Lögreglusálfræði Flashcards

1
Q

Hvað er lögreglusálfræði?

A

Undirgrein réttarsálfræði - hagnýting sálfræðilegrar þekkingar í starfi lögreglu. Í Grunninn snýst réttarsálfræði og lögreglusálfræði að því að bæta störf og nota vísindalegar aðferðir til þess að hjálpa lögreglu við að takast á við störf sín í sem víðustum skilningi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver var fyrsti lögreglusálfræðinguinn?

A

Martin Reisser

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hverju hélt Miller (2006) fram varðandi lögreglusálfræði?

A

Miller hélt fram að lögreglusálfræði væri hagnýting atferlisvísinda og geðheilbrigðisvísinda í þágu lögreglumanna, fjölskyldna þeirra, lögregluembætta og samfélagsins. Þarna er víður skilningur og margir sem hefðu gleymt eins og fjölskyldum lögreglumanna, en það á kannski helst við sálrænan stuðning við maka og börn.
Lögreglusálfræðingar starfa annaðhvort sem starfsmenn lögregluembættis eða sem sjálfstæðir ráðgjafar sem eru þá keyptir inn af lögreglu í tiltekin verkefni.
Fjölbreytt verkefni sem má skipta í þrjá flokka að mati Millers:
Klínísk þjónusta
Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Fjölbreytt verkefni lögreglusálfræðinnar sagði Miller að mætti skipta niður í þrjá flokka
a) klínísk þjónusta
b) Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
c) Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna
Greinið hvað er átt við með klínískri þjónustu.

A

Klínísk þjónusta (geðheilbrigði)
Klínísk sálfræði, þ.e. Þessi hugmynd sem flest okkar hafa af sálfræðingi, sálfræðingur er á stofu, spítala eða heilsugæslu, sem aðstoðar lögreglu með:
Streitustjórnun við alvarleg atvik (viðrunarfundir, úrvinnslufundi og fræðslufundir).
Stuðningur við lögreglu eftir skotárás, hvort sem lögreglumaður hafi beitt vopni eða skotið á lögreglu.
Einstaklings- og fjölskyldumeðferð.
Ráðgjöf vegna vímuefnamisnotkunar. Sum lögregluembætti eru með sérstakar meðferð fyrir lögreglumenn. T.d. í LA er sérstök áfengis og vímuefnaráðgjöf. Treysta ekki að nýta slíka þjónustu með fólki sem þeir hafa haft afskipti af.
Fræðsla og þjálfun í streitustjórnun fyrir einstaklinga og deildir, ekki nóg að bregðast bara við þegar eitthvað gerist heldur þarf líka að undirbúa fólk undir að verða fyrir streitu og áföllum í vinnu. Líka stjórnsýsluleg streita, pirringur í kerfið og samskipti innan vinnunnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Fjölbreytt verkefni lögreglusálfræðinnar sagði Miller að mætti skipta niður í þrjá flokka
a) klínísk þjónusta
b) Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
c) Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna
Greinið hvað er átt við með aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu

A

Það sem sést helst í bíómyndunum. Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu.
Gíslataka og samningaviðræður, þá sérstaklega hvað gengur viðkomandi til, af hverju er hann að þessu. Eins ef hann er grunaður um geðraskanir.
Viðtöl og yfirheyrslur. Hvernig á að skipuleggja yfirheyrslur ef þú ert t.d. Með hryðjuverkamann. Hvernig skipulagði lögreglan yfirheyrslu yfir Breivik, t.d. Hvernig þeir hindra sterkar tilfinningar sem taka yfir í eins og því máli. Hvernig taktík á að beita ef þú ert t.d. Með einstakling sem er grunaður um kynferðisbrot, hvernig er best að haga yfirheyrslunni. Eða t.d. Fólk með fötlun, hvernig á að taka skýrslu svo hún sé áreiðanleg.
Profiling og rannsóknir brota. T.d. landfræðilegur prófíll, hvar býr einstaklingurinn út frá því hvar mál gerast. T.d. hvernig einstaklingur er það sem er að framkvæma verknaðinn ef gerandi er óþekktur. Rannsóknir brota er líka hvernig brotin eru að ágerast, er tíðni að aukast, alvarlegri brot og svo framvegis.
Heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi - ef við erum með einstakling sem okkur grunar að hafi beitt ofbeldi, er líklegt að hann brjóti af sér aftur og gegn hverjum og undir hvaða kringumstæðum. Mikið notað á Íslandi
Varnir gegn hryðjuverkum (hugsunarháttur og mótívasjón hryðjuverkamanna, sérhæfðir sálfræðingar sem hafa kynnt sér það, aðferðafræði hryðjuverkamanna og hvernig þeir fá fólk til að gera það sem þeir vilja að gert sé.), lögreglumenn við leyniaðgerðir (þurfa að aðlagast glæpahópum) og önnur sérhæfð verkefni.
Mat á og aðstoð við þolendur afbrota. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með tilraunaverkefni í eitt ár þar sem ráðinn var sálfræðingur til að veita sálrænan stuðning til brotaþola fyrir og eftir skýrslutökur lögreglu. Því miður hélt það verkefni ekki áfram en er til víða erlendis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Fjölbreytt verkefni lögreglusálfræðinnar sagði Miller að mætti skipta niður í þrjá flokka
a) klínísk þjónusta
b) Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
c) Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna
Greinið hvað er átt við með stjórnsýslu og stefnumótunarvinnu

A

Ekki mest spennandi vinnan en enga að síður innra eftirlit og mat á hæfni til starfa. Tengist að hluta til klínísku vinnunni. Getur verið að einstaklingur geti ekki verið fær um að bera skotvopn vegna ástands síns, þá er hann kannski settur í aðra vinnu eða meðferð til að verða aftur hæfur að fara út á götuna.
Grenndarlöggæsla og samskipti lögreglu við borgara. Þetta tengist afbrotavörnum og að reyna að skilja í víðara samhengi hvernig við getum komið í veg fyrir brot, eða ef tíðni brota er há á ákveðnum svæðum, hvernig er hægt að ræða við borgara til að koma í veg fyrir brot frekar en að svara alltaf bara útköllum.
Réttarsálfræði og sérfræðivinisburður. Sumir sálfræðingar koma fram í dómi sem sérfræðingar og gefa þá vitnisburð. Hér á landi er ekki kallað í dómsstóla sérfræðivitni sem ekki hefur komið að málinu, en algengt í USA.
Leiðtoga og stjórnenda þjálfun - sálfræðin getur nýst inn í.
Á Íslandi er helst klínískir sálfræðingar sem hafa aðstoðað lögregluna, og lögreglan ekki mikið verið að nýta sér aðra þætti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað stendur APA fyrir?

A

Bandaríska sálfræði bandalagið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað fjallaði grein Snook og félaga (2009) um?

A

Þeir tóku saman vísindagreinar á sviði réttarsálfræðinnar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að flestar rannsóknir sem birtar voru snéru að framkvæmd lögreglustarfa sem tengjast framburði sjónarvotta og sakbendinga. hlutfallslega færri rannsóknir voru á sviði yfirheyrslutækna, greiningar á hegðun afbrotamanna og blekkingar og lygar. Fáar niðurstöður voru um spillingu, lygamæla og iranda réttindi.
Gömul grein og hefur ekki verið skoðað aftur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Howitt skrifaði grein um traust almennings til lögreglu. Hvaða meginþætti taldi hann skipta mestu máli hjá þeim sem báru traust til lögreglunnar?

A

Meginástæður eru að lögreglan var að leggja sig fram, var heiðarleg og vandaði sig, og sýndi samkennd, setti sig í spor brotaþola og sýndi skilning. Howitt undirstrikar sérstaklega hversu mikilvægir þessir þættir séu fyrir lögreglu að hafa í huga þegar átt er við brotaþola.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Howitt fjallaði um gamla rannsókn gerða af Wootton og Brown (2000) þar sem þeir drógu saman lista yfir það gildismat sem kaffistofumenning í Bretlandi inniheldur hjá lögreglumönnum. Hverjir voru helstu þættir hennar?

A

Hasar (aðgerir)
Kaldhæðni (húmor)
Íhaldssemi (það má engu breyta)
Verkefni
Bölsýni (svartsýni) - það sem lögreglan er oft að búa sig undir. Sjá alltaf allt á verstu stundu
Gagnsemishyggja
Samstaða - samstaða innan lögreglunnar
Tortryggni - það að alltaf er verið að reyna að ljúga að lögreglumönnum.
Kynþáttafordómar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Howitt fjallaði um að almenningur telur lögreglumenn vera betri sjónarvotta en aðra. Það er þó ekki á vísindalegum rökum reist, en lögreglumenn eru þá oftast betri í en aðrir að taka eftir ákveðnum þáttum, hverjir eru þeir skv Howitt?

A

Að taka eftir klæðnaði og lýsa andlitsbrigðum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Howitt vitnar í gamla rannsókn þeirra Karlsson og Christianson (1999) og dregur fram helstu streituvalda í lögreglustarfinu, hverjir eru þeir?

A

Að vera hótað með vopni
Umferðarslys, sérstaklega að vera fyrstur á vettvang í banaslysi eða þar sem orðið hafa alvarleg slys á fólki
Manndráp og sjálfsvíg
Tilkynna nánustu aðstandendum andlátsfregnir - alltaf erfitt og getur orðið mikið tilfinngingasmit.
Flóknar rannsóknir þar sem þarf að eiga erfið samskipti við ættingja fórnarlambs og fjölmiðla, auk þess að vera undir mikilli pressu að finna geranda afbrotsins
Frelsissvipta börn (ungmenni undir 18 ára)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hverjir eru helstu þættir sem lögreglumenn upplifa í kjölfar streituvekjandi atburðar?

A

Depurð og þunglyndi (22%)
Endurupplifa minningar, annaðhvort í vöku eða svefni (19%)
Sektarkennd, finnst þeir hafa átt að gera eitthvað betur eða öðruvísi (15%)
Einnig voru meðal viðbragða spenna, svefnvandamál og martraðir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Íslensk rannsókn dró saman hvaða þrjá atburði lögrelgumenn upplifðu mestu áfallastreituna, hverjir eru þrír meginþættirnir?

A

Íslenskir lögreglumenn nefndu atburðinn “að horfa upp á manneskju deyja” sem erfiðustu reynslu í starfi. Upplifðu marktækt meiri áfallastreitu en þeir sem nefndu hann ekki
Þeir sem nefndu atburðinn “ að meðhöndla fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegu ofbeldi” upplifðu einnig marktækt meiri áfallastreitu en aðrir
Þeir sem nefndu að “vinna að málum varðandi ofbeldi eða misnotkun á börnum” höfðu auk þess marktækt meiri áfallastreitu en aðrir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hver er skilgreiningin á réttarsálfræði?

A

Árið 1980 var skilgreiningin þröng :
Hagnýting sálfræðilegra kenninga, rannsókna og aðferða við meðferð á dómsmálum (einkamálum, lögreglu-rannsóknum og sakamálum) - Haward og Guðjónsson.
Þá var bara verið að horfa til þess sem gerðist í dómssalnum. Vitnisburður og vitni, áreiðanleiki vitna það var það sem var fyrst og fremst horft til.

Það sem hefur svo gerst er að sviðið hefur tekið yfir aðra þætti sem teljast einnig til sálfræðilegra þátta. Skilgreiningin árið 2010 var:
Allir snertifletir sálfræði, afbrotafræði og réttarvörslukerfisins - Howitt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvaða spurningum reynir réttarsálfræðin að svara?

A

Af hverju brjóta sumir frekar af sér en aðrir? Hvaða munur er á þeim sem brjóta af sér og þeim sem gera það ekki.
Hverjir koma til með að brjóta af sér í framtíðinni?
Hvers konar brot koma þau til með að fremja?
Skiptir búsetað grípa inn í?
Hvernig er hægt að verja brotaþola?a, menntun, kyn, aldur, persónuleiki o.s.fr. máli þegar fjallað er um brotahegðun?
Hvað er hægt að gera til að draga úr frekari brotahegðun/skaða?
Hvar/hvenær á

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Símon Jóhannes Ágústsson, er merkur sálfræðingur að því leitinu til að hann setti fram kenningu um sjö atriði sem hann taldi skipta máli þegar verið var að meta framburð vitna árið 1960. Hver eru þessi sjö atriði?

A

Vitnisburður er fenginn með frjálsri frásögn eða spurningum - ekki þvinguð fram

Hann byggir ekki á skynreynslu eða áhrifum frá öðrum t.d. Fjölmiðlum eða öðrum vitnum

Prófa með tilraunum gildi framburðar ef hægt er - finna leiðir til að finna hversu réttmætur hann er.

Meta framburð “barna, vangefinna manna, geðveikra, geðvilltra og elliærra, svo og eitrulyfjaneitenda og manna undir áhrifum eitur eða deyfilyfja”. Oft talin óáreiðanleg vitni, en hann vildi meina að ef rétt tækni væri notuð væri hægt að ná réttmætan og áreiðnalegan framburð

Ekki spyrja leiðandi spurningar eða of opnar spurningar

Vitnisburður fenginn eins fljótt og unnt er.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Fyrst árið 1949 sem Frerick Wertham, geðlæknir setti fram hugtakið vicimology, hvað felst í því?

A

skoðað er leiðir til að styðja við brotaþola og hverjar afleiðingar brot hafa á þolendur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Greenberg og Beech (2001) nefndu þrjár ástæður sem eykur líkur á að einstaklingar kæri afbrot, hverjar eru þær?

A

Það sér hag í að gera það, persónulegan eða bera traust til lögreglunnar

Brot sem vekja upp sterkar tilfinningar t.d. Hræðslu og reiði að undanskildum heimilisofbeldismálum

Ef við verðum fyrir broti og einhver annar verður vitni af því. Ef það eru vitni til staðar að þá er líklegra að mál sé kært til lögreglu og fari áfram í réttarkerfinu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hverjar eru helstu ástæður þess að brotaþolar kæra ekki afbrot?

