Frá barokköld til upphafs nútíma bls 129-165 Flashcards
Segðu frá vandræðum sem Michelangelo olli.
Hann fór um götur Rómar með sveðju í hönd, kastaði þistilhjörtum í þjón nokkurn og tók þátt í áflogum. Hann flúði að lokum frá Róm, eftir að hafa stungið mótspilari sinn í tennis til bana.
Hvað er chiaroscuro?
Samspil ljóss og skugga.
Hver var Peter Paul Rubens?
Hann var einn afkastamesti og vinsælasti málarinn í Evrópu. Hann var með vinnustofu, þarf störfuðu margir aðstoðarmenn sem máluðu verk hans.
Hvað réði verðlagninum á verkum Rubens?
Það var hversu mikið hann hafði sjálfur unnið.
Hvað er dýrmætt sem Ruben gerði og er dýrmætara en hjá öðrum?
Það eru skyssurnar sem hann gerði því það er það eina sem hann gerði alveg sjálfur.
Hvernig var hirðlífið í versölum?
Við hirðina voru skemmtanir og glæsilegar veislur daglegt brauð. Í salarkynnum mátti oft finna hina verstu hlandlykt, ýmiss konar angandi jurtum eða rósavatni var dreift um sali til að yfirgnæfa óþefinn. Angan ilmvatns skipti miklu mál, hún var talin styrkja bæði líkama og sál og þótti besta vörn gegn sjúkdómum. Í veislum voru stundum leiknir ilmvatnsleikir þar sem ilmvatnsbombum var kastað yfir salinn. Grímudansleikir, flugeldasýnignar, ballet- og óperusýningar og tónlistarflutningur gegndu mikilvægu hlutverki í hirðlífinu.
Hvaðan kemur hugtakið kammertónlist?
Frá franska orðinu chambre sem þýðir herbergi. Tónlistarmenn spiluðu nokkrir saman í herbergi konungs, á morgnana, í hádeginu og á kvöldin þegar hann fór að sofa.
Hvaða hlutverk var Loðvík XIII í balletinum Dans Næturinnar? Hver dansaði með honum?
Loðvík XIII var í hlutverki sólkonungsins Appolons.
Giovanni Battista Lully dansaði með honum, hann var ítalskur listamaður. Hann tók svo við sjórn tónlistarflutnings.
Hvað var ónáttúrulegt við garða eins og við Versali á 17 og 18 öld?
Trén fengu ekki að vaxa frjálst heldur voru mótuð í beina og formfasta runna.
Hvaða áhrifum vildu listamenn barokksins ná fram hjá viðtakendum sínum?
Vekja tilfinningalegt ástand með því að gera verkið dramatískt.
Hvaða nýjung kom fram á barrokktímanum þar sem voru notuð ólík listform á sama tíma?
Ópera, það sýnir klassíska tónlist, drama og fl.
Hvaða stíll tók við af Barokkinu sem hinn ráðandi stíll í Evrópu á 18. öld?
Rococo eða Rokókó.
Hvernig breyttist kirkjulist á barokktímabilinu?
Hún varð dramatískari.
Hvaða áhrif hafði fjölgun millistéttarfólks á listaverkamarkaðinn?
Milli stéttin vildi meira raunsæi eins og sést í verkum Le Nain og Georges de la tour í Frakklandi.
Af hverju máluðu Rembrandt og Frans Hals ekki dæmigerð barokklistverk?
Þeir urðu fyrir áhrifum millistéttarinnar og raunsæi í myndum.