Saga hjúkrunar alþjóðlega Flashcards
Hvenær varð hjúkrun að starfsgrein
Víða á vesturlöndunum á síðari hluta 19 aldar. Hjúkrunarnám í 3 ár (ICN)
Hvers vegna varð hjúkrun að starfsgrein
Hjúkrun samofin heimilislífinu
Samfélag að breytast í nútímasamfélag og myndaðist sérhæfð þekking um heilbrigðismál.
Fyrirmyndir hjúkrunar
Hjúkrunarsystur (kaþólskar og mótmælendatrúar - diakonissur) skipulögðu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimalöndum sínum og víða um heim allt frá því á átjándu öld.
Þær starfræktu almenn sjúkrahús en sinntu einnig fátækum og þeim sem áttu ekki í nein hús að venda – velferðarþjónusta þess tíma.
Skilningur hjúkrunarsystra á hjúkrun
Starfið var göfugt, miðaði að því að aðstoða hvern og einn til betra lífs.
- starfið byggði á köllun, það er kærleiksstarf.
Gullna reglan
Þú skalt gera það fyrir aðra sem þú vilt að aðrir geri fyrir þig.
Skilningur hjúkrunarsystra á hjúkrun
Lögð var áhersla á sjálfsafneitum og sjálfsögun.
Hjúkrunarsystir vinnur verk sín í hljóði og uppsker innri vissu um að hafa lagt sitt af mörkum til meðbræðranna.
Hjúkrun er mannúðarstarf
Hjúkrun á almennum sjúkrahúsum á 19 öld
Þeir sem sinntu hjúkrun voru fjölbreyttur hópur kvenna og karla, sumir illa farnir á líkama og sál en aðrir með nokkra menntun og mikla reynslu af hjúkrunarstörfum.
Ólaunuð líknarstörf kvenna úr efri lögum samfélagsins
Beindust að þeim sem voru veikir og lasburða bæði heima og á stofnunum urðu útbreidd.
Florence Nightingale
- Áhrifamesti kennimaðurinn í hjúkrun frá miðri nítjándu öld og langt fram á tuttugustu öld.
- Foreldrar voru mjög efnaðir og ferðaðist hún víða um Evrópu og til Egyptarlands.
- Talaði mörg tungumál og mikið menntuð.
- Samþætti fyrirmyndir frá hjúkrunarsystrum og hugmyndir sínar úr heilsufræðinni (mikilvægi hreinlætis og góðra umhverfisáhrifa)
- Leit á hjúkrunarstarfið sem kvennastarf.
Florence Nightingdale kynnti sér hjúkrun við
Kaiserwerth stofnunina í Þýskalandi þar sem hin lúterska díakonussuhefð mótaðist.
Díakonissuhefð
Mótaðist í Kaiserwerth stofnuninni í Þýskalandi.
Skrifaði margar bækur
Víðlesnar og áhrifamiklar bækur (m.a. Notes on Nursing og Notes on Hospitals) og skrifaði fjölmargar greinar og skýrslur.
Heilsuverndarhjúkrun
- heilsuverndarhjúkrun verður til undir lok 19. aldar – sjá Florence Nightingale og Henry Street Settlement í New York
Sjúkrahjúkrun
Heimilisbragurinn breyttist smám saman í stofnanabrag (hagræðing) Störfin voru t.d. tímamæld og allt varð verkmiðað.
Menntun/mótun hjúkrunarkvenna á fyrri hluta tuttugustu aldar
Hjúkrunarstarfið byggir á köllun – starfið er göfugt kærleiksstarf.
Starfið var víða erfiðisstarf – langur vinnudagur og vinnuaðstæður fyrir neðan allar hellur.
Afar illa gekk að hækka laun hjúkrunarkvenna og bæta menntun.
Er leið á öldina var meiri áhersla lögð á hinn fræðilega grunn starfsins og að móta starfið í samræmi við hugmyndir um fagstéttir.