A

Smávægileg brot - t.d. Úlpa hverfur úr ræktinni

Brot sem þau upplifa ekki sem brot - óljóst hver þolandi er (slagsmál niður í bæ)

Að skilgreina sig sem brotaþoli er álitið veikleika merki

Neikvæð viðhorf til lögreglu/réttarkerfisins - skortur á trausti eða lítil trú á að málið fari áfram, t.d. Kynferðisbrot.

Hræðsla við brotamann

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

hverjir eru helstu áhættuþættirnir fyrir því að fólk verði fyrir afbroti?

A

Ungir
Einstæðir
Karlmenn
Heimilislausir
Í neyslu
Að hafa orðið áður fyrir broti
Atvinnulausir / ekki í námi
Sumar atvinnugreinar s.s. leigubílstjórar/lögregla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað er annars stigs brot (e. secondary victimization)?

A

Þegar brotaþoli endurupplifir þann skaða sem að brotið hafði. Það getur skýrst af því að viðmót kerfisins mætir þeim ekki nægilega vel. Réttarkerfið sé ekki nógu næmt í að skynja aðstæður og ekki nægilega varfærin í að nálgast einstaklinga sem hafa orðið fyrir broti.
Þjálfun lögreglu, dómara og hjúkrunarfólk í að sýna nærgætni þegar verið er að eiga við brotaþola, þannig að það valdi ekki þessu annarsstigs broti.
Dómsferlið hefur verið breytt til að mæta þörfum brotaþola. Reynt að útskýra hvernig kerfið virkar með því að upplýsa brotaþola
Mikilvægt er að brotaþolar upplifi að þeir hafi um sín mál að segja

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað er réttargæslumaður?

A

Réttargæslumenn eru einstaklingar sem gæta hagsmuna brotaþola og veita aðstoð, bæði andlegan og faglegan og setja fram bótakröfur
Þeir sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, óháð aldri, hafa rétt á réttargæslumanni sem greitt er af ríkinu. Allir undir 18 ára aldri fá réttargæslumann en fullorðnir geta afþakkað.
Réttargæslumaður má alltaf vera viðstaddur, bæði skýrslutöku og þinghöldum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað er sáttarmiðlanir (restorative justice)?

A

Raun og veru umhverfi þar sem gerandi og þolandi mætast, jafnvel einhverjir fleiri með hvorum megin fyrir sig, og alltaf gert til þess að gerandi taki ábyrgð á sinni hegðun og þeim afleiðingum af broti. Líka leið fyrir brotaþola til að tjá sig um brotið og fá eyra gerandans um þær afleiðingar sem brotið hefur haft
Vandasamt verkefni sem þarf góðan undirbúning, og best að nota það í tengslum við unglinga. En hefur líka verið notað fyrir einstaklinga sem þekkjast, eru skyld og þess háttar til að sameina fjölskyldur aftur
Gerendur oftast sáttari með útkomuna úr þessum fundum heldur en þolendur. Vísbendingar um að sáttamiðlun dragi frekar úr brotahegðun hjá geranda

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Elizabeth Loftus vildi láta breyta eiðnum sem vitni eru látin sverja áður en þeir gefa vitnisburð úr “do you swear to tell the whole truth and nothing but the truth” í annað, hvernig þá?

A

Do you swear to tell the truth, the whole truth, or whatever it is you think you remember?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Við getum sótt minningar á tvenns konar hátt, upprifjun og kennsl. hver er munurinn?

A

Kennsl (recognition) - t.d. Krossapróf. Berum kennsl á réttan valmöguleika
Upprifjun (recall) - frjáls möguleiki eða með vísbendingum, eins og ritgerðarspurning þar sem þú getur sagt frá öllu sem þú vilt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Hver er munurinn á skammtíma og langtímaminni?

A

Skammtíma minni / vinnsluminni
1-18 sekúndur
Geymir allt að 5-9 atriði í einu
Ástæðan afhverju símanúmer eru flest allsstaðar 7 stafir

Langtímaminni
Nokkrir mismunandi þættir
Verkminni (procedural ) - vöðvaminni - Lærum með endurtekningu, t.d. Setja í þvottavél, keyra, hjóla, synda - nota sýnidæmi
Merkingarminni (semantic) - staðreyndir ,vitneskja sem maður man ekki endilega eftir hvernig manni áskotnaðist
Atburðarminni (episodic) - útskrift, brúðkaup, líkamsára´s, áfall

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Nokkrir þættir hafa áhrif á endurheimt flókinna atburða, hverjir eru þeir?

A

Flokkshollusta (partisanship) - atburðir sem hafa persónulegt gildi fyrir vitni geta bjagað endurheimt atburðar úr minni, t.d. Knattspyrnuleikir. Ef Ísland tapar leik erum við líklegri til að túlka niðurstöðu dómara á þann veg að dómarinn sé ósanngjarn og túlka góðan varnarleik hins liðsins sem árásagirni af því við höldum með okkar liði.

Handirt (scripts) - getur tengst þeim upplýsingum sem við munum bæði vegna kunnugra atburða (borða á veitingastað) og ókunnugra atburða. Ef við munum ekki eitthvað þá erum við líkleg til að tala um þá eins og við upplfiðum síðast þegar við urðum fyrir því. Fyllum upp í minningarnar með handritum ef við munum ekki eitthvað. Eðlilegt að við munum ekki allt frá A-Ö, munum ekki smáatriði sem er ekki nauðsynlegt að muna.

Áhrif samhengis (context effects ) - það að fara á vettvang getur leitt til auknar endurheimtar úr minni. Gagnleg leið að biðja fólk að ímynda sér aftur vettvang.

Tilfinningalegir þættir (emotinal factors)
Neikvæðar tilfinningar geta hindrað endurheimt
Hins vegar man fólk betur smáatriði samanborið við aðra atburði. T..d. í málum tengdum kynferðisofbeldi þá man fólk oft smávægileg atriði sem skipta ekki máli fyrir atburðinn sjálfan.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Hvað er the Misinformation effect?

A

Eftir að við verðum vitin að atburði getur verið að við fáum upplýsingar um atburðinn og þær bjagi upphaflega minningu. Við fáum einhverjar upplýsingar og það eru nýjar upplýsingar, frá einhverjum öðrum eða spurningar eru settar fram með leiðandi hætti,
Áhrif upplýsinga á minni, sem berast fólki eftir að það verður vitni að atburði hefur töluvert verið rannsakað
Nýjar upplýsingar má út upphaflega minningu um atburð
Nýjar upplýsingar fylla upp í eyður í minningu um atburð og
Þótt nýjar upplýsingar mái ekki endilega út þær sem fyrir eru þá verða þær meira áberandi í minningunni.
Fyrsta rannsókn á þessu fyrirbæri sem vitað er um var gerð í Þýskalandi árið 1896 af Albert Von Schrenk-Nortzing. Þar var verið að rannsaka áhrif sem komu eftirá.
Komið hefur í ljós að vitni eru viðkvæmust fyrir þessum áhrifum þegar langur tími líður á milli atburðar og skýrslutöku og þegar n´jar upplýsingar koma frá fólki í áhrifastöðu (lögreglan t.d.)
Sama á við um tilraun Ebbinghouse, hversu mikilvægt það er að afla framburðar sem fyrst.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Tveir þættir hafa áhrif á endurheimt, matsþættir (estimator variables) og kerfisþættir (system variables), hver er munurinn?

A

Matsþættir (estimator variables)
Þættir sem þú metur eftirá og ályktar út frá því
Tímalengd frá atburði að upprifjun úr minni (framburði)
Vímuástand vitnis á þeim tíma sem atburður átti sér stað

Kerfisþættir (system variables) - þættir sem eru innbygðir í dómskerfið og geta haft áhrif á þessa þætti
Þætti sem þú stjórnar í umhverfinu - t..d. Skýrsluherbergið og hvernig spurningar eru orðarðar
Einnig um sanngirni sakbendinga og uppsetningu á þeim

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Matsþættir eru þættir sem hafa áhrif á endurheimt minninga, dæmi um þá undirþætti sem rannsóknir hafa borið kennsl á og sýna að hafi áhrif á vitnisburð eru:
Stöðugir vitnaþættir (stable witness factors)
Sveigjanlegir vintisþættir
Samræmi og öryggi
Stöðugir markþættir
Sveigjanlegir markþættir
Aðstæður í umhverfi
Þættir eftir atburð

Hvað eru stöðugir vitnaþættir?

A

Greind, kyn og kynþáttur hefur ekki áhrif á nákvæmni eða ónákvændi endurheimtar

Rannsóknir sýna að aldur hefur áhrif
Börn 5 ára og eldri eru ekki frábrugðin fullorðnum hvað nákvæmni varðar, en þau eru líklegri til að benda á einhvern í sakbendingu þegar hinn seki er ekki til staðar
Eldra fólk (60-80 ára) gera fleiri villur í sakbendingu, bæði þar sem hinn seki er til staðar og þar sem hinn seki er ekki til staðar
Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli aukins aldur og minnkandi hugrænnar starfssemi og tilhneigingar til að treysta frekar á kunnugleika. Þessi lýtur út fyrir að vera kunnuglegur eða með kunnuglegt andilt, eru líklegri til að benda á hann
Andlit getur verið kunnuglegt vegna þess að viðkomandi verslar í búðinni á horninu og þessi einstaklingur vinnur í búðinni. Hins vegar skiptir mestu að geta staðsett andilit, hvaðan þekkir þú þetta andlit og tengt það umhverifnu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Matsþættir eru þættir sem hafa áhrif á endurheimt minninga, dæmi um þá undirþætti sem rannsóknir hafa borið kennsl á og sýna að hafi áhrif á vitnisburð eru:
Stöðugir vitnaþættir (stable witness factors)
Sveigjanlegir vintisþættir
Samræmi og öryggi
Stöðugir markþættir
Sveigjanlegir markþættir
Aðstæður í umhverfi
Þættir eftir atburð

Hvað eru sveigjanlegir vitnaþættir?

A

t.d. áfengi í blóði
Ölvíma getur haft neikvæð áhrif á skráningu og geymslu
Mikið magn alkóhóls í blóði leiðir til meiri ónákvæmni í sakbendingu þar sem hinn seki er ekki viðstaddur. Þetta hefur verið skýrt með tilheigingu til að beina athyglinni að aðalatriðum í umverfinu t.d. Hárgreiðsla
Þar af leiðandi eru auknar líkur á að velja fólk í sakbendingu sem svipar til sakbornings.
Á bara við þegar mikið alkóhól er í blóð, 1-3 drykki í einstkaling sem er vanur að drekkar er ekki mikið magn. En þegar við erum að tala um fólk sem er verulega ölvað þá ertu komin yfir í það að það eru meiri li´kur á að þessir þættir hafi áhrif

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

Matsþættir eru þættir sem hafa áhrif á endurheimt minninga, dæmi um þá undirþætti sem rannsóknir hafa borið kennsl á og sýna að hafi áhrif á vitnisburð eru:
Stöðugir vitnaþættir (stable witness factors)
Sveigjanlegir vintisþættir
Samræmi og öryggi
Stöðugir markþættir
Sveigjanlegir markþættir
Aðstæður í umhverfi
Þættir eftir atburð

Hvað eru öryggi og samræmi?

A

Ósamræmi í framburði getur komið fram í kjölfar þess að vitni er yfirheyrt oftar en einu sinni
Er það merki um ósannsögli eða óöryggi.
Virðist vera þannig að lögfræðingar og réttarvörslukerfið, dómarar og fleiri, horfa oft til þess hvort það sé samræmi í framburði viðkomandi. Ef það er ekki samræmi framburði vitnisins þá er trúverðugleiki dreginn í efa. Það virðist ekki vera raunin eftir því sem rannsóknir sýna að ósamræmi tengist ekki allt of mikið ónákvæmni. .þ.e. Að við erum líklegri til að leiðrétta okkur sjálf ef við erum að segja satt því við munum meira.
Wells segir að sá sem virðist vera staðfastastur í sínum vitnisburði, honum er yfirleitt trúað, en það er ekki þannig í raunveruleikanum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
34
Q

Matsþættir eru þættir sem hafa áhrif á endurheimt minninga, dæmi um þá undirþætti sem rannsóknir hafa borið kennsl á og sýna að hafi áhrif á vitnisburð eru:
Stöðugir vitnaþættir (stable witness factors)
Sveigjanlegir vintisþættir
Samræmi og öryggi
Stöðugir markþættir
Sveigjanlegir markþættir
Aðstæður í umhverfi
Þættir eftir atburð

Hvað eru stöðugir markþættir?

A

Kyn sakbornings hefur ekki áhrif á hæfni til að endurheimta framburð, erum ekki líklegri til að bera frekar kennsl á karl eða konu
Vitni eru hins vegar líklegri til að bera kennsl á aðlaðandi eða óaðlaðandi andilt, heldur en dæmigerð andlit.
Dæmi um þetta er morðið á Glanni Versace. Þar leitaði FBI að meintum morðingja og fengu þúsundir falskra ábendinga með skýringu að hann var með of dæmigert andlit, hann leit út eins og hver annar
Vandinn með sérkenni þó þau geti hjálpað okkur að bera kennsl, þá er það erfiðara þvíi lögreglan sem þarf að undirbúa sakbendinguna þarf að finna aðra einstaklinga sem eru með líkindi við þessi sérkenni. Ef þú ert með of mikil sérkenni þá er erfitt að finna hina í sakbendinguna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
35
Q

Matsþættir eru þættir sem hafa áhrif á endurheimt minninga, dæmi um þá undirþætti sem rannsóknir hafa borið kennsl á og sýna að hafi áhrif á vitnisburð eru:
Stöðugir vitnaþættir (stable witness factors)
Sveigjanlegir vintisþættir
Samræmi og öryggi
Stöðugir markþættir
Sveigjanlegir markþættir
Aðstæður í umhverfi
Þættir eftir atburð

Hvað eru sveigjanlegir markþættir?

