Hagfræði próf 1 - HAGF1ÞF05 Flashcards
Kafli 1-3
Kaupgengi
Þegar maður ætlar að skipta gjaldeyri yfir í íslenskar krónur (það sem bankinn kaupir af þér)
Sölugengi
Þegar maður ætlar að kaupa gjaldeyri (það sem bankinn selur þér)
Seðlagengi
Þegar maður kaupir eitthvað með öðrum gjaldeyri í seðlum
Kortagengi
Þegar maður kaupir eitthvað með korti á erlendum síðum og búðum utanlands
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru vextir sem eru reiknaðir ef að lántaki greiðir ekki vextina á réttum tíma
Vaxtavextir
Vaxtavextir eru þeir vextir sem reiknast á vextina á hverju ári. Ef það eru 3% ársvextir á sparnaðareikningi þá bætast við önnur 3% á það á öðru ári, og önnur 3% á þriðja ári o.s.frv. Vaxtavextir gefa háa útkomu ef þeir eru í gangi til lengri tíma
Nafnvextir og raunvextir
Nafnvextir eru þeir vextir sem bankinn gefur upp. Raunvextir eru þeir vextir sem maður fær að frádregnum nafnvöxtum (Ef það eru settir 5% vextir á lán og það verður 3% verðbólga þá eru raunvextirnir 2% og nafnvextirnir 5%)
Verðbólga
Verðbólga er þegar að verð á vörum hækkar. Þá er ekki verið að tala um að braðgarefur hækki um 200 kr. heldur er það þegar mikið af vörum hækka á svipuðum tíma og það er áberandi í samfélaginu
Seðlabanki Íslands
SeðlabankiÍslands fer með stjórn peningamála á Íslandi. Aðal markmið bankans er að passa upp á stöðuleikann þegar kemur að verðlagsmálum, en þau reyna einnig að halda verðbólgu og atvinnuleysi í lágmarki. Seðlabankinn hefur réttindi til stýra magni peninga í umferð.
Vextir
Vextir eru gjald fyrir láni. Ef maður tekur lán þá þarf maður að borga vexti. Auðveldast er að hugsa þannig aðmaðurborgifyrir lánið í vöxtumtil baka.
Vísitala neysluverðs
Vísitalatala neysluverðs er vístitala til að reikna úthækkun og lækkun á verðlagi á vörum/þjónustu.
(Ef vísitalan hækkar um x mikið á ári þá er það hversu mikil verðbólga er í landinu.)
Virðisaukaskattur
Virðisaukaskattur (VSK) er skattur sem er lagður ofan á allar vörur svo sem geisladiska, fatnað, matvörur, bækur og sölu á veitingaþjónustu. Hann er einnig lagður á allar innfluttar vörur.
Verktaki
Verktaki er einstaklingur sem vinnur fyrir sjálfan sig. Hann sér þar með um sín laun sjálfur og sér sjálfur til þess að öll gjöld og skattar séu borguð. Þessi gjöld eru meðal annars lífeyrissjóðsgreiðslur, tryggingar og önnur opinber gjöld. Það eru bæði kostir og gallar við það að vera verktaki en stærsti gallinn við þaðer líklegast sá að verktakar njóta ekki sömu réttinda og launafólk. Verktakar fá ekki sumarfrí. Þeir fá hvorkiborgað desemberuppbót né orlof. Verktakar fá ekki launaða veikindadaga og borga 12% launa sinnaí lífeyrissjóð, á meðanlaunþegi borgar4% og vinnuveitandi þeirra8%.
Útsvar
Hluti af skattinum okkar fer til ríkisins en annar hluti fer til sveitarfélagsins sem maður býr í. Sá skattur kallastútsvar. Sveitarfélögin nota útsvariðt.d.í að gera við það sem þarf að laga í sveitarfélaginu svo sem vegi, þjónustu og fleira.
Persónuafsláttur
Allir á sextánda aldursári eða eldri fá veittan persónuafslátt. Persónuafsláttur vegur upp á móti þeim skatt sem maður þarf að borga af laununum sínum. Hann kemur þó ekki í stað fyrir allan skattinn þar sem að hann er aðeins um 54.000 kr á mánuði. Hægt er að velja hvort að maður nýti allan persónuafsláttinn eða bara hluta hans. Ef að maður ákveður það að nýta hann ekki allan safnast hann upp og hægt er að nota hann næsta árið. Þegar þetta ár er liðiðþá fellur persónuafslátturinn niður.