Lota 1 Flashcards
Kjarni ekki aðgreindur með himnu
Dreifkjörnungur
Kjarni aðgreindur með himnu
Heilkjörnungur
Ekki frumur en fjölga sér í lifandi frumum
Veirur
Sjúkdómsvaldandi örverur
Bakteríur, veirur, frumdýr og sveppir
Lögun bakteríufruma
Kúlur/kokkar, stafir, gormlaga og óregluleg lögun
Allt sem er innan frumu
Frymi
Mjög grannar gormlaga bakteríur
Spíroketur
Frumuveggur baktería er oftast úr
Peptigoglycan (PG)
Þunnur frumuveggur og litast bleikar í gram-litun
Gram neikvæðar
Þykkari frumuveggur og litast fjólubláar í gram-litun
Gram jákvæðar
Erfðaefni veira
DNA eða RNA
Veiruhylki er byggt úr
Prótein einingum
Veirur sem eru næmar fyrir spritti
Hjúpaðar veirur
Flestar bakteríur vaxa best við sýrustig
6,5 - 7,5
Talið er að 99% af bakteríum í náttúrunni séu í
þekjum
Kynslóðatími baktería
Sá tími sem það tekur fyrir bakteríuna að tvöfalda sig
Dauðhreinsun
Eyðilegging eða brottnám allra lifandi fruma, gróa og veira af hlut eða svæði
Sótthreinsun
Eyðing, hindrun eða brottnám sjúkdómsvaldandi örvera
Vírus utan frumu kallast
Virion
Vírus sem smitar bakteríur
Bacteriophage
Prótein sem valda sýkingum
Príon
Bakteríur sem eru afkomendur einnar bakteríu
Bakteríustofn
Erfðaefni baktería
DNA
Litlar hringlaga DNA sameindir sem finnast í sumum bakteríum
Plasmíð
Flutningur erfðaefnis frá móðurfrumu til dótturfrumu í skiptingu
Lóðréttur flutningur
Erfðaefni er frá einnu frumu til annarar af sömu eða annari tegund
Láréttur flutningur
Bein upptaka á DNA
Ummyndun
Veira sýkir bakteríu og fyrir mistök fer DNA inn í nýja bakteríufrumu sem fær þannig í sig nýja DNA-ið
Veiruleiðsla
DNA fer í gegnum festiþræði -sex-pili- frá gjafa til þega
Tengiæxlun (conjugation)
Veldur sýkingum
Sýklar (Bakteríur, veirur, sveppir, sníkjudýr, príon)
Náttúrulegt efni sem lífvera myndar og skaðar aðra lífveru eða synthetic efni sem skaðar bakteríur
Antibiotic (sýklalyf)
Efni sem drepur eða hindrar vöxt örveru
Antimicrobal
Bakteríustofnar sem eru ónæmir fyrir 3 flokkum sýklalyfja
Multiresistant
Bakteríustofnar sem eru ónæmir fyrir öllum þekktum sýklalyfjum nema einu eða tveimur
Exstensively resistant
Bakteríustofnar sem eru ónæmir fyrir öllum þekktum sýklalyfjum
Panresistant (alónæmir)
Samlífi þar sem báðir hagnast
Samhjálp
Samlífi þar sem annar hagnast
Gistilífi
Samlífi þar sem annar hagnast en hinn skaðast
Sníkjulífi
Örverur sem finnast reglubundið á líkamanum og valda almennt ekki sjúkdómum
Normalflóra
Normalflóra skipist í:
Heimaflóru
Flökkuflóru
Innrás sýkils í hýsil
Sýking
Örvera sest að eða á lífveru
Sýklun (bólfesta) Colonization
Sjúkdómur sem orsakast af sýkli eða afurð sýkils
Smitsjúkdómur
Sýkill sem veldur sýkingu í einstaklingu með skertar varnir eða þegar hann nær bólfestu á óvenjulegum stað í líkamanum
Tækifærissýkill
Þegar líkaminn starfar ekki eðlilega
Sjúkdómur
Sá staður sem sýkill lifir náttúrulega og fjölgar sér
Heimkynni
Sjúkdómar sem berast frá dýrum yfir í menn
Súnur
Dýr sem breiðir út sjúkdóm frá einum hýsli í annan
Vektor
Þegar normalflóran veldur sjúkdómum
Endogen sýking
Þegar sýkill sem veldur sjúkdómi kemur utan frá
Exogen sýking
Sá eiginleiki örveru að geta valdið sýkingu
Meinvirkni
Afurðir örvera, hlutar þeirra eða eiginleika sem valda meinvirkni
Meinvirkniþættir
Eitur sem fruma myndar sem er seitt úr frumunni
Úteitur (endotoxin)
Gangur smitsjúkdómar:
Bráðir (acute)
Langvarandi (chronic)
Duldir (latent)
