Lögreglustarfið Flashcards
Hvað er gagnrýnin hugsun (e. critical thinking) með tilliti til greinar Moore og Parker?
Áherslur Moore og Parker eru á að greina ræðu og rit annara svo maður geti betur metið þær upplýsingar sem bornar er fram og þannig skilja betur hvernig bregðast eigi við og leggja mat á eða komast að eigin niðurstöðu út frá gögnum
Þeir leggja áherslu á að nota gagnrýna hugsun til að skoða eigin hugsun sem og að greina og skilja betur þær upplýsingar sem bornar eru fram af öðrum í ræðu og riti. Gagnrýnin hugsun tryggir líka að við setjum í ræðu og riti fram hugsanir okkar og niðurstöður að öðrum sé ljóst að öðrum sé ljóst hvað við erum að tjá þeim. Að það sem við segjum komist rétt fram og beri ekki á hugsanavillum og rökvillum. Gagnrýnin hugsun hjálpar því við framsetningu svo þeir sem á hlýða sé fyllilega ljóst hvaða skilning þeir eiga að leggja í orð okkar. Þannig getum við tryggt að fólki sé ljóst að þegar við erum að tjá þeim hlutlægar fullnægar, en ekki huglægt mat.
Almennt er betra ef lögreglumenn eru skýrir í því sem þeir eru að tjá fólki, t.d. Ef að lögreglumaður segir að “það er óheimilt að leggja hverskonar ökutæki hér og brot varða sektum” eða ef hann segir “ ég held að það sé almennt að leggja bílum akkúrat hér og það getur náttúrulega varðað sektum í einhverjum tilfellum”. Seinna orðalagið hljómar eins og ég sé að segja eitthvað sem ég held, en er ekki alveg viss. Auk þess hljómar seinni setningin eins og það sé bara óheimilt að leggja bílum, það er þá kannski hægt að færa bílinn aðeins til að forðast sekt og kannski má leggja mótorhjóli þarna.
Almennt er gott að geta hagað máli sínu þannig að það sé ljóst hvað maður vill segja og að það sé enginn vafi um túlkun á því.
Hvað getur hjálpað ykkur að bæta ykkar gagnrýnu hugsun?
Hvernig við getum greint á milli þess þegar fólk setur fram fullyrðingar um trú sínar, rök, staðreyndir, sannleika eða þekkingu. Við áttum okkur betur á hverskonar upplýsingar fólk er að setja fram, getum við betur áttað okkur á hvaða skilning við eigum að leggja í þessar upplýsingar og hvernig er rétt að bregðast ið eða hugsa um upplýsingarnar
Ef einhver setur fram spurningu, þurufm við að átta okkur á hverju er verið að spyrja að áður en við svörum spurningunni eða leysum vandann
Ef upplýsingarnar snúa að einhverju sem einhver trúir (believes) en er sett fram sem staðreynd, þá þurfum við að þekkja muninn og skilja hverju það breytir fyrir okkur og hvernig við hugsum um þessar upplýsingar sem þarna hafa verið settar fram
Staðreyndir hafa meiri áhrif en það sem einhver trúir að sé rétt. Einkum á hvernig við hugsum um hvernig við hugsum um tiltekin vandamál. Staðreyndir ættu að hafa meira vægi í ákvarðanatöku og hafa hafa meiri áhrif á okkar hugmyndir og hvað við tökum frá þeim upplýsingum
Þurfum að skilja muninn á hlutlægum fullyrðingum og hins vegar huglægu mati
Moore og Parker (?) leggja áherslu á að mikilvægt sé að þekkja helstu cognitive biases og hvaða áhrif þeir geta haft á hugsun okkar og annarra sem og þær niðurstöður sem þess háttar hugsanir leiða til.
Þekking á cognitive biases hjálpar okkur að greina galla í upplýsingum sem við fáum frá öðrum sem gerir okkur kleift að bæta okkar eigin hugsun um þessar upplýsingar
Það sem er enn mikilvægara getur þessi þekking gert okkur kleift að aðgæta hvort og þá hvernig cognitive biases hafa áhrif á okkar eigin hugsun og niðurstöður. Því við höfum öll og munum öll láta cognitive biases hafa áhrif á okkur, eina ráðið er að vera vakandi fyrir þessu og tékka sig reglulega.
Hvað er rökstuðningur (argument) skv. Moore og Parker ?
