Kafli 1-2 Flashcards

1
Q

Edward Jenner

A

Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Hann prófaði þetta fyrst á 8 ára strák þegar hann spruataði hann með kúabóluvessa og hann myndaði þannig mótefni gegn bólusótt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Louis Pasteur​

A

Sýklakenning Pasteur (1860-70).

  • Smitsjúkdómar orsakast af sýklum.
  • Meinlausir eða meinlitlir sýklar koma í veg fyrir síðari sýkingar af skildum sýklum.

Pasteur fór að rækta meinlaus afbrigði af háskalegum sýklum og framleiða bóluefni, fyrst gegn hudaæði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er hlutverk örpíplu og örþráða?

A

Örpíplur og örþráðlingar eru hluti af stoðkerfi frumunnar. Þessir þræðir taka þátt í hreyfingum umfrymisins og móta lögun frumunnar. Spóluþræðirnir sem stjórna hreyfingum litninganna við frumuskiptingu eru gerðir úr örpíplum. Örpíplur taka þátt í myndun bifhára og svipa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Plöntufruma (merktu inná)

A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Kjarnsýrur

A

Ef hægt er að tala um ein gerð sameinda sé undisrstaða lífs, þá eru það kjarnsýrurrna. Til eru tvær gerðir kjarnsýra DNA sem er erfðaefni lífvera, og RNA. Kjarnsýur eru fjölliður og eru greiningar þeirra kirni sem eru mynduð úr sykru, fosfati og niturbasa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

þróunarkenning Darwins

A

Þróunarkenningin er eftir Charles Darwin sem gaf út bókina Upprunni tegundanna 1859. Aðeins hluti af afkvæmum hverrar kynslóðar kemst á legg hverju sinni. Þeir einstaklingar sem búa yfir eiginleikum sem falla vel að umhverfinu, valdir af náttúrulegu vali. þeir hafa góða möguleika á að ná kynþroskaldri og eignast afkvæmi, og vegna þess að afkvæmin erfa eiginleika foreldra sinna ná hagstæðir eiginleikar yfirhöndinni í rás kynslóðanna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Sérhæfðar starfstéttir frumna

A

Frumur sem mynda fjölfrumunga á borð við tré og spendýr eru sérfræðingar hver á sínu sviði. en jafnframt eru þær algjörlega háðar heildinni, ólíkt einfrumungum sem þurfa, hver um sig, að geta sinnt öllum störfum sem eru nauðsynleg til að halda lífi. Vissar gerðir frumna í fjölfrumungum hafa innbyggð fyrirmæli um að fórna sér fyrir heildina með ensími þegar t.d. veira herjar á hana. dæmi um sérhæfðar frumur eru t.d. Taugafrumur** og **kynfrumur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað eru netkorn (ríbósóm)?

A

Netkornin eru prótínsmiðja frumunnar. Þær gerðar RNA-sameinda sem mynda netkornin nefnast rRNA. Netkornin eru á víð og dreifð í umfryminu, en mikill hluti þeirra er tengdur himnukerfi og frymisneti. Netkornin myndast í kjarnakornum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað eru grænukorn?

A

Grænukorn eru frumulíffæri notuð til ljóstillífunar sem framleiðir Glúkósa. Grænukorn finnast í plöntufrumum og heilkjarnaþörungum. Himna er utan um grænukorn og kallst hún grænukornahimna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Skipulagsstiginn

A
  • Öreindir
  • Atóm
  • Sameindir
  • frumulíffæri
  • frumur
  • vefir
  • líffæri
  • líffærakerfi
  • einstaklingur (fjölfrumungar)
  • tegundir
  • samfélagið
  • vistkerfið
  • lífheimurinn
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er frymisflétta?

A

Frymisflétta eða Golgiflétta líkjast sléttu frymisneti. Í frymisfléttunni fer fram myndum fitu- og prótínsameinda. Þær safnast í blöðrur í frymisfléttunni, sem losna síðan frá henni og berast til annara staða í frumunni eða að frumuhimnunni þar sem innihiladið er losað út úr frumunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er fituefni (lípíð)?

A

Fituefni eru ósamstæður flokkur efna sem eru torleyst í vatni en leysast greiðlega í ýmsum lífrænum efnum svo sem eter, alkóholi og bensíni. Vatnsfælni þessara efna er mikilvægur eiginleiki sem líferur nota. Til dæmis mynda viss fituefni frumuhimnur að hluta til og fuglar gera sig “vatnshelda” með því að smyrja sig með olíu með fitu í. Fituefni er skipt í fjóra meginhópa sem er að finna frumum.