A

Tengjast ekki einkennum einstaklingsins sjálfs, heldur áhrifum þess að vera með “dulbúning” svo sem hatta, gleraugu eða grímur.
Lýsingar á andlitum snúa gjarnan að hárgreiðslu, augum, nefi og lögun andlita. Einfaldar útlitsbreytingar hafa áhrif á það hvort við náum að benda á réttan einstakling eða ekki

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
36
Q

Matsþættir eru þættir sem hafa áhrif á endurheimt minninga, dæmi um þá undirþætti sem rannsóknir hafa borið kennsl á og sýna að hafi áhrif á vitnisburð eru:
Stöðugir vitnaþættir (stable witness factors)
Sveigjanlegir vintisþættir
Samræmi og öryggi
Stöðugir markþættir
Sveigjanlegir markþættir
Aðstæður í umhverfi
Þættir eftir atburð

Hvað er átt við með aðstæður í umhverfi?

A

Lengd birtingar - hversu lengi sá vitni eitthvað. Almennt er að því lengri tími sem sjónarvottur verður vitni af atburði, því meirinákvæmni í sakbendingu þar sem hinn seki er til staðar en minni nákvæmni í sakbendingu þar sem hinn seki er ekki til staðar. Mögulega því viðkomandi velur þann sem er líkastur honum
Nálægð vopns
Ef vopni er beitt dregur það úr hæfni sjónarvotta til að bera kennsl á andlit árásarmanns þar sem athyglin beinist að vopninu.
Kallast weapon focus effect, týpisk fight or flight viðbrögð þar sem við finnum fyrir ógnun

Jafnaldra-skekkja - erum jafnan betri í að bera kennsl á fólk sem er svipað okkur í aldri heldu ren aðra, en það fer líka eftir því hvernig fólk við umgöngumst, hvort við umgöngumst fólk á breiðu aldursbili.
Skekkja milli kynþátta - sjónarvottar eiga erfitt með að bera kennsl á andlit fólks af öðrum kynþætti en það sjálft. T.d. vangeta hvítra til að bera kennsl a´svarta sakborninga í tilbúinni sakbendingu.
Sama og með aldur, skiptir meira um gæði og tíðni samskipsta við aðra kynþætti. Ef við eigum vini af öðrum kynþætti o.fl. Hefur áhrif og hjálpar manni að bera kennsl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
37
Q

Hvað er jafnaldraskekkja? Tengist áhrifum aðstæðna í umhverfi á vitnisburð og endurheimt minninga

A

erum jafnan betri í að bera kennsl á fólk sem er svipað okkur í aldri heldu ren aðra, en það fer líka eftir því hvernig fólk við umgöngumst, hvort við umgöngumst fólk á breiðu aldursbili.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
38
Q

Hvað er skekkja á milli kynþátta?

A
  • sjónarvottar eiga erfitt með að bera kennsl á andlit fólks af öðrum kynþætti en það sjálft. T.d. vangeta hvítra til að bera kennsl á svarta sakborninga í tilbúinni sakbendingu.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
39
Q

Matsþættir eru þættir sem hafa áhrif á endurheimt minninga, dæmi um þá undirþætti sem rannsóknir hafa borið kennsl á og sýna að hafi áhrif á vitnisburð eru:
Stöðugir vitnaþættir (stable witness factors)
Sveigjanlegir vintisþættir
Samræmi og öryggi
Stöðugir markþættir
Sveigjanlegir markþættir
Aðstæður í umhverfi
Þættir eftir atburð

Hvað er átt við með þættir eftir atburð?

A

Verðum að varast það að áhrif myndaalbúma getur haft áhrif á sakbendingu
Kerfisþáttur frekar en matsþáttu ren þurfum að meta ef að búið er að fletta myndum á fyrri stigum þá og síðan berið um að bera kennsl á einhvern í sakbendingu getur það haft áhrif
Viðbótarupplýsingar sem vitni fá geta bjagað minningar um atburðinn
Ef við erum með lýsingar á per´sonu þá getum við borði það saman því stundum er það þannig að það verður verbal overshadowing. Erum búin að lýsa með tilteknum hætti þa´förum við oft að fókusa meira á orðin sem notuð eru heldur en andilitinu eða þeim sjónáreitum sem við sáum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
40
Q

ADVOKATE er góð þumalputtaregla til að meta framburð sjónarvotta. Hvað stendur ADVOKATE fyrir?

A

Amount of time under observation - hversu lengi sá sjónarvotturinn hann
Distance - hversu langt frá var hann
Visability - hvernig var lýsingin í staðnum á þessum tíma. nótt/dagur
Obstruction - var eitthvað sem hindraði sýn, gluggi, bíll eða sá maður án hindrunar
Known or seen before - hefuru séð viðkomandi áður?
Any reason to remember - er einhver ástæða fyrir því að maður man þetta. Mikið af upplýsingum í kringum okkur að ef við skrásetjum allt í minnið þá væri það löngu fullt. Munum bara það sem við höfum ástæðu til að muna.
Time lapse - hversu langt hefur liði frá því viðkomandi sá sakborning og þar til að koma að viðkomandi bar kennsl á hann hjá lögrelgu
Error or material discrepancy - er einhver munur á milli orðunum/lýsingunni á viðkomandi og svo hvernig viðkomandi lítur út.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
41
Q

Kerfisþættir hafa áhrif á endurheimt minninga vitna, og tengist beint sakbendingum lögreglu. nokkrir þættir sem ber að varast við sakbendingu er:
Sakbendingarfyrirmæla skekkja
“Hinir” skekkjan
Fatnaðar skekkja
Framsetningar skekkja
Rannsóknarmanna skekkja

Hvað er sakbendingarfyrirmæla skekkjan?

A

Almennt er það svo að vitni sem fer og horfir á sakbendingu hefur þá trú að lögreglan sé búin að ná þeim seka og er að fara að sýna þeim hann. Vitni hefur þá þessa trú að sá seki sé í röðinni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
42
Q

Kerfisþættir hafa áhrif á endurheimt minninga vitna, og tengist beint sakbendingum lögreglu. nokkrir þættir sem ber að varast við sakbendingu er:
Sakbendingarfyrirmæla skekkja
“Hinir” skekkjan
Fatnaðar skekkja
Framsetningar skekkja
Rannsóknarmanna skekkja

Hvað er “hinir” skekkjan?

A

Valið á “hinum” sem eiga að standa í sakbendingaröðinni.
áttu að vera með 3,6,10 eða 12 aðra sem vitni geta skoðað?
Mikilvægt er að velja einstaklinga sem eru með svipuð einkenni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
43
Q

Kerfisþættir hafa áhrif á endurheimt minninga vitna, og tengist beint sakbendingum lögreglu. nokkrir þættir sem ber að varast við sakbendingu er:
Sakbendingarfyrirmæla skekkja
“Hinir” skekkjan
Fatnaðar skekkja
Framsetningar skekkja
Rannsóknarmanna skekkja

Hvað er fatnaðar skekkjan?

A

Mikilvægt að fatnaður sé samskonar þannig fólk velji ekki út frá fatnaði
Á fatnaður líka að vera eins eða frábrugðinn klæðnaði sakbornings á tíma afbrotsins.
Rannsóknir benda til þess að betra sé að fatnaður sé frábrugðinn þeim fatnaði sem sakborningur klæddist á vettvangi afbrots, annars gætu kennslin byggst á fatnaði fremur en útliti.
Hér á landi eru þeir sem eru settir í sakbendingu séu í hvítum rannsóknargalla því þá nær maður að útiloka áhrif klæðaburðar, en getur gert sjónarvottum erfiðara fyrir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
44
Q

Kerfisþættir hafa áhrif á endurheimt minninga vitna, og tengist beint sakbendingum lögreglu. nokkrir þættir sem ber að varast við sakbendingu er:
Sakbendingarfyrirmæla skekkja
“Hinir” skekkjan
Fatnaðar skekkja
Framsetningar skekkja
Rannsóknarmanna skekkja

Hvað er framsetningar skekkja?

A

Hvernig þeir sem eru í sakbenidngunni eru kynntir fyrir fólki
Venjulega sýndir samtímis, en líka hægt að gera í röð
Í gamalli rannsókn Lindsay og Wells (1985) þar sem fólk var látið vera vitni af þjófnaði og síðan borið kennsl með myndbendingu, sex myndir. 58% voru með ranga ábendingu í sakbendingu þar sem allar myndir voru sýndar samtímis
17% voru með ranga ábendingu í sakbendingu þar sem ein mynd var sýnd í einu og þeim ekki tjáð hversu margar myndir þeir myndu sjá
Af hverju er þessi munur? Helsta skýringin sem fræðimenn hafa sett fram er sú að þegar þú sérð alla valmöguleikana þá velur þú einn. Ef þú veist ekki fjölda valmöguleika þá bíður þú eftir því að sjá þann sem raunverulega er til staðar og velur ekki fyrr en þú ert öruggur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
45
Q

Hvað er rað-sakbending?

A

Vitni er ekki sýndur allir í sakbendingunni í einu, heldur er einn sýndur í einu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
46
Q

Hvað er all suspect line - up í tengslum við sakbendingar?

A

Allir í sakbendingunni eru sakborningar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
47
Q

Hvað er show-up í tengslum við sakbendingar?

A

sjónarvotti aðeins sýndur sakborningur í gegnum gler, og ekki sýndur neinn annar, bara spurður hvort þetta sé maðurinn. Mun minna notað

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
48
Q

Kerfisþættir hafa áhrif á endurheimt minninga vitna, og tengist beint sakbendingum lögreglu. nokkrir þættir sem ber að varast við sakbendingu er:
Sakbendingarfyrirmæla skekkja
“Hinir” skekkjan
Fatnaðar skekkja
Framsetningar skekkja
Rannsóknarmanna skekkja

Hvað er rannsóknarmanna skekkja?

A

Getur rannsóknarmaður haft áhrif á mat sjónarvotts með atferli sínu
Í bretlandi voru settar samræmdar reglur
Lögreglumaður sem sér um sakbendinguna má ekki vera hluti af rannsóknarteyminu í málinu
Hvorki vitnið né lögreglumaðurinn sem sér um sakbendinguna má vita hvort sakborningurinn sé í sakbendingunni - double blind
Forðast að orða spurningar til vitnisins sem gætu haft áhrif á ákvarðanatöku þess. T.d. leiðandi spurningar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
49
Q

Brewer og Palmer settu fram hvernig ætti að skipuleggja sakbendingu með viðunandi hætti. Hvernig er það skv þeim?

A

Einn sakbending í einu, mestalagi 2-3. Í dag er bara einn sýndur í einu á Ísladni
Velja skal “hina” í sakbendinguna út frá lýsingu vitnis.
Passa að “hinir” séu ekki of svipaðir en verða þó að passa við útlitslýsinguna
Double blind procedure - sá sem stýrir sakbendingunni veit ekki hver sakborningurinn er
Ef að vitni hefur séð viðkomandi áður eða í gegnum myndflettingar þá á ekki að setja hann í sakbendingu,
Gefa fyrirmæli að það kunni að vera að hinn seki sé ekki í sakbendingunni
Skrá niður hvaða ákvörðun er tekin af vitninu ásamt því hversu öruggur viðkomandi er með ákvörðunina
Tími á töfinni, frá því ákvörðun er komin fram og viðkomandi er sýndur.
Skrá allt annað sem haft er eftir vitnum
Ekki gefa neina endurgjöf á bendingu vitna eða upplýsingar um frammistöðu vitnis.
Passa sig á því að þær upplýsingar sem vitni gefur í dómssalnum hversu örugg þau séu með framburðinn, skulum við hugsa minna um, heldur frekar hvernig viðkomandi var í sakbendingunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
50
Q

Hvað er athyglisblinda?

A

hefur áhrif á eftirtekt okkar.
sjáum bara það sem við veitum eftirtekt og athygli, ekki það sem er út fyrir það sem við horfum á.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
51
Q

Hvað er upprunaruglingur?

A

Þegar fólk hefur skýra minningu en veit ekki hvar eða hvenær atburðurinn var eða hverjir áttu í hlut. Upprunaruglingur er algengari eftir því sem fólk eldist.
Mannst eftir að hafa séð þennan mann, en sástu hann fremja afbrot eða að versla í búðinni?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
52
Q

Hvað er SIP?

A

Structured Interview Protocol
Markmið SIP er að styðja lögreglumenn sem eru nýir í starfi við að taka viðtal við vitni á vettvangi með einföldum og skilvirkum hætti með gagnreyndum leiðbeiningum og auka gæði sönnunargagna sem aflað er
SIP byggir á minniskenningum og nýjustu niðurstöðum vísindarannsókna á skýrslutökutækni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
53
Q

PEACE aðferðin var kynnt árið 1992 eftir röð hneykslismála, og markmið hennar er að draga úr óvönduðum vinnubrögðum. Þetta eru nokkur skref, hver eru þau?

A

Planing and preparation - undirbúningur og áætlun. Fyrir skýrslatökuna
Engage and explain - nálgun og kynning. Í viðtalinu
Account - frásögn, ítarefni og sókn. Í viðtalinu
Closure - niðurlag. Í viðtalinu
Evaluate - mat. Eftir viðtalið, ákveðið gæðamat

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
54
Q

PEACE aðferðin byggir á:
Planing and preparation
Engage and explain
Account
Closure
Evaluate

Hvað felst í Planning and preparation?

