9, 10, 11 og 12 Flashcards
aflræn veðrun
5 tegundir aflrænnar veðrunnar: Frostveðrun, Hitabrigðaveðrun, Fargléttir, Rótarfleygun og Saltkristalla veðrun.
Frostveðrun
þegar vatn kemst í sprungur bergs og frýs. Þá þenst vatnið út og milar niður bergið. Algengt hér vegna mikillar úrkomu og hitasveiflum i kringum 0 gráðum
Hitabrigðaveðrun
Þegar hitasveiflur valda því að berg þenst úr og dregst saman. Þá molnar bergið niður.
Fargléttir
Berg sem myndast undir þrýstingi jarðlaga getur molnað niður ef jarðlögin fyrir ofan veðrast brut. Því þá minnkar þrýstingurinn ofan á berginu og það þenst út.
Rótarfleygun
Þegar rætur plantna vaxa inn í sprungur/holur í bergi. Þegar ræturnar stækka þarf plantan meira pláss og brýtur bergið.
Saltkristalla veðrun
Þegar vatn í holrímum bergs gufar upp í gegnum holur en skilur salt eftir. Saltkristallar hlaðast upp við meiri uppgufun, stækka og þurfa meirapláss og brjóta þá bergið
Efnaveðrun
Þrjár tegundir efnaveðrunar eru: Vötnun, Oxun og uppleysing. Verður öflugari í heitara vatni
Vötnun
Steindir bergs ganga í samband við vetnisjón í vatni. Í Graníti er steindhópur sem heitir Feldspat sem leysist upp við vötnun. Í basalti leysast Pýroxen og Ólivín upp.
Oxun
Súrefni hvarfast við málmsteindir í bergi og hefur áhrif á málmríkt berg.
Uppleysing
Þegar kolsýra í vatni leysir upp steindir bergs (súrt vatn/súrt regn) Marmari og Kalksteinn eru viðkvæmir fyrir uppleysingu.
Berggrunnar
Fasta bergið undir fótum okkar á yfirborði jarðskorpunnar
Sethula
Laus jarðlög (randur og möl)
Eldkeilur
Einkennist af sprengigosum, seigfljótandi kviku sem hleðst upp (súr). Eldkeilan byggist upp af lögum af kviku og ösku
Gusthlaup
Þegar gosmökkur fellurog flæðir hratt niður hlíðar fjalls (pyroclastic flow)
Askja
Eldkeila sem hefur misst topp sinn við öflugt sprengigos eða hefur fallið saman ofan í tómt kvikuhólf
Dæmi um Eldkeilur
Fuiji í japan, eyjafjallajökull og öræfajökull
Dyngja
eru flöt og stór eldfjöll sem myndast við flæðigos, (basískt og þunnfljótandi). Dyngjur mynda helluhraun og apalhraun
dæmi um dyngjur
Skjaldbreiður og Eldfjöll Hawaii
Hver eru hlutföll freskvatns og sjóvatns á jörðinni?
Ferskvatn 2,5% Sjávarvatn 97,5%
Af hverju samanstanda ferskvatnsbirgðir jarðar?
Jöklum (69%) Grunnvatn (30%) restin (1%) eru Stöðuvötn, dýr og plöntur, sífreði, ár/lækir og raki í andrúmslofti
Hvernig er vatnshringrásin ferskvatns?
Ferskvatn getur sigið niður í jarðlög (grunnvatn), gufað strax aftur upp, verið tekið upp af dýrum/plöntum og runnið með ám/lækjum út í sjó
Hvað er karst-landslag?
Þegar berg (kalksteinn) leysist upp af völdum hvarfa við kolsýru (uppleysing) myndast oft hellar. Ef hellarnir hrynja saman myndast jarðföll. Mörg jarðföll með kalksteinsturnum í kring einkenna Karst-landslag.
Vatnsleiðari
Holótt jarðlög sem leyfa vatni að flæða í gegnum og kring
Vatnstefjari
Jarðlög sem hleypa vatni ekki um sig