  1. Fita
  2. Fosfólípíð
  3. Sterar
  4. Vax
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Fumukenningin

A
  • allar lífverur eru gerðar úr frumum
  • allar frumur (þar með allar lífverur) eru komnar af öðrum frumum
  • fruman er minnsta eining sem gædd er eiginleikum lífs
  • frumur fjölga sér með skiptingu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Lífræn efni

A

Þau frumefni sem finnast í mestu magni í frumum og eru uppistaðan í lífrænum efnasamböndum eru kolefni, vetni, súrefni og nitur, kalsíum, fofór, klór, brennisteinn, kalíum, natríum, magnesíum, járn og fleiri frumefni. Helstu flokkar stórsameinda eru sykrur, lípíð, prótín og kjarnsýrur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað er hlutverk kjarnans?

A

Hluverk kjarnans er stjórnun á efnaskiptum frumunnar.

Kjarninn er umlukin kjarnahjúp. Á kjarnahjúpnum eru stór op sem lífrænar stórsameindir geta borist í gegnum. Meginefni kjarnans er kjarnasafinn, en hann er sömu gerðar og umfrymissafinn. Í kjarnanum eru litningarnir, þeir innihalda erfðaefnið, kjarnsýruna DNA. Í kjarnanum eru einnig Kjarnakorn, en þau koma við myndun netkorna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Svartidauði

A

Í fyrstu vissi enginn hvað olli svartadauða. Smásjáin hjálpaði og í ljós kom að svartidauði er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. bakterían veikir ónæmiskerfið og hamlar framleiðslu mótefna. Hún lifir á flóm á rottum. Tatarar voru fyrstu til að beita sýklahernaði í sögu mannkynsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Ólífræn efni

A

Mörgn ólífræn efni í frumum eru salt, sýra, og basar og geta klofnað jónir í vatni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

helstu greinar raunvísinda eru..

A

Jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og efnafræði

19
Q

Hvað eru safabólur?

A

Safabóla er í umfrymi fruma. Þær gegna mismunandi hlutverkum eftir sérhæfingu viðkomandi frumna.

  • Þær til dæmis flytja hráefni upp á yfirborð frumna til nánari úrvinnslu.
  • Aðrar geyma framleiðslu þeirra eins og fitu, vatn og ensím
  • Þær sinna mikilvægu hlutverki við losun frumunnar á úrgangsefnum
  • Í plöntufrumum halda safabólurnar plöntum stinnum.

Í dýrafrumum eru safabólurnar margar og litlar en í plöntufrumunum eru þær stórar og fáar.

20
Q

Robert Hooke

A

Upphaf samsettu smásjárinnar er yfirleitt rakið til Engledingsins Robert Hooke sem opnaði fólki nýja sýn á líffræðinni. Robert Hooke rýndi í kork og sá lítil hólf sem hann kallaði cells og hefur það orð síðan verið notað yfir frumur á ensku. Með tilkomu smjásárinnar þróaðist frumukenningin.

21
Q

Hvað eru leysibólur?

A

Leysibólur (leysikorn) eru mynduð af Golgifléttum og þær innihalda meltingarensím sem sundra frumuhlutum sem ekki eru lengur notuð. Leysibólur hafa verið kallaðir sjálfsmorðssekkir frumunnar. Leysikorn eru mun algengari í dýrafrumum en plöntufrumum.

22
Q

Hvað eru deilikorn?

A

Deilikorn aðgreina litninga við kjarnaskiptingu og er aðeins að finna í dýrafrumum. Í öllum dýrafrumum og flestum frumverum eru tvö deilikorn, hornétt hvort á annað við geislaskautið.

23
Q

helstu svið líffræðinnar eru..

A

Dýrafræði, Grasafræði, Örverufræði, Líffærafræði, Lífeðlisfræði, Frumulíffræði, Erfðafræði, Þróunarfræði, Atferlisfræði , Vistfræði

24
Q

Hvað er frumuveggur?

A

Frumuveggur er verndar- og styrktarhjúpur utan um frumuhimnuna og þ.a.l. ysti hluti frumurnar, sem hafa hann. Flestar plöntur eru með frumuvegg og nokkrir sveppir og einnig bakteríur. Uppistaðan í frumuveggjum er oftast trefjar úr beðmi eða sellulósa.

25
Q

Hvað eru prótín?

A

Prótin eru flóknar og sérhæfðar stórsameindir sem gegna mikilvægu hlutverki varðandi gerð og innri starfsemi lífvera, og þær mynda um helming þurrefnis flestra lífvera. Prótínsameindir eru fjölliður, myndaðar úr samtengdum lífrænum smásameindum sem nefnast amínósýrur, en af þeim eru til um 20 gerðir.