A

Lögreglumenn þurfa að vega og meta þær upplýsingar sem þeir hafa nú þegar þeir fara á vettvang, hvað þeir sjá heyra þegar þeir koma fyrst á vettvang
Ákveðið hlutverk spyrjanda (ef þörf krefur). Skipta með sér verkum t.d. Ef fleiri en einn lögreglumaður mætir á stað
Gerið viðeiganid ráðstafanir ef þörf krefur
örugg /hljóðlát svæði tli að taka viðtal
Aðskilja vitni
Huga að þörfum og væntingum vitnisins. Í hvernig ástandi er vitnið, þarf vitnið að klæða sig, þyrst
Spyrjið vitnið hvort það hafi rætt minningar sínar eða fengið einhverjar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða með öðrum hætti.
Allir þessir þættir þurfa að gerast áður en viðtal við vitni er hafið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
55
Q

PEACE aðferðin byggir á:
Planing and preparation
Engage and explain
Account
Closure
Evaluate

Hvað felst í Engage and explain?

A

Almenningsálit á viðbragði lögreglu (að bregðast við þörfum og væntingum vinta af fagmennsku og með skilvirkum hætti) spáir fyrir um samvinnuþýði vitna. First impression er mikilvægt fyrir samvinnu með vitni
Kynntu sjálfan þig (og samstarfsmenn þína ef við á)
Útskýrðu hver þú ert
Skýrðu hvað þú ert að gera og afhverju - hvaða embætti þú kemur frá
Ef þú ert að taka puntka eða taka upp, segðu þá frá því
Fáðu upplýsingar um hvaða nafn við komandi vill nota(fornafn, millinafn, ættarnafn)

Notið færni til að byggja upp góð tengsl hratt til að hvetja til samvinnu
Verið afslöppuð, opin, líkamstjáning. - ekki krosslagðar hendur eða valdsmannleg staða.
Beita virkri hlustun - ekki láta sína skoðun í ljós eða vera með dóma á hegðun fólks. Ekki trufla vitnið.
Notið það sem þið eigið sameiginleg og speglið/endursegið - “skildi ég rétt að þetta gerðist og þetta gerðist” (eykur traust)
Samkennd - “ég sé að þú ert í uppnámi, ég get ímyndað mér að þetta sé erfitt”. Sýna skilning í orði og verki

Mörg vitni vita ekki vherju þau geta átt von á og vita ekki hvaða upplýsingar eru gagnlegar. Skiptir miklu máli að það sé útskýrt fyrir vinti að framlag þeirra sé mikilvægt til rannsókninnar, “ég var ekki þarna, ég veik ekki hvað þú sást og þú verður að útskýra fyrir mér nákvæmlega hvað gerðist, því ég ætla ekki að gefa mér neitt”
Hvetja vitnið til að hafa í huga hvaðan upplýsingarnar koma (source) sem það greinir frá, var þetta eitthvað sem það sá eða frétti eftirá
“Ég hef aðeins áhuga á þínum eigin minningum” - bara því sem vitnið upplifði og sá
“Hefur þú talað við einhvern um það sem gerðist? Eða hefur þú séð eða lesið eitthvað um það áður en þú talaðir við mig”
Það er munur milli þess að muna upplýsingar og greina frá þeim. Vitni halda aftur af upplýsingum af mörgum ástæðum, óviss um mikilvægi, skortur á sjálfstrausti - fólk getur verið í viðkæmri stöðu eða haft litla trú á eigin minni. Sumir hafa ofurtrú á sínu minni og halda að þeir muni allt satt og rétt.
Útskýrið til hvers er ætlast af þeim sem vitni
Ég þarf eins mikið af upplýsingum eins og hægt er um minningar þínar og með þínum eigin orðum
“Af lýsingum þínum á þessum einstaklingi að dæma þyrfti ég að geta séð hann í margmenni “- þarft að lýsa honum eins vel og þú getur
Hvetjið vitni tli að segja hversu örugg þau eru
Ég er ekki viss - allt í lagi þó vitni sé ekki viss
Ég er 100% viss

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
56
Q

PEACE aðferðin byggir á:
Planing and preparation
Engage and explain
Account
Closure
Evaluate

Hvað felst í Account?

A

Markmið þessa hluta er að fá upplýsingar með eigin orðum vitnisins þar sem það eykur nákvæmni og auðveldar að verja lögmæti framburðar ef þörf krefur

Tveir fasar við að afla framburðar
Upplýsingaöflun
Eftirfylgnispurningar, skýra framburð og sókn

Megin færni :
Nota viðeignadi tegundir spurninga
Skilvirk punktaskrif, skipulögð eftir viðfangsefnum
Auðvelda endurheimt þar sem þörf krefur
Muna nálgun og útskýringar allan tímann

Skrásetning puntka og draga fram lykilatriði:
Árangursrík skrásetning punkta getur veirð hjálpleg við að bera kennst á upplýsingar sem geta verið sönnunargögn, þe.e. Skipta máli við heimfærslu brota og sönnunaryrði
Skrifið niður lykilorð og setningar á meðan vitnið greinir frá upplýsingum um það sem gerðist í fr´jalsri frásögn
Notið þau orð sem vitnið notar, þ.e. Ekki ykkar skilning
Notið þessi orð sem lykilatriði til að leita eftir frekari upplýsingum
Notið spurninga stigveldið (frá opnum til lokaðra spurninga) til að draga fram allar upplýsingar sem þú þarft fyrir hvert lykilatriði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
57
Q

SIP er hentugt tól þegar kemur að ná sem bestum framburði
SIP skiptir spurningum niður í grænar, gular, appelsínugular og rauðar spurningar. Hver er munurinn á þeim?

A

Grænn - notið opnar spurningar til að ná eins mikið af upplýsingum
“Segðu mér hvað gerðist”
Í lagi að nota hlutlausa hvatningu, kinka kolli, humma til að sýna að þú sért að hlusta, en ekki trufla frásögnina.

Gulur - ef þörf er á frekari upplýsingum, notið opnar spurningar til að ná dýpt a tiltekið atriði
“Segðu mér meira um X,Y og Z” “gætir þú sagt mér í meiri smáatriðum hvað þú meintir með þessu”

Appelsínugulur - ef enn er þörf á frekari upplýsingum notið skilgreindar spurningar (HV spurningar)
“Þú nefndir að þú hefðir verið úti, hvar nákvæmlega varstu?”
Spurningar sem hjálpa manni að skýra betur út lykilatriði í frásögninni
Leyfa vitni að klára frásögn án truflunar, frekar að punkta niður og spyrja þegar vitnið hefur lokið

Rauður - lokaðar spurningar, notið aðeins ef þörf krefur.
Forðast þessar spurningar því þær auka hlest líkur á villum.
T.d. ef einhver hefur haldið á hníf, “hélt hann á hnífnum í hægri hönd eða vinstri hönd”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
58
Q

PEACE aðferðin byggir á:
Planing and preparation
Engage and explain
Account
Closure
Evaluate

Hvað felst í Closure?

A

Hvetjið vitnið til að bæta við framburð sinn
“ er eitthvað fleira sem þú vilt segja okkur”
Hvetjið vitnið til að spyrja spurninga
“Er eitthvað sem þú vilt spyrja okkur um”
Veitið vitninu samantekt úr framburðinu og spyrjið hvort hús é nákvæm
“Þú sagðir A, B,C, er allt þetta rétt?
Veitið vitiniu upplýsingar um ferlið í framhaldinu
“Ég er með símanúmerið þitt, netfang og heimilisfang og við munum nota til að hafa samband við þig ef þörf krefur, ef þú vilt bæta einhvejru við eða hafa sambnad geturðu haft samband við XX, það sem gerist næst er XX
Veitið vitninu formleg endalok á umræðum og þakkið þeim fyrir
“Ég held vði séum komin með það sem við þurfum núna. Við þökkum þér fyrir að gefa þér tíma til að tala við okkur”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
59
Q

PEACE aðferðin byggir á:
Planing and preparation
Engage and explain
Account
Closure
Evaluate

Hvað felst í Evaluate?

A

Verið dugleg að meta eigin frammistöðu í viðtalinu
Haldið ykkur við eftirfarandi stefnu við að meta viðtalstækni
Fylgdir þú spurningastigveldinu
Notaður þú viðeigandi spurningar (ekki leiðandi)?
Notaður þú óviðeigandi spurningar
Hverjar gætu afleiðingarnar verið
Hvernig hefðir þú geta umorðað spurningar þínar
Fékkstu allar þær upplýsingar sem þú þurftir á þessu stigi?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
60
Q

Hvað telst til viðeigandi spurninga við yfirheyrslu?

A

Opnar spurningar henta vel til að safna upplýsingum
Lokaðar spurningar henta vel tli að fá fram upplýsingum sem ekki hafa komið fram og til að skerpa á smáatriðum
Opnar vs lokaðar spurningar - nota frjálsa upprifjun og fylgja síðan efti rmeð opnum og síðar lokuðum spurningum
Atriði sem þarf að hafa í huga
Nota sama tungumál/orðaforða (eitthvað se mvitnið skilur) ogvitni til að forðast leiðandi spurningar
Forðast flókið tæknimál og fræðaheiti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
61
Q

Hvað telst til óviðeigandi spurninga við yfirheyrslu?

A

Þvingað val
Var bíllin rauður eða grænn
Bjóða upp á valmöguleika sem innihalda ekki rétt svar
Leiða vitni til að giska fremur en að endurheimta minninga

Margar spurningar
Í einu, hvað sagði hann, í hverju var hann, ….
Koma í veg fyrir hámarks endurheimt með því að biðja vitnið að endurheimta upplýsingar við hverri undir spurningu í stað þess að styðjast við frjálsa upprifjun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
62
Q

Hvað telst til leiðandi/misvísandi spurninga í yfirheyrslu?

A

Aðgreining milli spurninga snýr að því að það er gefið í skyn hvert rétt svar er. Leiðandi spurningar leiða til réttra svara og misvísandi spurningar til rangra svara
Spurningar verða fyrir áhrifum tilgátu þess sem framkvæmri yfirheyrsluna
Þei rsem eru sefnæmir eru viðkvæmari fyrir leiðandi spurningum en aðrir. Þetta á oft við um viðkvæmæa hópa s.s. Börn og fólk með þroskafrávik.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
63
Q

Hugræna viðtalið skiptist niður í þrjá flokka, hverjir eru þeir?

A

Félagslega hliðin
Minni og hugsun
Samskipti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
64
Q

Hugræna viðtalið skiptist niður í
Félagslega hliðin
Minni og hugsun
Samskipti

Hvað felst í félagslegu hliðinni?

A

Tvær megin hliðar
Skapa tengsl / létta andrúmsloftið. Það sem allir sem hafa unnið með fólki sem hefur orðið fyrir áfalli hafa fundið fyrir er það hversu mikilvægt það er að skapa tengsl og létta andrúmslofið
Byrja viðtalið á að skoða sameiginlega þætti með vitninu. Þarf ekki að fara svo djúpt að skoða sama gildi og lífsreynslur, en þetta er líka hægt að gera fyrir viðtalið, t.d. Spyrja hann út í það hvernig hann hafi það, hvernig hann kom á stöðina og hversdagslega hluti t.d. Veðrið. Reyna að finna fyrir tengingu og láta viðkomandi finna að hér eru allir í sama liði. Allir að vinna ða því að finna hvað gerðist

Virk þáttaka vitnis
Vitnið á að tala meira en yfirheyrandi
Hvetja vitnið, spyrja opinna spurninga og trufla ekki frásögn. Viðtalið verður lengra fyrir vikið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
65
Q

Hugræna viðtalið skiptist niður í
Félagslega hliðin
Minni og hugsun
Samskipti

Hvað felst í minni og hugsun?

A

Þeir þættir sem snúa að minni og hugsun eru hugrænir þættir sem taugasálfræði hefur dregið mest fram

Endurskapa samhengið - rifja upp hvernig vitninu leið, líkamlega, tilfinningalega og hvaða hugsanir komu fram í atvikinu, setja sig í það spor og rifja upp allt sem átt isér stað þegar atvikið átti sér stað.

Takmörkuð hugræn geta -
Ekki láta vitnið vinna í mörgu á sama tíma,
Bíða með spurningar þar til vitni klárar frásögn
Spyrja færri spurninga
Spyrja opinna spurninga
Loka augunum þegar verið er að rifja upp, er einhver lykt sem vitnið man eftir, hljóð, áferð á efni - nota skynfæri

Vitnamiðaðar spurningar
Ekki nota fyrirfram ákveðnar spurningar, miða spurningar út frá hverju vitni fyrir sig (t.d. Orðalag og orðaforði mv skilning
Halda sig við spurningar tengdar minningum í stað þess að einblína á það sem ekki kemur fram - fá betri upplýsingar um það sem vitnið man, frekar en að reyna að draga fram það sem vitnið man ekki

Íterkuð og breytileg endurheimt
Fara oftar en einu sinni yfir minningu eða yfirheyra aftur
Rifja upp í öfugri röð
Rifja upp á mismunandi hátt (sjá, heyra, lykt, snerting)

Draga úr líkum á ágiskunum
Allt í lagi að segja við vitni “Ekki giska, frekar segja að þú vitir það ekki “
Ekki press á að vitni taki afstöðu ef það er óvisst.

Draga úr líkum á uppbyggjandi endurheimt
Vitni geta ruglast á hugmyndum yfirheyranda um hvað gerðist og talið sig hafa séð það
Ekki leka upplýsingum til vitnis með leiðandi spuringum eða borsi /hvatningu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
66
Q

Hugræna viðtalið skiptist niður í
Félagslega hliðin
Minni og hugsun
Samskipti

Hvað felst í samskiptum?

A

Að kalla fram ítarlegt svar
Hvetja vitni til að segja frá öllu sem það hugsar, jafnvel smáatriðum, ekki í tímaröð, eða í andstöðu við sinn fyrri framburð (samt ekkert gisk).
Allt í lagi að segja eitthvað þó það hafi ekki komið fram í fyrri vitnisburði

Notkun óyrtra upplýsinga
Draga upp hluti - teikningar. Getur þú teiknað mynd af bílunum, húsunum, hver var hvar?
teikningar geta sýnt fram á hvort eitthvað hafi hindrað sýn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
67
Q

Reid aðferðin á uppruna sinn í USA en er ekki vísindalega studd. Hver er tilgangur hennar?

