Frumulíffræði Flashcards
Hvernig er frumukenningin ?
Allar lífverur eru gerðar úr einni eða fleiri frumum, fruman er frumeining í byggingu allra lífvera og allar frumur verða til af öðrum frumum
Hvernig lyf er statín ?
Lyf sem lækkar kóleteról með því að hamla ensímið HMG-CoA reductase sem gegnir lykilhlutverki í myndun kólesteróls í lifrinni
Hvað eru rýbozým ?
RNA sameindir sem hafa virkni hvata
Af hverju samanstendur ríbósóm eining ?
2/3 hlutar RNA og 1/3 hluti prótein
Hver eru hlutverk rýbózýma ?
Bindur amínósýrur í peptíð, splæsa RNA, bindur lífræn orkuefni og millistig efnaskipta
Hver eru helstu rökin á mót RNA tilveru ?
RNA er lélegt ensím, óstöðugt við hátt hitastig og hvernig gat það orðið til úr sykrum og bösum
Hverjar eru helstu leifar RNA tilveru ?
rRNA, RNA í SRP, kjarnsýrusplæsingar og stýrihlutverk lítilla tvíþátta DNA búta
Hvert er hlutverk microRNA ?
Stjórna genatjáningu með því að hindra þýðingu á ákveðnum mRNA(slá út gen), mikilvæg í þroskun, oft brengluð í krabbameinum
Hvert er hlutverk siRNA ?
Slökkva á genatjáningu, geta þaggað ákveðin gen þannig að tiltekið prótein myndast ekki
Hvers konar fyrirbæri eru talin vera forverar lifandi frumna ?
Eins konar brennisteinssellur sem voru súrari að utan en innan og voru eins konar rafhlöður
Hvernig er líklegast að kjarninn í frumum hafi myndast ?
Innpokun á frumuhimnu sem umlukti erfðaefnið og myndar innra himnukerfi
Hvaðan eru hvatberar komnir ?
Frumur með kjarna innlimuðu raunbakteríur sem síðar urðu hvatberar, raunbakteríurnar fengu skjól og húsnæði og í staðinn fengu fornbakteríurnar súrefni
Hvernig halda menn nú til dags (kenning) að lífverur hafi skipst til forna ?
Í fornbakteríur og raunbakteríur og heilkjörnungar síðan komnir af fornbakteríum
Hvað er það sem vinnur á móti kenningunni um að heilkjörnungar séu komnir frá fornbakteríum ?
Frumuhimna fornbaktería og heilkjörnunga er ekki eins, frumuhimna heilkjörnunga er eins og raunbaktería
Hver er munurinn á uracil og thymine ?
Thymine hefur metýlhóp á kolefni 5