Kafli 7 Flashcards
Hver eru kerfi mannslíkamans (10)?
- Meltingarkerfi
- þvagkerfi
- þekjukerfi
- öndunarkerfi
- beina- og vöðvakeri
- hjartað og blóðrásarkerfið
- vessa- og ónæmiskerfið
- innkirtlakerfið
- æxlunarkerfið
- Taugakerfi
Hvað eru rauð- og hvít blóðkorn og Blóðflögur
Rauð blóðkorn eru algengustu blóðfrumurnar. Tengjast sem súrefni sem þau flytja frá lungum, og koldíoxíði sem þau taka þátt í að bera til lungna. Rauð blóðkorn eru kjarnalausar og disklaga og myndast í beinmerg.
Hvít blóðkorn eru varnafrumur í líkamanum: Ónæmisfrumur (T- og B-frumur), og átfrumur. Hvít blóðkorn berjast gegn sýklum þ.e.a.s. bakteríum og veirum.
Blóðflögur eru frumubrot sem taka þátt í storknun blóðs og kekkjun þess.
Hver eru skynfæri mannsins?
Mannfólkið hefur fimm skilningarvit.
- Sjón
- heyrn
- snertiskyn
- þefskyn
- bragðskyn
Lýstu beina- og vöðvakerfinu
Beina- og vöðvakerfi myndar innra stoðkerfi og hreyfikerfi t.d. mannslíkamanns. Beinagrindin heldur líkamanum uppréttum ásamt beinagrindavöðvunum, verndar líffæri og fleira.
- bein
- brjósk
- bandvefir
- rakkóttir vöðvar/beinagrindavöðvar (viljastýrðir vöðvar)
- sléttir vöðvar (meltingarfæri, öndunarfæri)
Segðu frá taugakerfinu
Taugakerfi sendir boð um allan líkaman, er einhverskonar stjórnarstöð líkamans. skiptist í MTK og ÚTK.
-
MTK – miðtaugakerfið
heili, skynjun, minni, persónuleiki, túlkun
mæna, sjálfvirk starfsemi -
ÚTK – úttaugakerfið
skyntaugar til MTK
hreyfitaugar frá MTK
Lýstu þvagkerfinu
Þvagkerfi er líffærakerfi sem viðheldur jafnvægi í smsetningu blóðs og réttu rúmmálli þess. Og er úrgangslosunarkerfi.
•nýru
•þvagleiðari
•þvagblaðra
•þvagrás
Hvað er æxlunarkerfi mannsins?
Æxlunarkerfi er líffærakerfi og hlutverk þess er fjölgun einstaklinga með kynæxlun.
leggöng og getnaðarlimur basicly
Lýstu hjartanu og blóðrásakerfinu
Hjarta og blóðrásakerfið, Hjartað dælir blóðinu í fjögur hólf:
- Æðarnar
-
slagæðar
flytja blóð frá hjarta til vefja -
bláæðar
flytja blóð til hjarta frá vefjum -
háræðar
sjá um að súrefnið súrefnið nái til allra frumna
Lýstu þekjukerfinu
Húðin er stærsta líffæri líkamans, skiptist upp í 3 megin lög
-
Epidermis (yfirhúð)
hörund
vernd gegn vatni og sýklum -
Dermis (leðurhúð)
leður
hársekkir og skynfrumur -
Hypodermis(undirhúð)
undirlag
fitulag
Hvað er innkirtlakerfið?
Innkirtlakerfi er líffærakerfi sem samanstendur af innkirtlum. Innkirtlar seyta afurðum sínum, hormónum, útí blóðrás.
Lýstu meltingarkerfinu
- Melting er langt ferli og mörg líffæri komavið sögu: munnur, kok, vélinda, magi, skeifugörn, smáþarmar, ristill, endaþarmur
- Ýmis efni koma að sundrun matar svo við getum nýtt okkur hann sem næring.
- Munnvatn, lifur, bris koma við sögu í ferlinu.
Lýstu öndunarkerfinu
Öndunarkerfið er líffærakerfi sem nemur súrefni úr andrúmslofti og skilar kolíoxíði frá líkamanum.
- nef
- kok
- barki
- berkjur
- lungnablöðrur
- lungu
Hvernig virkar vessa- og ónæmiskerfið?
Vessa- og ónæmiskerfið er æðakerfi sem vessaæðar, eitlar og nokkur líffæri mynda. Hlutverk vessa- og ónæmiskerfisins er að að verja líkaman gegn t.d. sýklum, Koma millifrumuvökva aftur í blóðrásina og taka upp fituefni í þörmum.