Inngangur og efni líkamans Flashcards
partur 1
Einkenni lífvera
Allar lífverur hafa svipuð einkenni
Lífverur stunda efnaskipti (metabolism)
Lífverur skynja og bregðast við áreiti
DNA er erfðaefni lífvera
Lífverur fjölga sér
Lífverur þróast
Lífverur vaxa
partur 1
Ólífræn efni
Vatn
Jónir - t.d. Na+, Cl-, HCO3-, K+, Ca2+
Föst steinefni - t.d. kalk í skeljum (CaCO3)
Lofttegundir - t.d. súrefni og koldíoxíð
partur 1
Lífræn efni
Sykrur
Lípíð
Prótín
Kjarnsýrur
partur 1
Mikilvægir eiginleikar vatns
Lífverur eru að mestu leyti gerðar úr vatni; öll efnahvörf í lífverum fara fram í vatni
Vatn er nauðsynlegt öllu lífi vegna einstakra eiginleika þess
Eiginleikar vatns eru til komnir vegna vetnistengja (hydrogen bonds) sem tengja saman vatnssameindirnar
partur 1
Vatn sem leysir (Solvent)
Vatn leysir upp skautaðar sameindir (polar molecules)
Vetnistengi myndast á milli vatnssameinda og annarra skautaðra sameinda
Skautaðar sameindir sem leysast upp í vatni kallast vatnssæknar (hydrophilic)
Óskautaðar sameindir sem leysast illa/ekki upp í vatni kallast vatnsfælnar (hydrophobic)
partur 1
Vatn hefur háan eðlisvarma (specific heat)
Vatn þarf að taka upp meiri orku til að hitna um hverja gráðu heldur en önnur efni
Temprar hitasveiflur
Til að vatni geti gufað upp þarf það að taka til sín orku (gufunarvarmi, heat of evaporation)
T.d. þegar dýr svitna
partur 1
Lífrænar sameindir (Organic Molecules)
Allar lífrænar sameindir innihalda kolefnisatóm
Lífræn efni í lífverum:
Sykrur
Lípíð
Prótín
Kjarnsýrur
Til eru efni sem innihalda kolefnisatóm en eru ekki lífræn
T.d. CO2, H2CO3, C, CaCO3
partur 1
Kolefni
Kolefni getur tengst öðrum atómum á ýmsa vegu
Getur tengst einu, tveimur, þremur eða fjórum atómum
Getur myndað skautuð eða óskautuð tengi
Getur myndað keðjur eða hringi
partur 1
Hvað gera frumur við lífræn efni?
Efnaskipti (Metabolism)
Öll efnahvörf sem fara fram í frumum
Gera frumum kleift að lifa, vaxa og fjölga sér
Þarfnast ensíma (enzymes) (prótín sem auka hraða efnahvarfa, sbr. hvatar í efnafræði)
partur 1
Sykrur (Carbohydrates)
Sykrur eru algengustu lífefnin í lífhvolfi jarðar
Beðmi / sellulósi í plöntum
Frumur nota sumar sykrur sem byggingarefni, aðrar sem orkuefni
partur 1
Sykrur
Lífrænar sameindir sem innihalda kolefni, vetni og súrefni í hlutföllunum 1:2:1, (CH2O)n
Þrjár gerðir
Einsykrur (monosaccharides)
Stuttar sykrukeðjur (oligosaccharides)
Tvísykrur (disaccharides)
Þrísykrur (trisaccharides)…
Fjölsykrur (Polysaccharides)
partur 1
Einfaldar sykrur
Einsykrur (ein sykrueining) eru einföldustu sykrurnar
Notaðar sem orkuefni eða byggingarefni
Dæmi: glúkósi (þrúgusykur)

partur 1
Stuttar sykrukeðjur
Stuttar keðjur úr einsykrum
Dæmi: súkrósi, matarsykur (tvísykra)
Tvær einsykrur tengjast saman með þéttihvarfi (condensation reaction)

partur 1
Flóknar sykrur
Fjölsykrur
Beinar eða greinóttar keðjur búnar til úr mörgum einsykrum
Algengustu fjölsykrurnar eru beðmi/sellulósi (cellulose), mjölvi/sterkja (starch), glýkógen (glycogen)
Allar gerðar úr glúkósaeinliðum (glucose monomers)
partur 1
Kítín (Chitin)
Fjölsykra sem inniheldur nitur. T.d. í krabbaskeljum og frumuvegg sveppa

