Inngangur að lögfræði lokapróf Flashcards
Hvað eru lögvarðar kröfur?
Kröfur sem við getum krafist efnda á.
Kröfurétti er gjarnan skipt í þrjá flokka, hverjir eru þeir?
Samningarétt
Skaðabótarétt
Almennan kröfurétt
Hverjar eru réttarheimildir samningaréttar?
Lög nr 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga
Lögin eru gömul en hafa staðið fyrir sínu, hafa ekki verið mikið breytt. Mesta breytingin 1996 þegar 36 gr kom, hægt að víkja hluta frá ef hún telst ósanngjörn. (þetta ákvæði er undantekning frá meginreglunni um að samningar eigi að gilda). Fjalla um:
Stofnun löggerninga
Umboð og aðra milligöngu við samningsgerð
Ógilda löggerninga
Lögin eiga ekki við um löggerninga á sviði persónu-, sifja- eða erfðaréttar, þó mætti beita einstökum ákvæðum með lögjöfnun. Þá eru líka til ýmis sérlög um gerðir samninga, t.d. Fasteignasamninga. En grunnhugmyndirnar er að finna í samningaréttinum
Hverjar eru réttarheimildir í almennum kröfurétt?
Fjallað er að einhverju leiti um almennan kröfurétt í samningaréttinum, en byggist þó að mestu á fordæmi, venjum og að einhverju leiti kenningum fræðimanna
Hvað felst í löggerningi í tengslum við samningarétt?
Í löggerningi felst viljayfirlýsing sem er ætlað að;
Stofna rétt
Breyta rétti eða
Fella rétt niður
Löggerningar eru ekki bundnir við ákveðið form, geta verið munnlegir eða skriflegir. Erfitt að sýna fram á munnlegan samning og því betra að hafa skriflegan, en samningarnir eru jafn gildir. En erfitt að útkljá um innihald samnings ef hann er munnlegur
Undantekningar - í ákveðnum samningum þurfa þeir að vera skriflegir, t.d. Fasteignasamningar þar sem þeir þurfa að vera þinglýstir
Hvað felur túlkun löggerninga í sér í tengslum við samningarétt?
Löggerninga getur þurft að túlka
En í túlkun felst að skýra, birta eðli eða inntak löggernings,, þ.e. Þannig að það verði ljóst hvaða skilning beri að leggja í löggerning og hvaða réttaráhrif sá löggerningur eigi að hafa.
Túlkun má kljúfa í tvennt
Skýring - orðalag er túlkað
Fylling - fylla í hugtökin, þarna gilda annarsvegar:
Viljakenning - hvað er viljað með samningnum, hvað átti hann við, hvert var markmiðið
Traustkenning - hvað gat hinn aðilinn treyst á að samningurinn fæli í sér
Hvað er átt við með viljakenningu í tengslum við samningarétt?
hvað er átt við með samningnum, hvert er markmiðið og hver er viljinn
hvað er átt við með traustkenningunni í samningarétti?
hvað gat annar aðilinn treyst á að samningurinn fæli í sér
Hvaða viðmið eru notuð í túlkun löggerninga?
Það ber að leggja til grundvallar þá niðurstöðu sem er síst íþyngjandi fyrir löggerningsgjafa, hvað er hagkvæmast fyrir hann (sérstaklega fyrir einhliða samninga
Skýra óljós ákvæði þeim aðila í óhag sem samdi þau einhliða
Líta til endurgjaldsins
þegar við erum að túlka samninga þurfum við að skoða hvað er minnst íþyngjandi, ef ákvæði er óljóst þá ber sá sem samdi samninginn hallann. Litið til endurgjaldsins - hvað er verið að semja um
Hvað er loforð í tengslum við löggerninga? (samningaréttur)
Löggerningur sem ætlað er að stofna rétt og kominn er til vitundar loforðsmóttakanda fyrir tilstilli loforðsgjafans er loforð
Ef við hugsum um kaupsamninginn, þá þarf kaupandi að lofa að kaupa og seljandi að lofa að selja. Þeir þurfa sjálfir að upplýsa gagnaðilann.
er hægt að afturkalla loforð?
Já, Loforð er hægt að afturkalla þangað til það er komið til vitundar loforðsmóttakanda
Munnlegt loforð er almennt hægt að afturkalla það þar til móttakandinn hefur samþykkt það, ef samþykkis er þörf
hvenær verður loforð bindandi?