Moore og Parker útskýra hvernig rökstuðningur byggist upp á niðurstöðu, því sem lagt er til grundvallar þessari niðurstöðu og röksemdir fyrir því að það sem lagt er til þessarar niðurstöðu styðji í raun niðurstöðuna
Fullyrðingar eru bara fullyrðingar, ekki partur af rökstuðningi
Það að skilja og meta röksemdarfærslu fólks er mikill hluti af lögreglustarfinu til að átta sig á aðstæðum, ágreiningsmálum og almennt hvað er í gangi á vettvangi, til að geta byggt á við ákvarðanatöku og við val á aðgerðum eða leiðbeiningum. Aukinheldur þá er skilningur á rökleiðslu mikilvægur þegar lögreglumenn eru að tjá sig sjálfir, til að rökstyðja aðgerðir sem valdar eru.
Moore og Parker tala um styrkleika röksemdarfærlsu í tenglsum við sannfæringarmátt. Greinið frá þessum þremur þáttum.
Sannfæringarmáttur
Vitnað í gríska heimspekingurinn Aristoles um þá þrjá meginþætti sem hafa áhrif á að sannfæra einstaklinga
Ethos - þeirra persónulega þátta sem virka á fólk. Reynsla, orðstír, sérfræðiþekking, staða getur haft áhrif á fólk á þennan hátt. Lögreglumenn eru í hug margra sannfærandi vegna þekkingu sinni og stöðu. En um leið hafa margir lögreglumenn látið sannfærast af einstakling sem þeir töldu áreiðanlega vegna orðstírs og þekkingar.
Pathos - Vitnar til sannfæringarkrafts sem fylgir einstaklingum eða röksemdarfærslum sem ná til okkur á persónuleg eða tilfinningaleg tenging. Lögreglustarfið krefst þess oft að tengjast við einstaklinga á persónulegum nótum, oft hjálpar þetta til að einstaklingar hlýti leiðbeiningum lögreglu, en það verður að hafa í huga að framkvæmd lögreglustarfsins er hluti af þeirra opinbera hlutverki.
Logos - sannfæringakraftur upplýsingar og rökfærslur. Því miður tjá Moore og Parker að sannfæringakraftur sé oftar veikari en hinir tveir kraftarnir. Sú leið sem lögreglustarfið krefst að við nýtum hvað mest.
A) Hverjir eru þeir þættir sem gerir okkur illskiljanleg í ræðu og riti skv. Moore og Parker?
B) Hvaða ráð gefa Moore og Parker til að ræða og rit verði sem best skiljanlegt?
a)
Fólk notar óskýrt orðalag
Tvíbent orðalag
Skortur á skilgreiningum
Alhæfingar á hlutum sem fólk þekkir ekki nægilega vel til.
b)
Hafa skýran og afmarkaðan fókus, hvert umfjöllunarefnið er
Halda sig við umfjöllunarefnið
Skipuleg framsetning - Viðeigandi skipulag
Ljúka umfjölluninni - Takmarka sig ef efni reynist of viðamikið
Daniel Kaiman, hagfræðingur, skrifaði bókina Thinking Fast and Slow til að skilja virkni heilans og hvernig við getum hámarkað getu okkar í leik og starfi.
Keiman útskýrði hvernig heilinn virkar á tveimur kerfum, sjálfvirka og meðvitaða.
a) Greinið frá hvoru kerfi fyrir sig.
b) hvor kerfinu er gagnrýnin hugsun hluti af?
Daniel Kaiman, hagfræðingur, skrifaði bókina Thinking Fast and Slow til að skilja virkni heilans og hvernig við getum hámarkað getu okkar í leik og starfi
Keiman útskýrði hvernig heilinn virkar á tveimur kerfum
Sjálfvirkt - hratt og hvatvíst. Þetta kerfi á rætur að rekja til fortíðar þar sem sjálfvirk kerfi voru nauðsynleg. Kerfið sem gerir okkur kleift að hoppa frá umhugsunarlaust.
Meðvitað - flóknari heilabrot, sjálfsstjórn, athygli. Hægara hugsanaferli. Tökum ákvarðanir út frá mati á aðstæðum og þekkingu.
Gallinn er að verkaskiptingin milli þessara kerfa er ekki skýr. Hvort kerfið við notum hefur áhrif á hversu vandað hugsanaferli okkar er og þar með mat okkar og niðurstöður. Gagnrýnin hugsun er hluti af meðvitaða kerfinu.
Hvað á Rowe við með plural policing?
Rowe kemur inn á umræðu um plural policing, eða hvernig löggæsla er í höndum mismunandi stofnana og hvernig hlutverk þeirra eru oft ólík og aðskilin
Hvernig sumt af þeirri löggæslu sem lögreglan sinnti áður hafi nú verið tekin yfir af öðrum stofnunum ríkisins og einkafyrirtækjum, s.s. Öryggisfyrirtæki
Helsti munurinn að einkafyrirtækin starfa bara fyrir þá sem borga fyrir þjónustuna en almenna lögreglan á að sinna öllum
Aðskilnaður milli sérhæfðra deilda og embætta
Hver er munurinn á high and low policing og hvernig fjallaði Dahl um skilin þar á milli?
