Lögreglusálfræði Flashcards
Hvað er lögreglusálfræði?
Undirgrein réttarsálfræði - hagnýting sálfræðilegrar þekkingar í starfi lögreglu. Í Grunninn snýst réttarsálfræði og lögreglusálfræði að því að bæta störf og nota vísindalegar aðferðir til þess að hjálpa lögreglu við að takast á við störf sín í sem víðustum skilningi.
Hver var fyrsti lögreglusálfræðinguinn?
Martin Reisser
Hverju hélt Miller (2006) fram varðandi lögreglusálfræði?
Miller hélt fram að lögreglusálfræði væri hagnýting atferlisvísinda og geðheilbrigðisvísinda í þágu lögreglumanna, fjölskyldna þeirra, lögregluembætta og samfélagsins. Þarna er víður skilningur og margir sem hefðu gleymt eins og fjölskyldum lögreglumanna, en það á kannski helst við sálrænan stuðning við maka og börn.
Lögreglusálfræðingar starfa annaðhvort sem starfsmenn lögregluembættis eða sem sjálfstæðir ráðgjafar sem eru þá keyptir inn af lögreglu í tiltekin verkefni.
Fjölbreytt verkefni sem má skipta í þrjá flokka að mati Millers:
Klínísk þjónusta
Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna
Fjölbreytt verkefni lögreglusálfræðinnar sagði Miller að mætti skipta niður í þrjá flokka
a) klínísk þjónusta
b) Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
c) Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna
Greinið hvað er átt við með klínískri þjónustu.
Klínísk þjónusta (geðheilbrigði)
Klínísk sálfræði, þ.e. Þessi hugmynd sem flest okkar hafa af sálfræðingi, sálfræðingur er á stofu, spítala eða heilsugæslu, sem aðstoðar lögreglu með:
Streitustjórnun við alvarleg atvik (viðrunarfundir, úrvinnslufundi og fræðslufundir).
Stuðningur við lögreglu eftir skotárás, hvort sem lögreglumaður hafi beitt vopni eða skotið á lögreglu.
Einstaklings- og fjölskyldumeðferð.
Ráðgjöf vegna vímuefnamisnotkunar. Sum lögregluembætti eru með sérstakar meðferð fyrir lögreglumenn. T.d. í LA er sérstök áfengis og vímuefnaráðgjöf. Treysta ekki að nýta slíka þjónustu með fólki sem þeir hafa haft afskipti af.
Fræðsla og þjálfun í streitustjórnun fyrir einstaklinga og deildir, ekki nóg að bregðast bara við þegar eitthvað gerist heldur þarf líka að undirbúa fólk undir að verða fyrir streitu og áföllum í vinnu. Líka stjórnsýsluleg streita, pirringur í kerfið og samskipti innan vinnunnar.
Fjölbreytt verkefni lögreglusálfræðinnar sagði Miller að mætti skipta niður í þrjá flokka
a) klínísk þjónusta
b) Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
c) Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna
Greinið hvað er átt við með aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
Það sem sést helst í bíómyndunum. Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu.
Gíslataka og samningaviðræður, þá sérstaklega hvað gengur viðkomandi til, af hverju er hann að þessu. Eins ef hann er grunaður um geðraskanir.
Viðtöl og yfirheyrslur. Hvernig á að skipuleggja yfirheyrslur ef þú ert t.d. Með hryðjuverkamann. Hvernig skipulagði lögreglan yfirheyrslu yfir Breivik, t.d. Hvernig þeir hindra sterkar tilfinningar sem taka yfir í eins og því máli. Hvernig taktík á að beita ef þú ert t.d. Með einstakling sem er grunaður um kynferðisbrot, hvernig er best að haga yfirheyrslunni. Eða t.d. Fólk með fötlun, hvernig á að taka skýrslu svo hún sé áreiðanleg.
Profiling og rannsóknir brota. T.d. landfræðilegur prófíll, hvar býr einstaklingurinn út frá því hvar mál gerast. T.d. hvernig einstaklingur er það sem er að framkvæma verknaðinn ef gerandi er óþekktur. Rannsóknir brota er líka hvernig brotin eru að ágerast, er tíðni að aukast, alvarlegri brot og svo framvegis.
Heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi - ef við erum með einstakling sem okkur grunar að hafi beitt ofbeldi, er líklegt að hann brjóti af sér aftur og gegn hverjum og undir hvaða kringumstæðum. Mikið notað á Íslandi
Varnir gegn hryðjuverkum (hugsunarháttur og mótívasjón hryðjuverkamanna, sérhæfðir sálfræðingar sem hafa kynnt sér það, aðferðafræði hryðjuverkamanna og hvernig þeir fá fólk til að gera það sem þeir vilja að gert sé.), lögreglumenn við leyniaðgerðir (þurfa að aðlagast glæpahópum) og önnur sérhæfð verkefni.
Mat á og aðstoð við þolendur afbrota. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með tilraunaverkefni í eitt ár þar sem ráðinn var sálfræðingur til að veita sálrænan stuðning til brotaþola fyrir og eftir skýrslutökur lögreglu. Því miður hélt það verkefni ekki áfram en er til víða erlendis.
Fjölbreytt verkefni lögreglusálfræðinnar sagði Miller að mætti skipta niður í þrjá flokka
a) klínísk þjónusta
b) Aðstoð við beinar aðgerðir lögreglu
c) Stjórnsýslu og stefnumótunarvinna
Greinið hvað er átt við með stjórnsýslu og stefnumótunarvinnu
Ekki mest spennandi vinnan en enga að síður innra eftirlit og mat á hæfni til starfa. Tengist að hluta til klínísku vinnunni. Getur verið að einstaklingur geti ekki verið fær um að bera skotvopn vegna ástands síns, þá er hann kannski settur í aðra vinnu eða meðferð til að verða aftur hæfur að fara út á götuna.
Grenndarlöggæsla og samskipti lögreglu við borgara. Þetta tengist afbrotavörnum og að reyna að skilja í víðara samhengi hvernig við getum komið í veg fyrir brot, eða ef tíðni brota er há á ákveðnum svæðum, hvernig er hægt að ræða við borgara til að koma í veg fyrir brot frekar en að svara alltaf bara útköllum.
Réttarsálfræði og sérfræðivinisburður. Sumir sálfræðingar koma fram í dómi sem sérfræðingar og gefa þá vitnisburð. Hér á landi er ekki kallað í dómsstóla sérfræðivitni sem ekki hefur komið að málinu, en algengt í USA.
Leiðtoga og stjórnenda þjálfun - sálfræðin getur nýst inn í.
Á Íslandi er helst klínískir sálfræðingar sem hafa aðstoðað lögregluna, og lögreglan ekki mikið verið að nýta sér aðra þætti.
Hvað stendur APA fyrir?
Bandaríska sálfræði bandalagið
Hvað fjallaði grein Snook og félaga (2009) um?
Þeir tóku saman vísindagreinar á sviði réttarsálfræðinnar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að flestar rannsóknir sem birtar voru snéru að framkvæmd lögreglustarfa sem tengjast framburði sjónarvotta og sakbendinga. hlutfallslega færri rannsóknir voru á sviði yfirheyrslutækna, greiningar á hegðun afbrotamanna og blekkingar og lygar. Fáar niðurstöður voru um spillingu, lygamæla og iranda réttindi.
Gömul grein og hefur ekki verið skoðað aftur
Howitt skrifaði grein um traust almennings til lögreglu. Hvaða meginþætti taldi hann skipta mestu máli hjá þeim sem báru traust til lögreglunnar?
Meginástæður eru að lögreglan var að leggja sig fram, var heiðarleg og vandaði sig, og sýndi samkennd, setti sig í spor brotaþola og sýndi skilning. Howitt undirstrikar sérstaklega hversu mikilvægir þessir þættir séu fyrir lögreglu að hafa í huga þegar átt er við brotaþola.
Howitt fjallaði um gamla rannsókn gerða af Wootton og Brown (2000) þar sem þeir drógu saman lista yfir það gildismat sem kaffistofumenning í Bretlandi inniheldur hjá lögreglumönnum. Hverjir voru helstu þættir hennar?
Hasar (aðgerir)
Kaldhæðni (húmor)
Íhaldssemi (það má engu breyta)
Verkefni
Bölsýni (svartsýni) - það sem lögreglan er oft að búa sig undir. Sjá alltaf allt á verstu stundu
Gagnsemishyggja
Samstaða - samstaða innan lögreglunnar
Tortryggni - það að alltaf er verið að reyna að ljúga að lögreglumönnum.
