Hagfræði próf 3 - HAG1ÞF05 Flashcards
Framleiðsluþáttum er jafnan skipt í þrjá flokka, hverjir eru þeir?
Náttúruauðlindir, mannauður og fjármunir
Hvað eru náttúruauðlindir?
Það sem náttúran gefur af sér og við notum í framleiðslu
Hvað er mannauður?
Fólkið sem vinnur við að framleiða vörur (menntun fólksins, reynsla, þekking og færni þess)
Hvað eru fjármunir?
Vélar, fjármagn, byggingar, tæki, tölvubúnaður ofl.
Hvað sýnir framleiðslumöguleikaferill okkur?
Hann sýnir okkur mögulega framleiðslu á tveimur vörum miðað við fullnýtingu á þeim framleiðsluþáttum sem eru í boði
3 grunnhugtök í þessum kafla
Skortur, val, fórnarkostnaður
Hvenær myndast skortur?
Þegar ekki er til nóg af gæðum til að uppfylla þarfir framleiðslunnar þá myndast skortur
Hvenær myndast val?
Þegar við þurfum að velja á milli í skorti
Hvenær myndast fórnarkostnaður?
Þegar við veljum eitthvað og fórnum þar af leiðandi einhverju öðru
Hvenær notar maður framleiðslumöguleikaferil?
Til að taka ákvarðanir um framleiðslu og viðskipti (t.d. milli landa)
Hvað eru algjörir yfirburðir?
Þegar að þjóð getur framleitt meira af báðum vörum miðað við hina þjóðina og notar minnst af aðföngum
Hver kom með kenninguna um algöra yfirburði?
Adam Smith
Hvað eru hlutfallslegir yfirburðir?
Þegar að þjóð er með lægri fórnarkostnað í framleiðslu heldur en hin þjóðin
Hver kom með kenninguna um hlutfallslega yfirburði?
David Ricardo
Hvernig reiknar maður hlutfallslega yfirburði?
Það sem við fórnum : því sem við framleiðum