Loforð verður ekki bindandi fyrr en loforðsgjafi hefur lofað sjálfur, eða beðið annan um að veita loforðið.
Ekki bindandi ef að X segir Y að Z ætli að gefa honum eitthvað, ef að Z bað ekki Y um að segja X það.
Hvað er ákvöð?
Löggerningur sem ætlað er að skuldbinda móttakandann
Dæmi um ákvöð
Samþykki tilboðs - skuldbindur tilboðsgjafa endanlega við efni tilboðsins.
Ef að það er tilgreindur ákveðinn frestur á tilboði sem er algengt í fasteignakaupum, þá er ákvöð og verður ekki grundvöllur samnings fyrr en tilboðið hefur verið samþykkt, í raun loforð sem tekur ekki gildi fyrr en tilboð er samþykkt.
Hvað er samningur í löggerningi?
Byggist á gagnkvæmum yfirlýsingum tveggja eða fleiri aðila
Önnur (ein ) yfirlýsingin verður að vera í formi loforðs
Hin (hinar) yfirlýsingin er yfirleitt einnig loforð um endurgjald fyrir það sem felst í loforðinu.
Hvað felst í meginreglu um skuldbindingargildi samninga?
ef þú gerir samning áttu að standa við hann
Hvað felst í samningsreglunni um frelsi?
getum samið við hvern sem er um hvað sem er, getum ráðið hvort við göngum til samnings eða ekki
Hver er skilgreiningin á tilboði í löggerningi?
tilboð er loforð sem þarf að samþykkja til að þau verði bindandi
Hvað er samþykkisfrestur?
Samþykkisfrestur er sá tími sem tilboðsmóttakanda gefst til að ganga að tilboði. Kemur oft fram í tilboði. Ef ekki er getið á samþykkisfrests, þá verður samþykki að berast fyrir þann tíma sem hann myndi áætla að væri ásættanlegur. Gert ráð fyrir að tilboð komi fram á réttum tíma og gagnaðili hafi nægan tíma til umhugsunar, og svarið tefjist ekki á leiðinni til tilboðssendanda.
Ef tilboðsmóttakandi vill taka breytingum á tilboðinu en samþykkja tilboðið, þá er það í raun gagntilboðið.
Ef tilboði er svarað of seint þá er ekki hægt að gera kröfur til tilboðsgjafa.
Hvenær er afturköllun tilboðs gild?
Sé tilboð eða svar við tilboðið afturkallað er afturköllunin gild ef hún kom til gagnaðila, fyrr en eða samtímis því að tilboðið eða svarið kom til vitundar hans.
Hvaða skilyrði eru til þess að einstaklingar geti gert bindandi samninga til ráðstöfunar á réttinum sínum?
Rétthæfi - getur átt réttindi og borið skildur
Gerhæfi - geta til þess að skuldbinda sig
Lögræði - bæði sjálfræði og fjárræði. Almennt öðlumst við lögræði við 18 ára aldur.
Lögræðislög nr 71/1997
Hægt að svipta menn lögræði.
Ef einstaklingur er ólögráða, þá verður lögráðamaður að sjá um að gera samninga fyrir viðkomandi.
Hvað eru stöðluð samningsákvæði í samningagerð?
í raun smáaletrið á samningum.
Stundum ágreiningur um hvort þau séu hluti af samningi eða ekki. Þá þarf að líta til þess hvort þau séu einhliða samin, þá þarf að skoða hvort að það sé vísað til þeirra en hvort þau séu ekki á samningi, eða við höndina, þá eru minni líkur á að þau séu talin hluti af samningi, sérstaklega ef þau eru talin íþyngjandi fyrir gagnaðila.
Efni skilmálanna er líka mikilvægt. Það er nauðsynlegt að kynna sér skilmálana, ef viðkomandi hefur aðgang að skilmálum, en kynnir sér þá ekki, þá ber hann hallann af því.
Ef skilmálar eru til staðar, eru á tungumáli viðkomandi og skýrir, þá eru mjög miklar líkur á að viðkomandi beri hallann af því að hafa ekki kynnt sér skilmálana
Ef annar aðilinn hefur atvinnu að viðskiptum, þá eru minni líkur á að skilmálum verði ýtt til hliðar, þar sem hann á að hafa þekkingu á þeim. Ef annar aðilinn hefur atvinnu að viðskiptum og hinn ekki, þá eru gerðar meiri kröfur á þann sem hefur atvinnuna af samningsgerð.
