Kawasaki sjúkdómur og Henoch-Schönlein purpura Flashcards
Kawasaki er æðabólgusjúkdómur (vasculitis).
Á hvernig æðar leggst hann?
Litlar og meðalstórar slagæðar.
Leggst á kransæðar í 20% ómeðhöndlaðra sjúklinga og getur leitt til myndunar æðagúla sem geta rofnað og valdið MI.
Á hvaða aldurshóp leggst Kawasaki sjúkdómur fyrst og fremst?
Oftast börn yngri 12 ára.
Íslensk rannsókn (1996-2006) sýndi miðaldur upp á tæplega 3 ár (dreifing frá 2 mán - 8 1/2 árs). 77% voru yngri en 5 ára.
Hvernig eru kynjahlutföllin í Kawasaki sjúkdómi?
Algengari í drengjum (1,5:1).
Íslensk rannsókn (1996-2005) sýndi kynjahlutfallið 2,3:1 (drengir:stúlkur).
Hversu algengur er Kawasaki sjúkdómur?
Nýgengi í USA er 6,2 per 100 þús barna
Íslensk rannsókn (1996-2005) sýndi nýgengið 10,7 per 100 þús barna yngri en 5 ára.
Hvenær ársins er Kawasaki sjúkdómur algengastur?
Sjúkdómurinn hefur talsverðar árstíðarsveiflur.
Algengastur síðla vetrar.
Hver eru greiningarskilmerki Kawasaki sjúkdóms?
5 af 6 eftirtöldum einkennum þurfa að vera til staðar:
1) Hiti í a.m.k. 5 daga
2) Conjunctivitis (bilateralt, non-purulent)
3) Breytingar á vörum og munnholi (bara 1 af eftirtöldu þarf að vera til staðar)
- Þurrar, rauðar, sprungnar varir
- Jarðarberjatunga
- Dreifður roði í munnslímhúð
4) Breytingar á útlimum (bara 1 af eftirtöldu þarf að vera til staðar)
- Roði á lófum og iljum
- Stífleiki og bjúgur á höndum og fótum
- Flögnun á lófum og iljum
5) Eitlastækkanir á hálsi (a.m.k. 1,5 cm)
6) Útbrot (mjög margvísleg, mest á bol og útlimum)
Hvað er incomplete (atypical) Kawasaki sjúkdómur?
Þegar það er sterkur grunur um sjúkdóminn en greiningarskilmerkin eru ekki uppfyllt (oft hiti í meira en 5 daga og aðeins 2-3 önnur greiningarskilmerki).
Kawasaki sjúkdómi geta fylgt einkenni frá ýmsum öðrum líffærakerfum…
1) Hjarta og æðar
- Aneurysm/thrombosa
- Pericarditis
- Myocarditis
- Mitral insufficiency
- Coronary arteritis
- Aukin hætta á CAD á fullorðinsárum
2) MTK
- Extreme irritability
- Aseptic meningitis/encephalitis
3) Þvag- og kynfæri
- Sterile pyuria
4) Meltingarfæri
- Niðurgangur
- Vægur hepatitis
- Hydrops á gallblöðru
5) Stoðkerfi
- Arthralgia
- Arthritis
Hvað veldur Kawasaki sjúkdómi?
Orsök sjúkdómsins er óþekkt. Sýking? Erfðaþættir? Ónæmisþættir (hugsanlega auto-immune)? Umhverfisþættir? Ofnæmisviðbrögð?
Hvað getur sést í blóðprufu einstaklings með Kawasaki sjúkdóm?
Hvít blóðkorn yfirleitt hækkuð. Sökk oft verulega hækkað. Hemóglóbín stundum lækkað. Blóðflögur eðlilegar í byrjun en hækka svo seinna í ferlinu. Lifrarpróf geta verið brengluð.
Hvaða aðrar rannsóknir geta verið hjálplegar við greiningu Kawasaki sjúkdóms?
Þvag: HBK í þvagi.
EKG: MI?
Hjartaómun: Perivascular ómríki.
Hverjir eru fimm helstu áhættuþættir þess að það myndist æðagúll í kransæðum?
Aldur yfir 1 árs, karlkyn, blóðflögur fleiri en milljón, langvarandi hiti og sökk mikið/lengi hækkað
Hverjar eru helstu mismunagreiningar Kawasaki sjúkdóms?
Skarlatssótt, mislingar, toxic shock syndrome, Steven-Johnson syndrome, Juvenile idiopathic arthritis, adenoveirusýking, o.m.fl.
Hvernig er Kawasaki sjúkdómur meðhöndlaður?
IVIG (2 g/kg í einum skammti). Allt að 10% svara ekki þeirri meðferð og þurfa að fá annan skammt sólarhring síðar.
Einnig er notast við aspirín í bólgueyðandi skömmtum (30-100 mg/kg á dag) þar til hitinn hverfur en í blóðþynningarskömmtum (3-5 mg/kg) eftir það.
Sterar og infliximab koma til greina.
Getur þurft að hafa í huga að IVIG getur haft áhrif á bólusetningar.
Hvernig eru horfurnar í Kawasaki sjúkdómi?
Dánartíðni er allt að 4% hjá börnum undir 1 árs, annars allt að 1%
Hvað er Henoch-Schönlein purpura?
IgA-miðlaður vasculitis sem leggst fyrst og fremst á smáar æðar, einkum í húð, meltingarvegi, liðum og nýrum.
Hvernig er aldursdreifingin í Henoch-Schönlein purpura?
Kemur helst fyrir í börnum á aldrinum 3-15 ára (skv. glærum frá Valtý algengast á ca bilinu 2-8 ára).
Árstíðarsveiflur í HSP: Hvenær ársins er sjúkdómurinn algengastur?
Að vetri til.
Hver er orsök HSP?
Orsökin er óþekkt.
Vangaveltur eru um tengsl við nýlega sýkingu í efri öndunarfærum eða meltingarvegi (parainflúensa, VZV, inflúensa, gr A streptókokkar o.fl.), áhrif bólusetninga, ofnæmisviðbrögð, illkynja sjúkdóma, ættgengan skort á C2, erfðir o.fl. þætti.
Hver eru einkenni HSP?
1) Húðblæðingar eru einkennandi (palpable purpura)
- Oftast á rasskinnum og neðri útlimum
2) Liðverkir og -bólgur í stórum liðum
3) Meltingarfæraeinkenni
- Kviðverkir, uppköst, blæðingar, jákvætt hemoccult, intussusception
4) Einkenni frá nýrum
- Oftast væg en getur orðið að alvarlegum glomerulonephritis
Hvernig greinir maður HSP?
Greiningin er klínísk.
Blóðprufur geta hjálpað
- Hækkun á hvítum, CRP og sökki
- Eðlilegar eða vægt hækkaðar blóðflögur (mikilvægt, non-thrombocytopenic purpura)
Hækkun á kreatíníni, blóð í þvagi og hækkaður BÞ getur verið merki um nýrnaaffection.
Ef vafi er á greiningu er hægt að taka húðsýni
- leukocytoclastic vasculitis með IgA í æðaveggnum
Hver er meðferðin við HSP?
Fyrst og fremst stuðningsmeðferð, einkum verkjalyf vegna liðverkja og -bólgu.
Sterar eru eingöngu notaðir í mjög slæmum kviðverkjum.
Hvernig eru horfurnar í HSP?
Mjög góðar, gengur yfirleitt yfir án vandræða.
10-15% fá relapse.
Mesta hættan á langtímaafleiðingum er ef nýrun verða fyrir áhrifum (1%) geta fengið nýrnabilun.