Flog, kippir og köst Flashcards
Hverjar eru helstu mismunagreiningar flogs?
- Bakflæði/ásvelging (oft ástæðan hjá litlum börnum)
- Mígreni
- Yfirlið
- Langt QT-sx (mikilvægt að útiloka!)
- “Night terrors”
- Narcolepsia/cataplexy
- Geðræn orsök (einkum unglingsstúlkur)
Hvað getur valdið “flogi vegna áreitis”?
Áreitiköst (breath holding spells) Hitakrampar Heilaáverki Sýking í MTK Stroke Hypoglycemia Elektrólýtatruflanir
Hvað eru áreitiköst?
Áreitiköst eru tvenns konar:
- Blámaköst (cyanotic breath holding): Barnið reiðist eða grætur kröftuglega vegna sársauka. Við það stendur það á öndinni í útöndun, blánar, verður hypotone eða fer í opistotonus stellingu og kippist til. Verður slappt á eftir.
- Fölvaköst (pale breath holding): Sársauki veldur vagal bradycardiu, hypotoniu, fölva, opistotonus og kippum. Barnið verður slappt á eftir.
Hvernig greinir maður áreitiköst og hvernig er meðferðin?
Greiningin er klínísk, yfirleitt ekki þörf á neinum rannsóknum.
Meðferð yfirleitt óþörf, eldist oftast af börnunum við 3-5 ára aldur.
Faraldsfræði hitakrampa.
Tiltölulega algengt, 2-5% barna.
5,6% skv íslenskri rannsókn.
25% eru með ættarsögu.
Hvað er einfaldur hitakrampi?
Einfaldur hitakrampi er alflog sem stendur í mest 10-15 mínútur.
Kemur helst fyrir í börnum á aldrinum 6 mánaða - 5 ára.
Taugaskoðun er eðlileg en börnin geta verið post-ictal.
Hvað er hitakrampi með afbrigðum?
Hitakrampi telst afbrigðilegur ef:
- Hann varir lengur en í 15 mín
- Fleiri en einn krampi á sama sólarhring
- Um er að ræða staðflog
- Taugaskoðun er óeðlileg
Hverjar eru endurtekningarlíkurnar í hitakrampa?
Einfaldur: 30% (10% fá fleiri en 3)
Með afbrigðum: 50%
Hverjar eru líkurnar á flogaveiki eftir hitakrampa?
Einfaldur: 5% (10föld)
Með afbrigðum: 10-15% (20-30föld)
Uppvinnsla hitakrampa.
- Mænustinga börn yngri en eins árs og ef klínískur grunur er um heilahimnubólgu/heilabólgu
- Blóðprufur (elektrólýtar + blóðsykur) ef saga um uppköst, niðurgang eða grunur um dehydration
- Íhuga EEG ef hitakrampi með afbrigðum
- CT heili ef staðflog eða óeðlileg taugaskoðun
Viðbrögð og meðferð hitakrampa.
- ABC
- Afklæða barnið
- Gefa hitalækkandi (paracetamól/íbúfen)
- Diazepam stíll ef krampinn hefur staðið í meira en 5 mín
- Fræða foreldra, hitakrampar eru ekki hættulegir lífi og heilsu
Hvað er “flog án áreitis?”
Þegar ekki finnst nein undirliggjandi orsök.
Geta verið stök flog eða flogaveiki.
Hver eru greiningarskilmerki flogaveiki?
1) Fleiri en 2 flog án áreitis með meira en 24 klst millibili
2) 1 flog án áreitis og undirliggjandi ástand sem eykur hættu á flogi (a.m.k. 60%), s.s meira en mánuði eftir stroke eða meðfæddur galli í heila.
3) Greining flogaveikiheilkennis (s.s. BECTS eða Landau-Kleffner)
Faraldsfræði á Íslandi..
Um 50 börn greinast árlega með flogaveiki.
150 börn fá hitakrampa árlega.
Hvernig eru horfurnar?
2/3 barna eru með flogaveiki eru með eðlilegan þroskaferil og engin orsök finnst. Þau hafa 80% líkur á bata.
1/3 barna fær flog fram á fullorðinsár. Hjá þessum börnum er flogaveikin oft sjúkdómsvakin (CP, þroskaskerðing, flogaveikiheilkenni).