Nýrun Flashcards
Hvert er hlutverk juxtamedullary nýrunga ?
Byggja upp osmófallanda frá berki niður í papilluodd og eru mikilvægar í stjórn á vökvavægi
Hver er munurinn á vökvaþrýstingi í æðahnoðra og peritubular háræðum ?
Vökvaþrýstingur er hár í æðahnoðra en lár í peritubular háræðum
Hvað síum við mikið af frumþvagi á dag ?
180 L
Hversu mikið af plasma fer til nýrna á mínútu ?
Ca. 600 mL
Hvað síast stór hluti af blóðvökvanum ?
Ca. 20%
Hve mikið er skilið út af vatni á dag ?
1,8 L
Hvaða hlutar mynda síunaryfirborð ?
Innþel háræða, grunnhimna og útþekja (fótfrumur)
Hvað eru mesangial frumur ?
Frumur sem eru á milli háræða og tengjast þeim, geta dregist saman og þannig breytt flæði
Hvað er síunarstuðull ?
Mælikvarði á vökvaleiðni og heildaryfirborð háræða í æðahnoðra
Hvernig er síunarstuðull reiknaður ?
Kf = GFR/nettósíunarkraftur
Hvaða áhrif hefur angiotensin í nýrum ?
Æðaþrenging, samdráttur mesangial fruma, eykur næmleika TGF, minnkar blóðflæði til mergsins, örvar Na/H skiptiprótein í nærpíplum og TAL (örvar endurupptöku á NaCl og vatni) og örvar vöxt nýrnavefs
Hvaða áhrif hefur angiotensin á aðra vefi en nýru ?
Eykur æðasamdrátt, hækkar TPR og þar með MAP, eykur þorstatilfinningu, eykur losun vasopressíns, eykur losun aldósteróns
Hvað gerir vasopressín ?
Er æðaþrengjandi sem svar við minnkuðu blóðrúmmáli
Hvað gerir ANP ?
Er æðaslakandi sem svar við auknu blóðrúmmáli
Á hvaða göng virka þvagræsilyfin amiloride og triamteren ?
ENaC göng