Kafli 6 (örverur) Flashcards
Hvernig bregst líkaminn við smitsjúkdómi?
Líkaminn bregðst við veirusmiti með myndun mótefnis gegn veirunni. Viðkomandi verður þá ónæmur gangvart smitsjúkdómnum og getur ónæmið varað ævina út nema veiran breyti sér eins og t.d. inflúensuveiran. Í sumum tilvikum er bólusett við bakteríu eða veirusýkingum. Bólusetning fer þannig fram að bóluefni, sem er veiklaðar sjúkdómsvaldadni veirur eða bakteríur, er sprautað í fólk sem á að verja gegn viðkomandi sjúkdómi.
Hvað eru einkenni sveppa?
Sveppir eru ófrumbjarga lífverur sem eru bæði til sem einfrumusveppir og fjölfrumusveppir. Sveppir þrífast á rotlífi eða samlífi. Utan á líkama fjölfrumuveppa er fastur veggur og óljós skil milli frumna. Þeir fjölga sér með gróun (kynlaus) sem myndast í sérstökum gróðhirlsum. dæmi um sveppi:
-
Rotverur
Brauðmygla -
Sníkjusveppir
Fótsveppir, kartöflumygla -
Gersveppir
búa til brauð
Hvað eru fornbaketríur?
Fornbakteríur eru að öllum líkindum elsti hópur lífvera á jörðinni og nokkuð víst að þær hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 3,5 milljörðum ára. Fornbakteríur eru dreifkjörnungar líkt og blágrænir þörungar (cyanobacterium), en einkenni dreifkjörnunga er að þeir hafa ekki afmarkaðan kjarnahjúp líkt og heilkjörnungar. Fornbakteríur finnast venjulega við mjög öfgakenndar aðstæður, svo sem í heitum hverum, mjög selturíku eða mjög súru umhverfi.
Hvernig er næringarnám sveppa?
Næringarnám sveppa er gjörólíkt því sem viðgenst í dýrum. Sveppirnir eru eiginlega með meltingarfærin utan á sér. Sveppþræðirnir gefa frá sér meltiensím, melta fæðuna utan líkamans, sundra fæðuna og taka svo næringuna upp í gegnum frumuvegginn.
Hvað eru frumbjarga og ófrumbjarga bakteríur?
Margar bakteríur eru frumbjarga, en í því felst að þær framleiða lífræn efni sjálf sem þær þurfa á að halda úr koldíoxíði. Sumar fá orku frá sólinni með ljóstilífun.
Meirihluti baktería er þó ófrumbjarga, sem merki að þær verða að fá lífrænt efni úr umhverfinu og nýta þau bæði sem orku- og kolefnisgjafa, rétt eins og við. Sumar ófrumbjarga bakterírur eru rotverur en þær sundra lífrænum efnum í líkamsleifum dauðra lífvera. Aðar lfa í einhverskonar samlífi í líkömum annara lífvera.
Hvað ertu nytsamar örverur?
Nytsamar örverur eru örverur, bakteríur eða sveppir sem við nýtum eitthvað góðs af. Sveppir t.d. búa til brauð, skyr, osta, jógurt, bjór og fleira.
Bakteríur geta einnig búið til lyf fyrir okkur mannfólkið, t.d. insúlín. og hjálpa okkur við meltinguna.
Hvað eru einkenni Spirochaete baktería?
Spirochaete
- Gormlaga (tappatogarar)
- Margar tegundir lifa í vatni
- Margar geta valdið sjúkdómum. T.d. Sárasótt (kynsjúkdómur)
Segðu frá kynsjúkdómum, smit, helstu sjúkdómar og vörn
Kynsjúkdómar smitast í kynlífi og stafa af örverum, eins og bakteríum og veirum, eða lúsum. Sumir kynsjúkdómar smitast eingöngu við kynmök. Kynsjúkdómar sem smitast með bakteríum eða lúsum er oftast hægt að lækna með lyfjum. Aftur á móti eru kynsjúkdómar sem smitast með veirum oftast ólæknandi og einungis hægt að draga úr einkennum og hindra framgang þeirra tímabundið. Helstu kynsjúkdómar á Íslandi eru Klamydía sem orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis, og Kynfæravörtur sem orsakast af veirum sem heita Human papilloma virus (HPV). Besta vörnin gegn kynsjúkdómum er smokkurinn. HIV smitast af human immunodeficiency virus (HIV).
Hvað eru einkenni Cyanobakteria (blábaktería)
- Cyanobakteriur eða blábakteríur
- Eru frumbjarga, nota ljóstillífa
- t.d. Yfirborðsörverur (svif) i sjó go vötnum. -> grænleitt slím
- lifa í öfgakenndum aðstæðum t.d. Heitir hverir og í jarðvegi.
- Ábyrgir fyrir súrefnisbyltingunni fyrir meira en 2000 milljón árum.
Hvernig varð þróun lífs með hjálp baktería?
Þróun lífsins á jörðinni hófst með því að einföld lífvera (einfrumungur) sem var búin þeim eiginleikum að út frá henni urðu til nýjar líffverur. Þær fjölguðu sér og út frá þeim mynduðust síðan nýjar tegundir. Með tímanum urðu þær flóknari og urðu að okkur.
Hvað eru einkenni Chlamydiae baktería?
•Chlamydiae
- Þrífast aðseins í hysilfrumum
- Chlamydia trachomatis sýkill sem bæði geta sýkt kynfæri og augu.
- Klamidía
Hvað er örverur?
Örverur eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur samheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar.
Hvað er rotnun?
Rotnun (eða sundrun) er niðurbrot lífrænna efna (lífvera) af m.a. völdum rotvera, sem eru ófrumbjarga lífverur sem lifa á dauðum leifum annarra lífvera (gerlar og sveppir). Ef ekki værir fyrir rotnun myndi hringrás lífsins stöðvast og engin endurvinnsla eiga sér stað.
Hvað eru sýklar? og hvernig eru veirusýkingar?
Veirur, ásamt sjúkdómsvaldandi örverum í hópi baktería, frumdýra og sveppa, nefnast sýklar vegna þess að þegar þær fjölga sér inni í frumum lífvera vlada margar þerra sjúkdómum. Sumar veirusýkingar eru vægar og meinlausar, aðrar veirur valda alvegarlegum sjúidómum og janfvel dauða. t.d. heilabólga, herpes, inflúflensa, mislingar, alnæmi o.fl.
Hver eru þrjú samlífisform baktería?
Samlífisform baktería má greina í þrennt.
Gistilífi: sem bakterían hagnast af en skipir þá lífveru sem hýsir hana engu máli. t.d. bakteríur í meltingavegi og á húð manna.
Samhjálp gagnast báðum aðilum. t.d. tengsl belgjurta og niturbindanadi baktería og sumir djúpsjávarfiskar hafa líffæri sem lýsa í myrkvi vegna flúormyndandi baktería.
Sníkjukífi þar sem hýsill verður fyrir skaða en bakterían hagnast. Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru dæmi um sníkla. t.d. Treponema pallidum sem veldur sárasótt.