Aðferðarfræði Flashcards
Kerfisbundin söfnun og greining rannsóknargagna sem hefur þann tilgang að svara rannsóknarspurningu
Vísindarannsókn
Svara rannsóknarspurningum sem varða viðfangsefni hjúkrunar
Hjúkrunarrannsóknir
Rannsóknir sem afla þekkingar á meginreglum mannlegrar hegðunar og líffræðilegra og sálfélagslegra ferla
Grunnrannsóknir
Rannsóknir sem beinast að því hvernig hægt er að beita grunnrannsóknum
Hagnýtar rannsóknir
Aðferðarfræði má skipta í þrjú stig
Þekkingarfræði
Aðferðarfræði
Rannsóknaraðferðir
Rannsóknir sem nota fyrst og fremst töluleg gögn. Hægt að hafa úrtök stór.
Megindlegar rannsóknir
Rannsóknir sem nota fyrst og fremst gögn sem hafa ákveðna eiginleika eða einkenni, sem sagt texta. Yfirleitt frekar fáir þátttakendur.
Eigindlegar rannsóknir
Kenningar sem snúast um eitthvað ákveðið, ákveðin tengsl milli fyrirbæra. Til dæmis hvað hefur áhrif á meðferð og hvað hefur áhrif á útkomu meðferðar.
Miðlægar kenningar
Hægt er að draga almennar ályktannir af niðurstöðum góðra rannsókna
Alhæfingargildi
Ferli þar sem teknar eru ákvarðanir á grundvelli áreiðanlegra og réttmætra rannsóknarniðurstaðna, klínískrar reynslu, óska sjúklings og þeirra úrræða og aðstæðna sem eru fyrir hendi
Gagnreynd hjúkrun
Frumkvöðlar gagnreyndrar þekkingar
Archie Cohrane og David Sackett
Þrjú þekkt líkön fyrir gagnreynda hjúkrun
Stetler Model
IOWA Model
Ottawa Model
Óhlutbundin hugmynd sem vísar til almennra fyrirbæra
Hugtök
Vísar til hugmynda sem eru fundnar upp og þróaðar í fræðilegum tilgangi
Construct
Notað um það sem hugtök vísa til í raunveruleikanum
Fyrirbæri
Vísar til þess hvernig hugtök eru þróuð til að lýsa fyrirbærum
Hugtakamyndun
Hjúkrunarkenningar birtast sem:
Stórkenningar
- Miðlægar kenningar
- Kenningar
Rökræn tenging hugtaka/fyrirbæra til að skipuleggja hugsun/þekkingu
Hugtakalíkön
Fræðileg merking þess hugtaks eða fyrirbæris sem verið er að skoða
Hugtakaskilgreining
Tilgreinir hvaða upplýsinga þarf að afla
Aðgerðarbinding
Það sem er í megindlegum rannsóknum notað yfir hugtök
Breyta
Hin áætlaða orsök
Óháð breyta
Hin áætlaða afleiðing
Háð breyta
Þegar er hægt að segja með nokkuð öruggum hætti að eitt orsaki annað
Orsakatengsl
Vísar til þess að rannsókn hafi verið framkvæmd með nákvæmum hætti og mælingar/mælitæki verið samkvæmd
Áreiðanleiki
Þýðir að það hafi raunverulega verið að mæla það sem átti að mæla
Réttmæti
______ rannsóknir hafa almennt ekki alhæfingargildi
Eigindlegar
Settar fram í rannsóknum til að skoða tengsl milli breyta
Tilgátur
Ein breyta hefur áhrif á aðra/er forsenda einhvers
Stefnutilgáta
TIlgáta sem gerir ráð fyrir tengslum en ekki í ákveðna átt
Stefnulaus tilgáta
Tilgáta sem gerir ráð fyrir að ekki sé um tengsl að ræða
Núlltilgáta
Útskýrir á kerfisbundinn hátt tengslin á milli fyrirbæra
Kenning
Eigindleg rannsóknaraðferð.
Verið er að skoða og greina menningu og atferli hópa, gildi og norm
Ethnographia
Eigindleg rannsóknaraðferð.
Notuð til að skilja reynslu/lífreynslu fólks
Fyrirbærafræði
Vísar til hlutlægni þanning að tveir greinendur ættu að fá sömu/sambærilega niðurstöðu úr sömu gögnum
Staðfestanleiki
Sambærilegt alhæfingargildi í megindlegum ransóknum -
Yfirfæranleiki
Vísar til þess að rannsakendur sýna heiðarlega og samviskusamlega breytileikann í raunveruleikanum
Sannindi