Próf 1 - Bókmenntir í nýju landi Flashcards
Hvenær voru Íslendingasögur skrifaðar?
Um 1220-1230 (13. öld)
Hvenær gerðust Íslendingasögur?
Frá landnámi til 1030
Hvað greinir Íslendingasögur frá eddukvæðum, dróttukvæðum og konungasögum?
Íslendingasögur eru íslensk nýjung sem eiga sér engar beinar fyrirmyndir
Það er aldrei getið um höfund í Íslendingasögum
Hvað leið langur tími frá söguöld til ritunartíma Íslendingasagnanna?
Það liðu um 190-200 ár
Söguöld: landnám - 1030
Ritunartími Íslendingasagna: 1220/1230
Hver eru þrjú þekktustu rit sem Snorri Sturluson er talinn hafa samið?
Snorra-Edda: Handbók ætluð skáldum sem segir sögur af goðum
Heimskringla: Konungasagnarit 13.aldar sem inniheldur fjölda dróttkvæða
Egilsaga: Fjallar um líf Egils Skallagrímssonar
Hvað má finna í Snorra-Eddu?
Gylfaginningu, Háttatal og formálann Prologus
Hvað er Heimskringlan og hvað má finna í henni?
Konungsagnarit, í henni eru mörg dróttkvæði og sögur af heiðnum goðum
Hvernig bókmenntir voru skrifaðar á undan Íslendingasögum?
Miðaldabókmenntir: eddukvæði og dróttkvæði
Dæmi um Íslendingasagnastíla (6)
- Úrdráttur
- Bein ræða
- Stuttar og einfaldar setningar
- Langar lýsingar á aðalpersónum
- Litlar lýsingar á aukapersónum
- Hugsunum og tilfinningum sjaldan lýst
Hvaða undirflokk tilheyrir Brennu-Njáls saga?
Ættarsögu
Hvaða undirflokk tilheyrir Egils saga?
Skáldsögu
Hvaða undirflokk tilheyrir Laxdæla saga?
Ættarsögu
Hvaða undirflokk tilheyrir Eyrbyggja saga?
Héraðssögu
Hvaða undirflokk tilheyrir Grettis saga?
Útlagasaga
Nefndu 2 kenningar um uppruna Íslendingasagna
Sagnfestukenningin og bókfestukenningin
Sagnfestukenningin
Þá er því haldið fram að Íslendingasögur hafi mótast munnlega og þannig hafi þær varðveist milli manna
Bókfestukenningin
Þar er því haldið fram að sögurnar hafi verið ritaðar af miðaldrahöfundum sem unnu upp úr ýmsum heimildum t.d. skriflegum, munnlegum og skáldskap
Hvað þýðir orðið dróttkvæði
Drótt = hirð
Dróttkvæði = hirðkvæði
Hvað þurfa kvæði að uppfylla til að geta talist dróttkvæði (2)
Það þarf að uppfylla annaðhvort þessa einkenna:
Kvæði sem eru flutt við hirð og meginefnið er um lof konunga
Kvæði sem eru ort undir sérstökum og flóknum bragarhætti sem er kallaður dróttkvæður háttur
Hvernig þróuðust efnistök dróttkvæða gegnum aldirnar
Þau byrjuðu að teljast hluti af annars konar bókmenntum
Flokkur og drápa
Í drápu eru stef (vísa eða vísuhelmingur sem er endurtekinn nokkrum sinnum)
Í flokki eru engin stef, ekki jafn merkilegt og drápa
Heiti og kenningar
Heiti eru skáldleg orð (þ.e. orð sem eru viðeigandi í skáldamáli en ekki í hversdagsmáli t.d. jór, frón, fylkir)
Kenning er myndhverfing sem búin er til úr 2 nafnorðum, eitt í nf. og hitt í ef. Nefnifallið kallast “þá” og eignarfallið kallast “kenniliður”
Hver er munurinn á dróttkvæðum í Íslendingasögum og konungasögum?
Í konungasögum eru dróttkvæðin oft tilfærðar sem staðfesting á því sem er búið að segja, eins og tilvísun, heimild eða sönnunargagn um að rétt hafi verið sagt frá í sögunni.
Í Íslendingasögum er algengara að þær séu liður í frásögninni og þá kemur oftar fram af hvaða tilefni skáldið kveður vísuna en erfiðara að átta sig á efni hennar nema leggjast í pælingar og taka saman innihaldið
Afhverju ætli hafi verið hæðst að kvæðum Snorra Sturlusonar um Noregskonunga?
Því hann þótti gamaldags að þykjast vera hirðskáld