Lífeðlisfræði A Flashcards
Hvaða taugaþræðir stjórna ciliary vöðvum augans ?
Parasympatískir þræðir frá heilataug III
Hvar er augnvökvinn myndaður ?
Í ciliary process
Hvert ar augnvökvinn dreneraður ?
Í canal of Schlemm sem opnast í extraoccular veins
Hver er helsta orsök blindu ?
Gláka (þrýstingur 60-70 mm Hg)
Hvar í auganu er sjónin best ?
Í litgróf (fovea), ljósið þarf ekki að fara í gegnum öll lögin, mikið af keilum
Hvert er hlutverk melaníns í auganu ?
Hindra endurkast í auganu svo að sjón verður skírari
Hvaða kemur blóðflæði til innri laga sjónunnar ?
Frá central retinal æðinni
Hvaðan fá ytri hlutar ljósnemanna næringu ?
Með sveimi frá æðu
Hvað er það sem gerir það að verkum að himnuspenna ljósnema er hærri í myrkri en í öðrum skynnemum ?
cGMP er hátt og Na+ hlið eru opin
Hvað gerist þega ljós skín á ljósnema ?
Rhodopsin sundrast í opsin og retinal, cGMP Na+ hliðin lokast, meira Na flæðir þá út heldur en inn og himnuspennan verður minna neikvæð (hækkar)
Hvað er það sem gerir að verkum að við getum séð alla liti þá að við höfum aðeins þrjár gerðir að litarskynnemum ?
Mismunandi örvun á mismunandi keilum
Hvað skynjum við sem hvítt ljós ?
Jöfn örvun á öllum tegundum keila
Hvaða boðefni losa keilur og stafir þar sem þau mynda taugamót við bipolar frumur ?
Glutamate
Hvaða boðefni losa amacrine frumur ?
8 mismunandi boðefni sem eru öll hamlandi (GABA, glycine, dópamín o.fl)
Hvernig flytja frumur sjónunnar boð ?
Með rafrænni leið (electric conduction) nema ganglion frumur sem flytja boð sem boðspennur
Hvaða frumur sjá um hliðlæga hömlun í sjónu ?
Horizontal frumur og amacrine frumur
Hvert berast flest boð eftir að hafa borist til primary visual cortex ?
Broadmann svæðis 18 eða sjónsvæðis II
Í hvaða lag sjónbarkarins koma upplýsingar inn frá lateral geniculate kjarna ?
4c
Á hvaða bili eru bylgjulengdir litrófsins ?
400-750 nm
Hvaða geislar eru fyrir neðan litrófið í bylgjulengd og hvaða geislar fyrir ofan ?
UV ljós er fyrir neðan og innrautt ljós fyrir ofan
Hvert er hlutverk litþekjunnar ?
Endurkastar ljósi á ljósnema, gleypir hluta af ljósi (melanin), endurnýjar ljóspurpura og diska sem hann situr á og sér um flutning jóna, vatns og næringarefna milli ljósnema og æðu
Við hvaða frumur mynda ljósnemar taugamót ?
Horizontal og bipolar frumur (samleitni)
Hvað er það sem virkjar transducin og hvað gerir það ?
Virkjast þegar lögun rhodopsins breytist og breytir cGMP í GMP
Hvað gerist þegar styrkur cGMP lækkar í ljósnemum ?
Na+ göng lokast og himnuspennan yfirskautast og það verður minnkun í losun á glutamate
Hvaða frumur hafa tvískipt viðtakasvið og hvað þýðir það ?
Bipolar og ganglion frumur, svörun er ólík eftir því hvort miðja eða umhverfi er ert (umhverfi dregur úr næmi miðju og öfugt vegna hliðarhömlunar)
Hvaða frumur eru uppsprettur hliðarhömlunar í sjónhimnu ?
Millifrumur, horizontal frumur og amacrine frumur
Símar hvaða fruma mynda sjóntaug ?
Ganglion
Hvaða tvær meginbylgjur koma fram í sjónhimnuriti ?
a-bylgjur - negative frá ljósnemum
b-bylgjur - positive frá ON bipolar frumum
Hvað er óvenjulegt við frumur í rákótta berki ?
Þær hafa snúningsnæmi og flatartíðn
Hvað er snúningsnæmi ?
Sumar frumur svara best áreitum sem hafa tiltekinn snúning og sýna minni virkni ef snúningur breytist
Hvað er flatartíðni ?
Boðspennutíðni fruma breytist með sinus-tíðni áreitis
Hvað eru color blobs ?
Frumur sem koma saman sem eru sérhæfðar fyrir bylgjulengdir (skynja liti) og fá boð frá parvo- og koniocellular lögum LGN
Hvaða hreyfingar nemur skjóðan ?
Línulega hröðun í láréttu plani (fram/aftur og hægri/vinstri)
Hvaða hreyfingar nemur posinn ?
Línulega hröðun í lóðréttu plani
Hvaða hreyfingar nema hálfbogagöng ?
Snúning á höfði í þremur víddum
Hver er grunntíðni í vestibulocochlear tauginni ?
Um 100 Hz
Hvað er Fourier-greining ?
Stærðfræðileg aðferð til að sundurgreina allar bylgjur sem fall af tíðni
Af hverju ræðst sveifluhæð hljóðbylgja ?
Fjölda sameinda sem samþjappast í bylgju
Hvaða beinum eru heyrnarvöðvarnir tengdir ?
Tensor tympani er tengdur hamri og stapedius er tengdur ístaði
Hvers konar vökvi er í göngunum þremur í kuðungi ?
Endolymph í scala media en perilymph í vestibuli og tympani
Hver er munurinn á perilymph og endolymph ?
Endolymph hefur háan stykr K+ en lágan styrk Na+ en perilymph öfugt
Hvar er basilar himnan staðsett ?
Milli scala tympani og scala media
Hvert er hlutverk ytri hárfruma ?
Skynja ástand basilar himnu og valda breytingum í sveigjanleika hennar, hafa áhrif á næmi innri hárfruma
Hvar er Reissner himnan staðsett ?
Milli scala vestibuli og scala media
Hvar er stigagat í kuðungi ?
Þar sem scala vestibuli snýr við og kallast þá scala tympani
Hvert er hlutverk hringlaga glugga ?
Virkar sem þrýstijafnari kuðungs
Hvar er líffæri Corti staðsett ?
Á basilar himnu í scala media
Hver er munurinn á milli ytri og innri hárfruma ?
Innri hárfrumur eru um 3400 á basilar himnu og ná ekki að snerta tectorial himnuna, ytri eru um 12000 og ná að snerta himnuna
Hvaða prótein er lykilþáttur í að ytri hárfrumur geti valdið breytingum í sveigjanleika basilar himnu ?
Prestin - transmembrane prótein sem verkar sem motorprotein
Hvar eru skynnemar fyrir lykt staðsettir ?
Í lyktarþekju
Hvar fer umleiðsla lyktarskyns fram ?
Í totum lyktarskynnema