Inngangur á lögfræði fyrra próf Flashcards
Hverjar eru helstu stoðir stjórnskipunar Íslands?
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Fullveldi
Lýðveldisstjórnarform
Lýðræði
Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar
Þrískipting ríkisvaldsins
Þingræði
Grundvallarréttindi borgaranna
Hvað felst í þrígreiningu ríkisvaldsins?
Kemur fram í 2. Gr. stjórnarskrár. Þar segir að Alþingi og forseti fara saman með löggjafavaldið. Forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavaldið og dómendur fara með dómsvaldið.
Markmið þrískiptingar: Tryggja ákveðna valddreifingu þar sem ólíkir valdahafar hafa hemil á hver öðrum eða tempri vald hvers annars. Rökin með því að tveir handhafar séu á sömu grein ríkisvaldsins er til að þeir tempri hvor annan og veita nauðsynlegt aðhald
Hvert er eftirlitshlutverk Alþingis?
Eftirlit með stjórnvöldum
Alþingi, þingnefndir og þingmenn geta óskað upplýsinga/svara frá ráðherrum um ákveðin málefni
Ríkisendurskoðun skv lögum nr 46/2016. Kosin af alþingi til sex ára í senn og hefur eftirlit með fjárreiðum ríkisins.
Umboðsmaður alþingis - kosinn á Alþingi til 4 ára í senn. Hann starfar skv lögum nr 85.1997. Hann hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitafélaga, tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum
Hvernig eru ráðherrar skipaðir?
Af forseta.
Hæfisskilyrði - þarf ekki tiltekna menntun eða reynslu til að taka við embætti
Íslenskir ríkisborgarar
Lögráða
Fjárráða
Hafa heilsu til að gegna starfinu
Hvað felst í ráðherraábyrgð?
Lög nr 4/1963 um ráðherraábyrgð. Í ráðherraábyrgð felst refsi og skaðabóta vegna embættisverka.
Brot á lögunum varða sektum eða fangelsisvist upp að tveimur árum.
Hvað felst í fullveldi?
Fullveldið er grundvallarhugtak í þjóðarrétti og stjórnskipunarréti. Fullveldi fylgir gagnkvæm virðing að þjóðarrétti fyrir óskorðuðu valdi ríkis innan sinna vébanda. Önnur ríki geta ekki hlutast til um málefni fullvalda ríkja nema með frjálsu samþykki þeirra.
Ísland fullvalda 1. Desember 1918 í því fólst:
Þjóréttarleg viðurkenning Dana á fullveldi landsins. Vorum enn með danakonung en Íslenska ríkið fékk óskorðan rétt til að ráða sínum innri málefnum, setja réttarreglur og framfylgja þeim og sótti ekki lengur sitt vald til æðri stofnana, kemur fram í annarri stjórnarskrá Íslands frá 1920
Ríkið er aðili að þjóðarétti og getur gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar. Íslendingar fengu því utanríkismál í sínar hendur
Samhliða þessu flyst æðsta dómsvald til landsins. Hæstiréttur stofnaður í 16. febrúar 1920
Fullveldið
Fullveldið endurspeglast í 2. Gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Fullveldið er ekki orðað sem slíkt í stjórnarskránni en endurspeglast í stjórnarskránni að æðstu handhafar ríkisvaldsins hafa endanlegt ákvörðunarvald í málefnum ríkisins, hver á sínu sviði. Ákvæðið er talið setja því skorður að hægt sé að framselja ríkisvaldið til alþjóðastofnana. Ákvæði um slít framsal er hægt að finna í stjórnarskrá hinna norðurlandana og hefur verið velt fyrir hvort það ætti að taka upp hér á landi
Hvað felst í synjunarvaldi forseta?
Forseti getur synjað að staðfesta lög og vísað til þjóðarinnar. Ef forseti neitar að staðfesta lög taka þau samt sem áður gildi en það þarf að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin getur þá staðfest eða synjað. Ef þjóðin hafnar þá falla þau úr gildi.