partur 1
Lípíð (Lipids)
Leysast illa/ekki í vatni
Aðalorkuforði líkamans og uppistaðan í frumuhimnum
Gerðir lípíða:
Fitur (fats)
Fosfólípíð (phospholipids)
Vax (waxes)
Sterar (steroids)
partur 1
Fitusýrur (Fatty Acids)
Kolefniskeðja (4-36 kolefni) með karboxýl (carboxyl, COOH) hóp á endanum
Í mörgum lípíðum
Nauðsynlegar fitusýrur (Essential fatty acids) eru ekki framleiddar í líkamanum og verða að koma í gegnum fæðuna
T.d. omega-3 og omega-6 fitusýrur
partur 1
Fitur (Fats)
Lípíð með eina, tvær eða þrjár fitusýrur tengdar við glýseról
Þríglýseríð (triglycerides)
Fitur með þrjár fitusýrur tengdar við glýseról
Mikilvægasti orkuforði hryggdýra (vertebrates)
Geymd í fituvef (adipose tissues) (verndar og einangrar)
partur 1
Mettaðar fitur (dýrafita)
Gerðar úr fitusýrum sem hafa eingöngu eintengi (single covalent bonds)
Pakkast þétt; á föstu formi við stofuhita
Dæmi: Smjör, tólg
partur 1
Ómettaðar fitur
partur 1
Trans fitur (Trans Fats)
Hertar jurtaolíur sem búnar eru til með efnafræðilegum aðferðum
Trans tvítengi halda fitusýrunum beinum
Pakkast þétt; á föstu formi við stofuhita
Dæmi: Í sumu kexi, kartöfluflögum og feitum matvælum sem steikt eru á háum hita
partur 1
Fosfólípíð (Phospholipids)
Sameindir sem innihalda tvær fitusýrur sem tengdar eru við glýseról. Á glýserólinu er líka fosfathópur sem tengist öðrum skautuðum efnahópi
“Hausinn” er vatnssækinn, fitusýruhalarnir eru vatnsfælnir
Uppistaðan í frumuhimnum (cell membranes)
partur 1
Vax (Waxes)
Flóknar sameindir sem innihalda fitusýrur og fleiri efnahópa
Verndandi, vatnshelt
Dæmi:
Eyrnamergur
Býflugnavax
Vaxhúð á plöntum
partur 1
Sterar (steroids)
Lípíð gerð úr fjórum samtengdum kolefnishringjum (engar fitusýrur)
partur 1
Kólesteról (cholesterol)
Kólesteról (cholesterol)
M.a. í frumuhimnum heilkjarnafrumna (eukaryotic cell membranes)
Hægt að umbreyta í gallsölt (bile salts), D-vítamín og sterahormón (t.d. estrógen og testósterón
partur 1
Prótín (Proteins)
Fjölbreyttasti flokkur lífefna
- Byggingarefni, t.d. keratín
- Næringarefni, t.d. nautasteik
- Ensím, t.d. alkóhól dehydrógenasi
- Flutningsefni, t.d. hemóglóbín
- Boðflutningsefni, t.d. insúlín
- Varnarefni, t.d. mótefni
Frumur geta búið til þúsundir mismunandi prótína með því að setja saman amínósýrur í mismunandi röð
partur 1
Prótín (protein)
partur 1
Amínósýrur (amino acids)
Lífrænar smásameindir með amínóhóp (amine group, —NH3+), karboxýlhóp (carboxyl group, —COO-, sýra), og einn eða fleiri breytilega R-hópa (variable groups, R group)
Til eru 20 mismunandi amínósýrur
partur 1
Fjölpeptíð (Polypeptides)
Nýmyndun prótína felur í sér myndun amínósýrukeðja sem kallast fjölpeptíð
Fjölpeptíð
Keðja úr amínósýrum sem tengdar eru saman með peptíðtengjum. Tengin liggja á milli amínhóps annarrar amínósýrunnar og karboxýlhóps hinnar amínósýrunnar
partur 1
Kirni (Nucleotides)
Lífræn sameind búin til úr sykru, niturbasa (nitrogen-containing base) og einum eða fleiri fosfathópum (phosphate groups)
T.d. ATP, adenósínþrífosfat (adenosine triphosphate)
Hefur 3 fosfathópa
Mikilvægur orkumiðill í frumum
Sum kirni eru notuð til að byggja kjarnsýrurnar DNA og RNA
Sum kirni eru notuð í efnaskiptum, t.d. ATP
partur 1
Kjarnsýrur
partur 1
RNA (ríbósakjarnsýra, ribonucleic acid)
Inniheldur fjórar gerðir kirna
Mikilvægt í nýmyndun prótína (sjá síðar í sameindaerfðafræði)
partur 1
DNA (deoxíríbósakjarnsýra, deoxyribonucleic acid)
Tvær kirnakeðjur sem tengdar eru saman með vetnistengjum og mynda tvígorm (double helix)
Geymir allar arfgengar upplýsingar
Upplýsingarnar eru faldar í röð kirnanna