Egils saga kaflar 28-39 Flashcards
Berið saman bræðurna Egil og Þórólf:
- Þeir eru miklar andstæður eins og Skalla-Grímur og Þórólfur bróðir hans höfðu verið.
- Þórólfur er sagður gleðimaður og vinsæll af alþýðu, elskaður að foreldrum sínum, mikill að afli og mikill íþróttamaður, semsagt mjög líkur nafana sínum og frænda Þórólfi Kveld-Úlfssyni
- Egill er hins vegar ljótur og líkur föður sínum, þegar hann er 3 ára hefur hann stærð á við 7 ára drengi, er málugur og orðvís og illur viðureignar. Snemma kemur svo í ljós að Skalla-Grímur virðist ekki elska son sinn mikið, þ.e. Egil enda reynir hann að drepa hann eitt kvöldið er þeir eru að leikum, drepur Þórð vina hans í skapvonskukasti.
Hvers vegna fluttist Yngvar frá Noregi?
Hann gerði það vegna þess að hann neitaði að þjóna Haraldi konungi og Haraldur ofsótti þá er það vildu ekki gera, einnig tengsl hans við Skalla-Grím sem konungur hataði eftir að hann drap Sigtrygg, Hallvarð og hina ungu frændur konungs.
Hvað var sérstakt við för Egils í veislu afa síns?
Skalla-Grímur bannaði Agli að koma með , segir að hann sé nógu erfiður ódrukkinn. Það er sérstakt að Egill kann að sitja hest þriggja ára og nær að rata sjálfur til afa sinn með því að elta Skalla-Grím og föruneyti.
Björn Brynjólfsson bað Þóri hersi um hönd Þóru hlaðhandar, systur hans, en Þórir neitaði. Segið frá viðbrögðum Björns og hvað drífur á daga hans allt þar til hann kemur til Íslands (Ath. kort bls. 295).
Hann rænir henni, faðir hans segir honum að skila henni aftur, sem hann gerir en biður svo föður sinn um víkingaskip, segist vilja herja og græða fé. Faðir hans gefur honum kaupskip og segir betra að hann fari í viðskiptaferð til Dyflinnar. Það gerir Björn en tekur Þóru með sér í óleyfi. Þórir bróðir verður bjrálaður og Haraldur konungur gerir Björn útlægan í Norge. Þau þvælast svo til Hjaltlandseyja (Skotlandi) þar sem hann giftist Þóru í Mósey á Hjaltlandseyjum. Eftir það fara þau til Íslands og enda í heimsókn hjá Skalla-Grími.
Segið frá tenglsum Skalla-Gríms og Þóru hlaðhandar
Skalla-Grímur og Þórir, bróðir hennar, eru fóstbræður, Þórir hafði verið í vist hjá Kveld-Úlfi áður fyrr og Skalla-Grímur og Þórir því fóstbræður.
Hvernig tók Skalla-Grímur við Birni?
Hann tók honum vel í fyrstu enda þekkti hann til hans en verður svo reiður er hann fréttir að Björn hafi rænt Þóru og skammar hann fyrir það.
Þá mælti Björn til Þórólfs: „Mjög undrast konungsson skipið og bjóð þú honum að þiggja…“. Hvað heitir konungsson og af hverju telur Björn það vera snjallræði að gefa honum skip?
Konungssonurinn heitir Eiríkur blóðöx (sonur Haralds hárfagra), Björn og Þórólfur SG eru þarna í heimsókn hjá Þóri og hitta Eirík. Þórólfur er eins og nafni hans og frændi var áður, hann vil vingast við Eirík og ná frama eins og frændi hans. Því þykir Birni það góð hugmynd að Þórólfur gefi honum lítið skip sem kallast karfi.
Hvernig tengist mágur Björns konungssyni?
Mágur Björns er Þórir hersir en hann er hirðmaður konungs og hafði tekið Eirík í fóstur á hans yngri árum.
Um hvað ræða Þórir, konungsson og Haraldur konungur í lok 36. kafla og hver verður niðurstaðan?
Þórir, Eiríkur og Haraldur konungur ræða um það hvort rétt sé að leyfa Þórólfi að vera vinur Eiríks og hleypa afkomanda SG inn í innsta hring Konungsfjölskyldinnar. Haraldi líst illa á það vegna haturs síns á Skalla-Grími. Þórir miðlar málum (minnir svolítið á Ölvi hnúfu) og sannfærir konung um að það ætti að vera í lagi að Þórólfur og Eiríkur verði vinir enda Þórólfur vaskur maður.
Mikilvæg kvenpersóna er kynnt í 37. kafla. Hver er það og hvað er sagt um hana? Nefnið tvær aðrar persónur tengdar henni sem kynntar eru og hvort þær virðast góð- eða illmenni (rök).
Gunnhildur dóttir Össurar tota er kynnt til sögunnar, Eiríkur hafði hitt hana í víkingaferð til Bjarmalands og hafði heim með sér og giftist henni, hún er fjölkunnung. Á eftir að koma mikið við sögu og verður helsti óvinur Egils. Í lok kaflans eru bræður þrír kynntir, þeir eru illmenni og heita Haddur, Berg-Önundur og Atli hinn skammi Þorgeirssynir.
Hvaða tilgangi þjónar frásögnin af öxinni konungsnaut:
Þórólfur fer svo heim til Íslands eftir víkingaferðir með Eiríki blóðöx sem er orðinn Noregskonungur. Eiríkur sendir SG öxi eina að gjöf sem Þórólfur færir honum. SG prófar öxina, ætlar að slátra nautum með henni en blaðið brotnar. Hann segir Þórólfi að hann vilji ekki eiga þessa öxi og vill að hann láti konung hafa hana aftur. Þetta er táknrænt fyrir samskipti SG við Noregnskonunga, öxin tákn fyrir slæmt samband þeirra, kannski einnig fyrirboði um frekari vandræði á milli þessara fjölskyldna.
Hvernig líkist Skalla-Grímur föður sínum í samskiptum við Þórólf son sinn í 38. kafla?
Skalla-Grímur spáir því þegar hann kveður Þórólf, sem ætlar aftur til Noregs, að þeir muni ekki hittast aftur. Eins og forspá Kveld-Úlfs er hann kvaddi Þórólf son sinn fyrr í sögunni.