Inngangur á lögfræði fyrra próf Flashcards

1
Q

Hverjar eru helstu stoðir stjórnskipunar Íslands?

A

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Fullveldi
Lýðveldisstjórnarform
Lýðræði
Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar
Þrískipting ríkisvaldsins
Þingræði
Grundvallarréttindi borgaranna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað felst í þrígreiningu ríkisvaldsins?

A

Kemur fram í 2. Gr. stjórnarskrár. Þar segir að Alþingi og forseti fara saman með löggjafavaldið. Forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavaldið og dómendur fara með dómsvaldið.
Markmið þrískiptingar: Tryggja ákveðna valddreifingu þar sem ólíkir valdahafar hafa hemil á hver öðrum eða tempri vald hvers annars. Rökin með því að tveir handhafar séu á sömu grein ríkisvaldsins er til að þeir tempri hvor annan og veita nauðsynlegt aðhald

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvert er eftirlitshlutverk Alþingis?

A

Eftirlit með stjórnvöldum
Alþingi, þingnefndir og þingmenn geta óskað upplýsinga/svara frá ráðherrum um ákveðin málefni
Ríkisendurskoðun skv lögum nr 46/2016. Kosin af alþingi til sex ára í senn og hefur eftirlit með fjárreiðum ríkisins.
Umboðsmaður alþingis - kosinn á Alþingi til 4 ára í senn. Hann starfar skv lögum nr 85.1997. Hann hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitafélaga, tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvernig eru ráðherrar skipaðir?

A

Af forseta.
Hæfisskilyrði - þarf ekki tiltekna menntun eða reynslu til að taka við embætti
Íslenskir ríkisborgarar
Lögráða
Fjárráða
Hafa heilsu til að gegna starfinu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað felst í ráðherraábyrgð?

A

Lög nr 4/1963 um ráðherraábyrgð. Í ráðherraábyrgð felst refsi og skaðabóta vegna embættisverka.
Brot á lögunum varða sektum eða fangelsisvist upp að tveimur árum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað felst í fullveldi?

A

Fullveldið er grundvallarhugtak í þjóðarrétti og stjórnskipunarréti. Fullveldi fylgir gagnkvæm virðing að þjóðarrétti fyrir óskorðuðu valdi ríkis innan sinna vébanda. Önnur ríki geta ekki hlutast til um málefni fullvalda ríkja nema með frjálsu samþykki þeirra.
Ísland fullvalda 1. Desember 1918 í því fólst:
Þjóréttarleg viðurkenning Dana á fullveldi landsins. Vorum enn með danakonung en Íslenska ríkið fékk óskorðan rétt til að ráða sínum innri málefnum, setja réttarreglur og framfylgja þeim og sótti ekki lengur sitt vald til æðri stofnana, kemur fram í annarri stjórnarskrá Íslands frá 1920
Ríkið er aðili að þjóðarétti og getur gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar. Íslendingar fengu því utanríkismál í sínar hendur
Samhliða þessu flyst æðsta dómsvald til landsins. Hæstiréttur stofnaður í 16. febrúar 1920
Fullveldið
Fullveldið endurspeglast í 2. Gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Fullveldið er ekki orðað sem slíkt í stjórnarskránni en endurspeglast í stjórnarskránni að æðstu handhafar ríkisvaldsins hafa endanlegt ákvörðunarvald í málefnum ríkisins, hver á sínu sviði. Ákvæðið er talið setja því skorður að hægt sé að framselja ríkisvaldið til alþjóðastofnana. Ákvæði um slít framsal er hægt að finna í stjórnarskrá hinna norðurlandana og hefur verið velt fyrir hvort það ætti að taka upp hér á landi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað felst í synjunarvaldi forseta?

A

Forseti getur synjað að staðfesta lög og vísað til þjóðarinnar. Ef forseti neitar að staðfesta lög taka þau samt sem áður gildi en það þarf að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin getur þá staðfest eða synjað. Ef þjóðin hafnar þá falla þau úr gildi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað þarf til þess að breyta stjórnarskránni?

A

Stjórnarskrárbreytingar verða til vegna frumvarpa til stjórnskipunarlaga fá sérstaka og vandaða meðhöndlun,. Erfiðara að breyta þeim en öðrum lögum þar sem mikilvægir hagsmunir eru í húfi
Ef frumvarp til stjórnskipunarlaga er samþykkt á Alþingi þarf að rjúfa þing og stofna til almennra kosninga
Algengt að þessi frumvörp séu lögð fram í lok þings
Ef nýskipað Alþingi samþykir frumvarpið óbreytt skal það staðfest af forseta og tekur þá gildi. Það þarf að samþykkja frumvarpið tvisvar sinnum.
Undantekning - ef um er að ræða breytingu á kirkjuskipan ríkisins skv 62 gr stjórnarskránnar skal það afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Í hvaða tilfellum er Landsdómur kallaður saman?

A

Lög nr 3/1963 um Landsdóm
Ætlað að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna ráðherraábyrgðar einar.
Dómar hans og aðrar úrlausnir endanlegar.
Alþingi setur fram þingsályktun þar sem kæra er nákvæmlega tiltekin og sókn málsins er bundin við að Alþingi kýs mann í starf saksóknara og annan til vara sem og fimm manna þingnefnd sem fylgist með málinu og er dómara til aðstoðar.
Landsdómur hefur aðeins einu sinni kölluð saman í málinu gegn Geir H Haarde

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er fjallað um í stjórnarskránni?

A

1 kafli fjallar um stjórnarformið
2 kafli um forsetakjör, störf ráðherra, samninga við önnur ríki, þingrof o.fl.
3 kafli um skipan Alþingis, kosningarétt, kjörgengi o.fl
4 kafli um störf Alþingis, réttindi og skyldur þingmanna o.fl.
5 kafli um dómsvaldið
6 kafli um þjóðkirkjuna
7 kafli um mannréttindi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er stjórnsýsla?

A

Formleg skilgreining
Í henni felst að undir stjórnsýslu falli þeir sem fara með framkvæmdarvaldið
Efnisleg skilgreining
Sú starfsemi sem skv. Lögum verður aðeins framkvæmd af hinu opinbera.
Þriðja skilgreingu - neikvæð skilgreining
Sú starfsemi stjórnvalda sem falli undir stjórnsýsluna sem ekki fellur undir löggjafann eða dómsvaldið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?

A

Valdheimildum handahafa framkvæmdavaldsins má skipta í tvennt
Stjórnvaldsákvarðanir
Stjórnvaldsfyrirmæli

Stjórnvaldsákvörðunum má skipta í tvennt:
Ákvarðanir um rétt/skyldu borgaranna - Ákvörðun sem er tekin í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust útávið af tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi hátt um rétt eða skyldur þeirra í ákveðnu fyrirliggjandi máli og með henni
Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar

Stjórnvaldsákvarðanir geta verið
Lögbundnar ákvarðanir - byggja á fastmótuðum lagaákvæðum
Matskenndar ákvarðanir - þegar lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákvarða ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo ákvörðun er verði tekin eða fela stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hver ákvörðun skuli vera.

Aðrar ákvarðanir en stjórnvaldsákvarðarnir, eru stjórnvaldsfyrirmæli.
Stjórnvaldsfyrirmæli felst setning almennra og binandi réttarreglna
Eru lík lögum nema að þau eru ekki sett af löggjafanum, heldur af framkvæmdavaldinu. Ákveðið framsal lagasetningavalds.
Algengustu stjórnvaldsfyrirmælin eru reglugerðir
Önnur stjórnvaldsfyrirmæli eru reglur, tilskipanir, gjaldskrár, erindisbréf eða ráðuneytisbréf.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað getur aðili gert sem er ósáttur við ákvörðun lægra setts stjórnvalds?

A

Hægt að kæra ákvarðanir lægra settra stjórnvalda til ráðherra, nema það sé kveðið á í lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvert er gildissvið stjórnsýslulaga?

A

Gildissvið stjórnsýslulaga
Stjórnsýslulögin gilda, þegar stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga tekur stjórnvaldsákvarðanir
Brottrekstur, skipun, setning, ráðning opinberra starfsmanna telst til stjórnvaldsákvarðana.
Leyfisveitingar teljast einnig til stjórnvaldsákvarðana.

Stjórnsýslulögin gilda ekki um
Ákvarðanir, sem lúta að þjónustustarfsemi
Ummönnun sjúklinga, fatlaðra og aldraðra, kennslu, bókvörslu, slökkvistörf o.fl.
Það gætu þó verði ákvarðanir á þessum sviðum sem gætu talist sem stjórnvaldsákvarðanir.

Ákvarðanir einkaréttarlegs eðlis
Kaup á vörum, þjónustu, samningar við verktaka o.fl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað felst í leiðbeiningarskyldu stjórnvalda skv stjórnsýslulögum?

A

Stjórnvöldum er skylt að leiðbeina.
Þeim ber að upplýsa og leiðbeina:
Leiðbeiningar um lagareglur og eftir atvikum um ákvæði reglugerða
Hvernig meðferð mála er venjulega hagað - ef mál er sett á vitlausan stað skal leiðbeina hvert eigi að leggja málið fram
Hvaða gögn ber að leggja fram
Hversu langan tíma tekur venjulega að afgreiða mál
Leiðbeiningar og aðstoð við útfyllingu eyðublaða
Ef fyrirspurn berst skriflega þá skal svara skriflega.
Veita þær leiðbeiningar til þess að sá sem er að elita upplýsinganna geti gætt hagsmuna sinna á sem bestan hátt
Leiðbeiningaskylda stjórnvalda ekki alveg jafn rík ef að aðili er með lögmann. Þá má gera ráð fyrir að lögmaðurinn þekki til og geti leiðbeint honum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað felst í meðalhófsreglunni?

A

Í henni felst að stjórnvöld verða að gæta hófs við meðferð valds síns
Íþyngjandi ákvörðun verður að vera til þess fallin að ná því lögmæta markmiði sem stefnt er að
Þegar fleiri en ein leið er til að ná nauðsynlegu markmiði skal velja vægasta úrræðið sem gagn gerir
Stjórnvöld eiga aldrei að ganga lengra en nauðsynlegt er, ef það er hægt að ná sama markmiði með vægara móti á að grípa til þess.
Meðalhófsreglan gildir einnig í öðrum lögum, t.d. Í lögum um handtöku að það eigi ekki að veita hinum handtekna meiri óþægindum en nauðsynlegt er.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað felst í andmælareglunni?

A

Grundvallarregla að aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því
Eigi aðili andmælarétt ber að tilkynna honum um að mál sé til meðferðar eins fljótt og unnt er nema það liggi fyrir um að hann hafi fengið vitneskju um það fyrirfram. Viðkomandi geti ekki nýtt sér andmælaréttinn nema hann viti um að mál sé til meðferðar.
Aðili máls á rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varða
Sjá einnig upplýsingalög nr 140/2012
Ákveðnar undantekingar
Ef að skjölin eru þess eðlis eða of mikið af skjölum að það er vandkvæðið að veita aðila aðgang að gögnum.
Ef um sakamál er að ræða, nema þegar mál hefur verið fellt niður eða lokið með öðrum hætti.
Stjórnvöld geta líka hamlað að einstaklingar fái að sjá gögn, ef talið er að hann notfæri sér vitneskju úr þeim
Efnisgrundvöllur andmælareglunnar - að einstaklingur fái að tjá sig um mál áður en stjórnvöld taki ákvörðun í því
Formgrundvöllur andmælareglunnar - Einstaklingur hafi kost á því að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda sem hefur áhrif á líf hans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað felst í jafnræðisreglunni?

A

Grundvallaregla í öllum vestrænum löndum: Stjórnvöld eiga að gæta jafnræðis og samræmis
Sambærileg mál í lagalegu tilliti skal afgreiða með sambærilegum hætti og þau hljóta samskonar úrlausn. 65 gr stjórnarskráinnar - jafrnérttistákvæðið
Það verður að hafa í huga að það er ekki um mismunun að ræða ef að mismunandi úrlaus ræðst af frambærilegum og lögmætum sjónarmiðum
Óheimilt að mismuna borgurunum á ómálefnalegum grunni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvað felst í vanhæfisreglunni?

