Aðferðarfræði Flashcards
Kerfisbundin söfnun og greining rannsóknargagna sem hefur þann tilgang að svara rannsóknarspurningu
Vísindarannsókn
Svara rannsóknarspurningum sem varða viðfangsefni hjúkrunar
Hjúkrunarrannsóknir
Rannsóknir sem afla þekkingar á meginreglum mannlegrar hegðunar og líffræðilegra og sálfélagslegra ferla
Grunnrannsóknir
Rannsóknir sem beinast að því hvernig hægt er að beita grunnrannsóknum
Hagnýtar rannsóknir
Aðferðarfræði má skipta í þrjú stig
Þekkingarfræði
Aðferðarfræði
Rannsóknaraðferðir
Rannsóknir sem nota fyrst og fremst töluleg gögn. Hægt að hafa úrtök stór.
Megindlegar rannsóknir
Rannsóknir sem nota fyrst og fremst gögn sem hafa ákveðna eiginleika eða einkenni, sem sagt texta. Yfirleitt frekar fáir þátttakendur.
Eigindlegar rannsóknir
Kenningar sem snúast um eitthvað ákveðið, ákveðin tengsl milli fyrirbæra. Til dæmis hvað hefur áhrif á meðferð og hvað hefur áhrif á útkomu meðferðar.
Miðlægar kenningar
Hægt er að draga almennar ályktannir af niðurstöðum góðra rannsókna
Alhæfingargildi
Ferli þar sem teknar eru ákvarðanir á grundvelli áreiðanlegra og réttmætra rannsóknarniðurstaðna, klínískrar reynslu, óska sjúklings og þeirra úrræða og aðstæðna sem eru fyrir hendi
Gagnreynd hjúkrun
Frumkvöðlar gagnreyndrar þekkingar
Archie Cohrane og David Sackett
Þrjú þekkt líkön fyrir gagnreynda hjúkrun
Stetler Model
IOWA Model
Ottawa Model
Óhlutbundin hugmynd sem vísar til almennra fyrirbæra
Hugtök
Vísar til hugmynda sem eru fundnar upp og þróaðar í fræðilegum tilgangi
Construct
Notað um það sem hugtök vísa til í raunveruleikanum
Fyrirbæri
Vísar til þess hvernig hugtök eru þróuð til að lýsa fyrirbærum
Hugtakamyndun
Hjúkrunarkenningar birtast sem:
Stórkenningar
- Miðlægar kenningar
- Kenningar
Rökræn tenging hugtaka/fyrirbæra til að skipuleggja hugsun/þekkingu
Hugtakalíkön
Fræðileg merking þess hugtaks eða fyrirbæris sem verið er að skoða
Hugtakaskilgreining
Tilgreinir hvaða upplýsinga þarf að afla
Aðgerðarbinding
Það sem er í megindlegum rannsóknum notað yfir hugtök
Breyta
Hin áætlaða orsök
Óháð breyta
Hin áætlaða afleiðing
Háð breyta
Þegar er hægt að segja með nokkuð öruggum hætti að eitt orsaki annað
Orsakatengsl
Vísar til þess að rannsókn hafi verið framkvæmd með nákvæmum hætti og mælingar/mælitæki verið samkvæmd
Áreiðanleiki
Þýðir að það hafi raunverulega verið að mæla það sem átti að mæla
Réttmæti
______ rannsóknir hafa almennt ekki alhæfingargildi
Eigindlegar
Settar fram í rannsóknum til að skoða tengsl milli breyta
Tilgátur
Ein breyta hefur áhrif á aðra/er forsenda einhvers
Stefnutilgáta
TIlgáta sem gerir ráð fyrir tengslum en ekki í ákveðna átt
Stefnulaus tilgáta
Tilgáta sem gerir ráð fyrir að ekki sé um tengsl að ræða
Núlltilgáta
Útskýrir á kerfisbundinn hátt tengslin á milli fyrirbæra
Kenning
Eigindleg rannsóknaraðferð.
Verið er að skoða og greina menningu og atferli hópa, gildi og norm
Ethnographia
Eigindleg rannsóknaraðferð.