Hvað þarf til þess að breyta stjórnarskránni?
Stjórnarskrárbreytingar verða til vegna frumvarpa til stjórnskipunarlaga fá sérstaka og vandaða meðhöndlun,. Erfiðara að breyta þeim en öðrum lögum þar sem mikilvægir hagsmunir eru í húfi
Ef frumvarp til stjórnskipunarlaga er samþykkt á Alþingi þarf að rjúfa þing og stofna til almennra kosninga
Algengt að þessi frumvörp séu lögð fram í lok þings
Ef nýskipað Alþingi samþykir frumvarpið óbreytt skal það staðfest af forseta og tekur þá gildi. Það þarf að samþykkja frumvarpið tvisvar sinnum.
Undantekning - ef um er að ræða breytingu á kirkjuskipan ríkisins skv 62 gr stjórnarskránnar skal það afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu
Í hvaða tilfellum er Landsdómur kallaður saman?
Lög nr 3/1963 um Landsdóm
Ætlað að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna ráðherraábyrgðar einar.
Dómar hans og aðrar úrlausnir endanlegar.
Alþingi setur fram þingsályktun þar sem kæra er nákvæmlega tiltekin og sókn málsins er bundin við að Alþingi kýs mann í starf saksóknara og annan til vara sem og fimm manna þingnefnd sem fylgist með málinu og er dómara til aðstoðar.
Landsdómur hefur aðeins einu sinni kölluð saman í málinu gegn Geir H Haarde
Hvað er fjallað um í stjórnarskránni?
1 kafli fjallar um stjórnarformið
2 kafli um forsetakjör, störf ráðherra, samninga við önnur ríki, þingrof o.fl.
3 kafli um skipan Alþingis, kosningarétt, kjörgengi o.fl
4 kafli um störf Alþingis, réttindi og skyldur þingmanna o.fl.
5 kafli um dómsvaldið
6 kafli um þjóðkirkjuna
7 kafli um mannréttindi
Hvað er stjórnsýsla?
Formleg skilgreining
Í henni felst að undir stjórnsýslu falli þeir sem fara með framkvæmdarvaldið
Efnisleg skilgreining
Sú starfsemi sem skv. Lögum verður aðeins framkvæmd af hinu opinbera.
Þriðja skilgreingu - neikvæð skilgreining
Sú starfsemi stjórnvalda sem falli undir stjórnsýsluna sem ekki fellur undir löggjafann eða dómsvaldið
Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?
Valdheimildum handahafa framkvæmdavaldsins má skipta í tvennt
Stjórnvaldsákvarðanir
Stjórnvaldsfyrirmæli
Stjórnvaldsákvörðunum má skipta í tvennt:
Ákvarðanir um rétt/skyldu borgaranna - Ákvörðun sem er tekin í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust útávið af tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi hátt um rétt eða skyldur þeirra í ákveðnu fyrirliggjandi máli og með henni
Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar
Stjórnvaldsákvarðanir geta verið
Lögbundnar ákvarðanir - byggja á fastmótuðum lagaákvæðum
Matskenndar ákvarðanir - þegar lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákvarða ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo ákvörðun er verði tekin eða fela stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hver ákvörðun skuli vera.
Aðrar ákvarðanir en stjórnvaldsákvarðarnir, eru stjórnvaldsfyrirmæli.
Stjórnvaldsfyrirmæli felst setning almennra og binandi réttarreglna
Eru lík lögum nema að þau eru ekki sett af löggjafanum, heldur af framkvæmdavaldinu. Ákveðið framsal lagasetningavalds.
Algengustu stjórnvaldsfyrirmælin eru reglugerðir
Önnur stjórnvaldsfyrirmæli eru reglur, tilskipanir, gjaldskrár, erindisbréf eða ráðuneytisbréf.
Hvað getur aðili gert sem er ósáttur við ákvörðun lægra setts stjórnvalds?
