megindleg Flashcards
Hvað er breyta?
Ákv. mælanlegt einkenni t.d. Kyn, aldur, menntun
Hvað er frumbreyta?
Mælanleg félagsleg staðreynd sem hefur áhrif á aðra breytu. Hún er því orsök.
Dæmi: vinna nemenda
Hvað er fylgibreyta?
Mælanleg félagsleg staðreynd sem verður fyrir áhrifum frá tiltekinni frumbreytu/um. Hún er því afleiðing í tilteknu orsakasambandi.
Dæmi: vinatengsl í skóla
Hvað er þýði?
Heildarfjöldi
Hvað er úrtak?
Lítill hópur fólks sem valinn er úr heildarfjölda
Hvaða tegundir eru til að úrtaki?
Slembiúrtak, klasaúrtak, hagkvæmnisúrtak, kvótaúrtak, snjóboltaúrtak, rýnihópar og sjálfvalið úrtak
Hvað er áreiðanleiki?
Segir til um að hve miklu leyti niðurstöður ráðast ekki að tilviljun.
“Er hægt að endurtaka rannsóknina og fá sömu niðurstöðu?”
Hvað er réttmæti?
“Gæðaeftirlit” sem þarf að vera til staðar í rannsóknarferlinu.
“Hversu gott er “mælitlæki” rannsóknarinnar?”
“Hversu rétt mælir mælitækið það sem það á að mæla?”
Hvað er alhæfingargildi?
Er hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum?
Hversu gott er úrtakið? Er það lýsandi fyrir þýðið?
Hvað er slembiúrtak? Hverjir eru kostir og gallar þess?
Tryggir að sérhver meðlimur þýðið eigi jafna möguleika á að veljast í úrtakið
Kostur: tryggir hlutleysi
Gallar: erfitt að beita henni á mjög stór þýði nema með sérstöku tölvuforriti sem gæti valið slíkt fyrir okkur t.d. Úr þjóðskrá- er þá orðið kerfisbundið slembiúrtak
Hvað er hagkvæmnisúrtak? Hverjir eru kostir og gallar þess?
Hentugleikaúrtak; Hér eru þátttakendur valdir þar sem auðvelt er að nálgast þá
Gallar: erfitt að alhæfa
Kostir: óþýrt og þægilegt fyrir rannsakanda
Hverjar eru aðferðirnar fyrir uððlýsingaöflun
Tilraunir
Könnun
Þátttökuathugun/vettvangskönnun
Skráðar heimildir
Hvaða tegundir kannana eru til?
Póstkönnun Símakönnun Netkönnun Heimsóknarkönnun Viðverukönnun
Hvað er tilgáta?
Tengsl ákveðinna þátta sem rannsakandi ætlar að skoða nánar í rannsókn sinni
Hvað á maður að muna þegar maður gerir spurningalista? Hvað á að forðast?
Orðalag spurninga skiptir miklu máli, spurningar eiga að vera skýrar, eiga að taka mið af sjónarhorni svarenda
Forðast slangur, sérfræðimál og skammstafanir
Forðast tvíræðni, rugling og óljósar spurning