3.4 Flashcards
Hvað heita hreinsistöðvar líkamans og havð hreinsa þær út?
Hreinsistöðvar líkamans eru nýru, lifur, lungun og húð.
Nýrun hreinsa úrgang úr blóði og mynda þvag.
Lifrin brýtur niður eiturefni og hjálpar við meltingu.
Lungun fjarlægja koltvíoxíð við öndun.
Húðin losar úrgang með svita.
Hvernig myndast þvag og hvernig fer það út úr líkamanum?
Þvag myndast í nýrunum þegar blóð er síuð og úrgangur og vatn fer út. Það fer í þvagpípur, inn í þvagblöðru og þegar blaðran er full losum við okkur við það í gegnum þvagrásina.
Hvernig hjálpa nýrun til við að halda blóðþrýstinginum eðlilegum?
Ef blóðþrýstingurinn er of hár, losa nýrun meiri vökva og salt, sem lækkar þrýstinginn. Ef blóðþrýstingurinn er of lágur, halda nýrun vökva og salt, sem eykur blóðrúmmál og hækkar þrýstinginn.
Hvaða sjúkdóma er hægt að greina með þvagprófi og hvað er verið að leita af inní þvaginu til að greina það?
Sykursýki – leitað er að glúkósa (sykri) í þvagi.
Nýrnabilun – leitað er að próteinum (t.d. albumin) í þvagi.
Blóðleysi – leitað er að blóðfrumum (rauðkorna) í þvagi.
Þvagfærasýkingar – leitað er að bakteríum og hvítum blóðfrumum (eitilfrumum).
Steinar í nýrum – leitað er að krystallum og einkennum nýrnasjúkdóma.
hvað er nýrnaígræðsla?
Nýrnaígræðsla er aðgerð þar sem nýra frá gjafa er sett í líkama einstaklings með nýrnabilun til að bæta nýrnastarfsemi.
Hvað er stærsta innraliffæri líkamans og hvað er það þungt?
Stærsta innralíffæri líkamans er lifrin. Hún er um 1,5-2 kg þung.
Hvað gerir lifrin?
Lifrin brýtur niður eiturefni, framleiðir gall fyrir fitumeltingu, stjórnar efnaskiptum og myndar prótein fyrir blóðstorknun og ónæmiskerfið.hún geymir líka orkurík efni og önnur næringaefni t.d. vítamín, glýkógen og járn.
Hver er helsta orsök lifrarskaða?
Helsta orsök lifrarskaða er ofneysla á áfengi. áfengi veldur skorpulifur sem er alvarlegur lifra sjúkdómur.
Hvað er lifrarbólguveira?
Það er bakteríusýking sem veldur bólgu í lifur. Lifrin get a þá ekki losað út efni og getur t.d. valdið gulu.