Kafli 6-8 (lífverur) Flashcards
Hvað eru frumdýr og hvað flokkast þau undir?
Frumdýr eru einfrumungar og hafa flest hreyfigetu sem fjölga sér með kynlausri æxlun. Þau fyrirfinnast í sjó, ferskvatni, jarðvegi og einnig í öðrum lífverum. Mörg frumdýr lifa á bakteríum eða ýmsum frumverum, en sum eru sníklar. Venja er að flokka frumdýr í:
- Svipudýr
- Bifhærð frumdýr
- Gródýr
- Slímsveppir
- Slímdýr
Hvað eru gródýr?
Gródýr eru sníklar og geta ekki þrifist utan hýsla sinna. Þau hafa enga hreyfigetu. Gródýr eru vanalega mjög sérhæfð og lifa aðeins í tilteknum hýslum. Mörg gródýr geta valdið alvarlegum sjúkdómum eins og Malaríu.
Hvað eru frumframleiðendur?
Frumframleiðendur eru frumbjarga lífverur og eru forsenda fyrir öðru lífi í vistkerfum, þær eru hinir einu sönnu framleiðendur lífrænna efna t.d. tré, blóm og fleira
Hvað eru bifhærð frumdýr?
Bifhærð frumdýr eru algeng svo að segja alls staðar í ferskvatni eða sjó. Frumdýr þessi nota bifhár bæði sem hreyfifæri og til að afla sér fæðu. Bifhærðu frumdýrin hafa flóknari líkamsgerð en önnur frumdýr t.d. einhverskonar “munnop” og “endaþarm”
Hvað eru slímsveppir?
Slímsveppir eiga það sameiginlegt að vera á mörkum tveggja ólíkra lífsforma. Slímsveppir finnast í raklendi svo sem í rökum skógum þar sem þeir skríða um skógarbotninn og minna um margt á risastórar amöbur.
Hvað eru einkenni Þráðorma?
Greindar hafa verið um 25.000 tegundir þráðorma. Þráðormar eru í flestum tilvikum einkynkja. Þeir hafa hvorki blóðrásar- né öndurnarkerfi. Flestir þráðormar eru sníkjudýr. Allir þráðormar eru áþekkir að lögun: Langir og mjóir eins og bútar af tvinnþræð og nánast gegnsæir. Lengstu þráðormarnir eru sníkjuormar í búrhvali = 9m að lengd. Þráðormar valda ýmsum leiðindum eins og fílaveiki, njálg, spóluorma bitorma og hringorma í fiski sem geta borist til menn. Einnig til meinlausir þráðormar eins og Caenorhabditis elegans sem er hentugt rannsóknardýr í erfðarfræði.
Hvað er Lífhvolf?
Lífhvolf jarðarinnar er það svæði eða sá hluti af jörðinni og gufuhvolfi hennar sem líf þrífst á.
Lífhvolf skiptist í :
- Berghvolf (ysta fasta lag jarðskorpu)
- Vatnshvolf (höf, vötn, ár)
- Gufuhvolf (Lofthjúpur Jarðar)
Hvernig virkar samkeppni lífvera?
Samkeppni á milli tegunda fer yfirleitt ekki fram á formi beinnar barráttu milli einstaklinga tegundanna, heldur sem samkeppni um t.d. fæðu. Tvær tegundir geta ekki lifað á sama svæði nema stofnstærðir þeirra takmarkist af mismunandi þáttum. Hæfni til fæðuöflunar vinnur samkeppnina. classic natural selection
Hvað eru einkenni flatorma?
Til eru um 10.000 tegundir flatorma. Flatormar hafa tvíhliða líkamsgerð. Í þeim er að finna frumstæð líffærakerfi: taugarkerfi, útgangslosunarkefi, æxlunarkerfi og meltingarfæri. Flatur líkaminn auðveldar súrefnisflæði inn í vefina frá yfirborðinu. Flatormar eru tvíkynja. Flatormar skiptast í
- iðaorma, sem lifa í vatni og rökum jarðvegi
- ögður sem eru sníkjudýr með flókinn lífsferill
- bandormar en þeir eru sníklar í hryggdýrum. dæmi um flatorm Artioposthia triangulata
Hvað eru rotverur/sundrendur?
Rotverur eru háðar frumframleiðendum um fæðu, rotverur eru ófrumbjarga. Þær greinast í jurta- og kjötætur. Rotverur hafa lifbrauð sitt að því að sundra lífrænum leifum dauðra lífvera. t.d. sveppir, ormar og bakteríur.
Ættu Veirur að vera eitt af ríkjunum?
Nei því veirur eru ekki taldar vera lifandi lífverur. Geta ekki fjölgað sér án aðstoðar lifandi frumna né losa sig við úrgang.
Maðurinn er flokkaður í….
- Ríki – Animalia – dýr
- Fylking – Cordata – seildýr
- Flokkur – Mammalia – spendýr
- Ættbálkur – Prímates – fremdardýr
- Ætt – Hominidae – mannaætt
- Ættkvísl – Homo – maður
- Tegund – Homo sapiens – hinn vitiborni maður
Segðu frá tvínafnakerfinu
Sænskur náttúrufræðingur Carl von Linne (1707-1778) er höfundur tvínafnakerfisins. Enn í dag notast við kerfið hans. Tvínafnakerfið byggist á því, að allar lífverur bera tiltekið tegundarheiti sem er samsett af nafni ættkvíslar og viðurnefni.
t.d. Homo = ættkvísl sapien = hinn vitiborni
Tvínafnið, sem kallast fræðiheiti til aðgreiningar frá alþýðuheitinu, ber að hafa undirsktrikað eða skáletrað og ættkvíslarheitið með hástaf.
Hvað er búsvæði og stofn?
Búsvæði er það náttúrulega vistkerfi eða umhverfi sem tiltekinn stofn lífvera nýtir sér til að lifa. t.d. bleikjan í þingvöllum (sem lifir með fleiri lífverum líka en bleikjan býr á tilteknu búsvæði í þingvallarvatni, rétt eins og hinar lífverurnar gera hið sama á sínu búsvæði.) Stofn er hópur lífvera af sömu tegund sem lifa á afmörkuðu svæði. Í hverju vistkerfi komast þær lífverur helst af sem hafa lagað sig best að umhverfi sínu.
Hvað er Vistfræði?
Vistfræði er sú grein náttúruvísinda sem fjallar um lífverurnar í því umhverfi sem þær hafa aðlagast og tengsl þeirra við þetta umhverfi, bæði lífvana hluta þess og aðrar lífverur. Upphafsmaður vistrfræði var Daninn Eugenius Warming, hann skrifaði einnig The Botany of Iceland.