Hvað er þriðjamannslöggerningar?
Almennt ekki hægt að binda þriðja mann við samningsgerð sem hann er ekki aðili að.
Þriðjamannslöggerningar er löggerningur sem vísar til hagsmuna þriðja manns sem er ekki aðili að löggerningum, en hefur beinan og sjálfstæðan rétt til að krefjast efnda
Einstaklingur sem hefur ekki aðild að samningnum sjálfum, en hefur samt rétt til að krefjast efnda á honum
T.d. vátryggingar sem eru fyrir hagsmuni þriðja aðila. T.d. líftryggingar, ég tryggi mig með samningi milli mín og tryggingarfélagsins, en maðurinn minn fær greitt ef ég fell frá. Maðurinn minn kemur hvergi að samningnum, en hann getur krafist efnda af honum
Þriðjamannslöggerningar geta líka í undantekningartilvikum bakað þriðja manni skyldur eða byrðar
Ef að kvöð er þinglýst á fasteign, getur hún bundið kvöð á aðila sem síðar kaupir fasteignina, hann er bundinn af kvöðinni.
Ekki almenn lagaákvæði um þriðjamannslöggerninga
EKKI ÞAÐ SAMA OG UMBOÐ
Hver er skilgreiningin á umboði í samningarétt?
Heimild til umboðsmanns til að gera samning fyrir hönd umbjóðanda
Umbjóðandi - sá sem felur umboðsmanni að gera samning fyrir sig. Sá sem er bundinn samningnum
Umboðsmaður - semur í umboði annarra - ekki bundinn samningnum NEMA með undantekningum
Þriðji maður - sá sem umboðsmaður semur við
Hvað er heimildarumboð (18 gr. umboð)?
Heimildarumboð eða 18 gr umboð - skv þeim þá fær umboðsmaður umboð skv munnlegri heimild og þar er áhætta þriðja manns meiri, því hann hefur ekki tryggingu á að umboðið sé gilt. Umboðið fellur niður þegar umbjóðandinn dregur það til baka
Sjálfstætt umboð skiptist í tilkynningarumboð og stöðuumboð. Hver er munurinn?
Tilkynningarumboð - umboð þegar þriðja manni er tilkynnt um umboðið með persónulegum hætti, t.d. Umboðsskjal umboðsmanns. Verður að vera skriflegt því þá getur umboðsmaður sýnt þriðja aðila að hann sé ekki að semja við umboðsmanninn, heldur hver er umbjóðandinn.
Stöðuumboð - sölumenn hafa stöðuumboð´. Þegar að þeir fara inn í fyrirtæki eða í samskiptum við einstaklinga, þá eru þeir ekki að semja persónulega, heldur í umboði þeirrar verslunar eða fyrirtækis sem þeir starfa fyrir. Því að það er sölumaðurinn sjálfur sem er ekki persónulega bundinn heldur fyrirtækið sem hann starfar hjá
Er umbjóðandi bundinn af umboði ef umboðsmaður fer út fyrir heimild sína? Eru einhverjar undantekningar?
Ef að umboðsmaður fer út fyrir heimild sína þá er umbjóðandi ekki bundinn af löggerningi ef viðsemjandi átti eða mátti ljóst að umboðsmaður braut fyrirmæli umbjóðanda og fór út fyrir umboð sitt
Umbjóðandi verður ekki bundinn ef að umboðsmaður fór út fyrir umboð sitt.
Undantekningar
Ef munnlegt umboð þá ber viðsemjandinn áhættuna
Ef einhver semur skv munnlegu samningi þá er þögn sama og samþykki umbjóðanda.
Ef skriflegt þá ber umbjóðandinn áhættuna - ef að það voru takmörk á umboðinu hefði hann átt að taka það fram nákvæmlega hvaða heimildir umboðsmaður hefur
Getur umboðsmaður verið bótaskyldur ef hann fer út fyrir umboð sitt?
Umboðsmaður ábyrgist það að hann hafi nægilegt umboð til samningsgerðar. Ef hann fer út fyrir umboð sitt getur hann verið bótaskyldur fyrir fjártjóni viðsemjanda
Nema :
viðsemjandi hefði átt eða mátt vita um umboðsskortinn
Umboðsmaður hafi undanþegið sig ábyrgð gagnv. viðsemjanda
Ef umboð var ógilt án vitneskju umboðsmanns
Hvað er átt við með umsýslu í samningarétti?