A

Að ná fram játningu hjá sakborningi, ekki að ná upplýsingum um málið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
68
Q

Hver eru tvö megin markmið Reid aðferðarinnar?

A

Brjóta niður neitun og mótstöðu
Auka löngun sakbornings til að játa

69
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í fyrsta skrefinu, afdráttarlaus ásökun?

A

Rannsóknarlögreglumaðurinn segir sakborningi að hann sé fullviss um að sakborningurinn hafi framið afbrotið
“Við vitum nákvæmlega hvað þú gerðir”
Eftir opnunarsetninguna segir rannsóknarlögreglumaðurinn ekkert, heldur fylgst með viðbrögðum sakborningsins
Viðbrögð (óyrt og yrt hegðun) gerir þeim sem stjórnar yfirheyrslunni að meta sannsögli
Óyrt - handahreyfingar, andlistbreytingar
Yrt hegðun - hvað segir vitnið

70
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í öðru skrefinu, mótun þema?

A

Fer eftir hvernig sakborningur er

Ef hann er tilfinningasamur sakborningur
Beyta aðferðum sem spila inn á tilfinningarnar, “ég skil afhverju þú gerðir þetta, allir hefðu gert það sama, ef konan mín hefði haldið framhjá mér hefði ég gert það sama”
Draga úr sektarkennd sakbornings vegna afbrotsins með því að draga úr siðferðilegum alvarleika
Stinga upp á siðferðislega ásættanlegri ástæðu fyrir afbortinu
Fordæma aðra - leið til að sýna samúð með sakborningnum
Nota hrós og smjaður til að “manipulera” sakborninginn
Þáttur sakborningsins í afbrotinu hefur verið ýktur “þú ýttir henni ekki, þú kannski bara rakst í hana”
Það er ekki sakborningum fyrir bestu að halda áfram afbrotahegðun sinis

Sakborningar sem eru ekki tilfinningasamir
Nreyna að ná sakborningi við tilviljunarkennda lygi
Reyndu að ná sakborningi til að tengja sig afbrotinu á einhvern hátt
Gefðu í skyn að það hafi ekki verið glæsamlegur ásetningur á bak við afbortið
Reyndu að sannfæra sakborninginn um að það sé þýðingarlaust að neita aðild sinni að afbrotinu
Að ata einum samverkamanni á móti öðrum - bíður þeim sakborningi (ef fleiri en einn) sem er fyrstur til að tala eða játa að hann fái mildari dóm

71
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í þriðja skrefinu, að takast á við neitun?

A

Forðast ber endurteknar neitarni því þær gefa sakborningi sálfræðilegt forskot, ef hann nær að neita nógu oft telur hann að hann nái að halda því út
Tilraunir sakbornings til að neita eru þrálátlega truflaðar af yfirheyranda - honum er ekki leyft að neita heldur er hann truflaður með frekari ásökunum og haldið við efnið.

72
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í fjórða skrefinu, að vinna bug á mótmælum?

A

Sakborningur er líklegur til að draga sig í hlé ef að mótmælum er ekki sinnt. Hlusta ekki á það, svara þeim. Alls ekki svara sakborningi, heldur halda sínu striki

73
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í fimmta skrefinu, að ná og halda athygli sakbornings?

A

Ef sakborningi verður óvirkur er mikilvægt að halda honum við efnið, þá er mikilvægt fyrir rannsakanda að reyna að ná sambandi við hann og tengslum, möguleg réttlæting fyrir broti “ég hefði gert það sama”
Ef sakborningur er sekur mun hann sýna meiri athygli því meira sem hann samsamar sig með þeim sem stjórnar yfirheyrslunni

74
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í sjötta skrefinu, að takast á við óvirkan sakborning?

A

Beindu athyglinni sérstaklega að ásstæðunni fyrir afboritnu
Spilaðu á möguleika veikleika sakbornings í þeim tilgangi að brjóta niður þann mótþróa sem enn er til staðar

75
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í sjöunda skrefinu, að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum?

A

Settir eru fram tveir valkotir sem báðir bendla sakborninginn við afbrotið
“Fórstu þessa leið eða þessa leið, við vitum að þú fórst aðra hvora þeirra og drapst hann”
Háskaleg og mjög þvingandi aðferð til að beita á sakborning á meðan yfirheyrslu stendur

76
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í áttunda þrepinu, láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið?

A

Sakborningur samþykkir einn sakbendandi valkost sem undir hann er borinn sem svo þróast yfir í fulla játningu

77
Q

Reid aðferðin er 9 þrepa nálgun:
Afdráttarlaus ásökun
Mótun þema
Að takast á við neitun
Að vinna bug á mótmælum
Að ná og halda athygli sakbornigs
Að takast á við óvirkan sakborning
Að setja fram spurningu með takmörkuðum valkostum
Láta sakborning tengja saman margskonar smáatriði um afbrotið
Að umbreyta ytri játningu í skriflega játningu

Hvað felst í níunda þrepinu, að umbreyta yrti játningu í skriflega játningu?

A

Yrtri játningu er umbreytt í skriflega yfirlýsingu sem er undirrituð af sakborningi. Þetta er gert eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir að sakborningur dragi játningu sínu til baka

78
Q

Hvað er prisoners dilemma?

A

ef fleiri en einn eru bendlaðir við sama mál og þeir vita að þeir eru allir í skýrslutöku, þá gæti hann fengið lægri refsingu ef hann greinir fyrstur frá eða kemur upp um samverkamenn sína. Þetta er ólöglegt á Íslandi.

79
Q

Það eru fjórar mögulegar útkomur úr yfirheyrslu, hverjar eru þær?

A

Sönn játning - grunaður játar fyrir lögreglu afbrot sem hann hefur framið
Sönn neitun - grunaður neitar að hafa framið afbrot sem hann er saklaus af
Fölsk neitun - grunaður neitar að hafa framið afbrot sem hann er sekur af og man eftir að hafa framið
Fölsk játning - grunaður játar að hafa framið afbrot sem hann er saklaus af eða man ekki eftir að hafa framið

80
Q

Þrjár meginástæður hafa komið í ljós í rannsóknum Gísla Guðjónssonar og samstarfsmanna hans af hverju fólk játast við borti sem það framdi, hverjar eru þær?

A

Skynjaðir sönnunar möguleikar lögreglu - fólk sem er í skýrslutöku sér enga ástæðu til að neita. Ef þu ert tekin undir áhrifum að aka bíl, þá er engin ástæða til að neita, þú ert tekinn af lögreglu, þú blæst og það kemur jákvætt. Yfirleitt er þessi þáttur sem verður til þess að fólk játar

Innri þrýstingur - einstaklingnum sjálfur. Sektarkenndin fyrir því að hafa framið tiltekið brot. Vilja losna við hana, koma þessu frá sér og hreinsa andrúmsloftið.

Ytri þrýstingur - þrýstingur sem settur er á viðkomandi af hálfu lögreglunnar. Kann að vera á hvíld, næringu eða ógnanir og hótanir. Getur verið af ótta ef viðomandi játar ekki. Viðkomandi upplifir að hann hafi verið þvingaður til að játa.

81
Q

Ofshe og Leo gerðu greinarmun á þremur tegundum falskra játningar, hverjar eru þær?

A

Álags unandláttsemis falskra játningar - viðkomandi lætur undan álagi af utanaðkomandi ástæðum, kvíði, fjölskyldulíf

Þvingaðar undanlátssemi falskar játningar - þvingun frá lögreglu, vita að þeir eru saklausir

Sannfæringar falskar játningar - einstaklingar sem eru líkleri en aðrir til að sannfæra sjálfan sig, eru með lélegt minni og fara ða trúa því að þeir séu sekir

82
Q

Hvaða merki um lygar hafa rannsóknir skoðað?

A

Óyrt merki um blekkingu - hegðun, t.d. Bíta í neðri vör
Yrt merki um blekkingu - það sem við tölum um.
Lífeðlisfræðileg viðbrögð við lygar - aukinn blóðþrýstingur

83
Q

Hvað eru óyrt merki í tengslum við lygar og blekkingar?

A

líklegra til að koma fram þegar lygin er flókin
Óyrt merki geta skipt í frekar í hljóðræna og óhljóðræna þætti
Dæmi um hljóðræna þætti eru að tala hægar, fleiri pásur og hiti í tali
Dæmi um óhljóðræna þætti eru líkamsstaða og að forðast að horfa í augu viðmælanda
Erfitt að bera kennsl á óyrtu merki blekkinga þar sem rannsóknir hafa fundið fáar áreiðanlegar vísbendingar
Hegðun sem tengist blekkingu hefur ekki gott forspárgildi

84
Q

Hvað eru yrt merki í tengslum við lygar og blekkingar?

A

Stundum segja lygarar eitthvað sem viðmælandinn veit að er ekki satt
Innihald skiptir miklu máli
Staðhæfingar eru oft neikvæðar, óbeinar og lýsingu skortir persónuleg upplifun
Tímaröð - þeir sem segja ósatt líklegir til þess að fjalla um lygi sína í réttri tímaröð. Þeir sem eru ekki að ljúga eru liklegri til að rifja eitthvað upp sem gerðist og fá fleiri “popp up” minningar sem þeir bæta við.
Smáatriði

85
Q

Hvað eru lífeðlisfræðileg viðbrögð í tengslum við lygar og blekkingar?

A

Lygamælar mæla lífeðlisleg viðbrögð séu sterkari þegar viðkomandi er að ljúga, því að sá sem lýgur gæti verið líklegri tli að spennast upp, fá hærri blóðþrýsting o.fl. Þegar hann lýgur.
Lífeðlisfræðileg viðbrögð tengjast
Hræðslu við á nást
Sektarkennds
Spennu
Vitneskju um sekt

Birtast í
Auknum blóðþrýstingi
Auknum hjartslætti
Auknum svita í höndum

Lygamælir er nokkuð áreiðanlegur heilt yfir, með um 80% nákvæmni. En það er 20% sem er ekki mælt rétt.
Vandinn við þetta tæki er að við förum oft að trúa tækinu frekar en öðru.
Búið að banna polygraph í flestum fylkjum USA

86
Q

Hverjar eru þær fjórar nálganir sem notast hafa verið við til að meta sannsögli?

A

Almennt hafa menn skoðað tilfinningar - lygar valda öðrum tilfinningum en sannsögli. Það veldur sjáanlegum merkjum eins og streitu og örvun sem merkja má í aukinni tónhæð og svita.

Aðrir reyna að stjórna hegðun okkar - með því að reyna að stjórna hegðun sinni til að koma í veg fyrir að sjáanleg merki lyga komi fram getur leitt til stífrar líkamsstöðu sem er ónáttúruleg

Hugrænt álag - að ljúga kallar fram meiri hugsun en að segja satt og einbeitingin sem fer í það veldur færri hreyfingum, löngum þögnum og forðun á augnsambandi

Framkoma - þeir sem segja satt og þeir sem ljúga hafa sameiginlegt markmið, að líta út fyrir að vera hreinskilnir. Þar sem lygarar byggja ekki á sömu forsendum er munur á hegðun og hugsun sem endurspeglast í framkomu þeirra og þeim upplýsingum sem þeir veita

87
Q

Hver er Kenning Ekman um blekkingu?

A

Kenningar Ekman sem hann vann út frá því að það sé einstaklingsmunur, fólk er mis góðir lygarar. Engin ein vísbending um lygar, t.d. Líkamsstaða. Ekki samasem að ef þú situr með krosslagðar hendur þá ertu að ljúga.
Vandinn við að koma upp um lygar er m.a.
Flókið að fylgjast með öllu því sem lygarar eru mögulega að gera, tal, svipbrigði, raddbrigði, handahryeinfgar, líkmasstaða o.fl.
Ekki hægt að fylgjast með öllu samtímis
Einblínum því á óyrta hegðun og svipbrigði en það er auðveldast fyrir lygarann að stjórna þeirri hegðun.

Ekman gengur út frá því að fyrst og fremst þurfi að ná einhverri grunnlínuhegðun. Ef við vitum ekki hvernig fólk hegðar sér getum við ekki greint hvernig fólk hegðar sér öðruvísi
Hann skoðar svo ákveðna breytihegðun (manipulators) t.d. Snerta nefið, strjúka eyrnasnepil
Gerist vegna þess að neikvæðar tilfinngar aukast þegar logið er og leiðir itl aukinnar notkunar á breytihgeðun
Vandinn er að margir nota ekki manipulators og eru því metnir sannsöglir þegar þeir ljúga.
Meirihluti vísbendinga um lygar eru merki um sterkar tilfinningar, t.d. Ótti við að nást en getur líka verið ótti við eithvað annað t.d. Yfirvaldið lögregluna, eða ótti við að vera ekki trúað.

88
Q

Hver eru helstu einkenni um lygar skv Ekman?

A

Aukin tíðni að kyngja munnvatni
Hraðari og grynnri öndun
Aukin svitamyndun
Aukin tíðni augnblikka
Sjáöldur dragast saman
Hærri tíðni tals - yfirleitt einkenni reiði
Hlé og talvillur - skortur á undirbúningi á sögu eða sterkar neikvæðar tilfinningar (t.d. ótti)
Að hvítna í andlitinu - reiði eða ótti

89
Q

Útkomumöguleikar í mati á lygum og blekkingum eru fjórir, hverjir eru þeir?