High and low policing - high policing er hlutverk lögreglunnar að vernda mikilvæga hagsmuni ríkis og almennings, s.s. Aðgerðir gegn hryðjuverkum og skipulagða glæpastarfsemi. Low pollicing felst í að halda uppi lögum og reglum almennt, rannsókn við brota, aðstoð við almenning og aðrar stofnanir.
Dahl og félagar fjalla um muninn á high and low policing
Low policing er í auknu mæli að taka upp aðferðar sem áður voru einkenni high policing, svo sem notkun undercover operatives
Enn fremur er talað um að stofnanir og deildir sem áður sáu um high policing séu í auknu máli innvolveraðar í low policing, og öfugt.
Skilin á milli high and low policing að verða óskýrari. Þessi starfsemi er að blandast sífellt meira skv dahl og félögum.
Dæmi um umræðu um high and low policing er þegar lögreglan sækist eftir heimildum til að nota við ákveðnar aðferðir eða henni eru veittar heimildir til að nota ákveðnar aðferðir til að sinna þeim verkefnum sem teljast til high policing. Oft veigameiri heimildir fyrir high policing.
T.d. notkun eftirfarabúnaðar, hleranir o.fl.
Dahl bendir á tvö vandamál með sérhæfingu lögreglu, hver eru þau?
Upplýsinga síló: hvernig sérhæfing veldur því að upplýsingar og hlutverk lögreglunnar verði aðskilin í sílóum sem veldur spennu milli almennra lögreglumanna og sérhæfða deilda, en einnig milli deilda með mismunandi sérhæfingu. Þetta getur valdið að almennir og sérhæfðir lögreglumenn hafa ekki aðgengi að vissum upplýsingum sem geta hjálpað þeim í starfi vegna þess að viðkomandi upplýsingar eru einungis aðgengilegar í þessu hólfi sérhæfðrar deildar. Þetta gerðist í Kanada þegar voru átök milli skipulagða glæpastarfsemi ef þær upplýsingar sem lögreglan hafði í mismunandi deildum, hefði verið tekið saman.
Verkefna síló: Öflun mikilvægra upplýsinga misfarist eða mistekist þar sem lögreglumönnum er ekki kunnugt um mikilvægi þeirra upplýsinga sem þeir sjá eða verða vitni að, eða þörfinni til að safna þessum upplýsingum. Þeir hafa aðgang að upplýsingum í sínu starfi en vita ekki að það sé mikilvægt eða hafi notagildi fyrir aðra hluti löggæslunnar. Aftur gerðist þetta í Kanada þar sem sérhæfðar deildir notuðu upplýsingar sem safnast höfðu í almennum deildum, um ákveðna hópa sem voru í skipulagðir glæpastarfsemi. Þessi sérhæfðu lögreglumenn tóku eftir því að það fór að draga úr upplýsingaflæði og menn áttuðu sig á því að það þurfti að fara í fræðsluátak til að fræða lögreglumenn á framlínunni um hverjir á þeirra varðsvæði væru í skipulagðri glæpastarfsemi og hvaða upplýsingar kæmu lögreglunni að haldi við að díla við þetta fólk. Þessir lögreglumenn sem voru út á meðal fólksins voru ekki nægilega upplýstir um hvaða upplýsinga þeir gætu aflað og hvernig þeir gætu tekið þátt í því starfi sem í gangi var tli að berjast gegn skipulögðu glæpastarfsemi. Voru ekki involveraðir í starfsemi lögreglunnar á hinu sviðinu
Weisburd (ekki viss að þetta sé rétt skrifað) talaði um proactive og reactive policing, hver er munurinn?
Proactive - er það sem lögreglan leitast við að koma í veg fyrir að afbrot séu framin. Áður en glæpurinn er framinn
Reactive - viðbragðslöggæsla. Lgreglan fer af stað eftir að glæpurinn er framinn sem viðbragð við því.
Hvaða vandamál nefna Dahl og félagar að geta fylgt með aukinni notkun proactive policing?
Þetta segja þeir skapa hættu á að aðgerðir lögreglu verði persónulegri, að lögreglan velji fyrst einstaklinga og rannsaka síðan hvort hinir grunuðu hafi brotið einhver lög og hvað sé hægt að gera í samvinnu til að koma í veg fyrir ætlaðan glæp.
