Kafli 1 Flashcards
Auðlindir skipulagsheilda
Starfsfólk, fjármagn, vélar og tæki, hráefni, viðskiptavinir
Helstu markmið fyrirtækja
Framleiða vörur eða þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa
Hagkvæmni/skilvirkni
Að gera hlutina rétt. Mælikvarði á hversu vel auðlindir fyrirtækisins eru nýttar. Eftir því sem fyrirtækið getur notað minna hráefni, færra starfsfólk og færri vélar því skilvirkara verður það
Árangur
Að gera réttu hlutina. Mælkikvarði á hversu viðeigandi markmið fyrirtækisins eru. Er verið að framleiða það sem viðskiptavinurinn vill
Áætlanagerð (3 skref)
- ákveða hvaða markmið fyrirtækið setur sér
- hvaða stefnu tekur fyrirtækið til að uppfylla markmiðin
- hvernig á að nýta auðlindir fyrirtækisins til að ná markmiðum
Leiðtogi
Stjórnendur nota áhrif, persónuleika sinn og völd til þess að krefja starfsmenn áfram til þess að ná markmiðum
Stjórnendur
Fylgjast með frammistöðu starfsmanna og deila fyrirtækisins til þess að sjá hvort verið sé að gera það sem á að gera. Hægt er að mæla frammistöðu bæði starfsmanna og fyrirtækisins í heild
Stjórnunarstig (3)
- framlínustjórar/verkstjórar: ábyrgir fyrir faglegri stjórnun starfsmanna sem sjá um framleiðsluna
- millistjórnendur: stýra framlínustjórnendum og bera ábyrgð á að finna bestu leiðirnar til að ná markmiðum fyrirtækisins
- æðstu stjórnendur: bera ábyrgð á öllum rekstrinum, t.d. hvað á að framleiða, hvernig skipulag fyrirtækisins er og hvert það stefnir
Hæfni stjórnenda
Hugleg færni, mannleg færni, fagleg færni. Allir stjórnendur þurfa að búa yfir öllum þessum færnum til að ná árangri
Huglæg færni
Greina aðstæður og átta sig á muninum á orsök og afleiðingu
Mannleg færni
Hæfileikinn til þess að eiga samskipti og hvetja starfsólk
Fagleg færni
Starfstengd færni, þekking á verkefnum
Kjarnahæfni sem veitir fyrirtækinu samkeppnisyfirburði, þekking og reynsla sem fyrirtækin hafa
Endurskipulagning
Verið að skera niður starfsemina til að lækka framleiðslukostnað
Úthýsing verkefna
Felur í sér að semja við annað fyrirtæki, oft í öðrum löndum (þar sem laun eru lægri) til þess að framkvæma vinnu sem áður var unnin í fyrirtækinu
Umboð til athafna/valdaefling
Að veita starfsmönnum meiri völd og ábyrgð í starfi