Kynþáttafordómar
Howitt fjallaði um að almenningur telur lögreglumenn vera betri sjónarvotta en aðra. Það er þó ekki á vísindalegum rökum reist, en lögreglumenn eru þá oftast betri í en aðrir að taka eftir ákveðnum þáttum, hverjir eru þeir skv Howitt?
Að taka eftir klæðnaði og lýsa andlitsbrigðum
Howitt vitnar í gamla rannsókn þeirra Karlsson og Christianson (1999) og dregur fram helstu streituvalda í lögreglustarfinu, hverjir eru þeir?
Að vera hótað með vopni
Umferðarslys, sérstaklega að vera fyrstur á vettvang í banaslysi eða þar sem orðið hafa alvarleg slys á fólki
Manndráp og sjálfsvíg
Tilkynna nánustu aðstandendum andlátsfregnir - alltaf erfitt og getur orðið mikið tilfinngingasmit.
Flóknar rannsóknir þar sem þarf að eiga erfið samskipti við ættingja fórnarlambs og fjölmiðla, auk þess að vera undir mikilli pressu að finna geranda afbrotsins
Frelsissvipta börn (ungmenni undir 18 ára)
Hverjir eru helstu þættir sem lögreglumenn upplifa í kjölfar streituvekjandi atburðar?
Depurð og þunglyndi (22%)
Endurupplifa minningar, annaðhvort í vöku eða svefni (19%)
Sektarkennd, finnst þeir hafa átt að gera eitthvað betur eða öðruvísi (15%)
Einnig voru meðal viðbragða spenna, svefnvandamál og martraðir
Íslensk rannsókn dró saman hvaða þrjá atburði lögrelgumenn upplifðu mestu áfallastreituna, hverjir eru þrír meginþættirnir?
Íslenskir lögreglumenn nefndu atburðinn “að horfa upp á manneskju deyja” sem erfiðustu reynslu í starfi. Upplifðu marktækt meiri áfallastreitu en þeir sem nefndu hann ekki
Þeir sem nefndu atburðinn “ að meðhöndla fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegu ofbeldi” upplifðu einnig marktækt meiri áfallastreitu en aðrir
Þeir sem nefndu að “vinna að málum varðandi ofbeldi eða misnotkun á börnum” höfðu auk þess marktækt meiri áfallastreitu en aðrir.
Hver er skilgreiningin á réttarsálfræði?
Árið 1980 var skilgreiningin þröng :
Hagnýting sálfræðilegra kenninga, rannsókna og aðferða við meðferð á dómsmálum (einkamálum, lögreglu-rannsóknum og sakamálum) - Haward og Guðjónsson.
Þá var bara verið að horfa til þess sem gerðist í dómssalnum. Vitnisburður og vitni, áreiðanleiki vitna það var það sem var fyrst og fremst horft til.
Það sem hefur svo gerst er að sviðið hefur tekið yfir aðra þætti sem teljast einnig til sálfræðilegra þátta. Skilgreiningin árið 2010 var:
Allir snertifletir sálfræði, afbrotafræði og réttarvörslukerfisins - Howitt
Hvaða spurningum reynir réttarsálfræðin að svara?
Af hverju brjóta sumir frekar af sér en aðrir? Hvaða munur er á þeim sem brjóta af sér og þeim sem gera það ekki.
Hverjir koma til með að brjóta af sér í framtíðinni?
Hvers konar brot koma þau til með að fremja?
Skiptir búsetað grípa inn í?
Hvernig er hægt að verja brotaþola?a, menntun, kyn, aldur, persónuleiki o.s.fr. máli þegar fjallað er um brotahegðun?
Hvað er hægt að gera til að draga úr frekari brotahegðun/skaða?
Hvar/hvenær á
Símon Jóhannes Ágústsson, er merkur sálfræðingur að því leitinu til að hann setti fram kenningu um sjö atriði sem hann taldi skipta máli þegar verið var að meta framburð vitna árið 1960. Hver eru þessi sjö atriði?
Vitnisburður er fenginn með frjálsri frásögn eða spurningum - ekki þvinguð fram
Hann byggir ekki á skynreynslu eða áhrifum frá öðrum t.d. Fjölmiðlum eða öðrum vitnum
Prófa með tilraunum gildi framburðar ef hægt er - finna leiðir til að finna hversu réttmætur hann er.
