Frumulíffræði Flashcards
Fyrirlestur 2
Stærð fruma
Flestar frumur eru á bilinu 1-100 μm (einn μm er einn þúsundasti úr mm)
Van Leeuwenhoek
varð fyrstur til þess að lýsa smáum lífverum sem hann sá í gegnum smásjá (17. öld)
Hann kallaði þær “animalcules” og “beasties”
Hooke
varð fyrstur til þess að teikna frumur og hann gaf þeim nafnið “cells” (þýðir klefi)
Árið 1839 settu Schleiden og Schwann fram frumukenninguna
Allar lífverur eru gerðar úr einni eða fleiri frumum
Fruma er minnsta einingin sem gædd er öllum eiginleikum lífs
Allar frumur eru af öðrum frumum komnar
Dótturfrumur fá erfðaefni móðurfrumu
Heilkjarnafruma (eukaryotic cell)
Frumunni er skipt upp í “hólf” (compartments), þar á meðal kjarna (nucleus)
Dreifkjarnafruma (prokaryotic cell)
Smáar, einfaldar frumur án kjarna
Grunnuppbygging allra frumna
Frumuhimna (plasma membrane)
Stjórnar flutningi efna inn og út úr frumunni
Svæði sem inniheldur DNA
Kjarni (nucleus) í heilkjarnafrumum
Kjarnasvæði (nucleoid) í dreifkjarnafrumum
Umfrymi (cytoplasm)
Vökvi inni í frumunni
Frumuhimnur
Tvöfalt lag af fosfólípíðum
Vatnssæknir hausar út á við og vatnsfælnir halar inn á við
Margar gerðir prótína eru einnig í lípíðlaginu (himnuprótín = membrane proteins)
Hvernig sjáum við frumur?
Notaðar eru mismunandi gerðir smásjáa:
Ljóssmásjár (light microscopes)
Rafeindasmásjár (electron microscopes)
Dreifkjarnafrumur
Dreifkjarnafrumur eða dreifkjörnungar (prokaryotes = “before the nucleus”)
Bakteríur (bacteria)
Fornbakteríur (archaea)
Bakteríur og fornbakteríur
eru svipaðar í útliti og stærð en eru ólíkar hvað varðar byggingu og efnaskipti
Heilkjarnafrumur
Heilkjarnafrumur (eukaryotic = “true nucleus”) hafa sérstök frumulíffæri (organelles) sem afmarkast með himnum
Frumulíffæri (organelle)
“Hólf” innan frumunnar sem hafa ákveðnum hlutverkum að gegna
Kjarni (Nucleus)
Kjarninn inniheldur DNA
Kjarnahjúpur (nuclear envelope) umlykur kjarnann og stjórnar för efna inn og út úr kjarnanum
Kjarnahjúpur (Nuclear Envelope)
Gerður úr tveimur tvöföldum fosfólípíðlögum (eins og tvær frumuhimnur klesstar saman)
Ytra fosfólípíðlagið rennur saman við frymisnetið (endoplasmic reticulum, ER)
Op á kjarnahjúpnum (nuclear pore) hleypa í gegn ákveðnum efnum
Kjarnafrymi (nucleoplasm)
Vökvi inn í kjarnanum, svipað og umfrymi
Kjarnakorn (nucleolus)
Svæði innan kjarnans þar sem netkornaeiningar eru settar saman úr prótínum og RNA
Litningur (chromosome)
Stök DNA sameind, ásamt þeim prótínum sem tengd eru henni
Þegar fruma skiptir sér er hægt að sjá litningana í smásjá vegna þess að þeir þéttast
Líkamsfrumur (body cell) manna hafa 46 litninga
Litni (chromatin)
Allir litningar í einni frumu
Innra himnukerfi frumu (endomembrane system)
Samansafn frumulíffæra á milli kjarna og frumuhimnu
Býr til lípíð og prótín
Önnur sérhæfð hlutverk
Frymisnet (Endoplasmic Reticulum, ER)
Himnukerfi í fellingum sem liggur í beinu framhaldi af kjarnahjúpnum
Tvær gerðir
Hrjúft frymisnet (rough ER)
Slétt frymisnet (smooth ER)
Hrjúft frymisnet (rough ER) með netkornum (ribosomes)
Framleiðir himnuprótín (membrane proteins) og seytiprótín (secretory proteins) og pakkar þeim í bólur
Slétt frymisnet (smooth ER)
hefur engin netkorn