Hægt að kæra ákvarðanir lægra settra stjórnvalda til ráðherra, nema það sé kveðið á í lögum.
Hvert er gildissvið stjórnsýslulaga?
Gildissvið stjórnsýslulaga
Stjórnsýslulögin gilda, þegar stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga tekur stjórnvaldsákvarðanir
Brottrekstur, skipun, setning, ráðning opinberra starfsmanna telst til stjórnvaldsákvarðana.
Leyfisveitingar teljast einnig til stjórnvaldsákvarðana.
Stjórnsýslulögin gilda ekki um
Ákvarðanir, sem lúta að þjónustustarfsemi
Ummönnun sjúklinga, fatlaðra og aldraðra, kennslu, bókvörslu, slökkvistörf o.fl.
Það gætu þó verði ákvarðanir á þessum sviðum sem gætu talist sem stjórnvaldsákvarðanir.
Ákvarðanir einkaréttarlegs eðlis
Kaup á vörum, þjónustu, samningar við verktaka o.fl.
Hvað felst í leiðbeiningarskyldu stjórnvalda skv stjórnsýslulögum?
Stjórnvöldum er skylt að leiðbeina.
Þeim ber að upplýsa og leiðbeina:
Leiðbeiningar um lagareglur og eftir atvikum um ákvæði reglugerða
Hvernig meðferð mála er venjulega hagað - ef mál er sett á vitlausan stað skal leiðbeina hvert eigi að leggja málið fram
Hvaða gögn ber að leggja fram
Hversu langan tíma tekur venjulega að afgreiða mál
Leiðbeiningar og aðstoð við útfyllingu eyðublaða
Ef fyrirspurn berst skriflega þá skal svara skriflega.
Veita þær leiðbeiningar til þess að sá sem er að elita upplýsinganna geti gætt hagsmuna sinna á sem bestan hátt
Leiðbeiningaskylda stjórnvalda ekki alveg jafn rík ef að aðili er með lögmann. Þá má gera ráð fyrir að lögmaðurinn þekki til og geti leiðbeint honum
Hvað felst í meðalhófsreglunni?
Í henni felst að stjórnvöld verða að gæta hófs við meðferð valds síns
Íþyngjandi ákvörðun verður að vera til þess fallin að ná því lögmæta markmiði sem stefnt er að
Þegar fleiri en ein leið er til að ná nauðsynlegu markmiði skal velja vægasta úrræðið sem gagn gerir
Stjórnvöld eiga aldrei að ganga lengra en nauðsynlegt er, ef það er hægt að ná sama markmiði með vægara móti á að grípa til þess.
Meðalhófsreglan gildir einnig í öðrum lögum, t.d. Í lögum um handtöku að það eigi ekki að veita hinum handtekna meiri óþægindum en nauðsynlegt er.
Hvað felst í andmælareglunni?
Grundvallarregla að aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því
Eigi aðili andmælarétt ber að tilkynna honum um að mál sé til meðferðar eins fljótt og unnt er nema það liggi fyrir um að hann hafi fengið vitneskju um það fyrirfram. Viðkomandi geti ekki nýtt sér andmælaréttinn nema hann viti um að mál sé til meðferðar.
Aðili máls á rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varða
Sjá einnig upplýsingalög nr 140/2012
Ákveðnar undantekingar
Ef að skjölin eru þess eðlis eða of mikið af skjölum að það er vandkvæðið að veita aðila aðgang að gögnum.
Ef um sakamál er að ræða, nema þegar mál hefur verið fellt niður eða lokið með öðrum hætti.
Stjórnvöld geta líka hamlað að einstaklingar fái að sjá gögn, ef talið er að hann notfæri sér vitneskju úr þeim
Efnisgrundvöllur andmælareglunnar - að einstaklingur fái að tjá sig um mál áður en stjórnvöld taki ákvörðun í því
Formgrundvöllur andmælareglunnar - Einstaklingur hafi kost á því að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda sem hefur áhrif á líf hans.