A

Það eru merki um að viðkomandi sé að ljúga og það er markað, rétt ákvörðunn
Ég segi að hann væri að ljúga, og hann er líka að ljúga

Það eru merki um að viðkomandi sé að ljúga, en er ekki markað, false negative error
Ég segi að hann sé ekki að ljúga, en hann er að ljúga

Það er ekkert merki um lygar, en lögreglumaður segir hann ljúga - false positive error
Hann er að ekki ljúga, en ég segi að hann sé að ljúga

Það eru engin merki um að viðkomandi sé að ljúga og hann er ekki að ljúga - correct decision
Ég segi að hann sé ekki að ljúga, og hann er ekki að ljúga

90
Q

Hvaða óyrtu einkenni hafa rannsóknir sýnt fram á að breytist þegar fólk er að ljúga?

A

rannsóknir benda til þess að það séu minni hreyfingar þegar það er að ljúga, meira kjurrt þegar að þeir eru að ljúga
Handaútskýringar
Fingra og handahreyfingar
Fótahreyfingar
Tengist cognative low theory - sú kenning um hugrænt álag, að það sé erfiðara ða ljúga en að segja satt, og þegar við erum að hugsa rosalega mikið þá erum við kjurr

91
Q

Hvernig er hægt að auka hugrænt álag í yfirheyrslu og fá betri hugmynd um hvort einstaklingur sé að ljúga eða segja satt?

A

Segja sögu í öfugri röð. Þegar viðkomandi er að ljúga og er búinn að æfa hana og segja hana í réttri röð. Ef um raunverulega upplifun er að ræða þá er líklegra að viðkomandi geti rifjað það upp í öfugri röð.

Biðja viðmælanda um að halda augnsambandi - margir eiga erfitt með það, en það er hins vegar ekk iþvingandi. Það gerir erfiðara fyrir mann að hugsa

Óviðbúnar spurningar - eitthvað sem tengist smávægilegum atriðum, sem kannski skiptir ekki alveg máli fyrir rannsóknina en gætu fengið einstakling til að hugsa meira,

Spurningar sem ekki er hægt að svara með viet ekki eða man ekki án þess að valda grunsemdum - t.d. Samtölum, mat sem borðaur, eða leið sem farið er

Upplýsingar um staðhætti/rými og tíma - ef um raunverulegar upplýsingar er að ræða ætti ég að hafa einhverja hugmynd um lýsingu, lykt (skynupplýsingar)

92
Q

Hvað er prófill (psycological profiling)?

A

Ferli þar sem einkenni brotamanns eru dregin fram út frá einkennum brotsins
Í því getur falist
Spá fyrir um einkenni óþekkts brotamanns
Skilja hegðun brotamanns og/eða spá fyrir um hversu mikil hætta stafar af honum
Ráðgjöf til lögreglumanna sem takak rannsóknarviðtal af sakborgningi
Könnun á því hvort brot séu tengd (hluti af röð bota eftir sama brotamann) með greiningu á hegðunar einkennum í broti
Landfræðilegur prófíll (geographic profiling) - draga fram hugmyndir um hvar viðkomandi gæti búið út frá röð brota.

93
Q

Geðmynd afbrotamanna (offender profiling) og tenging afbrota (crime linkage) eru tvö lykilhugtök í profiling. Greinið frá þeim.

A

Geðmynd afbrotamanna(offender profiling) - í þröngri skilgreiningu þá vísar geðmyndin til forspár sem tekur mið af hegðun afbrotamanns í afbrotinu og þannig ályktað um persónuleikaeinkenni viðkomandi

Tenging afbrota (crime linkage)
Ef greinandi aðferð þar sem reynt er að komast að því hvort sami brotamaðurinn hafi mögulega framið röð afbrota
Er metin með því að greina hegðun afbrotamans á vettvangi glæpsins með því að reyna að koma auga á svipuð hegðunareinkenni og stundum með því að skoða landfræðilega þætti eða nálægðar þeirra (geographical proximity)

94
Q

Tenging afbrota (crime linkage) byggir á tveimur forsendum, hverjar eru þær?

A

Stöðugleiki brotahegðunar ( offender consistency hypothesis) - sú forsenda að stöðugleiki sé í afbrotahegðun afbrotamanna milli brota. Þetta þýðir að afbrot ættu að vera framkvæmd með svipuðum hætti = stöðugleiki í hegðun. Dæmi: Jói Kúbein

Sérkenni hegðunar ( behavioural distinctiveness) - sú forsenda að munur sé á hegðun afbrtamanna, þ.e. Að afbrotamenn fremji afbrot með mismunandi hætti og munur sé á milli afbrotahegðunar þeirra. Dæmi Jói Kúbein og Kalli kúbein, brjótast ekki eins inn þó þeir séu báðir að nota kúbein.

95
Q

Hverjir eru þeir fjórir klasar af mismunandi hegðun sem reynt er að draga tengingar á milli í profiling?

A

Sadismi
Nánd
Árásargirni
Criminality

96
Q

Nefnið dæmi um nálganir sem farnar eru til að búa til geðmynd

A

FBI aðferðin
Klíníska aðferðin
Tölfræðiaðferðin

97
Q

Hvað felst í FBI aðferðinni?

A

Aðlögun gagna - safna saman gögnum um afbrotið, td. Rituð gögn (yfirheyrslur vitna og þolenda, krufningaskýrslur) eða sjónrænt efni(myndir úr eftirlitsvélum og ljósmyndum

Flokkun brots - afbrotið er flokkað á grundvelli uppsafnaðra gagna

Endurgerð afbrots - tilgátur um hvernig atburðarröð hafi verið, hegðun mismunandi einstaklinga t.d. Þolenda og brotamanns

Geðmynd gerð - þar með talið tilgáta um félagsleg einkenni, venjur og persónuleika

98
Q

Hvað felst í klínísku aðferðinni?

A

Margar mögulegar nálganir eru í klínísku aðferðinni
Túlka ástæður brotamanns út frá sálfræðilegum kenningum t.d. Persónuleikakenningum til að gera spá um hvað einkennir hann
Hugmyndin er ekki að leysa afbrot heldur að reyna að gefa innsýn í eðli málsins og brotamannsins
Byggja á klínískri reynslu sinni af meðferð brotamanna

99
Q

Hvað felst í tölfræði aðferðinni?

A

Byggir fyrst og fremst á margbreytugreiningu á hegðun og öðrum upplýsingum sem finnast á vettvangi afbrotsins. Niðurstaðan er síðan notuð til að álykt aum einkenni og sálræn ferli afbrotamannsins
Litið svo á að geð myndagerð eigi rætur að rekja til sálfræðinnar sem fræðigreinar og að hún sé svipuð öðrum sviðum sálfræðinnar
T.d. reyna vinnusálfræðingar að spá fyrir um framtíðarhegðun á vinnustöðum byggt á upplýsingum um sálræn einkenni viðkomandi

100
Q

Hvað er áhættumat?

A

Meta hættuna sem stafar af tilteknum einstaklingi þegar um er að ræða afbrot af ýmsu tagi.
Mat sem þetta getur snúið að afbrotahegðun almennt eða að sértækum brotum

101
Q

Hvaða áhættumatstæki hafa verið notuð hér á landi?

A

Kynferðisbrotum (STATIC-99, ERASOR, )
Ofbeldisbrotum (HCR-20,
Heimilisofbeldi (SARA, B-SAFER)
Eltihrell (SAM)
Almenn afbrotahegðun (LSI/CMI)

102
Q

Hverjir eru helstu áhættuþættir varðandi afbrot?

A

Flest öll áhættumatstæki innihalda þessa þætti, svo fleiri þætti fyrir sértækari brot:
Saga um andfélagslega hegðun
Andfélagslegt persónuleikamynstur
Andfélagsleg hugsun
Andfélagslegir vinir
Fjölskylda og hjónaband
skóli og vinna
frístundir eða afþreying
misnotkun vímuefna
persónulegt og tilfinningalegt álag
lág greind
staða í samfélaginu

103
Q

Hver eru markmið áhættumats?

A

Er einstaklingur með ákveðin einkenni eða þætti, er hann líklegur til að vera hættulegur, og ef svo, hversu hættulegur. Viljum spá fyrir um líkur á frekari brotahegðun

Forvarnir - viljum gera áhættumat til að draga úr líkum á afbrotum. Bendir okkur á skotmörk inngripa og hvar hægt er að ýta undir virkni verndandi þátta

Bæta ákvarðantöku - áhættumat er leiðsagnartæki, hjálpar okkur að safna upplýsingum, raða þeim niður og draga ályktanir sem hægt er að ræða á milli kerfa (lögreglunnar, dómskerfis o.fl.) svo við séum að vega og meta stöðu einstaklings út frá fyrirframgefnum forsendum, en ekki á tilfinningunni.

Forgangsraða takmörkuðum úrræðum - Því meiri áhætta, því meiri inngrip. Þegar við reynum að sníða meðferðarúrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér þá þurfum við að taka tillit til þátta sem koma upp í áhættumatinu svo við séum að taka á réttum atriðum

Forspá - mun viðkomandi gera þetta aftur?

104
Q

Nýjustu áhættumatstækin eru bland af tölfræði útreikningum og klínísku mati (SPJ). Af hverju er það betra en að nota bara aðra hvora leiðina?

A

Viljum nota tæki sem nota bæði tölfræði og klíníska. Ef við notum eingöngu tölfræðina þá er ekki tekið tillit til einstaklingsmuns. Þar er skoðar tölur sem ná til hóps, en ekki einstaklinga. Einstaklingsbundnir þættir koma ekki inn í þessa mynd, hvað er það í fari þessa einstaklings sem verður til lþess að hann brýtur af sér

105
Q

Hvað er áhættumiðlun?

A

Ekki nóg að meta áhættuna heldur þarf að koma upplýsingum í réttar hendur.
Þurfum að koma upplýsingum til viðeigandi aðila hvað þarf að hafa í huga, hvaða þarfir þessir einstaklingur hefur og hvaða þörfum þarf að mæta til að draga úr líkum á ofbeldi. Viljum reyna að eiga í góðum samskiptum við þá sem koma að máli, þar með talið gerandann. Áhættumat er því besta útgáfan þegar gerandinn er með í ráðum, en það er ekki alltaf hægt.

106
Q

Hvaða fjóra meginþætti þurfum við að horfa til þegar hugað er að viðbrögðum við áhættu (risk management)?

A

Þurfum að horfa í 4 stóra þætti t.d. Þegar á að losa einstakling úr fangelsi
Þarf einstaklingur eftirlit - t.d. Tiltekinn einstaklingur kemur út í miðlungs hárri áhættu getur verið endurmetinn. Áhættu mat endurunnið
Þarf hann umsjón - einhverskonar hömlur, að út frá niðurstöðum áhættumats séu settar takmarkanir á einstaklinginn, t.d. Meinað að hafa samband að fyrra bragði við brotaþola í sínu máli. Nálgunarbann sett á einstakling.
Þarf hann meðferð - t.d. Heimilisfriður sérstaklega ætlað þeim sem hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Gæti verið úrræði að einstaklingur sæki meðferð þangað
Þarf að huga að öryggi brotaþola, - t.d. Fenginn hnappur eða öryggismyndavélar.

107
Q

Hver er skilgreiningin á ofbeldi í nánum samböndum?

A

Ofbeldi sem á sér stað á milli einstaklinga sem hafa verið í sambandi (ekki endilega ástarsambandi), burtséð frá félagsstöðu, kynþætti, kyni eða menntunarlegum bakgrunni
Yfirleitt er vísað til líkamlegs, sálfræðilegs eða kynferðislegs ofbeldi

108
Q

Hver er skilgreining á líkamlegu ofbeldi/þvingun?

A

líkamleg snerting þar sem ætlun er að valda öðrum sársauka eða skaða og/eða þvinga viðkomandi að gera eitthvað gegn vilja hans

109
Q

Hver er skilgreining á kynferðislegu ofbeldi?

A

að nota líkamlegt afl eða beita þvingun til að ná kynferðislegu samneyti við einstakling gegn vilja hans

110
Q

Hver er skilgreining á andlegu ofbeldi?

A

að láta einstakling standa andspænis hegðun sem getur valdið honum sálræun skaða (t.d. Sem skaðað getur greindarfarslega eða andlega hæfni og rýrt getur persónulega hæfni viðkomandi)

111
Q

Hver er skilgreining á stjórnandi hegðun?

A

hegðun sem miðast við að stjórna eða stýra viðbrögðum annarra. Á meðan hægt er að lýsa andlegu ofbeldi sem stjórnandi þá er hér átt við lúmskari hegðun sem mönnum yfirsést stundum t.d. Stýra fjárhag, segja viðkomandi að hann hafi ekki áttað sig á eða hafi ðmisskilið þegar svo var ekki, elta viðkomandi án hans vitundar, hnýstast í samfélagsmiðla, tölvupósta eða síma. Gera viljandi viðkomandi afbrýðisaman, takmarka aðgengi að vinum eða fjölskyldu.