Tekur við ákveðnum prótínum frá hrjúfu frymisneti og pakkar þeim í bólur
Bólur (vesicles)
Lítil frumulíffæri sem geyma eða flytja efni
Frymisflétta/Golgíkerfi (Golgi body)
Tekur á móti bólum frá frymisneti sem innihalda prótín eða lípíð
Inniheldur ensím sem fullvinnur prótín og lípíð
Pakkar fullunnum afurðum í bólur sem flytja þær á áfangastað (t.d. til frumuhimnu)
Bólur sem innihalda efni sem fara eiga út úr frumunni kallast seytibólur
Oxunarkorn (peroxisomes)
Innihalda ensím sem brjóta niður vetnisperoxíð (hydrogen peroxide), alkóhól og önnur eiturefni (toxins)
Frymisbólur (vacuoles)
Safna úrgangsefnum (nokkurs konar ruslatunnur)
Leysibólur (lysosomes)
Innihalda ensím sem brjóta niður úrgangsefni
Hvatberi (mitochondria)
Í öllum heilkjarnafrumum
Plastíð (plastids)
Aðeins í plöntum og ljóstillífandi þörungum (photosynthetic algae)
T.d. grænukorn (chloroplasts) í plöntum
Stór safabóla (central vacuole)
Bara í plöntufrumum
Hvatberi
Þar fer fram frumuöndun (aerobic respiration) og framleiðsla á orkumiðlinum ATP
Afmarkaður af tveimur himnum
Hefur sitt eigið DNA og netkorn
Líkist bakteríum; gæti hafa myndast eftir samruna heilkjarnafrumu og bakteríu (innanfrumusamlífi, endosymbiosis)
Plastíð
Frumulíffæri sem sjá um ljóstillífun eða geymslu ýmissa efna; t.d. litplastíð (chromoplasts), mjölvakorn (amyloplasts) og grænukorn (chloroplasts)
grænukorn (chloroplasts)
Þar fer fram ljóstillífun (photosynthesis)
Afmörkuð af tveimur himnum
Inni í grænukornsmergnum (stroma) er innra himnukerfi sem kallast grönur (thylakoids)
Líkjast ljóstillífandi bakteríum; gætu hafa orðið til við samruna ljóstillífandi bakteríu og heilkjarnafrumu (innanfrumusamlífi)
Safabóla
Frumulíffæri í plöntum sem tekur 50-90% af rúmmáli frumunnar
Geymir vatn, amínósýrur, sykrur, jónir, úrgangsefni og eiturefni
Heldur frumunni stinnri
Ef lítið af vatni er í safabólum verður plantan lin
Frumuveggur (Cell Wall)
Ekki í dýrafrumum
Aðeins í plöntufrumum og í sumum sveppum (fungi) og frumverum (protists)
Til styrktar
Stór safabóla (central vacuole)
Bara í plöntufrumum
Hvatberi
Þar fer fram frumuöndun (aerobic respiration) og framleiðsla á orkumiðlinum ATP
Afmarkaður af tveimur himnum
Hefur sitt eigið DNA og netkorn
Líkist bakteríum; gæti hafa myndast eftir samruna heilkjarnafrumu og bakteríu (innanfrumusamlífi, endosymbiosis)
Plastíð
Frumulíffæri sem sjá um ljóstillífun eða geymslu ýmissa efna; t.d. litplastíð (chromoplasts), mjölvakorn (amyloplasts) og grænukorn (chloroplasts)
grænukorn (chloroplasts)
Þar fer fram ljóstillífun (photosynthesis)
Afmörkuð af tveimur himnum
Inni í grænukornsmergnum (stroma) er innra himnukerfi sem kallast grönur (thylakoids)
Líkjast ljóstillífandi bakteríum; gætu hafa orðið til við samruna ljóstillífandi bakteríu og heilkjarnafrumu (innanfrumusamlífi)
Safabóla
Frumulíffæri í plöntum sem tekur 50-90% af rúmmáli frumunnar
Geymir vatn, amínósýrur, sykrur, jónir, úrgangsefni og eiturefni
Heldur frumunni stinnri
Ef lítið af vatni er í safabólum verður plantan lin
Svipur (flagella)
t.d. á sáðfrumum
Bifhár (cilia)
t.d. í barka sem leiðir niður í lungun
Sýndarfætur (pseudopods)
t.d. á hvítum blóðkornum og ömbum (amoeba)