Hvað felst í jafnræðisreglunni?
Grundvallaregla í öllum vestrænum löndum: Stjórnvöld eiga að gæta jafnræðis og samræmis
Sambærileg mál í lagalegu tilliti skal afgreiða með sambærilegum hætti og þau hljóta samskonar úrlausn. 65 gr stjórnarskráinnar - jafrnérttistákvæðið
Það verður að hafa í huga að það er ekki um mismunun að ræða ef að mismunandi úrlaus ræðst af frambærilegum og lögmætum sjónarmiðum
Óheimilt að mismuna borgurunum á ómálefnalegum grunni
Hvað felst í vanhæfisreglunni?
Opinberir starfsmenn eða þeir sem taka stjórnvaldsákvarðanir, þurfa að fylgja eftirfarandi reglum:
Almennt hæfi
Fjalla um þær kröfur sem þarf að fullnægja svo að skipun eða kosning í starf sé lögmæt. Uppfyllir viðkomandi aðili þær kröfur sem eru gerðar til manns í þeirri stöðu sem hann er í
Sérstakt hæfi
Fjalla um þær kröfur sem starfsmenn/stofnun þarf að uppfylla til að vera hæf(ur) til meðferðar máls. 3 gr stjórnsýslulaga.
Starfsmaður er vanhæfur til meðferðar máls ef hann er aðili , fyrirsjármaður eða umboðsmaður aðila máls, eða nátengdur fyrirsjásmanni eða umboðsmanni. Líka vanhæfur ef hann ´tók þátt í máli á lægra stjórnsýslustigi, eða ef hann á hagsmuna að gæta. Einnig ef næstu yfirmenn hans eiga sérstakra hagsmuna að gæta. Ef að að öðru leyti hægt er að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Ekki um vanhæfi að ræða ef hagsmunir eru smávægilegir eða ef málið með þeim hætti er það lítilfjörlegur að ekki er talið að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.
Ef um vanhæfi er að ræða:
Verður að vekja athygli á vanhæfi sínu - undir honum sjálfum að vekja athygli á því og meta sjálfan sig.
Má ekki taka þátt í málinu á neinu stigi
Ef enginn er “innanhúss” sem getur tekið málið að sér skal setja staðgengil - þetta gæti átt við ef yfirmaður er vanhæfur, þá verða undirmenn hans líka vanhæfir.
Hvað felst í rannsóknarreglunni?
Í henni felst að stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Það þarf að rannsaka mál og afla upplýsinga áður en stjórnvald taki ákvörðun í máli
Stjórnvald þarf ekki sjálft að afla allra upplýsinga, má leggja skyldu á aðila að koma með ákveðin gögn, t.d. Ef aðili sækir um ákveðin réttindin eða fyrirgreiðslu, má ætla honum að leggja fram þau gögn og þær upplýsingu og má með sanngirni ætla að hann geti framfylgt án þess að íþyngja honum um of.
Strangari kröfur til rannsókna ef málið varðar mikla fjárhagslega eða félagslega hagsmuni aðila máls. T.d. um atvinnuréttindi eða fjölskyldumál.
Ef ákvörðun er íþyngjandi því meiri kröfur gerðar til undirbúnings og rannsóknar áður en ákvörðun er tekin.
Hvað felst í málshraðareglunni?
Í henni felst að : Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.
Stjórnvald skal skýra aðilum máls frá fyrirsjáanlegum töfum á afgreiðslu máls, ástæðu tafanna og hvenær megi búast við afgreiðslu.
heimilt að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu máls til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu er tekin.
Hvað felst í rétti til rökstuðnings?
Þegar það eru teknar ákvarðanir þá eru þær byggðar á tilteknum réttarheimildum og sjónarmiðum, svo það eru alltaf einhver rök sem leiða til niðurstöðunnar.
Aðili máls á að jafnaði ekki rétt á rökstuðningi samhliða stjórnvaldsákvörðun lægra setts stjórnvalds. Þegar lægra sett stjórnvald tekur ákvörðun ber því ekki að rökstyðja það sérstaklega, en einstaklingur á almennt alltaf rétt á að fá rökstuðning.
Rökstuðningur veittur eftirá - eftirfarandi rökstuðningur
Rökstuðningur samhliða - samhliða rökstuðningur
Einstaklingur verður að biðja um rökstuðning innan 14 daga frá því ákvörðun er tekin. Stjórnvaldi ber að rökstyðja innan 14 daga frá beiðninni.
Rökstuðningur skal fylgja úrskurðum í kærumálum. Af því að að er almennt gerð meiri kröfur til æðri stjórnvalda þegar verið er að afgreiða kærumál, farið fram á vandaðir málsmeðferðar
Undantekningar
Ef beiðni hefur verið samþykkt að öllu leiti.
Vegna einkunna á prófum - nemendur eiga oftast rétt a munnlegum skýringum kennara og eiga rétt á að fá mati á skriflegrar úrlausnar, innan 15 daga frá birtingu. Ef nemandi sem hefur ekki staðist próf vill ekki sætta sig við niðurstöðu kennara getur hann sótt til forseta fræðasviðs og skal þá prófdómari skipaður í hverju tilviki.
Vegna styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda - oft háð mati og erfitt að rökstyjða sérstaklega
Hvað felst í rétti til aðgangs að gögnum og upplýsingum?
Meginregla stjórnsýslunnar að aðili máls eigi rétt á að kynna sér gögn og önnur skjöl sem málið varðar.
Stjórnvaldi ber að verða við beiðni aðila um afrit eða ljósrit af málsskjölum, nema það sé verulegum vandkvæðum bundið vegna eðli skjala eða fjölda þeirra. Aðeins bundið við aðila máls.
Undantekningar
Ef hagsmunir aðila teljast eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna,- eða einkahagsmunum
Hvaða kæruleiðir eru færar í stjórnsýslumálum?
Ef aðili er ósáttur við niðurstöðu stjórnvalds getur hann kært hana til æðra stjórnvalds ef því er til að dreifa til að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt - Nema annað leiði af lögum
Æðra stjórnvald verður alltaf að rökstyðja ákvarðanir í kærumálum
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar
Kæra má vera skrifleg eða munnleg, best að hafa hana skriflega
Að jafnaði þarf að kæra innan 3 mánaða frá ákvörðun. Ef kæra berst seinna skal henni vísa frá, nema skýranlegar ástæður eru fyrir. Ef meira en ár er frá því ákvörðunin er tekin þá er kærunni skilyrðislaust vísað frá.
Umboðsmaður Alþingis
Áður en kært er til umboðsmanns Alþingis þarf að vera búið að tæma kæruleiðir innan stjórnsýslunar.
Ef aðili máls er ósáttur við niðurstöðu æðra setts stjórnvalds getur hann skotið máli til umboðsmanns Alþingis
Sjá lög nr 85/1997
Kvartanir til Umboðsmanns Alþingis þurfa að:
Vera skriflegar
Innihalda upplýsingar um tilefni kvörtunar
Fylgja öll gögn og upplýsingar sem kvartandi hefur
Vera bornar fram innan árs frá ákvörðun
Málskot til dómstóla
Aðili máls sem er enn ósáttur eftir að hafa tæmt kæruleiðir innan stjórnsýslunnar hefur að jafnaði rétt til þess að skjóta málinu til dómstóla. Hann getur gert það hvort sem að álit umboðsmanns liggur fyrir eða ekki. Það er val en ekki skylda að leita til umboðsmanns Alþingis.
Dómstólar meta:
Hvort stjórnvald hafi gætt réttra málsmeðferðarreglna
Hvort lögmæt sjónarmið hafi legið til grundvallar ákvörðun
Hvort formið hafi verið lögmætt