Geðheilsa og geðrækt Flashcards
Geðsjúkdómar
Geðsjúkdómar hafa áhrif á sjálfsvitundina (sjálfsvitundin er ekki líffæri)
Geðræn vandamál
Eru oftast skilgreind og skilin út frá samspili eintaklings og umhverfis.
Greining líkamlegra sjúkdóma
Byggir á merkjum (signs) og einkennum (symptoms), en geðrænna aðeins á einkennunum. (huglægt mat á huglægu ástandi)
Geðheilbrigði samkvæmt Marie Jahoda
1) Jákvætt sjálfsviðhorf
2) Eðlilegur þroskaferill og sjálfsbirting.
3) Uppbyggileg viðbrögð við áföllum - streitustjórnun.
4) Sjálfstæði og sjálfsstjórn
5) Raunveruleikaskynjun
6) Vald á umhverfisaðstæðum.
Hjúkrunarfræðingar og geðheilsa
Geðheilsa er einn mikilvægasti þátturinn í almennu heilsufari einstaklinga og hópa.
Líkamleg heilsa og veikindi hafa áhrif á geðheilsu og öfugt.
Hjúkrunarfræðingar skyldu ávalt hafa geðheilsu skjóldstæðinga sinna í huga.
Hjúkrunarfræðingar þurfa
Að þekkja leiðir til geðheilsueflingar, forvarna og viðbrögð við geðrænum áskorunum.
Fyrirbygging geðræns vanda
Þættir sem stuðla að betri geðheilsu fyrirbyggja um leið geðrænan vanda.
Þau byggja á sama þekkingargrunni: þekking á áhættuþáttum, þekkingu á styrkjandi þáttum, þekkingu á gagnreyndum inngripum.
Inngrip
Inngripin felast í því að draga úr áhættuþáttum og efla styrkjandi þætti.
Víxlverkandi áhrif áhættuþátta
Sérhver áhættuþáttur eykur líkurnar á og áhrifamátt annarra áhættuþátta.
Arfgengir þættir veikja mótstöðu gegn umhverfis og félagslegum þáttum.
Einn félagslegur áhættuþáttur eykur líkurnar á öðrum:
Dæmi: flóttafólk hefur orðið fyrir áföllum vegna stríðs og er hætt við að búa vi ð félagslega einangrunn og verða fyrir fordómum.
Almenn (unicersal) fyrsta stigs fyrirbygging
Beinist að samfélaginu í heild eða hópum án tillits til sérstakra áhættuþátta.
Sértæk (selective) fyrsta stigs fyrirbygging
Beinist að hópum eða einstaklingum sem eru í sérstakri áhættu.
- Aðgerðir til að vinna gagn og draga úr einelti.
- Þjónusta og stuðningur við börn foreldra sem glíma við geðrænan vanda.
- Stuðningur við þessara foreldra til að rækja foreldrahlutverk sitt.
- Skimun fyrir ofbeldi í nánum samböndum á heilbrigðisstofnunum samhliða stuðningi og tilvísunum.
- Skimun fyrir geðrænum vanda og vímuefnanotkun á meðgöngu.
- Áfallahjálp.
Sérhæfð (indicated) fyrsta stigs fyrirbygging
Beinist að einstaklingum í mikilli áhættu eða með byrjunareinkenni geðræns vanda og fela oftast í sér sértæk inngrip studd rannsóknum.
- Sálrænn stuðningur við nemendur sem sýna einkenni kvíða og þunglyndis.
- Stuðningur við foreldra barna með hegðunarvandamál og athyglisbrest.
- Fyrirbygging aukins geðræns vanda hjá börnum með hegðunarvanda og athyglisbrest.
- Stuðningur við aldraða sem finna fyrir einmanaleika og kvíða.
Aðferðafræðilegar takmarkanir
Erfitt er að bera saman hópa og einangra orsakaþætti.
T.d. hver er ástæðan fyrir minnkandi áfengisneyslu íslenskra unglinga?