Þarna eru þeir að vitna í því að þegar skoðað er hryðjuverkastarfsemi og glæpastarfsemi að lögreglan sjái ákveðna einstaklinga sem lykilfólk í slíkri starfsemi og kunni að freistast til að beita öllum löglegum ráðum til að stöðva það fólk.
Hlutverk lögreglu eru almörg. Öryggishlutverkið er eitt þeirra og skiptist í nokkra hluta. Hvað felst í hverjum og einum?
b) Almannaöryggið
c) Lög og regla
d) Réttaröryggi borgaranna
e) Vernd eignarréttar
f) opinberir hagsmunir
g) lögmæt starfsemi
a) Öryggishlutverkið lýtur að því að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu, tryggja öryggi ríkisins, tryggja réttaröryggi borgaranna, vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi
b) Öryggi ríkisins, almennings og einstaklinga.
c) Eftirlit með almennri löghlýðni og bregðast við frávikum í því skyni að halda uppi lögbundnu skipulagi samfélagsins og trryggja það að brot séu ekki framkvæmd
d) Vísar til þess að úr málum sé leyst innan stjórnsýslunnar með hlutlægum og málefnalegum hætti
Tekur m.a. Til líkamlegrar og persónulegrar friðhelgi manna og öryggis slíkra hagsmuna
e)Hagsmunir sem njóta m.a. Verndar stjórnarskrár
f) Fyrst og fremst tilteknir almannahagsmunir eða samfélagslegir hagsmunir sem beinast að hagsmunum allra
g) Tekur til starfsemi sem er lögleg og nýtur réttarverndar t.d. Atvinnustarfsemi, stjórnmála og menningartengdar athafnir
Vernd af stjórnarskrá, almennum lögum og alþjóðlegum sáttmálum
Tekur til tjáningar og fundarfrelsi, en tekur ekki til ólöglegrar starfsemi t.d. Fíkniefnaframleiðslu eða skipulagða brotastarfsemi
Öryggishlutverkið er eitt þeirra hlutverka sem lögreglan þarf að sinna, hvað felst í því?
í a lið 2 mgr 1 gr lögreglulaga er mælt fyrir um öryggishlutverk lögreglu
Öryggishlutverkið lýtur að því að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu, tryggja öryggi ríkisins, tryggja réttaröryggi borgaranna, vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi
Meta hættur og mögulegar áhættur.
Afbrotavarnarhlutverkið er eitt þeirra hlutverka sem lögreglan þarf að sinna, hvað felst í því?
Í b-lið 2 mgr 1 gr lögrl er mælt fyrir um afbrotavarnarhlutverk lögreglu
Í afbrotavarnarhlutverki felst að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins
Beiting fyrirbyggjandi aðgerða í löggæslu sem hafa að markmiði að koma í veg fyrir eða stöðva afbrot
Hverjar eru helstu aðferðir í tengslum við afbrotavarnarhlutverk lögreglu?
Fyrirbyggjandi heimildir - allsherjarumboð lögreglu. Ákvæði b-liðar 2 mgr 1 gr 15-18 gr lögrl
Refsivörslukerfið - lögreglan þegar hún rannsakar brot þá er það almennt viðurkennt að við höfum mikla trú á refsivörslukerfinu, að afbrot hljóti refsingar. Varnaðaráhrif - trúum því að refsivörslukerfið hafi varnaðaráhrif, ákveðinn fælingarmátt.
Eftirlit
Sýnileiki - sterkasta vopnið er tengslamyndun, mynda tengsl við borgarana. Þau tengsl / sýnileiki virðist hafa meiri áhrif á tíðni afbrota heldur en almennt umferðareftirlit.
Umferð, veitingahús, sóttvarnir
Vinnsla upplýsinga - Ákvæðið lögrl sbr IX kafla laganna
Ný löggjöf á sviði persónuverndar sbr t.d. Lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi nr 75/2019
Samvinna lögreglu við önnur stjórnvöld og stofnanir
Ávkæði 11 og 12 gr lögrl
Forvarnir og fræðsla
Sjá t.d. Ákvæði 2 mgr 11 gr lögrl
Greiningar Starf og mat á áhættu og hættu
Greiningardeild ríkislögreglustjóra
Leyfisveitingar og umsagnir s.s. Ökuréttindi, vopnaleyfi og leyfi til þess að starfrækja öryggisþjónustu
Alþjóðasamskipti - miðlun upplýsinga og réttaraðstoð
Lögreglan á opinberum vettvangi - mikilvægt að lögreglan komi fram á opinberum vettvangi og tjái sig um efni tengd afbrotavörnum.