Meta framburð “barna, vangefinna manna, geðveikra, geðvilltra og elliærra, svo og eitrulyfjaneitenda og manna undir áhrifum eitur eða deyfilyfja”. Oft talin óáreiðanleg vitni, en hann vildi meina að ef rétt tækni væri notuð væri hægt að ná réttmætan og áreiðnalegan framburð
Ekki spyrja leiðandi spurningar eða of opnar spurningar
Vitnisburður fenginn eins fljótt og unnt er.
Fyrst árið 1949 sem Frerick Wertham, geðlæknir setti fram hugtakið vicimology, hvað felst í því?
skoðað er leiðir til að styðja við brotaþola og hverjar afleiðingar brot hafa á þolendur
Greenberg og Beech (2001) nefndu þrjár ástæður sem eykur líkur á að einstaklingar kæri afbrot, hverjar eru þær?
Það sér hag í að gera það, persónulegan eða bera traust til lögreglunnar
Brot sem vekja upp sterkar tilfinningar t.d. Hræðslu og reiði að undanskildum heimilisofbeldismálum
Ef við verðum fyrir broti og einhver annar verður vitni af því. Ef það eru vitni til staðar að þá er líklegra að mál sé kært til lögreglu og fari áfram í réttarkerfinu
Hverjar eru helstu ástæður þess að brotaþolar kæra ekki afbrot?
Smávægileg brot - t.d. Úlpa hverfur úr ræktinni
Brot sem þau upplifa ekki sem brot - óljóst hver þolandi er (slagsmál niður í bæ)
Að skilgreina sig sem brotaþoli er álitið veikleika merki
Neikvæð viðhorf til lögreglu/réttarkerfisins - skortur á trausti eða lítil trú á að málið fari áfram, t.d. Kynferðisbrot.
Hræðsla við brotamann
hverjir eru helstu áhættuþættirnir fyrir því að fólk verði fyrir afbroti?
Ungir
Einstæðir
Karlmenn
Heimilislausir
Í neyslu
Að hafa orðið áður fyrir broti
Atvinnulausir / ekki í námi
Sumar atvinnugreinar s.s. leigubílstjórar/lögregla.
Hvað er annars stigs brot (e. secondary victimization)?
Þegar brotaþoli endurupplifir þann skaða sem að brotið hafði. Það getur skýrst af því að viðmót kerfisins mætir þeim ekki nægilega vel. Réttarkerfið sé ekki nógu næmt í að skynja aðstæður og ekki nægilega varfærin í að nálgast einstaklinga sem hafa orðið fyrir broti.
Þjálfun lögreglu, dómara og hjúkrunarfólk í að sýna nærgætni þegar verið er að eiga við brotaþola, þannig að það valdi ekki þessu annarsstigs broti.
Dómsferlið hefur verið breytt til að mæta þörfum brotaþola. Reynt að útskýra hvernig kerfið virkar með því að upplýsa brotaþola
Mikilvægt er að brotaþolar upplifi að þeir hafi um sín mál að segja
Hvað er réttargæslumaður?
Réttargæslumenn eru einstaklingar sem gæta hagsmuna brotaþola og veita aðstoð, bæði andlegan og faglegan og setja fram bótakröfur
Þeir sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, óháð aldri, hafa rétt á réttargæslumanni sem greitt er af ríkinu. Allir undir 18 ára aldri fá réttargæslumann en fullorðnir geta afþakkað.
Réttargæslumaður má alltaf vera viðstaddur, bæði skýrslutöku og þinghöldum.
Hvað er sáttarmiðlanir (restorative justice)?
Raun og veru umhverfi þar sem gerandi og þolandi mætast, jafnvel einhverjir fleiri með hvorum megin fyrir sig, og alltaf gert til þess að gerandi taki ábyrgð á sinni hegðun og þeim afleiðingum af broti. Líka leið fyrir brotaþola til að tjá sig um brotið og fá eyra gerandans um þær afleiðingar sem brotið hefur haft
Vandasamt verkefni sem þarf góðan undirbúning, og best að nota það í tengslum við unglinga. En hefur líka verið notað fyrir einstaklinga sem þekkjast, eru skyld og þess háttar til að sameina fjölskyldur aftur
Gerendur oftast sáttari með útkomuna úr þessum fundum heldur en þolendur. Vísbendingar um að sáttamiðlun dragi frekar úr brotahegðun hjá geranda