Engin lagaákvæði um umsýslu
Umsýsla er þegar umsýslumaður gerir viðskiptagerninga gagnvart þriðja manni í eigin nafni en fyrir reikning umsýsluveitanda. Skv heimild frá umsýsluveitanda
Aðeins umsýslumaðurinn sem er skuldbundinn við þriðja aðilann, en umsýslumaðurinn á kröfu á umsýsluveitandann
Í raun tveir samningar
Umsýsluveitanda og umsýslumanns
Umsýslumaður og þriðji maður
Getur verið þriðji samningur þar sem umsýsluveitandi og þriðji maður eru með samning. T.d. bóksala. Umsýslusamningur milli bóksala og útgefanda, útgefandi er eigandi bókanna en bóksali sér um söluna. Við sem neytendur verslum við bóksölunnar. Ef bókin er gölluð förum við til bóksala, en bóksali leitar til útgefanda og fær hana endurgreidda frá honum.
Neytandi gæti líka farið beint til útgefanda og fengið bókina endurgreidda/fengið nýja
hverjar eru helstu ástæður ógildingar löggerninga?
Formgallar
Gerhæfisskortur
Efnisannmarkar
Tilurð löggernings - Fölsun, Nauðung, Svik eða Misneyting
Forsendur
Hvað geta verið formgallar á löggerningi?
Það er engin almenn reglur um hvaða formi samningar skulu vera eða annarra löggerningar
Dæmi um að í lögum/venju sé gert ráð fyrir ákveðnu formi löggerninga t.d. 102 gr laga um vátryggingarsamninga nr 20/2004
Engin almenn regla um ógildi samninga vegna formgalla
Til þess að samningur sé metinn ógildur vegna formgalla, þarf að taka fram í lögum hvernig samningur á að vera. Ef lög gera ráð fyrir ákveðnu formi, þá er samningur ógildur ef hann er ekki á réttu formi.
Getur verið ógilt vegna formgalla ef að réttir aðilar skrifa ekki undir.
Hvað fellst í ógildingu löggerninga vegna gerhæfisskorts?
Gerhæfi er hæfi manns til að skuldbinda sig að lögum
Lagaákvæði um gerhæfisskort er að finna í lögræðislögum
Tilgangur þess er að vernda þá aðila sem eru persónulega vanhæfir að skuldbinda sig að lögum, þannig að löggerninga er því hægt að ógilda af þeirri ástæðu einni að aðili var ólögráða eða haldinn andlegri vanheilsu þegar hann stofnaði til löggerningsins. Hægt að skipta á tvo vegu:
Lögræðisskortur
Andleg vangeta - einstaklingur sé í raun lögráða, en er haldinn andlegri vangetu sem er á svo háu stigi að það leiðir til þess að einstaklingur geti ekki verið bundinn samningi. T.d. vegna geðveiki, nær yfir ýmsar persónuleikaraskanir.
Getur líka átt við um elliglöp
Einnig greindarskortur- algengt að farið er fram á fjárræðissviptingu í kjölfarið
Hvað er átt við með efnisannmarkanir í ógildingu löggerninga?
Ákvæði í löggerningum sem samrýmast ekki landslögum eða viðurkenndum siðferðisskoðunu skulu teljast ógild
Miðað við almennar siðgæðishugmyndi á hverjum tíma -dómarar sem meta þetta
Dæmi um efnisannmarkanir er loforð um að gera eitthvað, sem er kannski refsivert, eða að ganga í hjónaband af því hann lofar einhverjum öðrum því, ekki mannúðlegar efndir
Samningsákvæði sem eru andstæð lögum
Hægt er að ógilda löggerning á grundvelli efnisannmarka þar sem hann telst óheiðarlegur. Hvað er átt við með því?
Hægt að ógilda efnisannmarka vegna óheiðarleika
Löggerning, sem ella mundi talinn gildur, getur sá maður, er við honum tók, eigi borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika sem fyrir hendi voru þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um.
T.d. óvenjulegt loforð sem aðili undir áhrifum áfengis veitti og gagnaðili lætur hann standa við hann.