112
Q

þrjár tegundir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið flokkað niður í þrjá flokka.
Fyrsti flokkur - greinið frá

A

Fyrsti flokkur: Almennt ofbeldisfullur / andfélagslegur gerandi er með margvíslega áhættuþætti sem auka lýkur á að hann muni sýna að sér ofbleid, bæði innan sem utan fjölskylu
Hafa orði ðvitni að miklu ofbeldi í æsku
Vini með áhættuhegðun
Eru mjög hvatvísir
Neysla
Afbrot
Andfélagslegur- og sjálfsástar persónuleiki
Eru með neikvæð viðhorf til kvenna
Hafa lamennt jákvæð viðhorf til ofbeldis
Skortir hæfni til að leysa vanda við margvíslegar aðstæður
Eru með fráhrindandi tengslanálgun
Hafa litla samkennd
Sálrænn vandi og þunglyndi
Talsverður reiðisvandi
Eru líklegir til að beita maka ofbeldi við aðstæður þar sem þeir upplifa þörf á að vera við eða viðhalda stjórn, t.d. Upplifi þeir óvirðinginu eða þeim hafnað

113
Q

þrjár tegundir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið flokkað niður í þrjá flokka.
Annar flokkur - greinið frá

A

Annar flokkur: Dysphoric/borderline gerandi getur einnig sýnt af sér ofbeldi sem einkum beinist að fjölskyldu
Hafa líklega upplifað eitthvað fjölskylduofbeldi í æsku
Eiga félaga sem sýna fra´vikshegðun
Sálrænn vandi
Tilfinningalega óstöðugir
Þunglyndi og reiði
Hafa talsvert styðjandi viðhorf gagnvart ofbeldi
Fjandsemi gagnvart konum
Sýna litla samkenn
Afbrot og neysla
Dálítið hvatvísir
Með litla samskiptahæfni í samböndum
Eru með jaðarpersónuleikaeinkenni
Upptekna eða óttabundna tengslanálgun
Munu líklega bregðast ivð með reiði upplifi þeir höfnun eða sig yfirgefna
Skilnaður getur leitt til eltihrells eða áreitni í þeim tilgangi að koma sambaninu á aftur

114
Q

þrjár tegundir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið flokkað niður í þrjá flokka.
Þriðji flokkur - greinið frá

A

Þriðji flokkur: Gerandi eingöngu innan fjölskyldu er ofbeldisfullur gagnvart fjölskyldumeðlimum en tíðnin og ofbeldið er ekki algengt
Sýnir minnstu afbrotahegðunina og með minnsta sálræna vandan og er í svipaðri áhættu og einstaklingar sem ekki eru ofbeldismenn
Ofbeldi þeirra er líklegast vegna uppsafnaðra lágra áhættuþátta svo sem að hafa orðið vitni að einhverju heimilisofbleid í sæku, lélegrar samskiptahæfni við maka, svolítil hvatvísi, háðir mökum sínum, áfengis- og lyfjamisnotkun.
Tíðnin á þessum flokk er lægri en í hinum tveimur flokkunum.

115
Q

Hvaða úrræði er fyrir gerendur á Íslandi sem beita ofbeldi?

A

T.d. Heimilisfriður

116
Q

Hvað er eltihrell?

A

Stalking vísar til margvíslegar hegðunar sem felur í sér óvelkomin, endurtekin og stöðuan átroðning og samskipti
Um getur verið að ræða ruddalegar viðvaranir / hótunarbréf eða símtöl, að beðið eða hagnið sé í kringum heimili eða vinnustað, sé að skipta sér af honum eða persónulegar eigur hans skemmdar
Það sem er sérstakt við eltihrell er að hér er það upplifun brotaþola sem skiptir hér máli sem meðal annars getur gert það að verkum að kvk greina frakar frá slíkri hegðun en kk.
Þess Vegna er sama hegðun ekki endilega skilgreint sem afbrot.

117
Q

Hvað er ólíkt með eltihrelli í raunheimi og eltihrelli á netinu?

A

Raunheimur - oft einhver sem þekkir viðkomandi sem hann eltihrellir

Netheimur
Meiri líkur heldur en í öðrum þáttum að gerandi og þolandi þekkist lítið eða ekkert
Auðvelt að nota netið til að fylgjast með einstaklingum af því að það er bæði nafnleynd og fjarlægð
Gerandi oft ekki þekktur
Velja sér fórnarlömb, reiði, hefnd eða stjórnunarþörf
Einstaklingar sem eru í raun að uppfylla einhverjar eðlilegar þarfir t.d. Mynda tengsl, með óeðlilegri hegðun, hafa ekki tækni til að mynda tengsl í raunheiminum og nota því netið. Oft einstkalingar sem eru ekki vel staddir andlega

118
Q

Við mat á ástandi einstakling í haldi lögreglu, hver eru sjáanleg ástönd sem þarf að bregðast strax við?

A

Þurfum að vera eftirtektarsöm og vera vakandi fyrir breytingum á hegðun
Meðvitundarleysi eða skert meðvitund
Rugl ástand - vita ekki hvar þau eru - ruglast á hlutum
Halda sér ekki vakandi
Erfiðleikar með tal eða skilning
Jafnvægisleysi
Máttleysi í hendur/fætur
Truflun á sjón
Mikill hausverkur
Uppköst
Flog
Glær vökvi sem rennur úr nefi eða eyru
Blóð sem lekur úr eyrum
Ójafn andardráttur

119
Q

Hvað eykur líkurnar á sjálfsskaðandi hegðun?

A

Andleg veikindi s.s. Þunglyndi / geðklofi
Fráhvörf
Líkamleg vanlíðan
Áföll s.s. Skilnaður, andlát, handtaka
Ungir einstaklingar - undir 30 ára
Konur
Fyrri tilraunir

Sjálfsskaðandi hegðun í haldi lögreglu
Handtaka fyrir alvarleg brot
Undir áhrifum vímugjafa
Skera sig, bíta, slá höfuð í vegg
Hefur aukist til muna undanfarið
14 tilvik á 3-4 mánaða tímabili 2019

120
Q

Hvaða veikindi geta leitt til truflunar á hegðun eða jafnvel ofbeldis í haldi lögreglu?

A

Sykursýki
Flogaveiki
Heilablóðfall
Hjartatengd vandamál
Höfuðáverkar
Æsingaróráðsheilkenni (excited delirium)
Ofþornun
Bráða geðræn veikindi s.s. Geðrof
Hrörnunarsjúkdómar eins og dementia
Þroskafrávík

121
Q

Hver eru einkenni innilokunarkenndar?

A

Kvíði tengdur innilokunarkennd. Ef þú ert tekinn fastur og settur í klefa, lokaður inni, vekur oft mikinn kvíða. Innilokunarkennd er ein tegund kvíða sem magnast við þessar aðstæður og upplifa oft það sem er kallað ofsakvíði / kvíðakast.

Hjartsláttur eykst, svitna, eiga erfitt með að anda, svima eða brjóstverk.
Setur álag á líkamann og þar af leiðandi breytir hvernig fólk hugsar og hvað það er að hugsa, sem getur aukið hegðunartruflun m..a. Missa stjórn á sig. Stundum líður yfir fólk, í undantekningartilfellum hefur fólk látist.

Þegar að fólk er mjög kvíðið og er í kvíðakasti, þá er mikilvægt að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er
Halda ró sinni
Hughreysta
Ef hægt er að fara með þau á rólegan stað
Leidd öndun - leiðbeina þeim í anda, anda hægt inn í 3 sek, halda í 3 sek og anda út í 3 sek.
Ekki skilja einstaklinginn eftir einan. Þá eru líkur á að þetta magnist aftur upp
Kalla til heilbrigðisstarfsmann

122
Q

Hvað er æsingaróráðsheilkenni (excited delerium)?

A

Gerist oft mjög hratt
Óraunveruleika tengd
Spenna, pirringur, tilfinningalegur óstöugleiki
Ástand sem þarf ekki að vera tengt neyslu en þarna sjáum við einstaklinga sem eru óraunveruleika tengd, finna fyrir miklum líkamshita (algengt að þau klæði sig úr fötum)
Ranghugmyndir, illa áttaðir, halda ekki einbeitingu
Virðast ekki finna fyrir sársauka
Ofbeldishegðun
Hávær, blása út, máltruflun
Illa áttaður, ringalður með sjálfan sig
Berst á móti áður, á meðan og eftir að hann hefur verið fjötraðir,
Öndunarerfiðleikar (tjáðir eða sýnilegir)
Fá “ofsastyrk” - fá óvanalega mikinn styrk
Paranoia
EKKI REYNA AÐ HALDA ÞEIM
Þarf inngrip læknis. - eina sem hægt er að gera, þurfa sérstaka lyfjagjöf. Hafa komið upp tilvik þar sem fólk hefur dáið í haldi út af þessu einkenni.

123
Q

Hver eru sjáanleg einkenni áfengiseitrunar?

A

Samhæfing líkamans fer úr böndunum
Drafandi tal
Hávar og rífst
Uppköst, þreyta/drepst

124
Q

Hvernig á að meðhöndla einstakling í geðrofi?

A

ofsjónir/ofheyrnir eru raunverulegar fyrir manneskjunni sem heyrir þær. Mikilvægt að gera ekki lítið úr þeim en viljum heldur ekki taka undir með þeim eitthvað sem við erum ekki að upplifa
Eiga oft erfitt með að hugsa rökrétt
Tekur þau oft langan tíma að hugsa - vertu þolinmóður
Sýna oft takmörkuð tilfinningaleg viðbrögð en upplifa oft miklar tilfinningar og innri vanlíðan

Hvernig á að bregðast við
Einföld orðanotkun
Passa tón - tala lágt - hávær hljóð gerir þau stundum óöruggari
Ef hægt er að verða við óskum þeirra svo þau upplifa að þau hafi einhverja stjórn t.d. Vatn, mat o.s.frv. Svo lengi sem það ógnar ekki öryggi þínu eða þeirra
Yfirleittt ekki ofbeldisfull en þá helst gagnvart sjálfum sér.
Passa viðmót, mikilvægt að vera ekki yfirgangssamur
Ekki hóta þeim með hlutum
Passa hreyfingar - engar snöggar hreyfingar, reyna að vera kyrr
Ekki standa yfir þeim
Leyfðu þeim að hreyfa sig t.d. Labba fram og til baka
Munið að þeim líður mjög illa hvort sem þau sýna reiði, eru stjörf eða æst

125
Q

Geðsjúkdómar eru skilgreindir sem afbrigðileg hegðun, hvað þarf að koma til svo hegðun þykir afbrigðileg?

A

Frávik frá tölfræðinni - normalkúrfu
Frávik frá félagslegri viðmiðun
Trufluð hegðun
Vanlíðan einstaklings (einstaklingsbundnar þjáningar)
Skert hæfni (hamlandi hegðun)

126
Q

Hvað er DSM V og ICD 10?

A

Greiningartæki á geðsjúkdóma

127
Q

ef einstaklingur er dæmdur ósakhæfur, hvað þýðir það?

A

sakhæfi getur almennt komið til álita á tveimur tímapunktum
Hvort einstaklingur hafi verið í sakhæfu ástandi þegar hann framdi verknaðinn
Hvort hann sé í sakhæfu ástandi þegar verið er að kveða upp dóm

Þegar meta á sakhæfi er það almennt séð í höndum geðlæknis
Geðveiki
Geðhvörf
Annað getur komið til

Ef talið er að einstaklingur sé ósakhæfur eða með skerta sakhæfni er hann yfirleitt dæmdur á viðeigandi stað
Réttargeðdeild
Geðsjúkrahús

Að vera dæmdur ósakhæfur þýðir ekki að einstaklingur er talinn vera sakhlus heldur ekki fær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum

128
Q

Hver metur sakhæfi?

A

Geðlæknar / sálfræðingar meta sakhæfi, en dómari tekur ákvörðun.

129
Q

hvert er IQ viðmiðið fyrir skerta sakhæfi í tengslum við þroskafrávik?

A

Greind undir 70 IQ stigum

130
Q

Hver er helsta ástæða þess að fólk er dæmt ósakhæft?

A

Geðklofi

131
Q

Hver eru skilyrðin fyrir að vera greindur með anfélagslega persónuleikaröskun - siðblindu - ?

A

Andfélagsleg persónuleikaröskun: Langvarandi hegðunarmynstur, sem á sér stað frá 15 ára aldri, þrjú eða fleiri af eftirfarandi:
Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið
Undirferli, lygar og blekkingar
Hvatvísi
Pirringur og ofbeldishneigð
Skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi og annarra
Sífellt óábyrgur
Skortir eftirsjá
Einstaklingur þarf að vera minnst 18 ára
Merki um hegðunarröskun fyrir 15 ára

132
Q

Hare skilgreindi fjóra meginþætti sem þarf að uppfylla til að skilgreinast sem siðblindur, PCL-R. Hverjir eru þessir þættir?

A

Samskiptaform (Interpersonal) - þeir sem greindir eru með siðblindu geta verið yfirborðskenndir, en líka verið sjarmerandi. Oft háleitar hugmyndir um sjálfan sig, eiga auðvelt með að snúa fólki í sína átt, og oft ljúga til að fá sínu framgengt
Tilfinningalegir þættir (affective) - sjá lítið eftir hlutum, finna ekki sektarkennd, grunn tilfinningalegar og finna lítið fyrir samkennd. Finnur ekki þörf á að taka ábyrgð á sinni eigin hegðun
Lifestyle - auðveldlega bored, hvatvísir, koma sér áfram á kostnað annarra.
Andfélagslegir (antisocial- litla stjórn á sjálfum sér, lítiill sjálfsagi, hegðunarerfiðleikar frá barnsaldri,

Aðrir fræðimenn sem segja að nóg sé að uppfylla einungis samskiptaform og lifestyle til að skilgreinast sem siðblindur.

133
Q

Hvað er einkennandi í hegðun siðblindra?

A

Þó þeir hagi sér óeðlilega eru þeir ekki í geðrofi
Geta ekki látið af hegðun sem kemur þeim í vanda - læra ekki af mistökum sínum
Taka ekki á sig sök fyrir hluti sem þeir hafa ekki gert - kenna öðrum um
Fólk talar um að hafa sterk viðbrögð við þessum einstaklingum þrátt fyrir að vita hvað þeir hafa gert - líkar vel við þá
Umhverfi hefur oft lítil áhrif á þá - fangelsi virðast ekki íþyngja þeim oft á tíðum
Vináttubönd /traust ekki sterk

134
Q

Hversu mörg stig þarf að fá á PCL-R skalanum til að teljast siðblindur?

A

25 stig

135
Q

Er hægt að meðhöndla siðblinda?

A

Almennt virðist hafa gengið illa að meðferða siðblinda
Takmarkað insæi sem hefur lengi vel verið grunnur margskonar meðferða
Hvötin til að betra sig er lítil
meðferð þessi ekki byggð á réttum grunni
Theraputic communities
Spila á starfsfólk

136
Q

Hver er skilgreiningin á hryðjuverkum?

