Lungu og loftskipti Flashcards
Hvað gerist þegar við súrnum, t.d. við áreynslu ?
Við myndum koltvíoxíð úr bíkarbónati
Hvað öndum við að okkur miklu lofti í hverjum andardrætti ?
Ca. 0,5 lítrum
Hvenær er þrýstingur lægstur í lungunum ?
Við miðja innöndun
Hvaða vöðvar eru virkastir í innöndun ?
Þindin (aðallega) og external intercostal
Hvaða vöðvar eru virkastir í virkri útöndun ?
Kviðvöðvar og intercostal vöðvar
Hver er meðalþrýstingur í lungnablóðrás ?
25/8
Af hvaða þáttum ræðst compliance lungna ?
Teygjunni í lungnavef (elastin og kollagen) og yfirborðsspennu þar sem loft og vatn mætast í alveoli
Hvað inniheldur lungnablöðruseyti ?
Fosfólípíð, prótein og jónir
Hvað áhrif hefur adrenalín á berkjur ?
Víkkar þær
Hvað er mikið af lofti eftir í lungum við venjulega útöndun ?
Ca. 2,3 lítrar hjá körlum, 1,8 lítrar hjá konum
Hvað binst hemóglóbín miklu súrefni í ml ?
1,34 ml
Hver er súrefnismettun í einu líter af blóði ?
201 ml súrefni/líter af blóði
Hvernig breytir hemóglóbín um lit eftir sýrustigi ?
Það er rautt ef það er tengt súrefni en annars blátt
Hvað gerist við hemóglóbín þegar við súrnum, hitastig eykst eða styrkur BPG eykst ?
Sækni hemóglóbín í súrefni minnkar
Hvað eru Haldane áhrif ?
Hb sem er bundið súrefni er súrar og binst síður koltvíoxíði og hvetur áfram myndun koltvíoxíðs úr bíkarbónati