Skilgreiningar og kenningar Flashcards
Heilasjúkdómur
Framfarir í taugafræði heilans sem snýr að vímuefnaröskun hafa leitt til uppgvötunnar á taugaboðefnum sem skapa umbunaráhrif við inntöku vímuefnis og er mikivægt með tiliti til fíknar.
Boðefni dópamín örvar vellíðunarstöðvar heilans og gegnir stóru hlutverki í ásókn í vímuefni.
Taugabrautir í heilastarfseminni sem hvert vímuefni virkjar sérhæft og einnig taugabrautir sem þau virkja.
Hvert vímuefni hefur sína verkun en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa áhrif á ákveðið heilaboðkerfi.
Neyslan getur haft varanlegar breytingar á starfsemi og byggingu heilans.
Líkan Gorski og Miller
Byggir á kenningum Jellinek.
Frumstig, miðstig og krónískt stig
Fíkn er líkamleg, sálræn og félagsleg
Fíkninni fylgir þráhyggja, árátta og stjórnleysi.
Neysla oft til að sefa sársauka sem skapast af neyslunni.
Kenning Jellinecks
Fyrsta stig: aukið þol og sækir oftar í aðstæður sem tengjast neyslu áfengis.
Annað stig: minnisleysi, áfengi nauðsyn, þambar drykki og eftirköst versna.
Þriðja stig: algjört stjórnleysi á magn og tíðni drykkju.
Fjórða stig: allt snýst um vímuna, drekkur mikið með hverjum sem er.
Sjúkdómskenningar
Ólæknandi sjúkdómur þar sem ítrekuð neysla áfengis og/eða annarra vímuefna á sér stað þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar neyslunnar.
Mögulegt að lýsa þróun sjúkdómsins.
Sálfræðilegir og félagslegir þættir spila ekki stærra hlutverk en í öðrum krónískum sjúkdómum.
Umfang erfðafræðilegs móttækileika hefur áhrif.
Sértækur sjúkdómur.
Stigversnandi sjúkdómur.
Krónískur og banvænn sjúkdómur.
Hægt að meðhöndla sjúkdóminn og halda niðri.
Bati er þróun, vænta má bakfall.
Félagsmenningarkenningar
Rannsóknir á sögulegum og menningarlegum hliðum áfengisneyslu til að bera saman hvernig mismunandi þjóðfélög líta á áfengisneyslu.
Persónukenningar
Samkvæmt persónukenningunum er ekki til sérstakur persónuleikii sem orsakar þróun áfengisröskunar meira en annar.
Galli á rannsóknum, rannsakaðir voru eingöngu einstaklingar sem greinda áfengisröskun.
Rannsóknir sýndu fram á að þeir sem voru með áfengisröskun mældust með marktækt meira þunglyndi en þeir sem ekki voru með áfengisröskun.
Upplifðu ofsóknahugmyndir og árásagirni.
Höfðu minni sjálfsvirðingu en samanburðarhópar sem og í meira tilfinningarlegu ójafnvægi.
Félagsnámskenningar
Samverkan einstaklings og umhverfis.
Félagsmótun.
Mikilvægt hvernig enstaklingurinn lærir að fást við umhverfið sitt.
Áfengisneysla þáttur félagslegs þroskaferils.
Norm og gildi samfélags.
Herminám
Námskenningar
Neysla áfengis er lærð hegðun.
Námið á sér stað með skilyrðingu sem varðar til með umbun og refsingu.
Í upphafi er áfengi notað vegna vellíðan og losun spennu.
Ávani þróast og áfengi notað til að forðast fráhvörf.
Spennulosunar tilgátur
Áfengi er notað til að draga úr streitu og kvíða.
Þ.eþ neikvæð styrking dregur úr spennu.
Einstaklingar tengja neysluna við spennulosun og vellíðan.
Þeir sem eru með áfengisröskun hafa meiri væntingar um áhrif áfengis en þeir sem ekki eru með áfengisröskun.
Endurtekin neysla áfengis, þrátt fyrir að neyslan ýti undir spennu, streitu og kvíða.
Sálgreiningakenningar
Kenning um að áfengissýki byggð á kenningu Freuds um þroskaferli persónuleikans.
Sá áfengissjúki sækir í ofsagleði og vellíðan. Misnotkun á áfenginu er einkenni um sálræn vandamál, þ.e. birtingarmynd undirliggjandi sálrænna vandamála.
Notar áfengi til að deyfa sársauka.
Líta til bernsku, ómeðvitað, óuppgerður tilfinningalegur vandi sem veldur sársauka.
Orsök sjúklegrar hegðunar að finna í umhverfinu eða aðstæðum í frumbernsku sem hindrar eðlilegan þroska persónuleikans.
Mögulegir þættir sem hafa áhrif á áfengis og vímuefnaneyslu (4)
Umhverfisáhrif
Samfélagslegir þættir
Nærumhverfi
Einstaklingurinn sjálfur
Fyrsta stig forvarnir
Áhersla á undrstöðu forvörnum fyrir unglinga er að efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þeirra sem skilar sér aftur í aukinni samskiptahæfni og betri lífsgæðum
Annars stigs forvarnir
Eru fyrir unglinga sem byrjaðir eru að drekka eða hugsa um drykkju og önnur vímuefni.