Sumar prótínsameindir starfa sem hormón. Prótín fást þó aðallega við tvenns konar störf. Fjölmörg þeirra eru uppistaðan í ýmsum hlutum líffvera, svonefnd byggingarprótín og annar fjölskrúður hópur prótína, ensím, eru sérhæfðir hvatar í efnaskiptaferlum lífvera. Prótin er líka nauðsynlegt næringarefni.

26
Q

Hvað er frumuhimna?

A

Frumuhimnan umlykur allar frumur og einstök frumulíffæri. Hún sér um að rétt magn sé af réttum efnum í frumunni. Hún dælir inn í frumuna efnum sem hún þarfnast og sleppir þeim sem hún þarfnast ekki. Frumuhimnan er að mestu búin til úr fosfólípíðsameindum.

27
Q

Mismunandi frumugerðir

A

Til eru mismunandi gerðir fruma og er lífríkinu skipt í ríki á grundvelli þeirra skiptingar. Í grófum dráttum eru til tvær gerðir fruma þ.e. Kjarnfrumur og Dreifikjarnafrumur.

  • Kjarnfrumur: Frumur með kjarna sem er afmarkaður með kjarnahimnu.
  • Dreifikjarnafrumur (dreifkjörungar) Lífverur sem ekki hafa frumukjarna. Dreifkjörungar eru einfrumungar. Til þeirra teljast bakterírur og fornbakteríur.
28
Q

Hvað er dreifikjarnafruma og hvaða frumulíffæri er hún með?

A

Tvö fylki lífverja teljast til dreifikjörunga: bakteríur og fornbakteríur.

Dreifikjarnafrumur eru að jafnaði mun minni en kjarnafrumur. Stærsta bakterían sem fundist hefur er Thiomargarita namibiensis. Dreifikjörungar eru elstu þekktu lífsformin. Þeir fjölga sér með einfaldri frumuskiptingu þannig að ein fruma verður að tveim, kynlaus æxlun. Innri gerð dreifkarnafrumu er fremur einföld: Litningur, netkorn, plasmíð, frumuhimna, umfrymi, frumuveggur, slímhjúpur og svipa.

29
Q

Hvað er plastíð?

A

Plastíð eru í plöntufrumum. Þau líkjast að ýmsu leyti hvatberum: Hafa tvöfalda himnu og hafa sitt eigið DNA og netkorn, og geta skipt sér sjálfstætt. Plastíðin munu vera komin af bakteríum líkt og hvatberarnir. Mörg plastíð geyma forðanæringu plantna, mjölva, en flest fást við ljóstillífun, svonefnd grænukorn.

30
Q

Hvað einkennir lífverur?

A

Allar lífverur hafa eins konar virkni eða starfsemi. Markmið einstaklingsins er að viðhalda sér og viðhalda tegund sinni með fjölgun. Lífið þarf að fela í sér nógu mikinn sveigjanleika til að geta lagað sig breytingum í umhverfi sínu. Allar lífverur eru myndaðár úr frumum sem eru örlitlar lifandi einingar, og margar smáar lífverur eru myndaðir úr aðeins einni frumu. Stærri lífverur eru fjölfrumungar t.d. mannfólkið.

31
Q

Anthoni van Leeuwenhoek (1632-1723)

A

Hollenski vísindarmaðurinn Anthoni van Leeuwenhoek (1632-1723) kom með fyrstu smásjáina árið 1675 og er kallaður “faðir örverufræðinnar”. Árið 1676 var Anton Von Leeuwenhoek var fyrstur manna til að lýsa bakteríunni. Hafði hann smíðað stækkunargler og notað til að skoða lífverur í vatnsdropa.

32
Q

Rafeindasmásjá

A

Stækkar margfalt meir en ljóssmásjá. Allt að 1.000.000 sinnum en oftast 4-600.000 sinnum. Þá sjást frumulíffæri en ekki einstök efni en það þarf mikinn undirbúning sýna og aðeins hægt að skoða dauð eða fryst sýni.

33
Q

Hvað eru Sykrur?

A

lífræn efnasambönd sem eru mynduð úr kolefni, vetni og súrefni, sem eru flokkuð í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur.