Notuð til að skilja reynslu/lífreynslu fólks
Fyrirbærafræði
Vísar til hlutlægni þanning að tveir greinendur ættu að fá sömu/sambærilega niðurstöðu úr sömu gögnum
Staðfestanleiki
Sambærilegt alhæfingargildi í megindlegum ransóknum -
Yfirfæranleiki
Vísar til þess að rannsakendur sýna heiðarlega og samviskusamlega breytileikann í raunveruleikanum
Sannindi
Meginflokkar megindlegra rannsókna
Tilraunarannsóknir og tilraunalausar/lýsandi rannsóknir
Allar upplýsingar sem rannsakandi aflar til að svara rannsóknarspurningu
Rannsóknargögn
Rannsóknarnýting (research utilization) felur í sér
Innleiðingu vísindalegrar þekkingar - Gagnrýninn lestur rannsóknarniðurstaðna - mat á því hve vel niðurstöðurnar eiga við - mat á árangri af breyttu vinnulagi
Tveir meginflokkar breyta
Samfelldar breytur og flokkabreytur (nafnbreytur)
Breytur sem rannsakandinn hefur enga stjórn á (t.d. aldur, sársauki)
Eiginleikabreytur
Breytur sem rannsakandinn hefur stjórn á (t.d. meðferð)
Virkar breytur
Segir til um það hvernig samband milli breyta er
Tengsl
Hægt að segja með nokkuð öruggum hætti að eitt orsaki annað
Orsakatengsl
Útskýrir á kerfisbundinn hátt tengslin milli fyrirbæra (hugtaka)
Kenning
Spá fyrir um samband breyta
Tilgátur
Birtingar rannsóknarniðurstaðna eru algengastar í _____
Tímaritum
Uppbygging tímaritsgreinar
Titill - Ágrip - Inngangur - Aðferð - Niðurstöður - Umræður - Heimildaskrá
Hafa eigindlegar rannsóknir almennt alhæfingargildi?
Nei
Orsakasambönd verða að uppfylla 3 skilyrði samkvæmt John Stuart Mill
Tími - samband - truflun (ekki truflun ss)
Megindleg aðferð þar sem fleiri rannsóknir eru notaðar saman til útreikninga á niðurstöðum
Meta-analysa
Þrjár megin siðareglur eða siðferðileg gildi sem gilda við rannsóknir á fólki
Velferð þátttakenda - virðing fyrir mannlegri reisn - réttlát meðferð þátttakenda
Hvaða rannsóknarsnið er best til fallið til að kanna orök-afleiðing
Sönn tilraunasnið
Rannsakandi hefur áhuga á að kanna hvaða áhrif líkamsstaða hefur á blóðþrýsting.
Líklegast væri að rannsókn sem svaraði slíkri spurningu væri:
Megindleg rannsókn
Jóna hugðist athuga viðhorf stúdenta HÍ til jafnréttismála. Hún fór á 4 kaffistofur Félagsstofnunar stúdenta og lagði spurningar fyrir samtals 30 stúdenta sem staddir voru á kaffistofunum. Hvaða úrtaksaðferð notaði Jóna?
Þægindaúrtak
Undir hvað megin siðareglu rannsókna (ethical principles) fellur persónuvernd?
Réttláta meðferð þátttakenda
Þegar leitast er við að setja fram kenningar sem skýra félagslegt ferli þá er notast við:
Grundaða kenningu
Í hvaða eigindlegu aðferð er reynsla einstaklingsins rannsóknareining (unit of analysis)?
Fyrirbærafræði
Sú eigindlega rannsóknaraðferð sem leitast við að skilja viðfangsefnin í menningarlegu samhengi er:
Etnógraphia
Hugtakið traustleiki (dependability) í eigindlegum rannsóknum vísar til:
Stöðugleika í öflun rannsóknargagna og meðferð þeirra
Yfirfæranleiki rannsókna eykst með auknu innra réttmæti þeirra ?
Nei
Hver er óháða breytan (independent variable) í orsakasambandi (cause-and-effect)?