Hægt er að ógilda löggerning á grundvelli efnisannmarka þar sem hann telst ósanngjarn eða andstæður góðum viðskiptavenjum. Hvað er átt við með því?
Skv henni má víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Í raun eina heimildin til að breyta samningi
Dómari getur því ógilt löggerninga sem í upphafi voru gildir og allt fram að ákveðnu tímamarki er á annan aðilann fór að halla vegna atvika sem upp komu eftir gerð samnings, Undantekning frá meginreglu um að samningar skulu standa
Dómstólar hafa beitt reglunni af varkárni
Dæmi Hrd. 152/1997 Austurlensk teppi - þar hafði einstaklingur fengið lánuð tvö teppi úr verslun A og undirritað yfirlýsingu. Á yfirlýsingu segir að lántakandi hafi tekið vöru að láni og fengið hana í 3 daga. Þegar hann ætlar að skila teppunum löngu síðar, var komið framyfir umsaninn lánstíma og hann gat ekki komið með skýringu á því hvers vegna hann skilaði þeim svona seint. Þá er honum bent á yfirlýsinguna og þá er hann búinn að kaupa teppin og þarf að greiða fyrir þau. Niðurstaða hæstaréttar að það ákvæði í heimlánaseðlinum að ef teppunum væri skilað of seint (12 dögum eftir lán) að þá væri komin á viðskipti án afsláttar, sett upp með áberandi hætti og ætti ekki að fara framhjá þeim sem undirritaði, og því var dæmt versluninni í hag.
Hægt er að ógilda löggerning á grundvelli efnisannmarka þar sem hann telst varna samkeppni. Hvað er átt við með því?
Það er hægt að losa menn undan ósanngjörnum samningsskilmálum sem lúta að vþí að varna samkeppni, á helst við í verslun eða samkeppnisfyrirtækjum
Varðar starfsmenn og möguleika þeirra til að fara í samkeppni
Dæmi er í Saumakonudómi frá 1939. Þar var þýsk stúlka sem réð sig til saumastofu og í samningi hennar var m.a. Ákvæði að stúlkan skuldbatt sig að taka ekki störf hjá öðrum á meðan hún væri búsett á ÍSlandi. Svo stofnaði stúlkan eigin saumastofu og fyrrum yfirmaður kærði hana til að hætta starfsemi. Dæmt að ákvæðið var ógilt þar sem það var ótímabundið, hefði verið í lagi að skerða atvinnufrelsi hennar í 1 ár, en ekki ótímabundið. Ekki hægt að banna samkeppni um alla framtíð
Hægt er að ógilda samning ef hann telst vera falsaður. Bæði er hægt að vera nafn fölsun og fölsun á efni. hvað felst í þessum hlutum?
Nafn fölsun (t.d. Fölsun á undirskrift) - maður verður ekki bundinn við löggerning sem annar maður gerir í hans nafni, nema hann hafi haft heimild til þess, þá sem umboðsmaður eða lögráðamaður
Undantekningar
Eftirfarandi samþykki - ef að aðili samþykkir samning eftirá eða samþykkir samning sem var ritað á með nafni hans án hans leyfis.
Tómlæti - gegn grandlausum móttakanda , ef að aðili veit að samningur er falsaður en gerir ekkert til að láta grandlausan aðila vita af fölsuninni
Vítavert gáleysi - ef að aðili hefur grun um fölsun en gerir ekkert í því
Fölsun á efni - samningsaðili getur ekki breytt samningi einhliða. Mikilvægt að allir aðilar setji stafina sína við breytingar þegar breyta er samning.
Aðili sem hefur ekki samþykkt breytingu á samningi getur ekki verið bundinn við breytinguna
Hvaða áhrif hefur það ef að löggerningur var gerður í nauðung?
Nauðung veldur jafnan ógildi samnings
Grandsamur lögggerningsmóttanadi getur aldrei byggt rétt á löggerningi sem varð til vegna nauðungar
Grandlaus aðili sem vissi ekki af nauðunginni, gildir annað um hann
Meiri háttar nauðung er fólgin í líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað. Slík nauðung leiðir almennt til ógildingar, nema löggerningsmóttakandi hafi verið grandlaus,
Minni háttar nauðung er nauðung sem erekki eins alvarleg og meiri háttar nauðung. Grandlaus getur öðlast rétt á löggerningi,
Sá sem verður fyrir nauðunginni verður að bera það fyrir sig og greina frá því
Hvað er átt við með brostnum forsendum í tengslum við löggerninga?