A

Opinberir starfsmenn eða þeir sem taka stjórnvaldsákvarðanir, þurfa að fylgja eftirfarandi reglum:
Almennt hæfi
Fjalla um þær kröfur sem þarf að fullnægja svo að skipun eða kosning í starf sé lögmæt. Uppfyllir viðkomandi aðili þær kröfur sem eru gerðar til manns í þeirri stöðu sem hann er í
Sérstakt hæfi
Fjalla um þær kröfur sem starfsmenn/stofnun þarf að uppfylla til að vera hæf(ur) til meðferðar máls. 3 gr stjórnsýslulaga.
Starfsmaður er vanhæfur til meðferðar máls ef hann er aðili , fyrirsjármaður eða umboðsmaður aðila máls, eða nátengdur fyrirsjásmanni eða umboðsmanni. Líka vanhæfur ef hann ´tók þátt í máli á lægra stjórnsýslustigi, eða ef hann á hagsmuna að gæta. Einnig ef næstu yfirmenn hans eiga sérstakra hagsmuna að gæta. Ef að að öðru leyti hægt er að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Ekki um vanhæfi að ræða ef hagsmunir eru smávægilegir eða ef málið með þeim hætti er það lítilfjörlegur að ekki er talið að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.
Ef um vanhæfi er að ræða:
Verður að vekja athygli á vanhæfi sínu - undir honum sjálfum að vekja athygli á því og meta sjálfan sig.
Má ekki taka þátt í málinu á neinu stigi
Ef enginn er “innanhúss” sem getur tekið málið að sér skal setja staðgengil - þetta gæti átt við ef yfirmaður er vanhæfur, þá verða undirmenn hans líka vanhæfir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvað felst í rannsóknarreglunni?

A

Í henni felst að stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Það þarf að rannsaka mál og afla upplýsinga áður en stjórnvald taki ákvörðun í máli
Stjórnvald þarf ekki sjálft að afla allra upplýsinga, má leggja skyldu á aðila að koma með ákveðin gögn, t.d. Ef aðili sækir um ákveðin réttindin eða fyrirgreiðslu, má ætla honum að leggja fram þau gögn og þær upplýsingu og má með sanngirni ætla að hann geti framfylgt án þess að íþyngja honum um of.
Strangari kröfur til rannsókna ef málið varðar mikla fjárhagslega eða félagslega hagsmuni aðila máls. T.d. um atvinnuréttindi eða fjölskyldumál.
Ef ákvörðun er íþyngjandi því meiri kröfur gerðar til undirbúnings og rannsóknar áður en ákvörðun er tekin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvað felst í málshraðareglunni?

A

Í henni felst að : Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.
Stjórnvald skal skýra aðilum máls frá fyrirsjáanlegum töfum á afgreiðslu máls, ástæðu tafanna og hvenær megi búast við afgreiðslu.
heimilt að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu máls til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu er tekin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað felst í rétti til rökstuðnings?

A

Þegar það eru teknar ákvarðanir þá eru þær byggðar á tilteknum réttarheimildum og sjónarmiðum, svo það eru alltaf einhver rök sem leiða til niðurstöðunnar.
Aðili máls á að jafnaði ekki rétt á rökstuðningi samhliða stjórnvaldsákvörðun lægra setts stjórnvalds. Þegar lægra sett stjórnvald tekur ákvörðun ber því ekki að rökstyðja það sérstaklega, en einstaklingur á almennt alltaf rétt á að fá rökstuðning.
Rökstuðningur veittur eftirá - eftirfarandi rökstuðningur
Rökstuðningur samhliða - samhliða rökstuðningur
Einstaklingur verður að biðja um rökstuðning innan 14 daga frá því ákvörðun er tekin. Stjórnvaldi ber að rökstyðja innan 14 daga frá beiðninni.
Rökstuðningur skal fylgja úrskurðum í kærumálum. Af því að að er almennt gerð meiri kröfur til æðri stjórnvalda þegar verið er að afgreiða kærumál, farið fram á vandaðir málsmeðferðar
Undantekningar
Ef beiðni hefur verið samþykkt að öllu leiti.
Vegna einkunna á prófum - nemendur eiga oftast rétt a munnlegum skýringum kennara og eiga rétt á að fá mati á skriflegrar úrlausnar, innan 15 daga frá birtingu. Ef nemandi sem hefur ekki staðist próf vill ekki sætta sig við niðurstöðu kennara getur hann sótt til forseta fræðasviðs og skal þá prófdómari skipaður í hverju tilviki.
Vegna styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda - oft háð mati og erfitt að rökstyjða sérstaklega

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað felst í rétti til aðgangs að gögnum og upplýsingum?

A

Meginregla stjórnsýslunnar að aðili máls eigi rétt á að kynna sér gögn og önnur skjöl sem málið varðar.
Stjórnvaldi ber að verða við beiðni aðila um afrit eða ljósrit af málsskjölum, nema það sé verulegum vandkvæðum bundið vegna eðli skjala eða fjölda þeirra. Aðeins bundið við aðila máls.
Undantekningar
Ef hagsmunir aðila teljast eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna,- eða einkahagsmunum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvaða kæruleiðir eru færar í stjórnsýslumálum?

A

Ef aðili er ósáttur við niðurstöðu stjórnvalds getur hann kært hana til æðra stjórnvalds ef því er til að dreifa til að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt - Nema annað leiði af lögum
Æðra stjórnvald verður alltaf að rökstyðja ákvarðanir í kærumálum
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar
Kæra má vera skrifleg eða munnleg, best að hafa hana skriflega
Að jafnaði þarf að kæra innan 3 mánaða frá ákvörðun. Ef kæra berst seinna skal henni vísa frá, nema skýranlegar ástæður eru fyrir. Ef meira en ár er frá því ákvörðunin er tekin þá er kærunni skilyrðislaust vísað frá.

Umboðsmaður Alþingis
Áður en kært er til umboðsmanns Alþingis þarf að vera búið að tæma kæruleiðir innan stjórnsýslunar.
Ef aðili máls er ósáttur við niðurstöðu æðra setts stjórnvalds getur hann skotið máli til umboðsmanns Alþingis
Sjá lög nr 85/1997
Kvartanir til Umboðsmanns Alþingis þurfa að:
Vera skriflegar
Innihalda upplýsingar um tilefni kvörtunar
Fylgja öll gögn og upplýsingar sem kvartandi hefur
Vera bornar fram innan árs frá ákvörðun

Málskot til dómstóla
Aðili máls sem er enn ósáttur eftir að hafa tæmt kæruleiðir innan stjórnsýslunnar hefur að jafnaði rétt til þess að skjóta málinu til dómstóla. Hann getur gert það hvort sem að álit umboðsmanns liggur fyrir eða ekki. Það er val en ekki skylda að leita til umboðsmanns Alþingis.
Dómstólar meta:
Hvort stjórnvald hafi gætt réttra málsmeðferðarreglna
Hvort lögmæt sjónarmið hafi legið til grundvallar ákvörðun
Hvort formið hafi verið lögmætt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hverjar eru meginreglur réttarfars?

A

Meginnreglur eru þær reglur sem gilda jöfnum höndum um einkamál og sakamál. Almennar réttarfarsreglur
Þær reglur sem gilda um einkamál og sakamál:

Réttur til að bera mál undir dómstóla
Jafnræði aðila fyrir dómi
Opinber málsmeðferð
Munnleg málsmeðferð
Milliliðalaus málsmeðferð
Fljótvirk málsmeðferð
Sjálfstæður og óvilhallur dómstóll
Frjálst sönnunarmat

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Hvaða málsmeðferðarreglur gilda aðeins um einkamál og hvað felst í þeim?

A

Útilokunarreglan
Takmarkar möguleika aðila á að bæta við málsatvikum, málsástæðum og kröfum inn í mál á síðari stigum
Miðar að fljótvirkri málsmeðferð - tefur fyrir máli ef það er verið að bæta við eða breyta kröfum.

Málsforræðisreglan
Forræði á sakarefni og málsmeðferð
Í henni flest í fyrsta lagi að aðilar ráða því hvaða mál fara fyrir dómstóla, hverjum er stefnd og hvaða kröfur eru gerðar. Ákvarða hvaða kröfur eru gerðar, hvaða gögn eru lögð fram, hvaða rök eru notuð og málatilbúnaði að öðru leiti. Að jafnaði stefnandi sem ákvarðar kröfurnar. Getur verið tekið á samningi aðilum.
Dómari er bundinn af því sem að aðilar verða sáttir um, ef aðili samþykki r.t.d að skulda gagnaðila um ákvðena fjárhæð þá er dómarinn bundinn því samþykki, jafnvel þó hann telji það ekki rétt. Ólíkt því í sakamálum þegar dómari má horfa fram hjá t.d. Játningu ef hann telur hana ekki trúverðuga.
Undantekingar t.d.Faðernismál og forsjármál
Felst í málsforræðisreglunni að aðilar máls geta lokið málinu með sátt og ráða efni sáttarinnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Hvaða málsmeðferðarreglur gilda aðeins um sakamál og hvað felst í þeim?

A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Nefndu alla dómstóla á Íslandi og hlutverk þeirra?

A

Almennir dómstólar - leysa úr öllum dómsmálum, nema þeir eiga undir sérdómstóla eða gerðadóma

Héraðsdómstólar - 8 dómstólar sem starfa á landfræðilega afmörkuðu svæði, hafa 9 þinghár. 1 þinghá hjá hverjum dómstól, nema á suðurlandi þar sem eru 2. Héraðsdómarar eru 42 en fjöldi dómara er mismunandi eftir dómstólum. Fjölmennustu dómstólar eru í reykjavík og reykjanesi. Dómstjóri skiptir verkum á milli dómara. Getur komið fyrir að dómur sé fjölskipaður og þá eru t.d. 3 dómarar, eða 1 dómari og 2 sálfræðingar eða fólk sem er með hliðsjárverða þekkingu t.d. Í forsjármálum.

Landsréttur - Áfrýjunardómstóll. Nær til landsins alls. 15 dómarar og kosinn forseti til 5 ára í senn. Yfirleitt taka 3 dómarar þátt í máli. Aðilar máls geta komið fyrir dómi og gefið skýrslu milliliðalaust.

Hæstiréttur - Æðsti dómstóll landsins. 7 dómarar og kjósa forseta til 5 ara í senn og fer hann með yfirsjá. 5 dómarar fara með málin, en í sérstökum málum geta verið 7 dómarar.

Sérdómstólar:

Félagsdómur. Lög nr 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Dæmir í málum er varða vinnulöggjöf. Dómar eru vanalega endanlegir en í sumum dómum má skjóta til hæstaréttar

Landsdómur - Lög nr 3/1963 um Landsdóm. Ætlað að dæma ímálum sem alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna ráðherraábyrgðar einar. Dómar hans og aðrar úrlausnir endanlegar.

Gerðardómar- Lög nr 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Hægt að semja um að leyst verði um ágreining í gerðardómi og ágreiningsefni er þá skilið undan lögsögu dómstóla með samningi aðila og aðilar eru bundnir við niðurstöðu gerðardóms og ber að greiða kostnað við þóknun til dómara. Ekki eigindlegur dómstóll heldur sérfræðingar kallaðir fram til að taka hvert mál fyrir sig fyrir. .Ekki algengt hér á landi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Hvaða mál eru einkamál?