  • Einsykrur: ein mikiklvægasta einsykra í lífverum er glúkósi og er mikilvægur fyrir orkubúskap frumna og gegnir mikilvægu hlutverki í ljóstillífnum platna.
  • Tvísykrur: Tvær samtengdar einsykrur nefnast tvísykrur. myndað úr frúktósa og glúkósa.
  • Fjölsykrur: Einsykrur sem tengjast saman í lengri keðjur. t.d. Beðmi sem myndar vegg plöntufrumna og uppistaðan í pappír og baðmulli. Glýkógen = fjölsykur.
34
Q

Hvað er umfrymi?

A

Umfrymi nefnist vökvi sem þekur rýmið milli frumulíffæranna. Umfrymið stjórnar umferð efna innan frumunnar á milli frumulíffæranna og í gegnum frumuhimnuna.

35
Q

Hvað er hlutverk kjarnahjúpsins?

A

Þegar fruma er ekkiskipta sér er kjarninn umlukinn kjarnahjúp. Á honum eru göt sem auðvelda för stórra kjarnsýra auk ríbósóma út úr kjarnanum. Hjúpurinn leysist upp við frumuskiptingu en myndast á þegar henni er lokið.

36
Q

Ljóssmásjá

A

Samsetta smásjáin kom fram á 17 öld. hún er gerð úr tveimur stækkunarlinsum hlutgler/linsa – neðst í hólki og augngler/linsa – efst í hólki. öflugustu ljóssmásjár geta stækkað 1000-2000 X. ljósið sjálft takmarkar meiri stækkun.

37
Q

Hvað er hvatberi?

A

Hvatberi er belglaga frumulíffæri sem sundrar fæðuefnum við frumöndun og framleiðir efni sem heitir ATP sem er eina efnið sem frumur geta notað sem orkulind, því eru hvatberar stundum kallaðir „orkuver frumna“. Hvatbera er að finna í flestum kjarnafrumum. Hvatberar hafa líka sitt eigið erfðaefni.

38
Q

Líffærakerfi dýrsfrumu og plöntufrumu

A

Dýrsfruma: Hrjút frymisnet, slétt frymisnet, netkorn, kjarnakorn, kjarnahjúpur, kjarni, frymisiflétta, leysibóla, umfrymi, hvatberi og frumuhimmna og deilikorn,

Plöntufruma: Hrjúft frymnisnet, slétt frymnisnet, netkorn, kjarnakorn, kjarnahjúpur, kjarni, frymisiflétta, leysibóla, umfrymi, hvatberi, frumuhimmna, frymisbrú, frumuveggur, stór safabóla og grænukorn

39
Q

aðferðir vísinda eru..

A

1.athuganir: á viðfangsefninu sem stendur til að rannsaka, annað hvort með skynfærum eða tækjabúnaði.
2.tilgátur: eru rökstuddar ágiskanir um svör við spurningum sem hafa komið upp í kjölfar athugana. Næsta aðgerð, tilraun eða rannsókn, er prófsteinn tilgáturnar.
3.tilraun eða rannsókn: þarf að geta hrakið eða stutt tiltekna tilgátur. Niðurstöður tilrauna geta leitt til nýrra tilgátna.
4.kenning: er skýring á því sem var til athugunar, studd af endurteknum tilraunum. Kenningar eru ekki algild sannindi, kenning þarf að hafa forsagnargildi sem þýðir að kenningin gildir um fleiri atriði en það sem var rannsakað.
Þyndarlögmálið – náttúrulögmál.

40
Q

Hvað er hlutverk frymisnets (hrjúft og slétt)?

A

Hlutverk frymisnets er að sjá um tilflutning efna innan frumunnar. Þetta frymisnet heldur innihaldi umfyrimisins í skorðum og stuðlar að viðhaldi innra skipulags. Hrjúfa frymisnetið lýsir sér þannig að innan þess eru netkorn, en í slétta frymisnetinu eru ekki netkorn. Slétta frymisnetið tekur síðan við vissum efnum frá hrjúfa frymisnetinu til þess að vinna þau enn frekar.

41
Q

Dýrafruma (merktu inná)

A
42
Q

Hvað eru hrein og hagnýt vísindi?

A

Hrein vísindi eru fyrst og fremst að leita að þekkingu, en hagnýt vísindi beinast að framförum á tæknisviðinu og verðmætaöflun. t.d. voru upphaflega rannsóknir á rafmagni hrein vísindi en síðar var rafmagnið hagnýtt og nú getum við ekki lifað án þess.

43
Q

Hvaða svið ráða vísindin ekki við?

A

gildismat og siðgæðishugmyndir. Þeir eru mannatilbúningur og hafa enga merkingu útí náttúrunni. Svipað gildir um list, trúarbröð og hugmyndir um dulræn fyrirbæri