Egils saga kaflar 1-10 Flashcards
Sagt er að Kveld-Úlfur hafi verið hamrammur. Hvað þýðir það?
Að geta skipt um ham (breytt sér í dýr)
Sumir túlka þetta svo að hann hafi verið varúlfur
Hvernig er Þórólfi lýst?
Hann er manna vænstur og gervilegastur (hæfastur)
Líkur móðurfrænda sínum
Gleðimaður mikill, örlátur, ákafamaður mikill
Hvernig er Grími lýst?
Líkur föður sínum
Svartur og ljótur
VIldi helst aðeins fylgja föður sínum
Var mikill smiður á járn og tré og búsýslumaður (góður bóndi)
Konungur vildi fá Kveld-Úlf í sína þjónustu en hann neitaði. Hvað sagði Kveld-Úlfur til að reyna að halda konungi góðum?
Að hann myndi senda son sinn, Þórólf, til hans er hann kæmi úr víkingaferðum, að Þórólfur hefði mikinn hug á að gerast hirðmaður hans
Hvernig eru Ölvir og Kveld-Úlfur tengdir?
Þeir eru mágar
Kveld-Úlfur er giftur Salbjörgu, systur Ölvis hnúfu
Hverju spáir Kveld-Úlfur um samskipti þeirra feðga við Harald konung?
Hann spáir að samskipti þeirra muni ekki leiða neitt gott af sér og að þeir muni aldurtila (deyja) af völdum konungs
Hver er hugsanlegur aldursmunur á Björgólfi og Hildiríði?
Það eru a.m.k. 30 ár
Björgúlfur átti fullorðinn son, Brynjólf, þegar hann giftist Hildiríði (lausabrúðkaup, óformlegt brúðkaup)
Hvernig eru Þórólfur og Bárður skyldir?
Langafi Bárðar (Hallbjörn hálftröll) og amma Þórólfs (Hallbera) voru systkini
Hvernig flæktist Þórólfur í erfðamál Hildiríðarsona?
Hann erfir allt eftir Bárð en Hildiríðarsynir töldu sig eiga rétt á arfi þar sem þeir voru skyldari Bárði en hann
Nefnið eitthvað í fari Þórólfs sem getur hafa valdið andúð konungs
Hann var vinsæll, ríkur og voldugur
Verðugur keppinautur konungs um völd í Noregi
Má færa rök fyrir því að Hildiríðarsynir hafi verið réttlausir í erfðadeilunni?
Lausabrúðkaup jafngilti ekki formlegu brúðkaupi og því erfa þeir ekkert þegar Björgólfur deyr, ekkert þegar Brynjólfur sonur hans deyr og ekkert þegar Bárður, sonur Brynjólfs og besti vinur Þórólfs, deyr