Orsökin (cause)
Það að virkja kenningu
Þekkingarbeislun
Viðfangsefni hjúkrunarrannsókna eru
Hugtök
Flokkabreytur sem aðeins taka tvö gildi eru kallaðar
Tvíkostabreytur
Aldur og hitastig eru dæmi um hvernig breytur
Samfelldar breytur (jafnbilabreyta)
Kyn og hjúskaparstaða eru dæmi um hvernig breytur
Flokkabreytur (nafnbreytur)
Meðferð er dæmi um hvernig breytu
Virka breytu
Notar lítil úrtök (10-20) og vinnur að úrtaksvali, gagnasöfnun, gagnagreiningu
og túlkun í ólínulegu ferli, til að þjóna best þeim tilgangi að þróa og smíða ákveðna kenningu (ekki alls séð fyrir, heldur látið ráðast hvaða stefnu úrtaksval tekur)
Grunduð kenning
Leitast er við að ná sem mestum breytileika/fjölbreytni í úrtaki, t.d. varðandi aldur, menntun, búsetu, reynslu
Tilgangsúrtak
Leitast er við að fá þátttakendur sem eru innan þess hefðbundna eða algenga
Hefðbundið ferlaúrtak
Þeir sem teljast til úrtaks þurfa að uppfylla ákveðin viðmið, t.d. aldur, búsetu, reynslu
Mark-/eða viðmiðunarúrtak
Þegar niðurstöður varpa sannarlega ljósi á það sem gögnin segja og það er lesandanum ljóst
Trúanleiki
Gullstaðall eigindlegra rannsókna
Sönn tilraun
Oft fyrstu rannsóknir á fyrirbærum - lýsa ástandi/einkennum
Íhlutunarlausar rannsóknir
Einkenni tilraunasniða (sönn tilraun)
Inngrip - stjórn - slembival - hópar bornir saman
Vísar til þess þegar einstaklingur úr ákveðnum undirhóp þýðisins hafa fyrir tilviljun raðast í of miklu eða of miklu mæli í úrtakið
Úrtaksvilla
Úrtak valið þannig að hver einstaklingur hefur ákveðin þekkt líkindi á að lenda í úrtakinu
Líkindaúrtak
Líkindaúrtak skipist í 4 flokka
Einfalt tilviljunarúrtak - lagskipt tilviljunarúrtak - klasaúrtak - kerfisúrtak
Mæling á því hversu vel tilgáta eða kenning er studd með gögnum rannsóknar og niðurstöðum
Hugtaksréttmæti
Lítur mælitækið, þættir þess og atriði út fyrir að mæla það fyrirbæri sem því er ætlað að mæla
Yfirborðsréttmæti
____ er metið með því að sérfræðingar í viðgangsefninu skoða mælitækið og bera saman við þekkingu á sviðinu (heimildir, reynsla)
Innihaldsréttmæti
_____ Metur hvernig stigin úr einu mælitæki eru miðað við gullstaðla/önnur góð mælitæki sem mæla sama/sambærilegt
Viðmiðurnarréttmæti
Getur mælitæki verið áreiðanlegt þó það sé ekki réttmætt?
Já
Þróa ályktanir út frá afmörkuðum athugunum (frá hinu sértæka yfir á hið almenna)
Inductive reasoning (aðleiðsla)
Þróa ákveðnar getgátur út frá meginreglum/kenningum (frá hinu almenna til hins sértæka)
Deductive reasoning (afleiðsla)
Eru tilgátur sannaðar í rannsóknum?
Nei. Þær eru annað hvort studdar eða ekki studdar
Tilgátur eru aðallega settar fram í _______ rannsóknum
Megindlegum
Notuð til að prófa tilgátur
Tilgátupróf
Uppspretta þekkingar (5)
Hefðir, kennivald, reynsla, rökrænar ályktanir, vísindarannsóknir
Tveir flokkar vísindarannsókna
Grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir
Eru hjúkrunarrannsóknir oftar grunnrannsóknir eða hagnýtar rannsóknir?
Hagnýtar