A

Mál þar sem leyst er úr ágreiningi um réttindi manns eða skyldu
Tekist á um hagsmuni sem aðilar máls geta ráðstafað með samningum sín á milli
“Öll önnur dómsmál en sakamál, þ.e. Þau, sem ákæruvaldið höfðar til refsingar lögum samkvæmt” eru í raun einkamál.
Einkamál fjölbreytileg
Skuldamál eru algengustu einkamálin en skaðamál einnig algeng

Málaflokkar
A - Aðfarabeiðnir
B - Bráðabirgðaforsjá og farbann
D - Opinber skipti
E - Einkamál
F - Flýtimeðferðarmál
G - Gjaldþrotaskipti
H - horfnir menn
J - Greiðslustöðvunarb
K - Mál v. kyrrsetningar og lögbanns
L - Lögræðismál
M - Matsmál
N - Nauðasamningsuml.
P - Sjópróf
Q - Mál v. Dánarbússk
R - Rannsóknarúrskurðir
T - Mál v. þinglýsinga
U - Barnaverndarmál
V - Vitnamál
X - Mál v. gjaldþrotask.
Y - Mál v. aðfaragerða
Z - Mál v. Nauðungars
Ö - Önnur mál

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Hvernig er sönnunarbyrðin í einkamálum?

A

Reglur um sönnunarbyrði í einkamálum eru að mestu leyti eru óskráðar
Meginreglan að sá, sem beri hallann af sönnunarskorti, beri sönnunarbyrðina
Ef einhver heldur einhverju fram, sem er mótmælt eða er fremur óvenjulegt, þá ber hann sönnunarbyrðina

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Hvers vegna er mikilvægt að kröfur komi skýrt fram í stefnu?

A

Stefnan er raun það sem málsókn byggist á
Tilkynning til stefnda, að stefnandi hyggst sækja hann fyrir dómi og áskorun til hans að mæta við þingfestingu til að halda uppi vörnum, ef hann kýs svo
Ef stefnan er ekki skýr getur verið að málinu sé vísað frá.
Ef stefndi mætir ekki við þingfestingu verður málið dæmt eftir kröfum stefnanda í stefnunni og því þarf hún að vera svo greinargóð að hægt sé að dæma eftir henni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Hverjir geta flutt einkamál fyrir dómstólum?

A

Fyrirsvar fyrir dómi:

Aðili sjálfur - verður að vera hæfur til að flytja málið og leiðbingingaskylda kveður á dómara. Ef hann er ekki hæfur þá veðrur annar að vera í fyrirsvari fyrir hann

Lögráðamaður- t.d. Foreldri ef aðili er undir lögaldir eða sviptur lögræði.

Fyrirsvarsmaður - t.d. Fyrir stofnanir eða félög. Oftast framkvæmdastjóri eða formaður stjórnar. Ef um er að ræða ríki er það oftast ráðherra.

Lögmaður - langalgengast.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

Hvað er stefnufrestur langur og við hvað miðast hann?

A

Þarf að gefa stefnuvottum ákveðinn tíma til að birta hana. Má ekki vera of þröngur frestur, 3 sólarhringar ef að stefndi hefur fasta búsetu í þeirri þinghá sem málið verður þingfest. Stefnufrestur er 1 vika ef að stefndi hefur fastan dvalarstað utan þeirra staðar þar sem málið verður þingfest. 1 mánuður ef stefndi hefur fasta búsetu erlendis eða ef það er óvitað. Ef stefna er birt með of stuttum tíma gæti verið að máli sé vísað frá.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
34
Q

Hverjar eru meginreglur við meðferð sakamála?

A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
35
Q

Hverjir eru flokkar fullnustugerðar?

A

Fimm flokkar fullnustugerðar - oft samtengdir
Aðfaragerðir - tilgangur þeirra er að tryggja efndir á skyldu. Almenna reglan er að það þurfi dóm til en það eru undantekningar, ef aðfaraheimildin er lögbundinn eða kemur fram í skjölum
Bráðabirgðagerðir - tilgangur þeirra er að tryggja óbreytt ástand. Sýslumenn taka ákvarðanir, en til að þær haldi gildi sínu þarf að tryggja þær fyrir dómi
Nauðungarsala - eignum og réttindum ráðið án samþykkis viðkomandi. Sýslumenn sem sjá um framkvæmdina en dómstólar leysa úr ágreiningi
Gjaldþrotaskipti - skuldari sviptur eignum sínum og renna til skiptana. Skipaður skiptastjóri sem sér um framkvæmd skiptana. Hann er æðsti maður í búinu. Fer fram í kröfu allra kröfueiganda
Opinber skipti á dánarbúi á grundvelli dómsúrskurðar - ráðstafa eignum og öðrum fjárhag

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
36
Q

Hvaða skilyrði þarf andlag fjárnáms að uppfylla?

A

Þau skilyrði sem andlag fjárnáms verður að uppfylla
Hafa fjárhagslegt gildi
Vera orðið til - eitthvað sem að liggur fyrir. Ekki hægt að gera fjárnám í framtíðartekjum, eða arfi sem hann á von á
Vera nægilega tilgreint - til að tryggja veðrétt kröfuhafa í eigninni. Verður að skilgreina nákvæmlega hvaða eign það er.
Tilheyra gerðarþola - ekki hægt að taka eignarhlut í hluta maka, nema maki bjóði fram eignina sína. En það þarf alltaf að leiðbeina viðkomandi að honum beri ekki að bjóða hana fram.
Getur verið réttindi gerðarþola á hendur þriðja manni -
Getur verið eign gerðarþola sem þriðji maður á réttindi yfir - ef einhver á veð í eign sem verið er að taka fjárnám, þá stoppar það ekki fjárnámið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
37
Q

Hvaða eignir geta verið undanþegnar fjárnámi?

A

Jafnvel þá eignir uppfylli öll skilyrði geta þau verið undantekin, kemur fram í 43 gr aðfaralaga
Skv þeirri grein verður fjárnám ekki gert á:
Lausafjármunum, sem nauðsynlegir eru gerðarþola og heimilismönnum hans til að halda látlaust heimili með þeim hætti, sem almennt gerist. Ekki tiltekið nákvæmlega hvað telst sem þessir þættir, en fer eftir tíðaranda.
Ákveðnum peninga eignum - t.d. Slysabætur fyrir komandi tíð
Persónubundnum réttindum - ekki hægt að gera fjarnám eins og líkamana, frelsi, atvinnuréttindum, hlut með tilfinningalegt gildi, hluti sem er refsivert að eiga
Eign sem gefin hefur verið með þeim fyrirmælum að hún skuli vera undanþegin aðför - t.d. Með arf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
38
Q

Hvað er frestdagur?

A

hvenær héraðsdómara berst beiðni um heimild til greiðslustöðvunar, nauðasamningsumleitana eða sá dagur sem krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómara, sá dagur sem riftun miðast við

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
39
Q

Hvers vegna er skilgreint hverjir eru nákomnir í gjaldþrotalögum?

A

Nákominn - menn eða lögpersónur sem tengjast skuldara með ákveðnum hætti. Við rittun á ráðstöfunum þrotamanns er oft farið lengra aftur í tímann fyrir eignir í eigu nákominna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
40
Q

Hver er munurinn á nauðungarsölu á lausafé og nauðungarsölu á fasteignum?

A

Ferli nauðungarsölu á fasteign og fleiru:
Auglýsing í lögbirtingablaði - 4 vikum fyrir fyrirtöku
Fyrirtaka - fyrsta fyrirtaka fer fram á skrifstofu syslumanns. Þar er ákveðið hvenær eigi að setja fasteign á uppboð.
Byrjun uppboðs - auglýsing í dagblöðum með a.m.k. Þriggja daga fyrirvara. Einhver boð verða að koma fram til þess að hægt sé að setja eign á framhaldssölu. Hægt að fá byrjun uppboðs frestað, en má ekki liða meira en ár frá fyrstu fyrirtöku og þar til uppboð hefst. Ef lengri tími þá fellur það niður og það þarf að senda aðra beiðni.
Framhaldssala - fer fram á eigninni sjálfri. Verður að fara fram innan 4 vikna frá byrjun uppboðs. Ekki hægt að fresta framhaldssölu nema að beiðni gerðarbeiðanda.
Samþykki og úthlutun - sýslumaður ákveður hvaða boði verður tekið, úthlutar skv. 50-51 gr.

Ferli á nauðugarsölu á lausafé:
Vörsluvipting 59 gr
Þegar gerðarbeiðandi leggur fram nauðungarsölubeiðni getur hann sett fram ósk um að sýslumaður veitt honum heimild til að taka við vörslum eignar
Gengið út frá því að réttur til vörsutöku fylgi sjálfkrara heimild til nauðungarsölu
Uppboðið sjálft. - fer fram í einni fyrirtöku. Þarf að auglýsa með 1 viku fyrir. Þarf að staðgreiða upphæðina á uppboðinu sjálfu
Algengast að þetta sé gert í Reykjavík eða Selfossi
Geta verið tölvur, myndavélar, bifreiðar o.fl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
41
Q

Hvaða gerð/gerðir eru ætlaðar til að stöðva eða fyrirbyggja tilteknar athafnir sem brjóta
gegn lögvörðum rétti manns?

A

Bráðabirgðagerð / Lögbann - leggja má lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans. Gerðarbeiðandi þarf því að sýna fram á að gerðarþolandi hafi eða muni gera eitthvað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
42
Q

Hvað er aðfararheimild?

A

Til þess að fara í aðför þarf að liggja fyrir aðfaraheimildir
Algengustu aðfaraheimildirnar eru dómar, úrskurðir, sáttir, áritaðar stefnur og nauðasamningar
Almennt verður málið að hafa farið fram hér á landi
Ekki alltaf þarf dom til því ákvarðanir yfirvalda um fésektir, dagsektir og févíti og aðfararhæfar sáttir og úrskurðir yfirvalda geta verið gildar aðfaraheimildir
Skuldabréf, víxlar, tékkar og kröfur með lögtaksrétt skv lögum. Þetta eru skjöl sem innihalda beina aðfaraheimild, án dóms

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
43
Q

Hvað er aðfararfrestur?

A

Sá lágmarkstími sem þarf að líða frá því aðfararheimild verður til og þar til aðför má fara fram. Ekki má gera aðför nema aðfararfrestur sé liðinn
Almenna reglan er sú skv 1 mgr, 5 gr aðfaralaganna að aðfarafresturinn er 15 dagar frá uppkvaðningu dóms, ef annar aðfarafrestur er ekki tekinn fram

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
44
Q

Með hvaða hætti er unnt að ljúka fjárnámi?

A

Getur lokið með nokkrum háttum
Með því að fullnusta fæst við gerðina - skuldajöfnuður eða greiðsla. Mjög sjaldgæft
Myndun aðfararveðs - algengast að fjárnám sé gert þannig. gerðarbeiðandi fær aðfararveð í eign gerðarþola
Árangurslaust fjárnám - fjárnámi lýkur án þess að eignir gerðarþola komi að neinu leyti fram eða þær nægja ekki til fullnustu kröfu gerðarbeiðanda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
45
Q

Hvað fellur undir opinberan rétt annars vegar og einkarétt hins vegar?

A

Opinber réttur:
Stjórnskipunarréttur
Réttarfar
Stjórnsýsluréttur
Refsiréttur

Einkaréttur:
Persónuréttur
Sifjaréttur
Fjármunaréttur
Erfðaréttur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
46
Q

Hvað er átt við mið stjórnskipun ríkis?

A

Með stjórnskipun ríkis er átt er átt við þær stoðir sem skipulag ríkisins hvílir á, hverjir fara með æðstu stjórn þess, hver er uppspretta ríkisvaldsins, reglur um meðferð þess svo og um mörk valdaheimilda gagnvart borgurunum.
Meginreglur um stjórnskipun ríkja er yfirleitt að finna í sérstökum lagabálki, stjórnaskrá eða grundvallarlögum. Ítarlegri upplýsingar um grundvallalög, um skipan og meðferð valdsins er að finna í almentnrri löggjöf.
Þar sem að stjórnarskrá er ætlað að varðveita kjölfestu stjórnarskipulagsins og æðstu réttarreglur ríkisins er almennt erfiðara að breyta þeim en almennum lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
47
Q

Hvað er réttarheimild?