Ef aðstæður breytast með ófyrirsjáanlegum hætti eftir að samningur hefur verið gerður og leiða til þess að þær forsendur sem voru fyrir samningsgerðinni bresta
Forsendan verður að hafa verið ákvörðunarástæða fyrir samningsgerðinni
Gagnaðili verður að hafa vitað að hún var það
Hvað felst í misneytingu í löggerningum?
Maður aflar sé hagsmuna eða áskilur sér þá, þannig að bersýnilegur mismunur er á hagsmunum þessum og endurgjaldi því, er fyrir kemur og koma skal, eða að hagsmunir þessir skulu veittir án endurgjalds með því aðnota sér: bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu, léttúð eða það að hann var honum háður
Löggerningur sem er til kominn vegna misneytingar er ógildur gagnvart þeim aðila sem á var hallað með honum þó hann eigi ekki sök á misneytingunni ef honum hefði átt eða mátt vera kunnugt um það.
Hvað teljast til svika í löggerningum?
Þegar maður með ólögmætum hætti og gegn betri vitund, annaðhvort gefur rangar upplýsingar eða leynir atriðum sem skipta máli í þeim ásetningi að fá annan aðila til að stofna til löggernings
Sá sem beitir svikunum þarf að gera sér grein fyrir því að sviksamlegu upplýsingarnar skiptu meginmáli fyrir gagnaðilann við samningsgerðina.
Hvað eru málamyndagerningar í samningarétti?
Ef að ætlun aðila var að löggerningur hefði alls engin réttaráhrif eða að minnsta kosti önnur réttaráhrif en löggerningurinn fæli í sér samkævmt orðanna hljóðan
Milli samningsaðila skapar slíkur gerningur ekki réttaráhrif skv. Efni sínu heldur fara þau eftir nánara samkomulagi aðila. Annað getur átt við ef annar frumaðili notar löggerninginn öðruvísi en um hafði verið samið
Getur þó verið gildur gagnvart grandlausum þriðja manni
Um hvað fjallar refsiréttur?
refsiréttur fjallar um afbrot, skilyrði refsiábyrgðar og viðurlög við afbrotum og réttarheimildir byggjast á almennum hegningarlögum og öðrum sérrefsilögum.
Lög nr 90/2003 um tekjuskatt
Lög nr 38/1990 um stjórn fiskveiða
Lög nr 65/1974 um ávana- og fíkniefni
Hvað er átt við með afbökun í samningarétti?
Meginreglan er að löggerningur hefur engin réttaráhrif gagnvart löggerningsgjafa, og skiptir þá ekki neinu máli hvort móttakandinn er grandlaus
Undantekning
Ef sendandi á sök á mistökunum og skal hann þá bæta móttakanda það tjón sem hann hefur orðið fyrir
Ef sendandi fær vitneskju um mistökin skal hann án ástæðulausrar tafar, skýra gagnaðila frá því ef hann ætlar að bera þau fyrir sig
Hvað er afbort skv refsirétti?
Afbrot - háttsemi sem varðar refsingu skv lögum
hver eru skilyrði refsiábyrgðar?
Sakhæfir menn sem hafa tekið þátt í refsiverðum verknaið geta borið refsiábyrgð
15 ára aldur
Geðrænt sakhæfi
hvers vegna þurfu refsiákvæði að vera skýr?
Refsiákvæði skulu vera skýr - til að enginn vafi sé á hvaða refsing eigi að hljóta fyrir ákveðin brot.
Hvenær getur athafnarleysi verið refsivert?
Ef að hægt er að leggja athafnarleysi með að jöfnu við athöfn. t.d. að svelta einhvern til dauða, heldur frá honum mat með “athafnarleysi”
Hvað felst í sakhæfi?
15 ára aldur
Geðrænt sakhæfi
hvað hefur það í för með sér ef ósakhæfur einstaklingur brýtur af sér?
Ósakhæfi felur í sér að ef að manneskja er ákærð fyrir að hafa framið ákveðinn glæp en í ljós kemur að hún er mjög veik andlega eða var mjög veik andlega þegar glæpurinn var framinn er ekki hægt að senda hana í fangelsi til að taka út refsingu fyrir glæpinn.
