Flog, kippir og köst Flashcards
Hverjar eru helstu mismunagreiningar flogs?
- Bakflæði/ásvelging (oft ástæðan hjá litlum börnum)
- Mígreni
- Yfirlið
- Langt QT-sx (mikilvægt að útiloka!)
- “Night terrors”
- Narcolepsia/cataplexy
- Geðræn orsök (einkum unglingsstúlkur)
Hvað getur valdið “flogi vegna áreitis”?
Áreitiköst (breath holding spells) Hitakrampar Heilaáverki Sýking í MTK Stroke Hypoglycemia Elektrólýtatruflanir
Hvað eru áreitiköst?
Áreitiköst eru tvenns konar:
- Blámaköst (cyanotic breath holding): Barnið reiðist eða grætur kröftuglega vegna sársauka. Við það stendur það á öndinni í útöndun, blánar, verður hypotone eða fer í opistotonus stellingu og kippist til. Verður slappt á eftir.
- Fölvaköst (pale breath holding): Sársauki veldur vagal bradycardiu, hypotoniu, fölva, opistotonus og kippum. Barnið verður slappt á eftir.
Hvernig greinir maður áreitiköst og hvernig er meðferðin?
Greiningin er klínísk, yfirleitt ekki þörf á neinum rannsóknum.
Meðferð yfirleitt óþörf, eldist oftast af börnunum við 3-5 ára aldur.
Faraldsfræði hitakrampa.
Tiltölulega algengt, 2-5% barna.
5,6% skv íslenskri rannsókn.
25% eru með ættarsögu.
Hvað er einfaldur hitakrampi?
Einfaldur hitakrampi er alflog sem stendur í mest 10-15 mínútur.
Kemur helst fyrir í börnum á aldrinum 6 mánaða - 5 ára.
Taugaskoðun er eðlileg en börnin geta verið post-ictal.
Hvað er hitakrampi með afbrigðum?
Hitakrampi telst afbrigðilegur ef:
- Hann varir lengur en í 15 mín
- Fleiri en einn krampi á sama sólarhring
- Um er að ræða staðflog
- Taugaskoðun er óeðlileg
Hverjar eru endurtekningarlíkurnar í hitakrampa?
Einfaldur: 30% (10% fá fleiri en 3)
Með afbrigðum: 50%
Hverjar eru líkurnar á flogaveiki eftir hitakrampa?
Einfaldur: 5% (10föld)
Með afbrigðum: 10-15% (20-30föld)
Uppvinnsla hitakrampa.
- Mænustinga börn yngri en eins árs og ef klínískur grunur er um heilahimnubólgu/heilabólgu
- Blóðprufur (elektrólýtar + blóðsykur) ef saga um uppköst, niðurgang eða grunur um dehydration
- Íhuga EEG ef hitakrampi með afbrigðum
- CT heili ef staðflog eða óeðlileg taugaskoðun
Viðbrögð og meðferð hitakrampa.
- ABC
- Afklæða barnið
- Gefa hitalækkandi (paracetamól/íbúfen)
- Diazepam stíll ef krampinn hefur staðið í meira en 5 mín
- Fræða foreldra, hitakrampar eru ekki hættulegir lífi og heilsu
Hvað er “flog án áreitis?”
Þegar ekki finnst nein undirliggjandi orsök.
Geta verið stök flog eða flogaveiki.
Hver eru greiningarskilmerki flogaveiki?
1) Fleiri en 2 flog án áreitis með meira en 24 klst millibili
2) 1 flog án áreitis og undirliggjandi ástand sem eykur hættu á flogi (a.m.k. 60%), s.s meira en mánuði eftir stroke eða meðfæddur galli í heila.
3) Greining flogaveikiheilkennis (s.s. BECTS eða Landau-Kleffner)
Faraldsfræði á Íslandi..
Um 50 börn greinast árlega með flogaveiki.
150 börn fá hitakrampa árlega.
Hvernig eru horfurnar?
2/3 barna eru með flogaveiki eru með eðlilegan þroskaferil og engin orsök finnst. Þau hafa 80% líkur á bata.
1/3 barna fær flog fram á fullorðinsár. Hjá þessum börnum er flogaveikin oft sjúkdómsvakin (CP, þroskaskerðing, flogaveikiheilkenni).
Hvenær telst maður hafa læknast af flogaveiki?
Ef einstaklingur með aldurstengt flogaveikiheilkenni kemst upp fyrir viðmiðunaraldurinn fyrir viðkomandi heilkenni. Einnig þeir sem hafa ekki fengið flog í 10 ár, þarf af 5 ár lyfjalaus.
Hverjar eru afleiðingar endurtekinna floga/langvinnrar flogaveiki?
Hugsanlega áhrif á minni og greindarvísitölu.
Uppvinnsla flogakasts..
Taka góða sögu (tala við vitni!)
Almenn skoðun + taugaskoðun
Blóðprufur (status, Na, K, Ca, Mg, krea, glúkósi, lifrarprufur)
EEG kemur til greina
CT/MRI ef focal krampi/óeðlileg taugaskoðun
Flogaveikiheilkenni:
Góðkynja arfbundin nýburaflogaveiki
Sjaldgæft Rykkjaflog eða apneuköst Byrja á 1. viku Tíð köst Sterk fjölskyldusaga (eingena, ríkjandi) Neurologiskt eðlileg EEG breytingar ósértækar Eldist alltaf af börnunum en aukin tíðni flogaveiki síðar á ævinni
Infantile spasmar
Í 80% tilfella sjúkdómsvakin, slæmar horfur
Í 10-20% tilfella eðlilegur þroski fyrir, góðar horfur
Þroskastöðvun við upphaf einkenna Flexions- eða extensionskrampar (sekúndur) Hypsarrhythmia á EEG Þarf að vinna upp Meðferð oft erfið
Góðkynja barnaflogaveiki
Benign epilepsi with centro-temporal spikes (BECTS), Rolandic epilepsy
Algengasta tegund flogaveiki hjá börnum Fyrstu einkenni 3-13 ára Staðflog (alflog sjaldgæf) Yfirleitt í svefni Centrotemporal spikes á EEG (einkennandi) Eldist af flestum fyrir 20 ára aldur
Góðkynja störuflogaveiki barna
2-10 ára Tíðar störur (fleiri en 100 á dag) Sérkennandi EEG með 3 Hz spike and wave Eldist af á unglingsárum Svara meðferð vel
Juvenile myoclonic epilepsy
Ein algengasta tegund flogaveiki meðal ungs fólks Fyrstu einkenni um kynþroskaaldur Litlir og stórir kippir, einkum á morgnana Klaufska Krampar og störuflog koma seinna Ljósnæmi Generalized poly spike and wave mynstur Svara vel lyfjameðferð Langtímahorfur óljósar
Meðferð flogaveiki
Ábendingar ekki þær sömu fyrir börn og fullorðna. Gjarnan góðkynja sjúkdómur hjá börnum og lyfin geta haft áhrif á þroska í miðtaugakerfi.
Markmið:
- Koma í veg fyrir næsta flog
- Slysahætta
- Félagsleg áhrif
- Heilaskemmdir
Fræðsla!