A

Réttarheimild er viðhlítandi stoð eða grundvöllur réttarreglna
Stuðst er við réttarheimildir til að leysa lögfræðileg ágreiningsefni
Menn þurfa að leita uppi réttinn/réttarheimildina
Hvaða regla / réttarheimild gildir um það tilvik sem við erum að skoða
Réttarheimildir eru þau viðmið sem viðurkennt er að nota eigi sem grundvöll undir réttarreglu t.d. Sett lög, Venja, Meginreglur laga, Eðli máls eða Fordæmi (afleidd réttarheimild)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
48
Q

Hverjar eru réttarheimildir stjórnskipunarréttar?

A

Réttarheimildir stjórnskipunarréttar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr 33/1944. Það er ein frumréttarheimildin.
Önnur lög koma líka inn á skipan og meðferð ríkisvaldsins og setja upp þessa lagabálka sem fara inn á þessi svið
Stjórnarskráin er meginréttarheimildin en hin lögin eru ítarlegri útfærsla á þáttum í stjórnarskránni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
49
Q

Hvað er stjórnskipunarréttur?

A

Sú grein lögfræðinnar sem fjallar um þær grundvallareglur sem gilda um stjórn og skipulag ríkisins. Það er hverjir það eru sem fara með æðsta vald í málefnum ríkisins, hver réttarstaða þeirra er, hvernig þeir öðlast vald sitt, hvernig er þátttöku þeirra í meðferð ríkisvaldsins er háttað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
50
Q

Ríkisvald Íslands skiptist í hvaða þrjár megingreinar?

A

Löggjafarvald
Framkvæmdavald
Dómsvald

51
Q

Hverjar eru helstu stoðir stjórnskipunar Íslands?

A

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Fullveldi
Lýðveldisstjórnarform
Lýðræði
Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar
Þrískipting ríkisvaldsins
Þingræði
Grundvallarréttindi borgaranna

52
Q

Segið frá þeim þremur stjórnarskrám sem Ísland hefur haft.

A

Fyrsta stjórnarskráin er frá 5 júní 1874 og kallaðist stjórnarskrá um hin sérstöku málefni Íslands. Ísland undir lögum Danmörku en ísland fékk lagavald, en konungur hafði neitunarvald. Konugur skipaði líka helming efri deildar
Stjórnarskrá var svo breytt þegar ísland fékk heimastjórn og breyting varð á Alþingi
Stjórnarskrá var svo aftur breytt þegar konur fengu kosningavald og kosnir voru sex aðilar án konungsvalds og íslensk mál skildu ekki bera mál undir danakonung

Önnur stjórnarskráin nefndist svo stjórnarskrá konungsríkisins Íslands árið 1920
Kom í kjölfar þess að ísland varð fullvalda árið 1918

Þriðja stjórnarskráin er núgildandi stjórnarskrá o er frá 1944 og kallast stjórnarskrá lýðveldisins íslands.
Hefur verið breytt 8 sinnum

53
Q

Hvaða 7 þætti er fjallað um í stjórnarskránni?

A

1 kafli fjallar um stjórnarformið
2 kafli um forsetakjör, störf ráðherra, samninga við önnur ríki, þingrof o.fl.
3 kafli um skipan Alþingis, kosningarétt, kjörgengi o.fl
4 kafli um störf Alþingis, réttindi og skyldur þingmanna o.fl.
5 kafli um dómsvaldið
6 kafli um þjóðkirkjuna
7 kafli um mannréttindi

54
Q

Hvernig fara stjórnarskrárbreytingar fram?

A

Stjórnarskrárbreytingar verða til vegna frumvarpa til stjórnskipunarlaga fá sérstaka og vandaða meðhöndlun,. Erfiðara að breyta þeim en öðrum lögum þar sem mikilvægir hagsmunir eru í húfi
Ef frumvarp til stjórnskipunarlaga er samþykkt á Alþingi þarf að rjúfa þing og stofna til almennra kosninga
Algengt að þessi frumvörp séu lögð fram í lok þings
Ef nýskipað Alþingi samþykir frumvarpið óbreytt skal það staðfest af forseta og tekur þá gildi. Það þarf að samþykkja frumvarpið tvisvar sinnum.
Undantekning - ef um er að ræða breytingu á kirkjuskipan ríkisins skv 62 gr stjórnarskránnar skal það afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu

55
Q

Hvernig eiga lög að vera? (8 þættir)

A
  1. Þau eiga að vera almenn. Þau eiga að vera þannig að þau taki eins til allra sem eru í sambærilegri stöðu
  2. Framvirk en ekki afturvirk, vísa til framtíðar en ekki fortíðar. Kann að vera réttlætanlegt að veita ívilnandi lögum afturvirk áhrif því það er til hagsbóta borgaranna, en ekki íþyngjandi lögum. Menn geta ekki farið að lögum sem ekki eru til þegar verknaður er framinn.
  3. Lögin þarf að birta til að hver sem er getur kynnt sér þau og farið eftir þeim. Þurfa að vera aðgengileg. Getum ekki ætlast til að fólk fari eftir lögum sem þau geta ekki vitað um
  4. Lög þurfa að vera stöðug. Skyndilegar lagabreytingar valda óvissu um hvaða lög gilda hverju sinni
  5. Lög þurfa að vera skýr og afdráttarlaus.
  6. Lögin verða að vera án mótsagna, innbyrðis samræmi og ekki mótsagnir á milli laga
  7. Lögin verða að vera framkvæmanleg
  8. Lögin verða að binda jafnt borgara og valdhafa. Borgarar og valdastofnanir eru jafn bundin við lögin
56
Q

Hvað felst í landhelgi?

A

Lög nr 31.1979 fjalla um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
Landhelgin afmarkast af línu, sem er 12 sjómílur frá grunnlínu, sem dregin er milli nánar tilgreindra staða sbr 1. Gr laganna nr 31.
Fullveldisréttur íslands nær til landhelginnar, sjávarbotnsins undir henni og loftrýmið yfir henni.

57
Q

Hvað felst í efnahagslögsögu?

A

Svæði utan landhelgis sem afmarkast af línu sem er 200 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar
Þó eru undantekningar þar á þar sem minna en 400 sjómílur eru að grunnlínu Færeyja og Grænlands þá skal efnahagslögsagan og landgrunnur Íslands afmarkast af miðlínu þar á milli.
Heimildir innan efnahagslögsögunnar takmarkast fyrst og fremst við rannsóknir, hagnýtingu og verndun og stjórnun lífrænna og ólífrænna auðlinda í og á hafsbotninum og í hafinu yfir honum - sjá 4. Gr.

58
Q

Hvað felst í landgrunni?

A

Landgrunnið nær til hafsbotnsins og neðansjávarsvæða utan landhelgi, sem eru framlenging landsvæðisins, allt að ytri mörkum landgrunnssvæðisins. S.s. að 200 sjómílna fjarlægð frá grunnlínu landhelginnar og ef að landgrunnssvæðið nær ekki þeirri fjarlægð
Fullveldisrétturinn yfir landgrunninu tekur til rannsóknar og hagnýtingar á ólífrænum auðlindum og lífverum í landgrunni.

59
Q

Hvað felst í lofthelgi?

A

Um lofthelgina gilda lög um loftferðir nr 60/1998
Ríki hafa óskoruð yfirráð í lofti yfir landi sínu og landhelgi.
Lofthelgin er talin ná út að ytri mörkum loftrúmsins (flugréttur) og að geimnum (geimréttur)
Íslensk lög taka mið af alþjóðlegum rétti og samvinnu. Ísland aðili að fjölmörgum loftsamtökum og samningum.

60
Q

Hvað fylgir íslenskum ríkisborgararétti?

A

Skilyrðislaus landvistarréttur - það má ekki vísa íslenskum ríkisborgara frá landi og íslenska ríkið hefur skyldu á móttöku á íslenskum ríkisborgurum frá öðrum löndum.
Réttur til að fá útgefið vegabréf og njóta verndar ríkisins, aðstoðar og fyrirgreiðslu, hvar sem við erum stödd í heiminum.
Kosningaréttur og kjörgengi.
Embættismennska - engann má skipa embættismann nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt
Hollustuskyldur - ekki bara réttindi heldu r líka skyldur gagnvart íslenska ríkisins.
Sjá almenn hegningarlög nr 19/1940

61
Q

Hvernig er hægt að öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hvernig er hægt að missa hann?

A

Menn öðlast ríkisborgararétt:
Við fæðingu - ef að móðir er íslensk, eða ef faðirinn er með íslenskan ríkisborgararétt og er giftur móðurinni. Sér lög um konur sem eru giftar íslenskum mönnum en eru ekki með ríkisborgararétt sjálfar. Þá þarf að feðra börn.
Við ættleiðingu - börn fá ríkisborgararétt ef þau eru ættleidd af íslenskum ríkisborgara, undir 12 ára aldri.
Við lögheimilisfesti og tiltekna dvöl hér á landi - þarf að sækja um það sérstaklega. Vanalega veitt eftir 7 ára lögheimili hér á landi. Aðeins 4 ár fyrir einstaklinga frá norðurlöndunum.
Með hjúskap við íslenskan ríkisborgara
Alþingi veitir ríkisborgararétt svk lagafrumvarpi á grundvelli 6. Gr -

Ríkisborgararéttur verður ekki tekinn af mönnum - það er hægt að gefa ríkisborgararétt frá sér, en ekki ef einstaklingur verður þá ríkisfangslaus.

62
Q

Greinið frá löggjafarvaldinu

A

Frumstofn ríkisvaldsins
Löggjafavaldið hefur yfirburðarstöðu gagnvart framkvæmdavaldinu og dómsvaldinu þar sem það er löggjafavaldið sem setur lögin sem framkvæmdarvaldið og dómsvaldið þarf að fara eftir. Löggjafavaldið tekur einnig afstöðu til þess hver séu verkefni stjórnvalda og starfsskilirði þeirra, með þó þeirri undantekningu að ef lög eru í bága við stjórnarskrá þá getur dómari vikið þeim lögum frá, enda er stjórnarskrá æðri
Löggjafavaldið getur ekki stigið ótvírætt inn á verksvið framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Framkvæmdavald og dómsvald getur fært verkefni sín á milli.
Einnig sett hömlur á því að löggjafavaldið framselji vald sitt til handhafa framkvæmdavaldsins.
Alþingi og forseti fara saman með löggjafarvaldið
Alþingi er aðalhandhafinn - og þannig valdamesta stofnunin. Alþingi er skipað 63 þjóðkjörnum fulltrúum sem eru kosnir til fjögurra ára í senn í almennum, leynilegum kosningum. Sbr 31 gr stjórnarskráinnar. Borgararnir skiptast á að taka sæti á þingi.
Hlutverk forseta felst í staðfestingu laga - þegar að lög hafa verið samþykkt á Alþingi þarf forseti að staðfesta þau. Hann getur synjað og vísað til þjóðarinnar. Ef forseti neitar að staðfesta lög taka þau samt sem áður gildi en það þarf að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin getur þá staðfest eða synjað. Ef þjóðin hafnar þá falla þau úr gildi.
Málskotsréttur

63
Q

Hverjir hafa kosningarétt og hverjir hafa kjörgengi?

A

Þeir hafa kosningarétt sem eru
18 ára eða eldri á kjördag
Íslenskir ríkisborgarar
Eiga lögheimili hér á landi - skilyrði um lögheimili er undanfært.

Kjörgengi hafa þeir sem
Hafa kosningarétt og óflekkað mannorð þ.e. Viðkomandi má ekki hafa verið dæmdur sekur sem er dæmt svívirðilegt af almenningsáliti nema hann hafi fengi ðuppreisn æru, eða brot hafi orðið fyrir 18 ára aldur.
Eru ekki hæstaréttardómarar - hæstaréttadómarar eru ekki kjörgengir til alþingis sbr. 2 málsgrein 34 greinar stjórnarskrárinnar

64
Q

Hver eru helstu störf Alþingis?