Í staðinn metur dómari með hjálp sérfræðinga hvort að óskakhæfa manneskjan sé ennþá hættuleg sjálfri sér eða öðrum, hvort hún sé ennþá veik á sama eða svipaðan hátt og hún var þegar hún framdi glæpinn. Ef svo er getur dómari ákveðið að loka ósakhæfu manneskjuna inni á stofnun til meðferðar við veikindum sínum. Sem stendur eru tvær stofnanir sem taka við ósakhæfum brotamönnum: Réttargeðdeildin á Kleppsspítala og réttargeðdeildin á Akureyri. Þegar læknar og dómarar verða sammála um að ósakhæfi brotamaðurinn sé ekki lengur hættulegur sjálfum sér né öðrum, verður að sleppa manneskjunni af réttargeðdeild.
í hverju geta refsingar falist?
fésektum eða fangelsi
hver er hámarksrefsing á Íslandi?
16 ár
Hvaða áhrif hefur það ef brot er fyrnt?
hvorki refsað fyrir háttsemina eða dæmd viðurlög.
Sök fyrnist ekki í ákveðnum tilfellum, hver eru þau?
194 gr, 1 mgr 200 gr og 1 mgr 201 gr fyrnast ekki þegar brotið er á barni yngra en 18 ára.
Hvernig fyrnast sakir?
Á 2 árum ef vægari refsing en 1 árs fangelsi
Á 5 árum ef vægari refsing en 4 ára fangelsi
Á 10 árum ef vægari refsing en 10 ára fangelsi
Á 15 árum ef refsing er þyngri en 10 ára fangelsi
Hvað miðast fyrning við?
frá þeim degi sem brot var yfirstaðið/lauk
Hvað eru refsiákvæði?
Ákvæði í settum lögum eða reglugerðum með stoð í lögum þar sem lýst er að ákveðin háttsemi varði refsingu
Hvað er verknaðarlýsing?
Sá hluti refsiákvæðis sem lýsir þeirri háttsemi, athöfn eða athafnaleysi sem varðar refsingu að lögum
Hvað er athöfn?
ytri líkamleg hreyfing sem er manni sjálfráð
Refsiákvæði miða almennt við athafnir
Hvað er refsinæmi?
háttsemi sem fellur undir verknaðarlýsingu ákvæðis
Hvað er ólögmæti?
háttsemi sem er andstæð lögum
Hvað er vinnuréttur?
Hugtakið vinnuréttur hefur verið notað yfir þá fræðigrein lögfræðinnar sem fjallar um réttarreglur á vinnumarkaði. Vinnurétt má síðan greina niður eftir efni sínu, annars vegar þann hluta sem fjallar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráðningarsamninga og réttaráhrif þeirra, en þessi hluti er stundum kallaður ráðningarréttur
Lögin kveða á um lágmarksréttindi
Óheimilt er að gera samninga um lakari réttindi en kveðið er á um í lögunum og teljast slíkir samningar ógildir
á hverju grundvallast réttindi og skyldur á vinnustað?
Ráðningarssamningi
Kjarasamningi
Lögum
á hverju byggja reglur ráðningarréttar á?
Samningarétti
Hverjar eru réttarheimildir vinnuréttar?
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr 46/1980
Lög um stéttafélög og vinnudeilur nr 80/1938
Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr 70/1996
Lög um fæðingar- og foreldraorlof nr 95/2000
Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr 72/2002
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr 10/2008
Hverjar eru skyldur starfsmanns?
- Vinna þau störf sem hann er ráðinn til
- Hlýðniskyldan – vinna þau störf sem aðili er ráðinn til (verksvið)
Eingöngu bunið við lögleg fyrirmæli - Skipunarvald – verkstjórnarréttur
Ráða eða segja upp (innan ramma laga og samninga)
Eftirlit með störfum og gæðum, ásamt vinnutíma starfsmanna.
Fyrirmæli um tilhögun starfa á vinnustað
Rétt til ákvarðana um matar, kaffitíma, neysluhlé og hvíldartíma (innan ramma samninga)
Verkstjórnarréttur – hvernig og hvaða verk skulu unnin og með hvaða verkfærum. - Þagnarskylda
Hver geta verið brot launamanns verið?
- Brotthlaup úr starfi
- Brot á hlýðniskyldu
- Slæleg vinnubrögð
- Vímuefnaneysla
- Trúnaðarskyldur brotnar
- Uppljóstranir
- Brot á öryggisreglum