Geðheilbrigði í skólum Flashcards
Hvað er félags- og tilfinninganám?
Ferlið þar sem börn öðlast og læra að nýta sér með
árangursríkum hætti þá þekkingu, viðhorf og færni sem þarf til
að geta skilið og tekist á við tilfinningar, sett sér markmið og
náð þeim, fundið og sýnt samkennd með öðrum, myndað
farsæl sambönd við aðra og tekið ábyrgar ákvarðanir
Lykilþættir geðræktarstarfs í skólum
- Stefna og starfshættir
- Umhverfi og aðstæður
- Uppbygging þekkingar og færni
- Jafnrétti og þátttaka
- Tengsl og umhyggja
- Efling félags- og tilfinningafærni
- Hegðun og samskipti
- Mat og stuðningur
- Samstarf við foreldra
- Samstarf við aðrar stofnanir
Hlutfall skóla sem nota útgefið námsefni
36% grunnskóla nota útgefið námsefni í lífsleiknikennslu á yngsta stigi
31% grunnskóla nota útgefið námsefni við lífsleiknikennslu á miðstigi
20% grunnskóla nota útgefið námsefni við lífsleiknikennslu á elsta stigi
Flestir grunnskólar (74%) hafa innleitt heildarskólanálgun (e. whole-school approach) til að stuðla að jákvæðri hegðun, líðan og samskiptum nemenda – Olweusar-áætlunin – Uppeldi til ábyrgðar – ART – SMT-skólafærni (PBS) – Jákvæður agi
SAFE viðmið Durlak og félaga (2011):
Að námsefnið fylgi ákveðnu skipulagi og færniþættir séu kenndir skref fyrir skref (Sequenced)
Að kennslan feli í sér virka þátttöku og æfingar (Active)
Að nægum tíma sé varið í að byggja upp færni (Focused)
Að námsmarkmið séu vel skilgreind og skýr (Explicit)
Hversu vel uppfyllir íslenskt námsefni SAFE viðmið?
Uppfyllir SAFE viðmið – Að ná tökum á tilverunni (LQ) – Að vaxa úr grasi (LQ) – ART – Samvera – Stig af stigi – Vinir Zippýs
Uppfyllir ekki SAFE viðmið
– Ertu?
– Erfið samskipti stúlkna – Hugarfrelsi
– Klárari en þú heldur
– Spor 1-4
Hvaða skilyrði vinna gegn árangri?
Námsefni eða nálgun aðeins innleidd að hluta, s.s. ákveðnum þáttum sleppt við kennslu eða framkvæmd
Námsefni eða nálgun er aðlagað aðstæðum skólans í slíkum mæli að mikilvægir þættir missa marks
Kennslu í félags- og tilfinningafærni er ekki viðhaldið eftir því sem líður á skólagöngu barna
Þessi atriði því miður algeng í íslensku skólakerfi – Flest námsefni auk þess komið til ára sinna
Af hverju skiptir raunprófun máli?
Ekki ábyrgt að verja fjármunum, vinnu og tíma í að innleiða aðferðir sem ekki er vitað hvort skila tilætluðum árangri
Brjóstvitið nægir ekki
- Möguleiki á að valda skaða
Samfélagsleg ábyrgð gagnvart velferð og uppeldi barna
Mikilvægt að þær aðferðir sem eru valdar til að efla jákvæða
hegðun og félags- og tilfinningafærni séu grundvallaðar á vönduðum rannsóknum sem staðfesta árangur og skaðleysi.