A
  1. Lagasetning - veigamesta hlutverkið. Þingmenn og ráðherrar geta lagt fram lagafrumvar eða stjórnarfrumvarp. Flest frumvörp sem eru samþykkt eru stjórnarfrumvörp.
    Lagafrumvarp þarf að leggja fyrir þingmenn ásamt greinagerð og þau þarf að ræða þrisvar sinnum, og í lok hverrar umræðu skal fara fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið. Eftir fyrstu umræðu er venjan að vísa því til viðeigandi aðila og nefndarálit liggi fyrir fyrir næstu umræðu. Við aðra og þriðju umræðu getur þingmaður eða ráðherra borið greiningartillögur. Meira en helmingur þingmanna þarf að vera á fundum þegar verið er að greiða atkvæði um frumvörp til að atkvæðagreiðsla er gild. Þegar lagafrumvarp hefur verið samþykkt skal það lagt fyrir forseta eigi tveimur vikum eftir samþykkt og gildir þá frá þeim degi sem lögin eru samþykkt.
  2. Fjárstjórnarvald - tvíþætt
    Annars vegar gerð fjárlaga þar sem þingið áætlar tekjur og gjöld
    Hins vegar eftirlit Alþingis með framkvæmd fjárlaga og endurskoðun á fjárlögum ríkisins.
  3. Eftirlit með stjórnvöldum
    Alþingi, þingnefndir og þingmenn geta óskað upplýsinga/svara frá ráðherrum um ákveðin málefni
    Ríkisendurskoðun skv lögum nr 46/2016. Kosin af alþingi til sex ára í senn og hefur eftirlit með fjárreiðum ríkisins.
    Umboðsmaður alþingis - kosinn á Alþingi til 4 ára í senn. Hann starfar skv lögum nr 85.1997. Hann hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitafélaga, tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum
65
Q

Greinið frá framkvæmdavaldinu

A

Undir framkvæmdavaldið fellur öll starfsemi ríkisins sem ekki fellur undir löggjafavald eða dómsvald.
Forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. “Önnur stjórnvöld” er átt við ráðherrana og stjórnvöld sem heyra undir þá.
Í raun ráðherrarnir sem eru æðstu handhafar framkvæmdavaldsins
Lög um stjórnarráð íslands nr 115/2011-
Stjórnsýslulög nr 37/1993

66
Q

Hver eru störf forseta sem handahafa framkvæmdavalds?

A
  1. Skipar ráðherra og veitir þeim lausn
  2. Skipar í þau embætti sem lög gera ráð fyrir - mestu leiti verið aflagt, en nú skipar forseti aðeins hæstaréttadómara, biskup og vígslubiskup
  3. Gerir samninga við önnur ríki - en ef samningar kveða í sér afsal eða kvaðir á land og landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, þá þarf samþykki Alþingis á samningunum.
  4. Stefnir saman og frestar fundum alþingis
  5. Getur rofið alþingi
  6. Látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta
  7. Gefið út Bráðabirgðalög - forseti setur bráðabirgðalög að frumkvæði ráðherra á meðan alþingi er ekki að störfum , en þo aðeins ef brýna nauðsyn ber til. Lögin eru svo tekin upp þegar Alþingi kemur aftur saman, ef lögin eru ekki samþykkt innan sex vikna þá falla lögin úr gildi.
  8. Fellt niður saksókn vegna afbrota, náðað menn og veitt undanþágur frá lögum
    Undanþága aðeins veitt á sögulegum forsendum.
  9. Lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðherra og forseti undirrita saman á stjórnarfundum, en forseti er ábyrðgarlaus, en það er ráðherra ekki.
67
Q

Hver eru störf ráðherra?

A

Í lögum nr 115/2011 um Stjórnarráð Íslands er fjallað um verkaskiptingu ráðherra.
Ráðherraembætti eru valdamestu embætti á Íslandi
Undir ráðherraembætti falla öll þau embætti sem ekki falla undir löggjafavald eða dómsvald.

Störf ráðherra
1. Ríkisráðsfundir sbr 16 grein stjórnarskrárinnar
Fundir ráðherra eða ríkisstjórnar og forseta. Haldnir að jafnaði 2x á ári.
2. Ráðherrafundir sbr 17 grein
Þessir fundir eru að jafnaði 2x í viku
Helsti vettvangur ríkisstjórnar til að ræða stjórnarmálefni
Geir H Haarde sakfelldur fyrir að hafa ekki kallað til ráðherrafundar fyrir bankahrunið.
3. Framkvæmd valds forseta sbr 13 grein stjórnarskrárinar
4. Seta á Alþingi 51 grein.
Eiga aðeins atkvæðarétt á Alþingi ef þeir eru einnig þingmenn. Utanþingsráðherrar hafa ekki atkvæðarétt á Alþingi

68
Q

Hvernig getur ráðherra verið leystur af störfum?

A

Forseti veitir ráðherra lausn sbr 15 grein en venjuega er ráðherra leystur að beiðni eigin ósk.
Ef meirihluti þings samþykkir vantrauststillögu á ráðherra, ber honum að beiðast lausnar. Beiðni fer fyrst ti forsætisráðherra sem sendir hana áfram til forseta.
Ef ríkisstjórn sætir öll vantrausti, þá býðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sín beint við forseta.

69
Q

Hvað er a) æðra sett stjórnvald, b) lægra sett stjórnvald og c) staðbundin stjórnvöld?

A

a) Ráðuneyti eru æðra sett stjórnvöld sem fara með málefni fyrir landið allt.
b) Lægra sett stjórnvöld - undirstofnanir ráðuneyta. Ákvarðanir lægra settra stjórnvalda eru kæranlegar til æðra settra stjórnvalda.
c) Staðbundin stjórnvöld - lægra sett stjórnvald sem fara með stjórnsýslu á ákveðinni grein eða á ákveðnu svæði.
Lögreglustjórar
Sýslumenn
Sveitarfélög - hafa sjálfsstjórn í tilteknum málum sbr 78 g

70
Q

Greinið frá dómsvaldinu

A

Í dómsvaldinu felst heimild til að skera úr tilteknu réttarágreiningsefni og kveða á um hvað sé rétt og lögum samkvæmt í tilteknu máli. Eins og segir í 2 grein stjórnarskrárinnar þá eru það dómarar sem fara með dómsvaldið en héraðsdómar eru skipaðar af ráðherra
Héraðsdómarar þurfa að vera 30 ára að aldri, íslenskir ríkisborgar, nægilega heilsuhraustir til að sinna starfinu, lögráða og mega aldrei hafa misst forræði á búi sínu. Mega ekki hafa gerst sekir um refsiverð athæfi sem telja má svívirðileg af almenningi né hafa sýnt af sér háttsemi sem brýtur það traust sem dómarar almennt hafa. Þeir verða að hafa lokið embættisprófi í lögfræði eða jafngildu fagi og hafa að minnsta kosti starfað í þrjú ár sem þingmaður, málflytjendur eða sem lögfræðingur hjá ríki eða sveitafélagi. Verða að teljast hæfir til starfsins í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar.
Hæstaréttadómarar eru skipaðir af forseta. Þeir þurfa að uppfylla sömu skilyrði og héraðsdómarar nema þeir þurfa að vera minnst 35 ára eða eldri og hafa í að minnsta kosti þrjú ár starfað sem héraðsdómarar, hæstaréttalögmenn, prófessor í lögum, lögreglustjóri, ríkissaksóknari, vararíkisstjórisaksóknari, saksóknari, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri í ráðuneyti eða umboðsmaður Alþingis, eða gegnt öðru starfi í jafnlangan tíma sem veitir hliðstæða lögfræðilega reynslu. Þá mega þeir ekki vera of tengdir öðrum hæstaréttardómara.
Um dómsvaldið er fjallað í fimmta kafla stjórnarskráinnar. 59-61 gr auk þess sem önnur greinin mælir að dómendur skuli fara með dómsvaldið.
Almenn löggjöf um dómsvaldsins
Lög um dómstóla nr 50/2016
Lög um meðferð sakamála nr 88/2008
Lög um meðferð einkamála nr 91/1991

71
Q

Hverjar eru helstu réttarheimildir í stjórnsýslurétti?

A

Helstu réttarheimildir í stjórnsýslurétt eru stjórnsýslulögin
Stjórnsýslulög nr 37/1993
Taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga
Þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna
Stjórnsýslulögin eru almenn lög um almenna hluta stjórnsýslunnar
Ákveðnar stjórnsýsluákvarðanir sem eru undandskilin stjórnskýrslulaga. Þar gilda sérlög sem taka til þessara atriða. Það er t.d. Varðandi samninga reglugerða eða annarra stjórnvaldsfyrirmæla varðandi þinglýsingu, aðfaragjarðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðsluhömlun, gjaldþrotaskipti, skipting á þrotabúi og önnur opinber skipti. Er í 2 grein laganna
Aðrar mikilvægar réttarheimilidr á sviði stjórnsýsluréttar eru:
Upplýsingalög nr 140/2012
Lög um stjórnarráð Íslands nr 115/2011
Sveitarstjórnarlög nr 138/2011
Auk þess gilda óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins

72
Q

Hver er skilgreiningin á stjórnsýslu?

A

Formleg skilgreining
Í henni flest að undir stjórnsýslu falli þeir sem fara með framkvæmdarvaldið
Efnisleg skilgreining
Sú starfsemi sem skv. Lögum verður aðeins framkvæmd af hinu opinbera.
Þriðja skilgreingu - neikvæð skilgreining
Sú starfsemi stjórnvalda sem falli undir stjórnsýsluna sem ekki fellur undir löggjafann eða dómsvaldið

73
Q

Hvað felst í stjórnsýslurétti?

A

Stjórnsýsluréttur fjallar um stjórnsýsluna, stjórnsýslukerfið og þær reglur sem gilda um samskipti einstaklinga og lögaðila við stjórnvöld s.s. Þann þátt ríkisvaldsins sem fellur undir framkvæmdavaldið

Stjórnsýslurétturinn fellur í raun í tvo hluta.
a) Almenni hluti stjórnsýsluréttar:
Fjallar um reglur sem eiga við á öllum eða flestum sviði stjórnsýslunnar, óháð því málefnasviði sem á reynir hverju sinni.
Reglur um uppbyggingu stjórnsýslukerfisins, skipulag, verkefni og valdheimildir stjórnvalda
Reglur um málsmeðferð fyrir stjórnvöldum, eins og stjórnsýslulögin og eftirlit með þeim og upplýsingar rétt borgarannar
b) Sérstakur hluti stjórnsýsluréttar
Sérstakar reglur sem gilda á einstökum sviðum stjórnsýslunnar t.d. Innan almannatryggingakerfinsins, skattkerfisins, lögreglunnar og svo framvegis
Stundum eru þessi svið flokkuð sem sérstök réttarsvið.

74
Q

Hvað eru stjórnvaldsákvarðanir?

A

Stjórnvaldsákvörðunum má skipta í tvennt:
Ákvarðanir um rétt/skyldu borgaranna - Ákvörðun sem er tekin í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust útávið af tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi hátt um rétt eða skyldur þeirra í ákveðnu fyrirliggjandi máli og með henni
Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar
Stjórnvaldsákvarðanir geta verið
Lögbundnar ákvarðanir - byggja á fastmótuðum lagaákvæðum
Matskenndar ákvarðanir - þegar lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákvarða ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo ákvörðun er verði tekin eða fela stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hver ákvörðun skuli vera.

75
Q

Hvað felst í lögmætisreglunni?