A

Skipulagt ofbeldi gegn almennum borgurum (þ.e. öðrum en hernaðarlegum skotmörkum) í pólitískum tilgangi af öfgahópum eða leynilegum útsendurum

137
Q

Hverjar eru fjórar sálfræðilegar nálganir til að skilja hryðjuverk?

A

Einstaklingurinn og þau ferli sem gætu einkennt þátttöku einstaklings í hryðjuverki
Samband einstaklings og pólitískra skoðana hans og félagslegs samhengis
Afleiðingar hryðjuverka á þá einstaklinga og það samfélag sem fyrir því verða
Aðferðafræðileg nálgun við rannsóknir á hryðjuverkum

138
Q

hvað er bystander effect?

A

Fólk er ólíklegra til að bregðast við eða finna til ábyrgðar í stórum hóp

139
Q

Hvað er tilfærlsa ábyrgðar (displacement of responsibility)?

A

tilfærsla a´byrgðar frá sjálfum sér að öðrum eða umhverfinu

140
Q

Hvað er hlutgerving þolenda (dehumanisation of victims)?

A

Svipta fólk mannlegum eiginleikum, setja sig ekki í spor þeirra, ekki verðugir virðingar og góðmennsku

141
Q

Hver eru einkenni sjálfsvígshryðjuverkamanna?

A

Líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla en samanburðarhópur
Ólíklegri til að koma úr lágstétt (lower socio-economic backgrounds)
Höfðu tilhneigingu til að vera trúaðri
Voru ólíklegri til að eiga sögu um ofbeldi
Þeir sem fengu þá til verksins voru yfirleitt eldri en sjálfsvígssprengjumennirnir

142
Q

Hvað er the anger retaliatory í tengslum við kynferðisbrot gegn fullorðnum?

A

nauðgunin kemur til vegna reiði í garð kvk

143
Q

Hvað er the anger excitement í tengslum við kynferðisbrot gegn fullorðnum?

A

kynferðisleg spenna eykst við hræðslu brotaþola

144
Q

Eru þeir sem beita fullorðna kynferðisofbeldi líklegir til að stunda ofbeldi annarsstaðar líka?

A

145
Q

Hver er skilgreining á kynferðislegu ofbeldi gegn barni?

A

Á Íslandi er hugtakið kynferðislegt ofbeldi gegn barni gjarnan notað sem samheiti yfir þær margvíslegu kynferðislegu athafnir sem geta brotið á rétti barna s.s. nauðgun, kynferðismök við barn án þess að líkamlegu valdi sé beitt, sifjaspell, kynferðisleg áreitni, barnaklám og vændi.

146
Q

Hver er skilgreining á barnagirnd skv DSM-V og ICD-10?

A

Einstaklingur sem hefur kynferðislegar langanir til barna fram yfir eða til jafns við kynferðislegar langanir til fullorðinna
Að einstaklingur líði fyrir þessar langanir
Hefur leitast eftir kynörvun með börnum þrisvar sinnum eða oftar
Einstaklingur sé 16 ára eða eldri og a.m.k. fimm árum eldri en barn/börn sem hann hefur löngun til

147
Q

Eru allir kynferðisbrotamenn (á börnum) haldnir barnagirnd?

A

Flestir dæmdir kynferðisbrotamenn eru ekki haldnir 100% barnagirnd
Hafa áhuga á kynlífi með fullorðnum
Nota tækifæri sem gefast
Þættir í umhverfinu sem ýta undir brotin (s.s. áfengi, eiturlyf, uppnám)
Fórnarlömbin eru langoftast stúlkur
Þetta eru algengustu kynferðisbrotamennirnir

Kynferðisbrotamenn sem eru haldnir barnagirnd eru hættulegastir
Viðvarandi kynferðislegur áhugi á börnum
Oftast einhleypir karlmenn
Eru oft í takmörkuðum samskiptum við fullorðna á sínum aldri (slök félagsfærni)
Líklegastir til þess að brjóta endurtekið af sér

148
Q

Finkelhor setti fram kenningu um fjóra þætti sem einstaklingur sem brýtur gegn börnum þarf að yfirstíga áður en brot getur átt sér stað. Hverjir eru þeir?

A

Tilbúinn til að brjóta gegn börnum (social arousal)
Yfirstíga sínar eigin hömlur sem halda aftur af brotahegðuninni (disinhibition of norms)
Komast framhjá umhverfisvörnum barnsins þ.e. tækifæri þarf að vera til staðar (blockages)
Draga úr mótþróa barnsins (grooming – emotional congruence)

149
Q

Hver eru einkenni gerenda í kynferðisafbortamálum gegn börnum skv Finkelhor?

A

Lágt sjálfsmat
Félagslega heftir
Drottnunarþörf
Samskiptaerfiðleikar
Þróun kynferðisvitundar er óheilbrigð
Örvast kynferðislega við börn
Hormónatruflanir

150
Q

Hvað felst í hugræna módelinu í tengslum við kynferðisafbrot gegn börnum ?

A

Einstaklingur er truflaður í hausnum
hann velur sér einstakling og byrjar að “grooma” hann
gerandi hugsar hvernig hann ætlar að framkvæma brotið, “fantasya” um það
gerandi framkvæmir brotið
fer í afneitun- og svo byrjar hringurinn aftur.

151
Q

Hvað felst í kynþroskamódelinu í tengslum við kynferðisafbrot gegn börnum?

A

Það er undir ákveðnum kringumstæðum eru þeir sem verða fyrir misnotkun í æsku líklegri til að brjóta gegn börnum á fullorðinsárum - þroskatengt
Því alvarlegri sem brotið er á barninu því líklegra að viðhorf og upplifun verði skekkt hvað varðar kynlif
Brot að hálfu kvenna, nauðgun, viðvarandi misnotkun
Vita ekki að kynlíf milli barns og fullorðinna er ekki í lagi - eðlilegt

Einstaklingur er misnotaður í æsku (sérstaklega ef oft)
Gerandi stundar kynferðislegar athafnir með jafningjum
Byrjar að stunda kynlíf með börnum þegar hann er barn sjálfur
þróar ekki frá sér þessa kennd, og verður þá barnaníðingur þegar hann er orðinn eldri

152
Q

Fjölþáttakenning Ward’s og Beech’s tekur mið af flestum kenningum sem settar hafa verið fram um kynferðisbrot gegn börnum og samþætta í kenningu sinni. Þeir segja að það séu margir þættir sem valda því að einstaklingur verði barnaníðingur, nefnið þessa þætti (4)

A

Erfðir
Starfsemi og virkni heilans
Umhverfi
Persónuleg reynsla

153
Q

Hvað er streita?

A

Streita - svörun og viðbrögð líkamans við hvers kyns kröfum, þægilegum eða óþægilegum

„Líkamleg viðbrögð sem koma fram þegar líkaminn er undir álagi” (Hans Selye)

„Sálræn viðbrögð sem koma fram þegar bjargráð einstaklingsins duga honum ekki lengur”
(Richard S. Lazarus)

154
Q

Hver eru lífeðlisfræðilegir eiginleikar streitu?

A

Viðbrögð líkamans um yfirvofandi hættuástand
Vörn eða flótti, ( “fight or flight” )
Adrenalín framleiðsla eykst
Hjartsláttur verður örari og lungnaberkjur víkka og öndun verður hraðari
Æðar í útlimum dragast saman en vöðvaspenna eykst
Maginn framleiðir meiri magasafa
Svitamyndun eykst
Einbeiting minnkar og skynjun verður næmari
Ósjálfráð viðbrögð
Geta verið gagnslítil og óviðeigandi
Geta valdið ótímabæru sliti á líkamanum og flýtt fyrir hrörnun

155
Q

Hverjar eru tegundir streitu?

A

Dagleg streita
Uppsöfnuð streita
Áfallastreita
Síðbúin áfallastreita
Áfallastreituröskunn (PTSD)

156
Q

Hverjir eru helstu flokkar streituvalda?

A

Eigin streituvaldar
Streituvaldar í mannlegum samskiptum
Vinnutengd streita
Áfallastreita

157
Q

Hver eru áhrif streitu á vinnu?

A

léleg afköst
miklar fjarvistir
aukin slysatíðni
starfsleiði
kulnun
lélegur vinnuandi

158
Q

Hvernig er hægt að takast á við vinnustreitu?

A

Vegið og metið hversu mikla stjórn þið hafið
Notið tíma ykkar og orku í það sem þið hafið stjórn á
Setið ykkur skammtímamarkmið
Takist strax á við áhyggjurnar
Gerið lista yfir úrræðin
Leitið til stuðningsaðila
Takið ykkur tíma til að hugsa um ykkur sjálf

159
Q

Hvað er áfall?

A

Atburður þar sem einstaklingur upplifir lífshættu, alvarlega líkamsáverka eða ógnun um slíkt eða verður fyrir kynferðislegu ofbeldi á einn af eftirfarandi hátt
Verður fyrir áfallaatburðinum
Verður vitni af áfallaatburði þar sem einhver annar verður fyrir honum
Fær tíðindi af fjölskyldumeðlim eða nánum vin sem hefur orðið fyrir ofbeldisfullum eða slysa atburð
Endurtekin eða óvenju sterk birting af smáatriðum af áfallaatburðum (t.d. Viðbragðsaðilar sem vinna við meðhöndlum á líki/líkamspörtum, lögreglumenn sem ítrekað taka á móti smáatriðum um misnotkun á börnum)

160
Q

Hver eru áhrif áfalls?

A

Ótti
Hjálparleysi
Hryllingur
getur setið eftir í huga fólks
valdið ýmis konar viðbrögðum
Áfallastreituviðbrögðum

161
Q

Hver eru algeng viðbrögð í kjölfar alvarlegra atburða?

A

Ásæknar hugsanir
Ofurviðkvæmni, kvíði, hræðsla, depurð, sorg og reiði
Erfiðleikar með einbeitingu og minni
Svefntruflanir
Andlegur og líkamlegur doði, þreyta
Öll þessi viðbrögð eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum

162
Q

Hver eru áhrif alvarlegra atburða?

A

Ógnar trú okkar á „réttlátan og öruggan heim”
Ógnar sjálfsmynd okkar
Eyðileggur traust
Hróflar við öryggistilfinningu okkar
Endurmat á heimsmynd
Forðast að hugsa um, tala um atburðinn og/eða fara á vettvang atburðarins

163
Q

Hvernig er gott að undirbúa sig til langs tíma fyrir erfið verkefni?

A

Æfðu reglulega andlegan undirbúning á markvissan hátt (sjálfstal, öndun, o.fl.)
Gerðu tilraun til að svara mikilvægum spurningum sem annars gætu hindrað þig við að taka snöggar ákvarðanir
Undirbúðu þig undir atburðarás þar sem “versta tilfellið” á sér stað, með lausn í huga
Búðu til hagnýtar venjur sem tengist störfum þínum
Leitaðu eftir stuðningi og lærðu af reynslu þinni

164
Q

Hvernig er gott að undirbúa sig til skamms tíma fyrir erfið verkefni?

A

Skammtíma undirbúningur á að hefjast þegar lögreglumaður hefur aðgerðir sínar, t.d.
þegar lögreglumaður ákveður að stöðva för ökumanns
þegar lögreglumaður fær það verkefni að setja upp vegatálma (t.d. með naglamottum)
þegar lögreglumaður fær það verkefni að framkvæma húsleit

Skammtíma undirbúningur snýst mest um viðhorf og streitustjórnun. Hvað á að gera?
Þú byrjar strax að einblína á verkefnið og býrð þig undir að mæta hverju sem er
Þú kallar fram hámarksstig spennu og ert andlega undirbúin fyrir hvað sem er (notar öndun og jarðtengingu)
Þú nýtir þá þekkingu og þá færni sem þú hefur lært
Líkamstjáning þín ber með sér sjálfstraust
Samskiptanálgun þín er róleg og traustvekjandi

165
Q

Hverjir veita félagastuðning?

A

Ákveðnir starfsmenn úr samstarfshóp
Hafa þjálfun til að styðja aðra
Þurfa að hafa hæfileika í mannlegum samskiptum
Lágmarksþekking á stuðningsúrræðum

166
Q

Hvað felst í félagastuðning?

A

Aðferðirnar beinast að því að draga úr steitu
Getur verið veitt maður á mann eða í litlum hópum
Felast þær í að hlúa að grunnþörfum fólks
Sjá til þess að haft sé samband við ættingja
Veita nýjar og réttar upplýsingar
Veita einvörðungu ”stuðning” en gegnir engu öðru hlutverki sem krefst sérhæfðrar þekkingar.

167
Q

Hvað er félagastuðningshópur?

A

Skipulagður hópur innan vinnustaðar
Hópurinn er studdur af atvinnurekanda
Hefur fengið viðeigandi þjálfun og símenntun
Í hópinn eru valdir starfsmenn
Mismunandi eftir vinnustöðum hverjir eru í slíkum hóp
Stuðningshópurinn hefur hópstjóra
Utanaðkomandi ráðgjafi
Vinnu- og siðareglur

168
Q

Hvað er viðrun?

A

Viðrun er fundur yfirmanns og lögreglumanna sem koma að streituvekjandi atviki
Fundurinn á sér stað strax eftir atvikið eða áður en starfsmenn fara af vaktinni
Á viðrunarfundi er farið nákvæmlega í gegnum atvikið, hver lögreglumaður getur sagt frá aðkomu sinni að verkefninu, t.d. hvar þeir voru þegar tilkynning um útkallið barst og hvað blasti við þegar á vettvanginn var komið

Í lok viðrunarfundarins deilir vakthafandi yfirmaður út bæklingi þar sem greint er frá algengum sálrænum viðbrögðum eða bendir á fræðsluefni á innri vef RLS