Smitleiðir:
Snerting Loft Matur/drykkur Skordýr Inndæling
Snýst um rannsóknir á tíðni, útbreiðslu og orsökum sjúkdóma
Faraldsfræði
Þegar tíðni sjúkdóms verður skyndilega hærri en búist er við
Faraldur (epidemic)
Faraldur þar sem upptökin eru þau sömu
Hópsýking
Þol þýðis gegn sýkingu og dreifingu smitandi örveru vegna ónæmis stórs hluta þýðisins
Hjarðónæmi
Minni breytingar á sýkli
Ónæmisvakaflökt
Miklar breytingar á sýkli
Ónæmisvakaskipti
Fjöldi nýrra tilfella á tilgreindu tímabili per skilgreindan fjölda einstaklinga
Nýgengi
Fjöldi tilfella sem eru í tilgreindu þýði samanlagt
Algengi
Hlutfall fólks sem verður veikt af ákveðnum sjúkdómi
Sjúkrahlutfall (Morbidity rate)
Hlutfall fólks sem deyr úr ákveðnum sjúkdómi
Dánarhlutfall (Mortality rate)
Stöðug tíðni tilfella í samfélaginu í langan tíma
Landlægur sjúkdómur (endemic)
Þegar sjúkdómur berst um heiminn
Heimsfaraldur (pandemic)
Sjúkdómar sem geta breiðst hratt út en ekki skiptir máli að hægt sé að rekja til einstaklinga
Skráningarskyldir sjúkdómar
Sjúkdómar sem geta breiðst hratt út og ógnað almannaheill
Tilkynningarskyldir sjúkdómar
Sýking sem er afleiðing dvalar á sjúkrastofnun
Spítalasýking
3 flokkar spítalasýkinga:
Smitsjúkdómar
Sýkingar sem tengjast aðgerðum
Sýkingar af völdum baktería sem eru komnar með aukið þol gegn syklalyfjum
Algengustu spítalasýkingarnar
Þvagfærasýkingar
Valda flestum dauðsföllum af spítalasýkingum
Sýkingar í neðri loftvegum
Sýnataka sem greinir erfðaefni sýkils
PCR
Helstu smitsjúkdómar í efri öndunarvegi (4)
Kvef
Hálsbólga
Skútabólga
Barkaloksbólga
Helstu smitsjúkdómar í neðri öndunarvegi (4)
Berkjubólga
Berkjungabólga
Samfélagslungnabólga
Spítalalungnabólga
Sárasýkingar (3)
Skurðsár
slysasár
Þrýstingssár
Þegar finnast bakteríur í þvagi
Bakteríumiga
Líffæri sem geta sýkst við þvagfærasýkingu
Þvagrás
Blaðra
Nýru
Blöðruhálskirtill
Algengasti þvagfærasýkill
Escherichia coli (E. coli)
Sýklar sem valda kvefi
Veirur
Sýklar sem valda hálsbólgu
Bakteríur, veirur
Sýklar sem valda skútabólgu
Bakteríur, veirur, sveppir
Sýklar sem valda barkaloksbólgu
Bakteríur
Sýklar sem valda augnslímubólgu
Bakteríur, veirur
Sýklar sem valda eyrnabólgu í miðeyra
Bakteríur, veirur
Sýklar sem valda eyrnabólgu í ytri eyrnagangi
Bakteríur, sveppir
Sýklar sem valda bráðri berkjubólgu
Veirur
Sýklar sem valda berkjungubólgu
Veirur
Nokkur eða mörg hárslíður sýkt og sýking frekar djúp
Drepkýli
Hvaða sýklahópur orsakar flestar iðrasýkingar á Íslandi
Veirur
Sýklahópar sem eru líklegastir til að valda samfélagslungnabólgu
S. pneumoniae
Influenzaveirur
M. pneumoniae
Sýklahópar sem eru líklegastir til að valda spítalalungnabólgu
Cytomegaloveira
Gram neikvæðir stafir
Aspergillus (myglusveppur)
M. pneumoniae
Mikilvægustu uppsprettur sýkla sem valda lífhimnubólgu
Meltingarvegur, kynfæri og húð
Hjá hvaða hópum er mikilvægt að meðhöndla einkennalausa bakteríumigu
Sjúklingum sem eiga að gangast undir skurðaðgerð á þvagfærum
Þunguðum konum
Nýrnaþegum
Hjá hvaða hópum teljast þvagfærasýkingar flóknar
Körlum
Börnum
Þunguðum konum
Algengustu staðir beina- og liðasýkinga
Löng bein (t.d. lærleggur)
Hnéliður
Mjaðmaliður í ungum börnum
Hryggsúla
Geta ættkvíslirnar Bacillus og Clostridium myndað gró
Já
Eitraði hluti lípópólýsakkaríða kallast
Lípíð A
Ræktunaræti sem leyfir vöxt ákveðinna örvera en ekki annarra kallast
Valæti
Getur autoklavering dauðhreinsað
Já