A

Lögmætisreglan er meginreglan um lögbundna stjórnsýslu. Undirstöðu regla íslenskrar stjórnsýslu að stjórnsýslan sé lögbundin.
Í henni felst að fyrirmæli stjórnvalda verða að vera í samræmi eða stoð í lögum. Samræmi við lög. Almennt er litið á að í reglunni felist tvenns konar undirreglur
Formregla lögmætisreglunnar - fyrirmæli og athafnir stjórnvalda mega ekki ganga í berhögg við lög. Ákvarðnari stjrónvadla mega ekki vera í andstöðu við þau lög sem gilda, enda eru lögin réttari en ákvarðanir stjórnvalda. Ef ákvörðun brýtur í bága við lög þá er hún ólögmæt. Dæmi um þetta er:
H 310/1996 - ráðning í kennarastarf. Í málinu hafði einstaklingur sótt um stöðu kennara en ekk ifengið hana af því að hann hafði átt í forsjárdeilu og í deilu við hreppsnefnd vegna niðurfellingu gjalda. Niðurstaða hæstaréttar í málinu var að forsjárdeilur og deilur við hreppsnefnd gætu ekki etir efni sínu komið við veitingu í kennarastöðu þannig þessi sjónarmið brutu í bága við lög. Ákvörðunin var því dæmd ólögmæt.
Heimildarregla lögmætisreglunnar - fyrirmæli skulu almennt eiga sér heimild í lögum. Alþingi þarf að hafa veitt stjórnvöldum með lögum heimild til að gefa fyrirmæli. Þar á meðan að taka ákvarðanir og setja reglugerðir, og verður sú lagaheimild að vera nægilega skýr til að stjórnvaldi sé heimilt að gefa þau fyrirmæli sem um ræðir hverju sinni. Skv reglunni megi borgararnir í rauninni allt sem er ekki bannað með lögum, en stjórnvöld mega bara það sem er heimilt. Dæmi: Álit frá umboðsmanni alþingis:
UA4388/2005 - löggilding rafverktaka. Skv reglugerð var löggilding aðeins veitt til 5 ára í senn og vildu men nmeina að þetta væri hluti af eftirliti um starfsemi rafverktaka. Umboðsmaður áréttaði að samkvæmt lögmætisreglunni þyrftu ákvarðanir st´jornvalda að vera í samræmi við lög og eiga sér stoð í þeim. Eftir því sem ákvörðun taldi meira íþyngjandi fyrir borgarann, og faldi í sér inngrip stjórnvalda í stjórnarskrá varin réttindi þá væru meiri kröfur gerðar að þessu leiti. Var verið að skerða með þessari ákvörðun atvinnufrelsi og atvinnufrelsi er verndað skv 74 gr stjórnarskrár. Niðurstaða var svo að takmörkun á gildistíma ætti sér ekki fullnægjandi stoð og beindi í tilmælum til ráðherra að endurskoða, þar sem reglugerðin væri andstæð lögmætisreglunni

76
Q

Hvað felst í ráðherrastjórnsýslu?

A

a)Ráðherrar fara með æðstu stjórn stjórnsýslunnar - forseti felur þeim vald sitt.
b)Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum
c)Ráðherrar hafa boðvald yfir öðrum starfsmönnum og lægra settum stjórnvöldum - ákvarðanir eru teknar í nafni ráðherra, starfsmenn starfa í umboði ráðherra.
Ráðherra getur breytt ákvörðunum lægra settra stjórnvalda.
d)Sjálfræði ráðherra - i´því felst að það er ráðherra en ekki ríkisstjórn sem er handahfi opinbers valds og tekur ákvarðanir og ber ábyrgð gagnvart Alþingi.

77
Q

Af hverju er mikilvægt að greina hver er aðili máls í stjórnsýslumáli?

A

Mikilvægt að skilgreina hver er aðili máls því það er aðeins hann sem að nýtur réttar skv stjórnsýslulögunum.
Sá sem stjórnvaldsákvörðun er beint að er aðili máls. Aðrir geta þó líka talist aðilar máls:
Beinir, verulegir, sérstakir lögvarðir hagsmunir af stjórnvaldsákvörðun geta talist aðilar máls, þó svo að ákvörðunin beinist ekki að þeim persónulega.
Óbeinir hagsmunir geta komið til greina og því brýnt að skoða málin í hverju tilfelli fyrir sig og heildstætt. Dæmi um þetta er:
H 83/2003 - þar hafði S tilkynnt E til samkeppniseftirlitsins. E hafði mótmælt því að S hefði verið talinn aðili málsins. Samkeppnisstofnun og áfrýjunarnefnd töldu að S væri aðili máls. E var ekki ánægður með það og fór með málið fyrir dóms og féllst héraðsdómur á það að S ætti ekki að vera aðili máls, en hæstiréttur staðfesti það að S væri aðili máls, þar sem að það yrði að skýra aðildarhugtak stjórnsýslumála rúmt og það ætti ekki aðeins við um það sem ættu beina aðild að máli, heldur líka þeirra sem ættu óbeina hagsmuni að gæta. Starfsemi E hafði áhrif á S og því var hann talinn aðili að máli. E vildi ekki að S væri aðili málsins af því að með því hefði S aðgang að öllum gögnum málsins, en í gögnunum voru upplýsingar frá E sem ekki væri gott að færu í hendur S sem samkeppnisaðili E. S var takmarkaður frá ðagang að vissum gögnum sem gætu verði skaðleg E.

78
Q

Hverjar eru málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar?

A

Vanhæfisreglur
Andmælareglan
Rannsóknarreglan
Leiðbeiningaskylda
Málshraðareglan
Meðalhófsreglan
Jafnræðisreglan
Réttur til rökstuðnings
Réttur til aðgangs að gögnum og upplýsingum

79
Q

Hvað er réttarfar?

A

Réttarfar er sú fræðigrein lögfræðinnar sem Fjallar um meðferð mála fyrir dómstólum
Dómsmálaskipan þar undir
dómsmál skiptast í grófum dráttum í
Einkamál - Lög um meðferð einkamála nr 91/1991
Sakamál - Lög um meðferð sakamála nr 88/2008
Réttarfar fjallað einnig um fullnustudóma en kallast þá fullnusturéttarfar

80
Q

Hverjar eru helstu réttarheimildir réttarfars?

A

Lög nr. 50/2016 um dómstóla.
Lög nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Lög um nr. 77/1998 um lögmenn.
Lög um nr. 53/1989 samningsbundna gerðardóma.
Lög nr. 3/1963 um Landsdóm
Lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur

Fullnusturéttarfar:
Lög nr. 90/1989 um aðför.
Lög nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
Lög nr. 90/1991 um nauðungarsölu.
Lög nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
Lög nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl.

81
Q

Hvað felst í opinberri málsmeðferð?

A

Opinber málsferð felst að Dómþing háð í heyranda hljóði, tengist hugmyndum um lýðræði þar sem almenningur á að geta fylgst með störfum dómstóla. Allir eiga að rétt á að fylgjast með hvað fer fram fyrir dómi, nema í undantekningartilfellum. Í þessu fellur ákveðið aðhald. Allir eiga að geta farið fyrir ´dom og fylgst með því sem fram fer.
Nema dómari ákveði annað - hann getur gert það til að gæta velsæmis, alsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. T.d. þegar viðkvæm einkamál eru til umfjöllunar eins og kynferðisbrot.
Fyrirmæli í lögum um þinghald fyrir luktum dyrum t.d. Varðandi faðerni, forsjá og skilnað þar sem þetta eru mjög persónuleg mál.

82
Q

Hvað felst í munnlegri málsmeðferð?

A

Samofin reglunni um opinbera málsmeðferð. Öll málsmeðferð og flutningur dómsmála er að jafnaði munnlegur
Vitna og aðilar gefa munnlegar skýrslur, oft kallað framburðir
Málflutningur er munnlegur. Undantekningartilfelli um skriflegan málflutning.
Undantekiningar: einkamál er stefnan skrifleg og í sakamálum er ákæran skrifleg. Megnið af sönnunargögnum eru þó oft skrifleg og eru að jafnaði ekki lesin upp við dóm.

83
Q

Hvað felst í milliliðalausri málsmeðferð?

A

Í henni felst að það á Sami dómari með mál allan tímann. Á aðallega við þann tíma sem mál er tekin til aðalmeðferðar.
Í reglunni felst líka að sami dómari og kveður upp efnisdóm í máli á að geta metið sönnunargögnin og sönnunarfærsluna beint og milliliðalaust.
Algjör undantekning að vitni gefi framburð til annars dómara, t.d. Ef hann er búsettur annarsstaðar

84
Q

Hvað felst í fljótvirkri málsmeðferð?

A

Meðferð dómsmála skal hraðað eins og kostur er, 1 mrg 70 gr stjrk
Réttur aðila máls til að fá úrlausn í máli sínu innan hæfilegs tíma
Dómsmál mega ekki dragast á langinn að óþörfu. Ekki bara mikilvægt fyrir aðila sjálfa heldur líka mikilvægt fyrir almenning.
H 112/2003 (Virðisaukaskattur - skilorðsbundin frestun greiðslu sektar) - rannsókn málsins sem hvorki taldist flókin né umfangsmikil, löng hlé á rannsókninni. Þessi dráttur taldist í andstöðu við stjórnarskrá og af þeim ástæðum var sektin dregin skilorðsbundið í þrjú ár.
Ef mál taka langan tíma þá hefur það almennt mildandi áhrif

85
Q

vað felst í sjálfstæðum og óvilhallum dómsstól?

A

dómarar verða að njóta sjálfstæðis í störfum sínum
Enginn á að geta gefið þeim fyrirmæli um það hvernig þeir eigi að dæma
Dómarar skulu vera óvilhallir og óhlutdrægir og mega hvorki hafa sérstakra hagsmuna að gæta af máli né hafa náin tengsl við aðila málsins - annars er um vanhæfi að ræða.

86
Q

Hvað felst í frjálsu sönnunarmati?

A

Dómari metur sönnunargögn sjálfur og leggur mat á þau
Ekki bundinn af neinum reglum varðandi það
Skal eingöngu styðjast við lögfræðiþekkingu sína og heilbrigða skynsemi

87
Q

Hvert er hlutverk dómstóla?

A

Sjálfsæðar ríkisstofnanir og eru hluti dómsvaldsins. Hlutverk þeirra er að Leysa endanlega úr réttarágreiningi á milli manna. Ekki bara á milli einstkalinga heldur varðandi lögaðila og ríkið. Hlutverk dómstóla breyttist aðeins við aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds, ekki bara það að sýslumenn út á landi voru ekki lengur dómarar heldur fór fullnusta dóma frá dómara til sýslumanna enda í raun um framkvæmdavalds athafnir að ræða. Dómarar greina enn úr réttarágreiningi vegna fullnustuákvða.

88
Q

Hvernig eru dómarar skipaðir?

A

Dómarar eru skipaðir til starfa ótímabundið, en ekki ráðnir, til að tryggja sjálfstæði þeirra. Ekki hægt að víkja þeim úr starfi nema þeir hafi brotið alvarlega gegn stafsgildum sínum.
Þurfa að vera löglærðir og ströng skilyrði hvaða störfum þeim mega gegna samhliða dómara starfinu.

89
Q

Hverjar eru helstu réttarheimildirnar í einkamálum?

A

Lög um meðferð einkamála nr 91/1991

90
Q

Gerið grein fyrir a) samlagsaðild, b) samaðild og c) aðildarskortur í einkamálum.

A

a) Samlagsaðild
Fleiri en einn aðili eiga kröfu á sama aðila og stefna honum í sameiningu, eða þegar einn aðili á kröfu á fleiri aðila og stefnir þeim í sama máli. Þegar aðilar stefna í sameiningu eða aðilum er stefnt í sameiningu
Val en ekki skylda
b) Samaðild
Skylt að aðilar stefni í sameiningu eða skylt að stefna aðilum í sameiningu
Ella frávísun máls - aðildaskortur t.d. Þegar samaðild en ekki allir sem standa sameiginlega að stefnu eða er stefnt í sameiningu.
T.d. þegar eitthvað er í óskiptri sameign, þá verða allir aðilar stefna í sameiningu eða vera stefnt í sameiningu.
d) Aðildarskortur
Getur líka falist í því að það er rangur aðili til sóknar eða varnar. T.d. ef einhver selur fasteign og það þarf að sækja réttar vegna fasteignarinnar og ætlar að fara með mál út af fasteigninni en hann á ekki lengur fasteignina. Verður að vera sá sem er skráður fyrir eigninni sem stefnir.
Aðildarskortur leiðir til sýknu.

