnartímanum?
Olíulitir komu til sögunnar, þannig málning var lengur að þorna og því var einfaldara að blanda litina. Tréristur og málmristur komu fram sem voru eins konar stimplar. Fjarvídd verðir til og fólk fer að mála óhefðbundið myndefni. Einnig voru málaðar mannamyndir, landlagsmyndir og kyrralífsmyndir.
Hver er fæðingarborg endurreisnarinnar?
Flórens.
Hvernig gagnrýndu listamenn myndlist miðalda?
Sögðu að hún væri klaufaleg og grófgerðþ Hún var ekki nógu mikið eins og raunveruleikinn.