Egils saga kaflar 11-19 Flashcards
Hvernig útskýra Hildiríðasynir fyrir Haraldi konungi þegar að Þórólfur tók á móti konungi með miklu fjölmenni?
Að Þórólfur ætlaði að drepa Harald konung en hætti við þegar að hann sá menn Haralds
Hvernig útskýra Hildiríðasynir fyrir Haraldi konungi þegar að konungsmönum var fylgt til kornhlöðu en ekki stofu?
Eftir að hann gugnaði fylgdi hann þeim inn í kornhlöðu afþví að þar hafði hann hugsað sér að brenna þá inni, því hann vildi ekki brenna sína eigin stofu
Hvað ráðleggja Hildiríðarsynir konungi að gera í máli Þórólfs í og fer konungur að ráðum þeirra?
Þeir ráðleggja Haraldi konungi að færa Þórólf nær sér svo að hann geti fylgst með honum
Haraldur konungur fer að ráðum Hildiríðasona og gefur Þórólfi svipað tilboð
Hann býður honum að koma í hirð sína og taka yfir Naumdalsfylki en Þórólfur neitar
Þegar Þorgils gjallandi kom á fund konungs til að færa honum finnskatt Þórólfs þá svaraði konungur engu og var reiður. Hvað varð til þess að milda reiði konungs í það skiptið?
Ölvir hnúfa nær að tala konunginn til með því að segja honum að skatturinn hafi aldrei verið svona mikill og gæði varanna væri sú besta sem hafði sést
Hvernig gátu Hildiríðarsynir gert Harald tortryggilegan þrátt fyrir að finnskatturinn væri meiri en áður?
Með því að segja að Þórólfur hefði ekki skilað öllum skattinum heldur hefði hann tekið hlut sjálfur // hann sveik konunginn
Í 16. kafla er greint frá samtali Þórólfs við konung.
Hverju neitar Þórólfur konungi, hverju neitar konungur Þórólfi og hvað afleiðingar hefur þetta samtal þeirra?
Þórólfur neitar tilboði konungs um að yfirgefa Hálogaland og fara í hirð konungs, hann kemur með gagntilboð og býður konungi til veislu
Konungur neitar boðinu og rekur Þórólf af Hálogalandi og sendir Hildiríðasyni í stað Þórólfs
Konungur tók einnig allar eigur Þórólfs og gaf Hildiríðasynum. Þórólfur flytur svo í Sandnes þar sem Sigríður (konan hans) bjó
Hvernig útskýra Hildiríðarsynir fyrir konungi hve rýran skatt þeir færðu honum af Finnmörk?
Þeir sögðu að þeir hefðu rýran skatt afþví að Þórólfur hefði líka verið í Finnmörku að sækja skatt og að hann hafi verið með fleiri menn heldur en þeir
Hvað ráðleggja Hildiríðarsynir konungi að gera tengt Þorgils og fer konungur að ráðunum?
Þeir ráðleggja konungi að njósna um Þorgils þar sem að skipið þeirra sé fullt af peningum konungs
Konungur fer að ráðum þeirra og finnur skipið
Nefnið 3 atriði hvernig Þórólfur hefnir sín á konungi eftir að skip hans var gert upptækt
- Hann rænir skipi og farmi af Þóri þrumi (ármaður Haralds konungs)
- Þórólfur fór í Elfina og hjó höndina af Þorgeiri, bróðir Hallbarðs harðfara og Sigtryggs snarfara, drap Þórð og 20 aðra menn
- Hann tók kaupskip sem Víkverjar áttu