91
Q

Hvað er sakarefni?

A

Sakarefni er það efnislega álitaefni, sem deilt er um fyrir dómi. Aðalatriði málsins.

92
Q

Gerið grein fyrir mismunandi tegundir krafna í einkamálum
a) aðfarahæfar kröfur
b) viðurkenningarkröfur
c) gagnkröfur og gagnstefna

A

a) Aðfararhæfar kröfur - kröfur t.d. Um greiðslu peninga eða um að gera eitthvað.
b) Viðurkenningarkröfur - t.d. Að fá viðurkennt með dómi að réttarstaða sé með ákveðnum hætti, t.d. Viðurkenning á því að stjórnvaldsákövðurn hafi verið ógild.
c) Gagnkröfur og gagnstefna - stefndi getur gert kröfu á móti stefnanda td. Um að hann hafði þegar greitt hlut af kröfu.

93
Q

Gerið grein fyrir mismunandi tegundum varnarþings:
a) Heimilisvarnarnþing
b) Sérstök varnarþing (fasteignarvarnarþing, efndastaðarvarnarþing, starfstöðvarvarnarþing)

A

Landinu er skipt í 9 þinghár; þar sem heimilt er að stefna manni til að svara til saka og þola dóm.
a) Heimilisvarnarþing - almennt að aðeins sé hægt að stefna mönnum á þessu þingi. Stefndi á þar skráð lögheimili eða hefur fasta búsetu. Ef að fleiri en einum aðila er stenfd í sama máli má sækja málið á hvaða varnarþingi sem einhver fellur undir.
b) Sérstök varnarþing
Fasteignarvarnarþing - ef að mál varðar réttindi yfir fasteign má sækja það i þeirri þinghá sem fasteignin er á.
Efndastaðarvarnarþing - ef að efndir eig aða fara fram á ákveðnum stað má nota það varnarþing
Starfstöðvarvarnarþing o.s.frv. - ef um er að ræða félag eða fyrirtæki sem er með starfstöð á einum stað þá má sækja málið á þeim stað.

Mönnum er jafnan heimilt að semja um varnarþing. Bankar og fleiri nýta sér þetta.
Ef máli er stefnt í rangri þinghá, þá getur það leitt til frávísunar málsins
Ef stefndi mætir í “ranga þinghá” án þess að hafa mótmælt því þá telst það sem samþykki og getur þá ekki gert kröfu til að málið verði fellt niður.

94
Q

Gerið grein fyrir almennu ferli einkamála

A
  1. Útgáfa og birting stefnu - stefna er birt.
  2. Þingfesting - þingfest á þeim stað sem stefnan tilgreinir. Ef stefndi mætir ekki verður útivist og dómari getur lokað með áritun. Ef stefndi mætir ekki þá er hann ekki að mótmæla kröfunum heldur samþykkir þær.
  3. Ef stefndi mætir þá almennt hafnar hann kröfunni og fær frest til framlagningar greinagerðar. Algensta að það séu 2-4 vikur.
  4. Þegar frestur er liðinn mæta aðilar fyrir dóm þar sem stefndi gerir fram greinagerðina. Ef hann óskar frávísunar þá þarf að flytja málið þannig. Dómari gæti líkað vísað málinu frá.
  5. Ef ekki er gerð krafa um frávísun eða hún er ekki samþykkt þá er þinghald til undirbúnings aðalmeðferð og frekari gögn lögð fram.
  6. Dómari kannar hvortt að hægt sé að sætta málið eð ahvort það þurfi að fara fyrir dóm.
  7. Þegar báðir aðilar telja sig hafa lagt fram öll gögn þá er aðalmeðferð. Þar sem aðilar koma og hafa tök á að gefa skýrslu og leiða vitni. Síðan fer fram munnlegur málflutningur þar sem farið er yfir málið og að lokum þess er málið dómtekið. Dómari tekur sér ákveðinn frest áður en hann kveður upp dóminn
95
Q

Hverjar eru tvær tegundir stefnu?

A

Réttarstefna - gefin út af dómsstólum
Utanréttarstefna - gefnar út af aðilum sjálfum, fyrirsvarsmanni eða lögmanni.

96
Q

Hvenær er mál þingfest?

A

Mál er þingfest þegar stefna er lögð fram fyrir dómi
Ef stefndi sækir þing við þingfestingu á hann rétt á hæfilegum fresti til að taka afstöðu til krafna stefnanda og kanna framlögð gögn
Vilji stefndi halda uppi vörnum útbýr hann greinargerð - varnarskjal í einkamáli, þar sem hann hafnar kröfunni og hvaða gögn hann leggur fram. Útilokunarreglan á líka við í greinargerð.
Dómara ber að kanna formhlið málsins við þingfestingu og e.t.v. reyna sáttaumleitan
Eftir þingfestingu er ekki unnt að setja fram þingfestar kröfur í öðru máli

97
Q

Hvað er útivist í einkamáli?

A

Útivist:
Ef stefndi mætir ekki við þingfestingu verður málið dæmt eftir kröfum stefnanda

98
Q

Hvað telst til afbrigðilegrar meðferðar einkamála?

A

Þrír flokkar
Tékka- og skuldabréfamál -Takmarkaðar varnir stefnda
Ógildingar- og eingardómsmál -Réttarstefna. Enginn ákveðinn, sem stefnt er
Flýtimeðferðarmál

Önnur einkamál geta þó einnig lotið afbriðgilegri meðferð
Kemur þá fram í viðkomandi lögum, en ekki lögum um meðferð einkamála

99
Q

Hvert er úrskurðum og dómum hæstarréttar hægt að skjóta?

A

Úrskurðir héraðsdóms eru kæranlegir til Landsréttar
Ath ekki allir úrskurðir kæranlegir, sbr. 143. Gr. Eml.
Þarf að kæra innan tveggja vikna
Dómar Héraðsdóms eru áfrýjanlegir tli Landsréttar
Þarf að áfrýja innan 4 vikna
Ef fjárkrafa, verður fjárhæðin að ná tilteknu lágmarki
Þó hægt að fá leyfi Landsréttar til áfrýjunar þó áfrýjunarfrestur sé liðinn eða kröfufjárhæð undir mörkum .

100
Q

Hvað er átt við með fullnustugerð?

A

Fullnustugerð - valdbeitingarathöfn sem ríkið grípur til í því skyni, að þvinga fram efndir á skyldu manns eða persónu að lögum, sem hlutaðeigandi vill ekki verða við af fúsum vilja eða getur ekki orðið við
Sýslumenn fylgja þessu eftir

101
Q

Hverjar eru helstu réttarheimildir í fullnusturéttarfari?

A

Lög um aðför nr 90/1989 - AFL
Lög um kyrrsetningu og lögbann o.fl. Nr 31/1990 - KSL
Lög um nauðungarsölu nr 90/1991 - NSL
Lög um gjaldþrotaskipti nr 21/1991 - GÞL
Lög um skipti á dánarbúum o.fl. Nr 20/1991 - SKL
Öll þessi lög voru hluti af því að skilja á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði en öll réttarfarslöggjöfin var endurskoðuð og tóku öll þessi lög gildi 1 júli 1992

102
Q

Hverjir eru gerðarbeiðandi og gerðarþoli í aðfaragerðum?

A

Gerðarbeiðandi - sá sem krefst aðfarar
Gerðþarþoli - sá sem aðförin beinist að

103
Q

Hvað er fjarnám í fullnusturéttarfari?

A

Fjarnám er krafa til peninga. Algengasta tegund aðfarar
Það sem hægt er að taka fjárnámi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Taka veð í ákveðinni eign sem gildir til tryggingar til að greiða, t.d. Bifreiðir, fasteignir, hlutabréf.

104
Q

Aðför til fullnustu um annað en peningakröfu
Greinið frá hvað felst í
a) útburðargerð
b) innsetningargerð
c) Útburðar- og innsetningargerðir án undangengis dóms eða réttarsáttar

A

Aðför til fullnustu um annað en peningakröfu - hinn ferill aðfarar
Markmið þeirrar gerðar er að þvinga gerðarþola til að gera eitthvað, eftir hvað aðfararheimild segir til um
Útburðargerð -skylda til að víkja af fasteign eða hluti af fasteign. T.d. bera viðkomandi út af heimili.
Innsetningargerð - láta af hendi umráð yfir öðru en fasteign. T.d. í forsjár og umgengnismálum.
Útburðar- og innsetningargerðir án undangengis dóms eða réttarsáttar - almennt þarf dóm fyrst til að fara í útburðar og innsetningargerð. Fullnægja má ýmsum skyldum aðfarar án þess að fyrir liggi aðfararheimild. Beiðninni beint til dómara.

105
Q

Hvað fellur undir bráðabirgðaaðgerðir?

A

a) Kyrrsetning - eignir skuldara kyrrsettar til að tryggja fullnustu kröfu. Þarf ekki að færa sönnur fyrir réttmæti kröfu.
Peningar kyrrsettir - teknir úr vörslu gerðarþola
b) Lögbann - leggja má lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans. Gerðarbeiðandi þarf því að sýna fram á að gerðarþolandi hafi eða muni gera eitthvað.
c) Löggeymsla - frábruðgin hinum tveimur. Fremur fátíð. Löggeymsla svipar til kyrrsetningar. Í löggeymslu felst að eignir skuldara eru kyrrsettar til tryggingar kröfu skv dómi eða úrskurði héraðsdóms sem hefur verið skotið til landsréttar og eignir eru kyrrsettar þar til dómur kemur um það. Í þessu tilfelli liggur dómur fyrir (ólíkt hefðbundinni kyrrsetningu).

106
Q

Hvert er markmið bráðabirgðagerða?

A

Markmið þessara gerða er að tryggja tilteknar kröfur eða hagsmunir gerðabeiðanda um stundarsakir
Sýslumenn sjá um framkvæmdina, í kjölfar bráðabirgðagerðar þarf gerðabeiðandi að fara með málið til dómstóla

107
Q

Hver er skilgreining á nauðungarsölu?

A

valdbeitingarathöfn til að ráðstafa eignum eða réttindum óháð vilja eigenda þeirra. Fer oftast fram til að koma eign í verð og verja andvirði hennaar til fullnustu á peningakröfum sem eru tryggðar með veðréttindum eða öðrum óbeinum eignarréttindum í henni

Nauðungarsala er lokaaðgerð til þess að knýja um efndir fjárskuldbidniga með aðstoð ríkisvaldsins og réttarkerfisins. Eign er ráðstafað án tillits til vilja eigenda og andvirði eignarinnar er ráðstafað til rétthafa í eigninni í réttri röð

108
Q

Hverjir eru aðilar að nauðungarsölu?

A

Gerðarbeiðandi - sá sem biður um nauðungarsölu
Gerðarþoli - eigandi þeirrar eignar sem selja á
Rétthafi yfir eign - aðili sem á þinglýst réttindi fyri eign eða aðili sem á óþinglýst réttindi yfir eign og gefur sig fram við nauðungarsölu
Þriðji maður - á ekki alltaf við

109
Q

Hvert er andlag nauðungarsölu?

A

Fasteignir - lóðaleiguréttindi, kaupleguréttindi, og fleiri, að því leyti sem þaug eta gengið kaupum og sölu. Langalgengast að um sé að ræða fasteignir
Skrásett skip
Skrásett loftför
Fylgifé, fasteigna, skipa og loftfara
Lausafé - áþreifanlegir munir sem falla ekki undir ofangreint, s.s. Bifreiðar, vélar, tæki, tölvur, málverk, hestar o.fl. Þarf að vera sérgreint

110
Q

Hvaða heimildir þurfa að vera til staðar svo hægt sé að taka hluti nauðungarsölu?