Siðferðilegar takmarkanir
Ekki er siðferðislega réttlætanlegt að neita einstaklingum í áhættuhóp um þjónustu. T.d. þjónu Frú Ragnheiður og áfallahjálp.
Verksvið Hjúkrunarfræðinga
Fræðsla um geðheilbrigði og áhættuþætti.
- T.d. skólahjúkrun: mikilvægi vináttum, áhrif vímuefna og eineltis.
Fræðsla um eðlilegan vöxt og þroska og áhættuþætti tengda æviskeiðsbreytingum. t.d. mæðravernd, skólahjúkrun og öldrunarhjúkrun.
- Einstaklingum eða hópum sem búa við mikla streitu er vísað á viðeigandi úrræði til að koma í veg fyrir geðrænan vanda. (t.d. þolendur ofbeldis)
- Hjúkrun sjúklinga á almennum sjúkradeildum felst m.a. í því að því að koma í veg fyrir geðrænan vanda í kjölfar sjúkdóma og erfiðra lífsaðstæðna.
- Stuðningur við fjölskyldur til að auka með þeim samheldni og innbyrðis stuðning. T.d. fjölskylduhjúkrun
- Virkni í stjórnmálum og málefnum samfélagsins er varða geðheilbrigðismál.
Annars stigs fyrirbygging
- Geðheilsumat til að greina geðrænan vanda.
- Tilvísanir til viðeigandi aðila.
- Heimsóknir til skjólstæðinga til að undirbúa innlögn eða til að veita meðferð.
- Geðræn bráðameðferð á almennum sjúkradeildum.
- Meðferðarhvetjandi umhverfi.
- Eftirlit og leiðbeiningar til sjúklinga sem fá geðlyfjameðferð.
Þriðja stigs fyrirbygging
- Geðhjúkrun (m.a. sálræn meðferð).
- Endurhæfing og starfsþjálfun.
- Skipulag eftirmeðferðar að sjúkrahússvist lokinni í þeim tilgangi að auðvelda aðlögun að samfélaginu.
- Viðhalda bataferli.
- Skaðaminnkun.
Þín eigin persónulega geðrækt
Að efla færni þína til að:
- Takast á við og leysa þroskaverkefnin - Að dafna.
- Öðlast sjálfsvirðingu, styrkja eigið geðmat, vellíðan og vera virkur þátttakandi í fjölskyldu, vináttu og samfélaginu.
- Takast á við álag og mótlæti með þrautseigju. (Seiglu - resilience).
Lífstíll sem stuðlar að bættri geðheilsu
Holt mataræði Hreyfing Jákvæð samskipti við aðra Finna sér tilgang Vinna að markmiðum.
Áhættuþættir geðheilbrigðis
Arfgengir þættir
Umhverfis og félagslegir þættir
Þættir tengdir meðgöngu og fæðingu: Næring, vímuefnaneysla, streita móður, erfiðleikar í fæðingu.
Félagsleg staða: Fátækt, félagsleg einangrun, fordómar, breytingar á félagslegri stöðu.
Áföll: Vanræksla, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi, einelti.
Almenn (universal) fyrsta stigs fyrirbygging
Beinist að almennum verndandi og áhættuþáttum meðal almennings.
- Aðgerðir til að draga úr fátækt og auka jöfnuð
- Takmarkaður aðgangur að áfengis og vímuefnum
- Almenn heilsuefling og forvarnarstarf í skólum
- D- vítamín gjöf á meðgöngu (dregur úr áhættuþáttum tengdum meðgöngu og fæðingu.
- D- vítamín á fyrsta aldursári dregur úr líkum á geðklofa (McGrant, et al.2004)
Skaðaminnkun
Felst í því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum ogefnahagslegum afleiðingum geðræns vanda sem tengist hegðun (t.d. fíknihegðun, sjálfskaðaða, átröskunum) án þess að reyna að uppræta hegðunina.
Batastefnan
Felst í því að styðja fólk með langvinnan geðrænan vanda til að lifa sem bestu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn.