Inngangur á lögfræði fyrra próf Flashcards
Hverjar eru helstu stoðir stjórnskipunar Íslands?
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Fullveldi
Lýðveldisstjórnarform
Lýðræði
Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar
Þrískipting ríkisvaldsins
Þingræði
Grundvallarréttindi borgaranna
Hvað felst í þrígreiningu ríkisvaldsins?
Kemur fram í 2. Gr. stjórnarskrár. Þar segir að Alþingi og forseti fara saman með löggjafavaldið. Forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavaldið og dómendur fara með dómsvaldið.
Markmið þrískiptingar: Tryggja ákveðna valddreifingu þar sem ólíkir valdahafar hafa hemil á hver öðrum eða tempri vald hvers annars. Rökin með því að tveir handhafar séu á sömu grein ríkisvaldsins er til að þeir tempri hvor annan og veita nauðsynlegt aðhald
Hvert er eftirlitshlutverk Alþingis?
Eftirlit með stjórnvöldum
Alþingi, þingnefndir og þingmenn geta óskað upplýsinga/svara frá ráðherrum um ákveðin málefni
Ríkisendurskoðun skv lögum nr 46/2016. Kosin af alþingi til sex ára í senn og hefur eftirlit með fjárreiðum ríkisins.
Umboðsmaður alþingis - kosinn á Alþingi til 4 ára í senn. Hann starfar skv lögum nr 85.1997. Hann hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitafélaga, tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum
Hvernig eru ráðherrar skipaðir?
Af forseta.
Hæfisskilyrði - þarf ekki tiltekna menntun eða reynslu til að taka við embætti
Íslenskir ríkisborgarar
Lögráða
Fjárráða
Hafa heilsu til að gegna starfinu
Hvað felst í ráðherraábyrgð?
Lög nr 4/1963 um ráðherraábyrgð. Í ráðherraábyrgð felst refsi og skaðabóta vegna embættisverka.
Brot á lögunum varða sektum eða fangelsisvist upp að tveimur árum.
Hvað felst í fullveldi?
Fullveldið er grundvallarhugtak í þjóðarrétti og stjórnskipunarréti. Fullveldi fylgir gagnkvæm virðing að þjóðarrétti fyrir óskorðuðu valdi ríkis innan sinna vébanda. Önnur ríki geta ekki hlutast til um málefni fullvalda ríkja nema með frjálsu samþykki þeirra.
Ísland fullvalda 1. Desember 1918 í því fólst:
Þjóréttarleg viðurkenning Dana á fullveldi landsins. Vorum enn með danakonung en Íslenska ríkið fékk óskorðan rétt til að ráða sínum innri málefnum, setja réttarreglur og framfylgja þeim og sótti ekki lengur sitt vald til æðri stofnana, kemur fram í annarri stjórnarskrá Íslands frá 1920
Ríkið er aðili að þjóðarétti og getur gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar. Íslendingar fengu því utanríkismál í sínar hendur
Samhliða þessu flyst æðsta dómsvald til landsins. Hæstiréttur stofnaður í 16. febrúar 1920
Fullveldið
Fullveldið endurspeglast í 2. Gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins. Fullveldið er ekki orðað sem slíkt í stjórnarskránni en endurspeglast í stjórnarskránni að æðstu handhafar ríkisvaldsins hafa endanlegt ákvörðunarvald í málefnum ríkisins, hver á sínu sviði. Ákvæðið er talið setja því skorður að hægt sé að framselja ríkisvaldið til alþjóðastofnana. Ákvæði um slít framsal er hægt að finna í stjórnarskrá hinna norðurlandana og hefur verið velt fyrir hvort það ætti að taka upp hér á landi
Hvað felst í synjunarvaldi forseta?
Forseti getur synjað að staðfesta lög og vísað til þjóðarinnar. Ef forseti neitar að staðfesta lög taka þau samt sem áður gildi en það þarf að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin getur þá staðfest eða synjað. Ef þjóðin hafnar þá falla þau úr gildi.
Hvað þarf til þess að breyta stjórnarskránni?
Stjórnarskrárbreytingar verða til vegna frumvarpa til stjórnskipunarlaga fá sérstaka og vandaða meðhöndlun,. Erfiðara að breyta þeim en öðrum lögum þar sem mikilvægir hagsmunir eru í húfi
Ef frumvarp til stjórnskipunarlaga er samþykkt á Alþingi þarf að rjúfa þing og stofna til almennra kosninga
Algengt að þessi frumvörp séu lögð fram í lok þings
Ef nýskipað Alþingi samþykir frumvarpið óbreytt skal það staðfest af forseta og tekur þá gildi. Það þarf að samþykkja frumvarpið tvisvar sinnum.
Undantekning - ef um er að ræða breytingu á kirkjuskipan ríkisins skv 62 gr stjórnarskránnar skal það afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu
Í hvaða tilfellum er Landsdómur kallaður saman?
Lög nr 3/1963 um Landsdóm
Ætlað að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna ráðherraábyrgðar einar.
Dómar hans og aðrar úrlausnir endanlegar.
Alþingi setur fram þingsályktun þar sem kæra er nákvæmlega tiltekin og sókn málsins er bundin við að Alþingi kýs mann í starf saksóknara og annan til vara sem og fimm manna þingnefnd sem fylgist með málinu og er dómara til aðstoðar.
Landsdómur hefur aðeins einu sinni kölluð saman í málinu gegn Geir H Haarde
Hvað er fjallað um í stjórnarskránni?
1 kafli fjallar um stjórnarformið
2 kafli um forsetakjör, störf ráðherra, samninga við önnur ríki, þingrof o.fl.
3 kafli um skipan Alþingis, kosningarétt, kjörgengi o.fl
4 kafli um störf Alþingis, réttindi og skyldur þingmanna o.fl.
5 kafli um dómsvaldið
6 kafli um þjóðkirkjuna
7 kafli um mannréttindi
Hvað er stjórnsýsla?
Formleg skilgreining
Í henni felst að undir stjórnsýslu falli þeir sem fara með framkvæmdarvaldið
Efnisleg skilgreining
Sú starfsemi sem skv. Lögum verður aðeins framkvæmd af hinu opinbera.
Þriðja skilgreingu - neikvæð skilgreining
Sú starfsemi stjórnvalda sem falli undir stjórnsýsluna sem ekki fellur undir löggjafann eða dómsvaldið
Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?
Valdheimildum handahafa framkvæmdavaldsins má skipta í tvennt
Stjórnvaldsákvarðanir
Stjórnvaldsfyrirmæli
Stjórnvaldsákvörðunum má skipta í tvennt:
Ákvarðanir um rétt/skyldu borgaranna - Ákvörðun sem er tekin í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust útávið af tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi hátt um rétt eða skyldur þeirra í ákveðnu fyrirliggjandi máli og með henni
Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar
Stjórnvaldsákvarðanir geta verið
Lögbundnar ákvarðanir - byggja á fastmótuðum lagaákvæðum
Matskenndar ákvarðanir - þegar lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákvarða ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo ákvörðun er verði tekin eða fela stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hver ákvörðun skuli vera.
Aðrar ákvarðanir en stjórnvaldsákvarðarnir, eru stjórnvaldsfyrirmæli.
Stjórnvaldsfyrirmæli felst setning almennra og binandi réttarreglna
Eru lík lögum nema að þau eru ekki sett af löggjafanum, heldur af framkvæmdavaldinu. Ákveðið framsal lagasetningavalds.
Algengustu stjórnvaldsfyrirmælin eru reglugerðir
Önnur stjórnvaldsfyrirmæli eru reglur, tilskipanir, gjaldskrár, erindisbréf eða ráðuneytisbréf.
Hvað getur aðili gert sem er ósáttur við ákvörðun lægra setts stjórnvalds?
Hægt að kæra ákvarðanir lægra settra stjórnvalda til ráðherra, nema það sé kveðið á í lögum.
Hvert er gildissvið stjórnsýslulaga?
Gildissvið stjórnsýslulaga
Stjórnsýslulögin gilda, þegar stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga tekur stjórnvaldsákvarðanir
Brottrekstur, skipun, setning, ráðning opinberra starfsmanna telst til stjórnvaldsákvarðana.
Leyfisveitingar teljast einnig til stjórnvaldsákvarðana.
Stjórnsýslulögin gilda ekki um
Ákvarðanir, sem lúta að þjónustustarfsemi
Ummönnun sjúklinga, fatlaðra og aldraðra, kennslu, bókvörslu, slökkvistörf o.fl.
Það gætu þó verði ákvarðanir á þessum sviðum sem gætu talist sem stjórnvaldsákvarðanir.
Ákvarðanir einkaréttarlegs eðlis
Kaup á vörum, þjónustu, samningar við verktaka o.fl.
Hvað felst í leiðbeiningarskyldu stjórnvalda skv stjórnsýslulögum?
Stjórnvöldum er skylt að leiðbeina.
Þeim ber að upplýsa og leiðbeina:
Leiðbeiningar um lagareglur og eftir atvikum um ákvæði reglugerða
Hvernig meðferð mála er venjulega hagað - ef mál er sett á vitlausan stað skal leiðbeina hvert eigi að leggja málið fram
Hvaða gögn ber að leggja fram
Hversu langan tíma tekur venjulega að afgreiða mál
Leiðbeiningar og aðstoð við útfyllingu eyðublaða
Ef fyrirspurn berst skriflega þá skal svara skriflega.
Veita þær leiðbeiningar til þess að sá sem er að elita upplýsinganna geti gætt hagsmuna sinna á sem bestan hátt
Leiðbeiningaskylda stjórnvalda ekki alveg jafn rík ef að aðili er með lögmann. Þá má gera ráð fyrir að lögmaðurinn þekki til og geti leiðbeint honum
Hvað felst í meðalhófsreglunni?
Í henni felst að stjórnvöld verða að gæta hófs við meðferð valds síns
Íþyngjandi ákvörðun verður að vera til þess fallin að ná því lögmæta markmiði sem stefnt er að
Þegar fleiri en ein leið er til að ná nauðsynlegu markmiði skal velja vægasta úrræðið sem gagn gerir
Stjórnvöld eiga aldrei að ganga lengra en nauðsynlegt er, ef það er hægt að ná sama markmiði með vægara móti á að grípa til þess.
Meðalhófsreglan gildir einnig í öðrum lögum, t.d. Í lögum um handtöku að það eigi ekki að veita hinum handtekna meiri óþægindum en nauðsynlegt er.
Hvað felst í andmælareglunni?
Grundvallarregla að aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því
Eigi aðili andmælarétt ber að tilkynna honum um að mál sé til meðferðar eins fljótt og unnt er nema það liggi fyrir um að hann hafi fengið vitneskju um það fyrirfram. Viðkomandi geti ekki nýtt sér andmælaréttinn nema hann viti um að mál sé til meðferðar.
Aðili máls á rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varða
Sjá einnig upplýsingalög nr 140/2012
Ákveðnar undantekingar
Ef að skjölin eru þess eðlis eða of mikið af skjölum að það er vandkvæðið að veita aðila aðgang að gögnum.
Ef um sakamál er að ræða, nema þegar mál hefur verið fellt niður eða lokið með öðrum hætti.
Stjórnvöld geta líka hamlað að einstaklingar fái að sjá gögn, ef talið er að hann notfæri sér vitneskju úr þeim
Efnisgrundvöllur andmælareglunnar - að einstaklingur fái að tjá sig um mál áður en stjórnvöld taki ákvörðun í því
Formgrundvöllur andmælareglunnar - Einstaklingur hafi kost á því að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda sem hefur áhrif á líf hans.
Hvað felst í jafnræðisreglunni?
Grundvallaregla í öllum vestrænum löndum: Stjórnvöld eiga að gæta jafnræðis og samræmis
Sambærileg mál í lagalegu tilliti skal afgreiða með sambærilegum hætti og þau hljóta samskonar úrlausn. 65 gr stjórnarskráinnar - jafrnérttistákvæðið
Það verður að hafa í huga að það er ekki um mismunun að ræða ef að mismunandi úrlaus ræðst af frambærilegum og lögmætum sjónarmiðum
Óheimilt að mismuna borgurunum á ómálefnalegum grunni
Hvað felst í vanhæfisreglunni?
Opinberir starfsmenn eða þeir sem taka stjórnvaldsákvarðanir, þurfa að fylgja eftirfarandi reglum:
Almennt hæfi
Fjalla um þær kröfur sem þarf að fullnægja svo að skipun eða kosning í starf sé lögmæt. Uppfyllir viðkomandi aðili þær kröfur sem eru gerðar til manns í þeirri stöðu sem hann er í
Sérstakt hæfi
Fjalla um þær kröfur sem starfsmenn/stofnun þarf að uppfylla til að vera hæf(ur) til meðferðar máls. 3 gr stjórnsýslulaga.
Starfsmaður er vanhæfur til meðferðar máls ef hann er aðili , fyrirsjármaður eða umboðsmaður aðila máls, eða nátengdur fyrirsjásmanni eða umboðsmanni. Líka vanhæfur ef hann ´tók þátt í máli á lægra stjórnsýslustigi, eða ef hann á hagsmuna að gæta. Einnig ef næstu yfirmenn hans eiga sérstakra hagsmuna að gæta. Ef að að öðru leyti hægt er að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Ekki um vanhæfi að ræða ef hagsmunir eru smávægilegir eða ef málið með þeim hætti er það lítilfjörlegur að ekki er talið að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.
Ef um vanhæfi er að ræða:
Verður að vekja athygli á vanhæfi sínu - undir honum sjálfum að vekja athygli á því og meta sjálfan sig.
Má ekki taka þátt í málinu á neinu stigi
Ef enginn er “innanhúss” sem getur tekið málið að sér skal setja staðgengil - þetta gæti átt við ef yfirmaður er vanhæfur, þá verða undirmenn hans líka vanhæfir.
Hvað felst í rannsóknarreglunni?
Í henni felst að stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Það þarf að rannsaka mál og afla upplýsinga áður en stjórnvald taki ákvörðun í máli
Stjórnvald þarf ekki sjálft að afla allra upplýsinga, má leggja skyldu á aðila að koma með ákveðin gögn, t.d. Ef aðili sækir um ákveðin réttindin eða fyrirgreiðslu, má ætla honum að leggja fram þau gögn og þær upplýsingu og má með sanngirni ætla að hann geti framfylgt án þess að íþyngja honum um of.
Strangari kröfur til rannsókna ef málið varðar mikla fjárhagslega eða félagslega hagsmuni aðila máls. T.d. um atvinnuréttindi eða fjölskyldumál.
Ef ákvörðun er íþyngjandi því meiri kröfur gerðar til undirbúnings og rannsóknar áður en ákvörðun er tekin.
Hvað felst í málshraðareglunni?
Í henni felst að : Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.
Stjórnvald skal skýra aðilum máls frá fyrirsjáanlegum töfum á afgreiðslu máls, ástæðu tafanna og hvenær megi búast við afgreiðslu.
heimilt að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu máls til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu er tekin.
Hvað felst í rétti til rökstuðnings?
Þegar það eru teknar ákvarðanir þá eru þær byggðar á tilteknum réttarheimildum og sjónarmiðum, svo það eru alltaf einhver rök sem leiða til niðurstöðunnar.
Aðili máls á að jafnaði ekki rétt á rökstuðningi samhliða stjórnvaldsákvörðun lægra setts stjórnvalds. Þegar lægra sett stjórnvald tekur ákvörðun ber því ekki að rökstyðja það sérstaklega, en einstaklingur á almennt alltaf rétt á að fá rökstuðning.
Rökstuðningur veittur eftirá - eftirfarandi rökstuðningur
Rökstuðningur samhliða - samhliða rökstuðningur
Einstaklingur verður að biðja um rökstuðning innan 14 daga frá því ákvörðun er tekin. Stjórnvaldi ber að rökstyðja innan 14 daga frá beiðninni.
Rökstuðningur skal fylgja úrskurðum í kærumálum. Af því að að er almennt gerð meiri kröfur til æðri stjórnvalda þegar verið er að afgreiða kærumál, farið fram á vandaðir málsmeðferðar
Undantekningar
Ef beiðni hefur verið samþykkt að öllu leiti.
Vegna einkunna á prófum - nemendur eiga oftast rétt a munnlegum skýringum kennara og eiga rétt á að fá mati á skriflegrar úrlausnar, innan 15 daga frá birtingu. Ef nemandi sem hefur ekki staðist próf vill ekki sætta sig við niðurstöðu kennara getur hann sótt til forseta fræðasviðs og skal þá prófdómari skipaður í hverju tilviki.
Vegna styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda - oft háð mati og erfitt að rökstyjða sérstaklega
Hvað felst í rétti til aðgangs að gögnum og upplýsingum?
Meginregla stjórnsýslunnar að aðili máls eigi rétt á að kynna sér gögn og önnur skjöl sem málið varðar.
Stjórnvaldi ber að verða við beiðni aðila um afrit eða ljósrit af málsskjölum, nema það sé verulegum vandkvæðum bundið vegna eðli skjala eða fjölda þeirra. Aðeins bundið við aðila máls.
Undantekningar
Ef hagsmunir aðila teljast eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna,- eða einkahagsmunum
Hvaða kæruleiðir eru færar í stjórnsýslumálum?
Ef aðili er ósáttur við niðurstöðu stjórnvalds getur hann kært hana til æðra stjórnvalds ef því er til að dreifa til að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt - Nema annað leiði af lögum
Æðra stjórnvald verður alltaf að rökstyðja ákvarðanir í kærumálum
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar
Kæra má vera skrifleg eða munnleg, best að hafa hana skriflega
Að jafnaði þarf að kæra innan 3 mánaða frá ákvörðun. Ef kæra berst seinna skal henni vísa frá, nema skýranlegar ástæður eru fyrir. Ef meira en ár er frá því ákvörðunin er tekin þá er kærunni skilyrðislaust vísað frá.
Umboðsmaður Alþingis
Áður en kært er til umboðsmanns Alþingis þarf að vera búið að tæma kæruleiðir innan stjórnsýslunar.
Ef aðili máls er ósáttur við niðurstöðu æðra setts stjórnvalds getur hann skotið máli til umboðsmanns Alþingis
Sjá lög nr 85/1997
Kvartanir til Umboðsmanns Alþingis þurfa að:
Vera skriflegar
Innihalda upplýsingar um tilefni kvörtunar
Fylgja öll gögn og upplýsingar sem kvartandi hefur
Vera bornar fram innan árs frá ákvörðun
Málskot til dómstóla
Aðili máls sem er enn ósáttur eftir að hafa tæmt kæruleiðir innan stjórnsýslunnar hefur að jafnaði rétt til þess að skjóta málinu til dómstóla. Hann getur gert það hvort sem að álit umboðsmanns liggur fyrir eða ekki. Það er val en ekki skylda að leita til umboðsmanns Alþingis.
Dómstólar meta:
Hvort stjórnvald hafi gætt réttra málsmeðferðarreglna
Hvort lögmæt sjónarmið hafi legið til grundvallar ákvörðun
Hvort formið hafi verið lögmætt
Hverjar eru meginreglur réttarfars?
Meginnreglur eru þær reglur sem gilda jöfnum höndum um einkamál og sakamál. Almennar réttarfarsreglur
Þær reglur sem gilda um einkamál og sakamál:
Réttur til að bera mál undir dómstóla
Jafnræði aðila fyrir dómi
Opinber málsmeðferð
Munnleg málsmeðferð
Milliliðalaus málsmeðferð
Fljótvirk málsmeðferð
Sjálfstæður og óvilhallur dómstóll
Frjálst sönnunarmat
Hvaða málsmeðferðarreglur gilda aðeins um einkamál og hvað felst í þeim?
Útilokunarreglan
Takmarkar möguleika aðila á að bæta við málsatvikum, málsástæðum og kröfum inn í mál á síðari stigum
Miðar að fljótvirkri málsmeðferð - tefur fyrir máli ef það er verið að bæta við eða breyta kröfum.
Málsforræðisreglan
Forræði á sakarefni og málsmeðferð
Í henni flest í fyrsta lagi að aðilar ráða því hvaða mál fara fyrir dómstóla, hverjum er stefnd og hvaða kröfur eru gerðar. Ákvarða hvaða kröfur eru gerðar, hvaða gögn eru lögð fram, hvaða rök eru notuð og málatilbúnaði að öðru leiti. Að jafnaði stefnandi sem ákvarðar kröfurnar. Getur verið tekið á samningi aðilum.
Dómari er bundinn af því sem að aðilar verða sáttir um, ef aðili samþykki r.t.d að skulda gagnaðila um ákvðena fjárhæð þá er dómarinn bundinn því samþykki, jafnvel þó hann telji það ekki rétt. Ólíkt því í sakamálum þegar dómari má horfa fram hjá t.d. Játningu ef hann telur hana ekki trúverðuga.
Undantekingar t.d.Faðernismál og forsjármál
Felst í málsforræðisreglunni að aðilar máls geta lokið málinu með sátt og ráða efni sáttarinnar.
Hvaða málsmeðferðarreglur gilda aðeins um sakamál og hvað felst í þeim?
Nefndu alla dómstóla á Íslandi og hlutverk þeirra?
Almennir dómstólar - leysa úr öllum dómsmálum, nema þeir eiga undir sérdómstóla eða gerðadóma
Héraðsdómstólar - 8 dómstólar sem starfa á landfræðilega afmörkuðu svæði, hafa 9 þinghár. 1 þinghá hjá hverjum dómstól, nema á suðurlandi þar sem eru 2. Héraðsdómarar eru 42 en fjöldi dómara er mismunandi eftir dómstólum. Fjölmennustu dómstólar eru í reykjavík og reykjanesi. Dómstjóri skiptir verkum á milli dómara. Getur komið fyrir að dómur sé fjölskipaður og þá eru t.d. 3 dómarar, eða 1 dómari og 2 sálfræðingar eða fólk sem er með hliðsjárverða þekkingu t.d. Í forsjármálum.
Landsréttur - Áfrýjunardómstóll. Nær til landsins alls. 15 dómarar og kosinn forseti til 5 ára í senn. Yfirleitt taka 3 dómarar þátt í máli. Aðilar máls geta komið fyrir dómi og gefið skýrslu milliliðalaust.
Hæstiréttur - Æðsti dómstóll landsins. 7 dómarar og kjósa forseta til 5 ara í senn og fer hann með yfirsjá. 5 dómarar fara með málin, en í sérstökum málum geta verið 7 dómarar.
Sérdómstólar:
Félagsdómur. Lög nr 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Dæmir í málum er varða vinnulöggjöf. Dómar eru vanalega endanlegir en í sumum dómum má skjóta til hæstaréttar
Landsdómur - Lög nr 3/1963 um Landsdóm. Ætlað að dæma ímálum sem alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna ráðherraábyrgðar einar. Dómar hans og aðrar úrlausnir endanlegar.
Gerðardómar- Lög nr 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Hægt að semja um að leyst verði um ágreining í gerðardómi og ágreiningsefni er þá skilið undan lögsögu dómstóla með samningi aðila og aðilar eru bundnir við niðurstöðu gerðardóms og ber að greiða kostnað við þóknun til dómara. Ekki eigindlegur dómstóll heldur sérfræðingar kallaðir fram til að taka hvert mál fyrir sig fyrir. .Ekki algengt hér á landi.
Hvaða mál eru einkamál?
Mál þar sem leyst er úr ágreiningi um réttindi manns eða skyldu
Tekist á um hagsmuni sem aðilar máls geta ráðstafað með samningum sín á milli
“Öll önnur dómsmál en sakamál, þ.e. Þau, sem ákæruvaldið höfðar til refsingar lögum samkvæmt” eru í raun einkamál.
Einkamál fjölbreytileg
Skuldamál eru algengustu einkamálin en skaðamál einnig algeng
Málaflokkar
A - Aðfarabeiðnir
B - Bráðabirgðaforsjá og farbann
D - Opinber skipti
E - Einkamál
F - Flýtimeðferðarmál
G - Gjaldþrotaskipti
H - horfnir menn
J - Greiðslustöðvunarb
K - Mál v. kyrrsetningar og lögbanns
L - Lögræðismál
M - Matsmál
N - Nauðasamningsuml.
P - Sjópróf
Q - Mál v. Dánarbússk
R - Rannsóknarúrskurðir
T - Mál v. þinglýsinga
U - Barnaverndarmál
V - Vitnamál
X - Mál v. gjaldþrotask.
Y - Mál v. aðfaragerða
Z - Mál v. Nauðungars
Ö - Önnur mál
Hvernig er sönnunarbyrðin í einkamálum?
Reglur um sönnunarbyrði í einkamálum eru að mestu leyti eru óskráðar
Meginreglan að sá, sem beri hallann af sönnunarskorti, beri sönnunarbyrðina
Ef einhver heldur einhverju fram, sem er mótmælt eða er fremur óvenjulegt, þá ber hann sönnunarbyrðina
Hvers vegna er mikilvægt að kröfur komi skýrt fram í stefnu?
Stefnan er raun það sem málsókn byggist á
Tilkynning til stefnda, að stefnandi hyggst sækja hann fyrir dómi og áskorun til hans að mæta við þingfestingu til að halda uppi vörnum, ef hann kýs svo
Ef stefnan er ekki skýr getur verið að málinu sé vísað frá.
Ef stefndi mætir ekki við þingfestingu verður málið dæmt eftir kröfum stefnanda í stefnunni og því þarf hún að vera svo greinargóð að hægt sé að dæma eftir henni
Hverjir geta flutt einkamál fyrir dómstólum?
Fyrirsvar fyrir dómi:
Aðili sjálfur - verður að vera hæfur til að flytja málið og leiðbingingaskylda kveður á dómara. Ef hann er ekki hæfur þá veðrur annar að vera í fyrirsvari fyrir hann
Lögráðamaður- t.d. Foreldri ef aðili er undir lögaldir eða sviptur lögræði.
Fyrirsvarsmaður - t.d. Fyrir stofnanir eða félög. Oftast framkvæmdastjóri eða formaður stjórnar. Ef um er að ræða ríki er það oftast ráðherra.
Lögmaður - langalgengast.
Hvað er stefnufrestur langur og við hvað miðast hann?
Þarf að gefa stefnuvottum ákveðinn tíma til að birta hana. Má ekki vera of þröngur frestur, 3 sólarhringar ef að stefndi hefur fasta búsetu í þeirri þinghá sem málið verður þingfest. Stefnufrestur er 1 vika ef að stefndi hefur fastan dvalarstað utan þeirra staðar þar sem málið verður þingfest. 1 mánuður ef stefndi hefur fasta búsetu erlendis eða ef það er óvitað. Ef stefna er birt með of stuttum tíma gæti verið að máli sé vísað frá.
Hverjar eru meginreglur við meðferð sakamála?
Hverjir eru flokkar fullnustugerðar?
Fimm flokkar fullnustugerðar - oft samtengdir
Aðfaragerðir - tilgangur þeirra er að tryggja efndir á skyldu. Almenna reglan er að það þurfi dóm til en það eru undantekningar, ef aðfaraheimildin er lögbundinn eða kemur fram í skjölum
Bráðabirgðagerðir - tilgangur þeirra er að tryggja óbreytt ástand. Sýslumenn taka ákvarðanir, en til að þær haldi gildi sínu þarf að tryggja þær fyrir dómi
Nauðungarsala - eignum og réttindum ráðið án samþykkis viðkomandi. Sýslumenn sem sjá um framkvæmdina en dómstólar leysa úr ágreiningi
Gjaldþrotaskipti - skuldari sviptur eignum sínum og renna til skiptana. Skipaður skiptastjóri sem sér um framkvæmd skiptana. Hann er æðsti maður í búinu. Fer fram í kröfu allra kröfueiganda
Opinber skipti á dánarbúi á grundvelli dómsúrskurðar - ráðstafa eignum og öðrum fjárhag
Hvaða skilyrði þarf andlag fjárnáms að uppfylla?
Þau skilyrði sem andlag fjárnáms verður að uppfylla
Hafa fjárhagslegt gildi
Vera orðið til - eitthvað sem að liggur fyrir. Ekki hægt að gera fjárnám í framtíðartekjum, eða arfi sem hann á von á
Vera nægilega tilgreint - til að tryggja veðrétt kröfuhafa í eigninni. Verður að skilgreina nákvæmlega hvaða eign það er.
Tilheyra gerðarþola - ekki hægt að taka eignarhlut í hluta maka, nema maki bjóði fram eignina sína. En það þarf alltaf að leiðbeina viðkomandi að honum beri ekki að bjóða hana fram.
Getur verið réttindi gerðarþola á hendur þriðja manni -
Getur verið eign gerðarþola sem þriðji maður á réttindi yfir - ef einhver á veð í eign sem verið er að taka fjárnám, þá stoppar það ekki fjárnámið.
Hvaða eignir geta verið undanþegnar fjárnámi?
Jafnvel þá eignir uppfylli öll skilyrði geta þau verið undantekin, kemur fram í 43 gr aðfaralaga
Skv þeirri grein verður fjárnám ekki gert á:
Lausafjármunum, sem nauðsynlegir eru gerðarþola og heimilismönnum hans til að halda látlaust heimili með þeim hætti, sem almennt gerist. Ekki tiltekið nákvæmlega hvað telst sem þessir þættir, en fer eftir tíðaranda.
Ákveðnum peninga eignum - t.d. Slysabætur fyrir komandi tíð
Persónubundnum réttindum - ekki hægt að gera fjarnám eins og líkamana, frelsi, atvinnuréttindum, hlut með tilfinningalegt gildi, hluti sem er refsivert að eiga
Eign sem gefin hefur verið með þeim fyrirmælum að hún skuli vera undanþegin aðför - t.d. Með arf
Hvað er frestdagur?
hvenær héraðsdómara berst beiðni um heimild til greiðslustöðvunar, nauðasamningsumleitana eða sá dagur sem krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómara, sá dagur sem riftun miðast við
Hvers vegna er skilgreint hverjir eru nákomnir í gjaldþrotalögum?
Nákominn - menn eða lögpersónur sem tengjast skuldara með ákveðnum hætti. Við rittun á ráðstöfunum þrotamanns er oft farið lengra aftur í tímann fyrir eignir í eigu nákominna
Hver er munurinn á nauðungarsölu á lausafé og nauðungarsölu á fasteignum?
Ferli nauðungarsölu á fasteign og fleiru:
Auglýsing í lögbirtingablaði - 4 vikum fyrir fyrirtöku
Fyrirtaka - fyrsta fyrirtaka fer fram á skrifstofu syslumanns. Þar er ákveðið hvenær eigi að setja fasteign á uppboð.
Byrjun uppboðs - auglýsing í dagblöðum með a.m.k. Þriggja daga fyrirvara. Einhver boð verða að koma fram til þess að hægt sé að setja eign á framhaldssölu. Hægt að fá byrjun uppboðs frestað, en má ekki liða meira en ár frá fyrstu fyrirtöku og þar til uppboð hefst. Ef lengri tími þá fellur það niður og það þarf að senda aðra beiðni.
Framhaldssala - fer fram á eigninni sjálfri. Verður að fara fram innan 4 vikna frá byrjun uppboðs. Ekki hægt að fresta framhaldssölu nema að beiðni gerðarbeiðanda.
Samþykki og úthlutun - sýslumaður ákveður hvaða boði verður tekið, úthlutar skv. 50-51 gr.
Ferli á nauðugarsölu á lausafé:
Vörsluvipting 59 gr
Þegar gerðarbeiðandi leggur fram nauðungarsölubeiðni getur hann sett fram ósk um að sýslumaður veitt honum heimild til að taka við vörslum eignar
Gengið út frá því að réttur til vörsutöku fylgi sjálfkrara heimild til nauðungarsölu
Uppboðið sjálft. - fer fram í einni fyrirtöku. Þarf að auglýsa með 1 viku fyrir. Þarf að staðgreiða upphæðina á uppboðinu sjálfu
Algengast að þetta sé gert í Reykjavík eða Selfossi
Geta verið tölvur, myndavélar, bifreiðar o.fl.
Hvaða gerð/gerðir eru ætlaðar til að stöðva eða fyrirbyggja tilteknar athafnir sem brjóta
gegn lögvörðum rétti manns?
Bráðabirgðagerð / Lögbann - leggja má lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans. Gerðarbeiðandi þarf því að sýna fram á að gerðarþolandi hafi eða muni gera eitthvað.
Hvað er aðfararheimild?
Til þess að fara í aðför þarf að liggja fyrir aðfaraheimildir
Algengustu aðfaraheimildirnar eru dómar, úrskurðir, sáttir, áritaðar stefnur og nauðasamningar
Almennt verður málið að hafa farið fram hér á landi
Ekki alltaf þarf dom til því ákvarðanir yfirvalda um fésektir, dagsektir og févíti og aðfararhæfar sáttir og úrskurðir yfirvalda geta verið gildar aðfaraheimildir
Skuldabréf, víxlar, tékkar og kröfur með lögtaksrétt skv lögum. Þetta eru skjöl sem innihalda beina aðfaraheimild, án dóms
Hvað er aðfararfrestur?
Sá lágmarkstími sem þarf að líða frá því aðfararheimild verður til og þar til aðför má fara fram. Ekki má gera aðför nema aðfararfrestur sé liðinn
Almenna reglan er sú skv 1 mgr, 5 gr aðfaralaganna að aðfarafresturinn er 15 dagar frá uppkvaðningu dóms, ef annar aðfarafrestur er ekki tekinn fram
Með hvaða hætti er unnt að ljúka fjárnámi?
Getur lokið með nokkrum háttum
Með því að fullnusta fæst við gerðina - skuldajöfnuður eða greiðsla. Mjög sjaldgæft
Myndun aðfararveðs - algengast að fjárnám sé gert þannig. gerðarbeiðandi fær aðfararveð í eign gerðarþola
Árangurslaust fjárnám - fjárnámi lýkur án þess að eignir gerðarþola komi að neinu leyti fram eða þær nægja ekki til fullnustu kröfu gerðarbeiðanda.
Hvað fellur undir opinberan rétt annars vegar og einkarétt hins vegar?
Opinber réttur:
Stjórnskipunarréttur
Réttarfar
Stjórnsýsluréttur
Refsiréttur
Einkaréttur:
Persónuréttur
Sifjaréttur
Fjármunaréttur
Erfðaréttur
Hvað er átt við mið stjórnskipun ríkis?
Með stjórnskipun ríkis er átt er átt við þær stoðir sem skipulag ríkisins hvílir á, hverjir fara með æðstu stjórn þess, hver er uppspretta ríkisvaldsins, reglur um meðferð þess svo og um mörk valdaheimilda gagnvart borgurunum.
Meginreglur um stjórnskipun ríkja er yfirleitt að finna í sérstökum lagabálki, stjórnaskrá eða grundvallarlögum. Ítarlegri upplýsingar um grundvallalög, um skipan og meðferð valdsins er að finna í almentnrri löggjöf.
Þar sem að stjórnarskrá er ætlað að varðveita kjölfestu stjórnarskipulagsins og æðstu réttarreglur ríkisins er almennt erfiðara að breyta þeim en almennum lögum.
Hvað er réttarheimild?
Réttarheimild er viðhlítandi stoð eða grundvöllur réttarreglna
Stuðst er við réttarheimildir til að leysa lögfræðileg ágreiningsefni
Menn þurfa að leita uppi réttinn/réttarheimildina
Hvaða regla / réttarheimild gildir um það tilvik sem við erum að skoða
Réttarheimildir eru þau viðmið sem viðurkennt er að nota eigi sem grundvöll undir réttarreglu t.d. Sett lög, Venja, Meginreglur laga, Eðli máls eða Fordæmi (afleidd réttarheimild)
Hverjar eru réttarheimildir stjórnskipunarréttar?
Réttarheimildir stjórnskipunarréttar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr 33/1944. Það er ein frumréttarheimildin.
Önnur lög koma líka inn á skipan og meðferð ríkisvaldsins og setja upp þessa lagabálka sem fara inn á þessi svið
Stjórnarskráin er meginréttarheimildin en hin lögin eru ítarlegri útfærsla á þáttum í stjórnarskránni
Hvað er stjórnskipunarréttur?
Sú grein lögfræðinnar sem fjallar um þær grundvallareglur sem gilda um stjórn og skipulag ríkisins. Það er hverjir það eru sem fara með æðsta vald í málefnum ríkisins, hver réttarstaða þeirra er, hvernig þeir öðlast vald sitt, hvernig er þátttöku þeirra í meðferð ríkisvaldsins er háttað.