Frumulífeðlisfræði Flashcards
Hvað sýnir tímastuðull þéttnistraums ?
Hversu langan tíma það tekur að ná 63% af heildarbreytingu himnuspennu
Hvað gerir 4-aminopyridine ?
Lokar vissum kalíumgöngum
Hvað sýnir hallatala I-V kúrfu ?
Leiðni
Hvaða mælieining er notuð fyrir leiðni ?
Siemens
Hvort er straumur inn í frumun negatívur eða pósitívur ?
Negatívur
Af hvaða tveimur þáttum ræðst straumflæði ?
Leiðni og þeim hreyfikrafti sem verkar á jónirnar
Hvernig eru xenopus oocytes (eggfrumur úr froski) notaðar til að skoða jónagöng ?
mRNA sem kóðar fyrir himnupróteinum er sprautað inn í frumuna, fruman framleiðir göngin og kemur þeim fyrir í himnu, jónagöngin síðan skoðuð með patch clamp aðferð
Hvaða boðefni opnar natríum göng á tauga- og vöðvamótum ?
Acetýlkólín
Hvaða tveir þættir hafa áhrif á leiðslu hraða boðspenna ?
Leiðni frumunnar og þvermál
Hvað gerir tetrodotoxin ?
Blokkerar sérhæfð natríumgöng
Hvað gera scorpion toxin og procaine ?
Blokkerar sérhæft afvirkjun á natríumgöngu
Hvað gerir tetraethylammonium ?
Blokkera kalíumgöng
Hvað er hyperkalemia ?
Aukning í styrk kalíum í utanfrumuvökva, færir hvíldarspennu nær þröskuldi svo það er auðveldara að fá fram boðspennu
Hvað er hypokalemia ?
Lækkun í styk kalíum í utanfrumuvökva, færir hvíldarspennu fjær þröskuldi svo erfiðara er að fá fram boðspennu
Í hvaða fjóra flokka er kalíumgöngum skipt ?
Spennustýrð, kalsíum stýrð, inward-rectifier og leka/hvíldargöng
Hvernig er kalsíum stýrðum kalíum göngum skipt í flokka ?
Eftir leiðni, BK, IK og SK
Hvað gerir iberiotoxin ?
Blokkerar BK göng (big potassium kalsíumstýrð kalíumgöng - há leiðni)
Hvað er Goldman-Hodgkin-Katz jafnvægi ?
Vegið meðaltal af jafnvægisspennum allra jóna sem koma við sögu í himnuspennu
Hvað eru margar taugafrumur í mannsheila ?
100 milljarðar
Hvað eru mörg taugamót í taugakerfi manna ?
100 trilljón
Hvað er Charcot-Marie-Tooth veiki ?
Gangnakvilli vegna stökkbreytingar í connexin 32, einkenni eru röskun í skynjun og vöðvastjórnun
Hvað á mestan þátt í að taugamótatöf ?
Opnun á spennustýrðum kalsíumgöngum
Hvað er conotoxin ?
Eitur úr keilusnigli sem hamlar spennustýrðum kalsíum göngum og þar með að hægt sé að losa boðefni
Hvað er agatoxin ?
Eitur úr graskönguló sem hamlar spennustýrðum kalsíum göngum og þar með að hægt sé að losa boðefni