A
  1. Fjárnám í eign - krafa hefur verið gerð í eign
  2. Þinglýstur samningur um veðrétt í eign - ef það á einhver veð í fasteign þá getur hann farið fram á nauðungarsölu á henni ef að það kemur fram berum orðum í samningnum að nauðungarsala megi fara fram án undangengis dóms eða fjarnáms, algengt í veðskuldabréfum
  3. Samningur um handveð í eign - handveð fyrir tiltekinni peningakröfu
  4. Lögveð - þa´veita ákvæði laga lögveðrétt í eigninni og heimila nauðugnarsölu án undangengis dóms
  5. Haldsréttur í eign -
  6. Skiptastjórar í þrotabúi
  7. Eigendur geta líka krafist nauðungarsölu, hvort sem eþir vilja að hún sé seld til greiðslu krafna, eða ef að eign er í sameign, þá er hægt að fara fram á nauðungarsölu til slita á sameign.
111
Q

Hvert er ferli nauðungarsölu á fasteignum og fleiru?

A
  1. Auglýsing í lögbirtingablaði - 4 vikum fyrir fyrirtöku
  2. Fyrirtaka - fyrsta fyrirtaka fer fram á skrifstofu syslumanns. Þar er ákveðið hvenær eigi að setja fasteign á uppboð.
  3. Byrjun uppboðs - auglýsing í dagblöðum með a.m.k. Þriggja daga fyrirvara. Einhver boð verða að koma fram til þess að hægt sé að setja eign á framhaldssölu. Hægt að fá byrjun uppboðs frestað, en má ekki liða meira en ár frá fyrstu fyrirtöku og þar til uppboð hefst. Ef lengri tími þá fellur það niður og það þarf að senda aðra beiðni.
  4. Framhaldssala - fer fram á eigninni sjálfri. Verður að fara fram innan 4 vikna frá byrjun uppboðs. Ekki hægt að fresta framhaldssölu nema að beiðni gerðarbeiðanda.
  5. Samþykki og úthlutun - sýslumaður ákveður hvaða boði verður tekið, úthlutar skv. 50-51 gr.
112
Q

Hvert er ferli nauðungarsölu á lausafé?

A
  1. Vörsluvipting 59 gr
    Þegar gerðarbeiðandi leggur fram nauðungarsölubeiðni getur hann sett fram ósk um að sýslumaður veitt honum heimild til að taka við vörslum eignar
    Gengið út frá því að réttur til vörsutöku fylgi sjálfkrara heimild til nauðungarsölu
  2. Uppboðið sjálft. - fer fram í einni fyrirtöku. Þarf að auglýsa með 1 viku fyrir. Þarf að staðgreiða upphæðina á uppboðinu sjálfu
    Algengast að þetta sé gert í Reykjavík eða Selfossi
    Geta verið tölvur, myndavélar, bifreiðar o.fl.
113
Q

Hverjar eru helstu réttarheimildir gjaldþrotalaganna?

A

Gjaldþrotalögin nr 21/1991

114
Q

Hverjar eru skilgreiningarnar á eftirfarandi hugtökum í gjaldþrotalögum?
a) skuldari
b) þrotamaður
c) frestdagur
d) nákominn

A

a)Skuldari - sá sem leitar eftir og fær heimild til greiðslustöðvunar eða sá sem krafist er gjaldþrotaskipta hjá
b) Þrotamaður - skuldari eftir að búið er að úrskurða um gjaldþrotaskipti á búinu hans
c) Frestdagur - hvenær héraðsdómara berst beiðni um heimild til greiðslustöðvunar, nauðasamningsumleitana eða sá dagur sem krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómara, sá dagur sem riftun miðast við
d) Nákominn - menn eða lögpersónur sem tengjast skuldara með a´ákveðnum hætti.

115
Q

Hvað er ógjaldfærni?

A

Ógjaldfærni er samheiti yfir tvenns konar aðstöðu
Annars vegar ef skuldari er ófær um að standa í skilum við skuldbindingar sínar þegar þær falla á gjalddgaa
Eða skuldir aðila eru meiri en eignir hans

116
Q

Gerði grein fyrir greiðslustöðvun

A

Ástand sem kemst á með því að skuldara er veitt heimild til greiðslustöðvunar með dómsúrskurði
Skuldarinn fær þá´heimild í ákveðinn tíma til þess að hætta greiðslum á skuldum með það að markmiði að nýta þann tíma til að endurskipuleggja fjármál sín
Skuldari verður að njóta liðsinnis aðstoðarmanns og fær að hámarki 3 vikur til að byrja með en heimilt að framlengja í 3 mánuði, en má aldrei vara lengur en í 6 mánuði.
Aðstoðarmaður er lögmaður eða löggilts endurskoðanda. Skuldari ræður þennan einstakling sjálfur og ber kostnaðinn. Aðstoðarmaður ber ábyrgð á greiðslustöðvuna
Skuldari má ekki stofna til nýrra skuldbindinga, og má ekki greiða aðrar skuldir á meðan hann er í greiðslustöðvun.

117
Q

Hvernig getur greiðslustöðvun verið lokið?

A

Skuldari afsalar sér heimild til greiðslustöðvunar
Heimild til nauðasamnings
Með gjaldþrotaskiptum að kröfu skuldara
(Ef að skuldari fellur frá )

118
Q

Hvað er nauðasamningur?

A

Samningur um greiðslu skulda eða eftirgjöf á skuldum, sem kemst á milli skuldara og ákveðins meirihluta lánardrottna. Til að fá nauðasamning þarf heimild héraðsdómara.
Þarf að staðfesta fyrir dómi
Bindur alla lánardrottna án tillits til vilja þeirra
Markmið nauðasamninga er að ráða bót á ógjaldfærni skuldara - skuldir lækkaðar, jafnvægi myndast milli skulda og eigna

119
Q

Hvað felst í nauðasamning til greiðsluaðlögunar?

A

Nýr kafli í gjaldþrotalögum
Ef frjálsir samningar nást ekki í greiðsluaðlögun þá unnt að leita nauðasamninga til greiðsluaðlögunar - áður þarf að fara í greiðsluaðlögunarumleitanir, fara til umboðsmanns skuldara þar sem fenginn er ráðgjafi sem fer yfir skuldir og greiðsluhæfi er. Ef frumvarpinu er hafnað af kröfuhöfum getur skuldari farið og leitað nauðasamninga til greiðsluaðlögunar.
Lög nr 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
Leggja fram frumvarp, ásamt gögnum og greinargerð
Dómari tekur ákvörðun
Skuldari má ekki stofna til nýrra skulda á meðan

120
Q

Hver er skilgreiningin á a) gjaldþrot og b) gjaldþrotaskipti?

A

a) Gjaldþrot er vangeta skuldara til að standa kröfuhöfum skil á gjaldföllnum kröfum þeirra eða að öðru leyti að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart þeim
b) Gjaldþrotaskipti er fullnustugerð, aðferð sem er notuð til þess að skipta eignum skuldara milli þeirra sem eiga kröfur á hendur honum

121
Q

Hver eru skilyrði gjaldþrotaskipta?

A
  1. Gjaldþrotaskipti að kröfu skuldara - skuldari getur sjálfur krafist gjaldþrotaskipta á búi sínu ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur falla í gjalddaga og ósennilegt að greiðsluörðugleikar líði hjá innan skamms tíma
    Bókhaldsskyldum skuldara ber skylda til að fara fram á skipti þegar svo er ástatt fyrir honum
  2. Gjaldþrotaskipti að kröfu kröfuhafa (65 gr) - lánardrottni heimilt að krefjast skipta ef skuldari er ógjaldfær, og þarf að rökstyðja kröfuna
122
Q

Hverjar eru aðgerðir skiptastjóra? (9 þrep)

A
  1. Innköllun - til birtingar í lögbirtingarblaðinu. Kröfulýsingaferðust er að lágmarki 2 mánuðir. Tilkynning til kröfuhafa um gjaldþrotaskipti og áskorun til þeirra að lýsa þrotabúi til skiptastjóra
  2. Uppsagnir og lokanir - segja upp samningum til að stofna ekki til útgjalda fyrir búið, frystir reikninga og annað
  3. Eignakönnun - skoða hvort það séu einhverjar eignir til staðar og skiptastjóri þinglýsir á þessar eignir. Reynir að fá í vörslu sína aðra muni
  4. Síðan er þrotamaður boðaður til skýrslutöku
  5. Gerð kröfuskrár - Þarf að vera aðgengileg að minnsta kosti viku fyrir skiptafund þar sem hún er til sýnis fyrir þrotamann eða kröfuhafa. Ef að kröfu er ekki lýst við gjaldþrotaskiptin þa´fellur krafan niður gagnvart búinu
  6. Skiptafundur - skiptastjori fer yfir aðgerðir og fyrirliggjandi skjöl. Ef það eru engar eignir í búinu þa´er búinu lokið á skiptafundi.
  7. Ráðstöfun eigna - ef eignir eru til staðar þarf að ráðstafa þeim og koma þeim í verð.
  8. Úthlutun - hvernig eignum búsins verðir ráðstafað upp í kröfur
  9. Skiptalok - auglýst í lögbirtingablaðinu og tilkynnt héraðsdómi og skiptabeiðanda
123
Q

Greinið frá rétthæð krafna

A

Rétthæðstar eru Sértökukröfur 109 gr - á grundvelli eignarréttar á eign eða réttindum sem eru í vörslum bús. Aðili þarf að sanna eignarrétt sinn

Búskröfur 110 gr - kröfur á hendur þrotabúi sjálfu, t.d. Skiptakostnaður. Á aðeins við um kröfur og kostnað sem skiptastjóri hefur samþykkt

Veðkröfur 111 gr - kröfur sem njóta veðtryggina eða annarra tryggingarétta í eign þrotabús

Forgangskröfur 112 gr - kröfur um laun sem hafa fjallið í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum.

Almennar kröfur 113 gr - allar kröfur sem ekki falla undir aðra flokka

Eftirstæðar kröfur 114 gr - kröfur um vexti og fleira sem fellur til eftir þrotaskipti.

124
Q

Greinið frá mismunandi riftunarreglum gjaldþrotalaganna
a)Riftun gjafa
b)Riftun á greiðslu skuldar (þrjú skilyrði)
c)Riftun veðréttar
c)Ritfun arfsafsals
e)Riftun vegna afsals réttar við fjárslit hjóna
f)Riftun fullnustugerðar

A

Í 20 kafla laganna eru reglur um riftun á ráðstöfunum þrotamanns
Helstu riftunarreglurnar
a) Riftun gjafa - má rifta sem er gefin 6 mánuðum fyrir frestdag, en má lengja upp í 12 mánuði. Gjafir til nákominna sem eru veittar 6-24 mánuðum fyrir frestdag
b) Riftun á greiðslu skuldar - sem á sér stað á síðustu 6 mánuðum fyrir frestdag ef það er greitt með óvenjulegum greiðslueyri, mest beitt og algengasta riftunarreglan
Þrjú skilyrði:
i) Óvanalegur greiðslueyrir - greitt með öðru en peningum (eða því sem vanalega er greitt með)
ii) Greitt fyrr en vanalega var - gefur til kynna að verið sé að mismuna kröfuhöfum.
iii) Ef að greidd fjárhæð hefur skert greiðslugetu verulega
c) Riftun veðréttar - sem kröfuhafi fékk á síðustu 6 mánuðum fyrir frestdag. Nákomnir - 6-24 mánuðum
d)Ritfun arfsafsals - ef hann hefur hafnað arfi á síðustu 6 mánuðum
e)Riftun vegna afsals réttar við fjárslit hjóna -
f) Riftun fullnustugerðar - á síðustu 6 mánuðum fyrir frestdag, ef einhver hefur fengið veð eða tekið fjárnám, upp í 24 mánuði ef um er að ræða nákominn.