Markmiðið er að unglingarnir þekki sjúkdóminn og hvernig neyslan kemur niður á einstaklinginn andlega, líkamlega og félagslega.
Þriðja stigs forvarnir
Eru fyrir einstaklinga sem eru í neyslu annað hvort við það að missa stjórn á henni eða þegar búnir að missa stjórn á neyslunni og farnir að upplifa fíkn og fráhverfseinkenni.
Ferill neyslu
Notkun áfengis- og vímuefna er lærð hegðun sem fellur á samfellu allt frá bindindi, takmarkaðri notkun til óhóflegrar notkunar vímuefna.
stig 0: Algjört bindindi
stig 1: vímuefni sjaldan notað og þá helst til félagslegrar notkunar
stig 2: Mikil notkun vímuefna í félagslegum tilgangi/snemma blönduð neysla.
stig 3: vandamál komin upp vegna vímuefnanotkunnar/fíkn kemur fram snemma.
stig 4: fíkn í vímuefnið þýðir að einstaklingurinn er komin á það stig að þróa með sér vímuefnaröskun.
Samkvæmt skilgreiningarkerfum DSM-5 og ICD11 eru eftirfarandi atriði til staðar við þróun vímuefnaröskunar
Skert stjórn á notkun efnisins
Félagsleg skerðing vegna vímuefnaneyslu
Efni notuð við áhættusamar aðstæður
Einstaklingurinn þróar með sér líkamlegt þol og upplifir fráhvarseinkenni eftir að neyslu er hætt.
Hófleg áfengisneysla karlar (20-65 ára):
Tveir drykkir eða minna á dag að jafnaði.
Aldrei meira en fimm drykkir í hvert sinn
Samanlegt fjórtán drykkir á viku eða minna.
Hófleg áfengisneysla konur (og karla eldri en 65 ára):
Einn drykkur eða minna á dag að jafnaði.
Aldrei meira en fjórir drykkir í senn.
Samanlagt minna en sjö drykkir á viku.
Grundvöllur skilgreininga/greiningarviðmiða
Hve mikið magn er drukkið.
Tíðni
Neyslumynstur.
DSM-5
Viðmiðin eru 11 en þeim er skipt í 4 flokka:
Skert stjórn á vímuefnanotkun (viðmið 1-4)
Félagsleg skerðing (viðmið 5-7)
Áhættusöm notkun á vímuefni (viðmið 8-9)
Lyfjafræðileg viðmið (viðmið 10-11)
Til að greinast með SUD
Þurfa að minnsta kosti 2 einkenni að hafa verið til staðar á síðustu 12 mánuðum og því fleiri einkenni því alvarlegri er röskunin.
DSM-5 skiptir alvarleika vímuefnaröskunar í milda, miðlungs og alvarlega.
Viðmiðin 11 samkvæmt DSM-5
- Vímuefnisins er neytt í meiri mæli eða í lengri tíma en ætlað var
- Vilji er til að minnka eða hætta neyslu en án árangurs.
- Mikill tími fer í að útvega vímuefnið, neyta þess eða að ná sér eftir að áhrif þess dvína.
- Sterk löngun í vímuefnið.
- Skyldum skól, starfs eða heimilis er ekki sinnt á fullnægjandi hátt.
- Notkun vímuefna viðhaldið þrátt fyrir langvarandi eða endurtekin félags- eða samskiptavanda sem vímuefnaneyslan annað hvort eykur eða á sök á.
- Vímuefnanotkun leiðir til þess að einstaklingur annað hvort minnkar eða hættir ástundun tómstunda eða áhugamála.
- Endurtekin vímuefnanotkun í aðstæðum sem eru líklamlega hættulegar.
- Endurtekin vímuefnanotkun þrátt fyrir sálfræðilegan eða líkamlegan vanda sem rekja má til notkunar á vímuefninu.
- Þollmyndun. Einstakliingur þarf að auka skammtinn til að ná tilætluðum áhrifum.
- Fráhvörf.
Greiningarviðmið ICD-10/11
- Sterk löngun eða átáttukennd þörf fyrir efnið
- Stjórnleysi á neyslu vímuefnisins. Neysla verður tíðari, meiri eða varir lengur en gert var ráð fyrir.
- Líkamleg fráhvarfseinkenni þegar dregið er úr neyslu eða vímuefni notað til að draga úr fráhvarfseinkennum.
- Aukið þol gagnvart vímuefninu. Aukið magn þarf til að ná sömu áhrifum og áður fengust.
- Sífellt meiri tími fer í að nálgast vímuefni, neyta þeirra eða ná sér eftir neyslu og þá á kostnað frístunda eða annars sem veitir velllíðan.
- Neyslu er haldið áfram þrátt fyrir augljósan líkamlegan eða sálrænan skaða.
Afneitun
Afneitun kemur í veg fyrir að hinn vímuefnasjúki komi auga á vandamál tengd á vímuefnum. Afneitun er varnarháttur sjálfsins en samkvæmt Freud eru varnarhættir sjálfsins ósjálfráð sálræn viðbrögð sem hafa það hlutverk að vernda sjálfið fyrir óþægilegum og ósættanlegum hugsunum, tilfinningum og reynslu. Afneitun hefur kosti og galla.