Vistfræði 2 Flashcards
Í skóglendi í Panama rannsökuðu Kalka, Smith og Kalko 2008 áhrif af afráni leðurblaka og fugla á skordýrafjölda. Við hvaða aðstæður var skordýrafjöldinn mestur? /
Þegar plöntur voru huldar með neti á nóttunni til að útiloka leðurblökur. / When plants were covered with mesh during night to exclude bats.
Eitt rétt svar
Samspil rándýra og bráða: hvaða lýsing á best við um samband stofnstærðar gaupu og snæhéra?
Stofn snæhérans stækkar og stofn gaupunnar fylgir á eftir.
Hvernig eykur krókormurinn Plagiorhynchus líkurnar á að eggin hans komist í starra sem er lokahýsillinn? /
Krókormurinn ruglar grápödduna svo hún hættir að fela sig sem eykur líkur á að hún sé étin
(Eitt rétt svar/ one correct answer)
Í Chihuahuan eyðimörkinni í Arizona var gerð tilraun með nagdýr, stór og smá. Hvaða áhrif hafði það á nagdýrin sem voru skordýraætur, þegar stóru nagdýrin sem borðuðu fræ voru fjarlægð af tilraunasvæðinu?
Engin áhrif
Rétt eða rangt / True or false:
Gistilífi nefnist sá samskiptamáti tegunda þegar annar aðilinn hagnast án áhrifa á hinn (+, 0). /
Rétt
Rétt eða rangt / True or false:
Sníklar geta breytt lífsferli hýsila sinna. /
Rétt
Rétt eða rangt / True or false:
Sníkjusveppir á jurtum geta líkt eftir blómum til að dreifa gróum sínum /
Rétt
Rétt eða rangt / True or false:
Á kóralrifi berjast fiskar um rými, sem er takmörkuð auðlind. Þessu fylgir bein samkeppni og barátta, sem eykur hæfni annars aðilans en dregur úr hæfni hins (+, -). /
Rangt
Rétt svar er: Á kóralrifi keppa fiskar um örugga staði eða óðöl (-, -),
sem er takmörkuð auðlind (resource limitation).
Þessu fylgir bein samkeppni og
barátta (interference competition).
Rétt eða rangt / True or false:
Sníkjusveppir á jurtum geta líkt eftir blómum til að dreifa gróum sínum /
Rétt
Í Grass Park tilrauninni í Rothamsted í Englandi hafa vísindamenn borið áburð á graslendi síðan 1856. Þegar breytingar á tegundafjölbreytni eru skoðaðar, sést að kúrfur sem sýna röðun tegunda eftir algengni hafa orðið ………….. með tíma, sem þýðir ………… jafnræði tegunda /
Brattari, minna
Eitt rétt svar / one correct option:
Hver þessara staðhæfinga er rétt varðandi samspil maura og acaciutrjáa?
Maurarnir búa í þyrnunum og fá fæði og húsaskjól gegn því að verja tréð
Eitt rétt svar / one correct option:
Tilgáta Josephs Connells um miðlungsrask gengur út á að..
Tegundafjölbreytni sé hæst við meðaltíðni rasks
Eitt rétt svar / one correct option:
Í flestum samfélögum eru…
öll hin svörin eru rétt
tegundir eru miðlungs algengar
fáar tegundir mjög sjaldgæfar
fáar tegundir mjög algengar.
Samkvæmt Shannon-Wiener jöfnunni, hafa tvö plöntusamfélög með sama tegundafjölda sömu tegundafjölbreytni.
Rangt
Rétt eða rangt / True or false:
Samhjálp lífvera getur haft áhrif á frumframleiðslu vistkerfa. /
Rétt
Rétt eða rangt / True or false:
Plöntur og sveppir stunda samhjálp en ekki plöntur og gerlar
Rangt
Rétt eða rangt / True or false:
Fjöldi svepprótategunda minnkaði með auknu magni niturs í jarðveginum samkvæmt athugun Lilleskov og félaga í Alaska.
Rétt
Einn réttur svarmöguleiki / one option correct:
“Niturbinding” snýst um umbreytingu á… /
…niturgasi (N2) yfir í ammónía (NH3) / …nitrogen gas (N2) to ammonia (NH3)
Skoðið mynd 17.14 í kennslubókinni: Hver eftirtalinna er rétt röð í fæðuvefnum í Eel River í Norður Kaliforníu, miðað við að lífveran lengst til vinstri sé neðst í fæðuvefnum og sú lengst til hægri efst? /
Svar:
Cladophora - Tuft-weaving chironomids - Stickleback fry - Steelhead trout
Eitt rétt svar / one option correct
Rannsóknir Meyer og Liken á P-flutningi straumvatnsvistkerfis í Hubbard Brook tilraunaskóginum sýndu að… /
Svar:
Mest bætist við af fosfór við lauffall á haustin
Eitt rétt svar / one option correct
Hver af eftirtöldum formúlum lýsir á réttan hátt sambandinu á milli heildarfrumframleiðslu GPP, nettó frumframleiðslu NPP og öndunar frumframleiðenda RESP? /
Rétt svar:
NPP = GPP - RESP
Rétt eða rangt / True or false:
Samhjálparlífverur geta virkað eins og lykiltegundir /
Svar:
Rétt
Rétt eða rangt / True or false:
Jarðvegur getur innihaldið mikið af fosfór; megnið er á formi sem er ekki nýtanlegt plöntum. /
Svar:
Rétt
Rétt eða rangt / True or false:
Frumframleiðsla í vatnsvistkerfum takmarkast aðallega af hitastigi. /
Svar:
Rangt
Rétt eða rangt / True or false:
Í vistkerfum sem hafa mjög mikla frumframleiðslu er annars stigs framleiðsla yfirleitt mjög lítil. /
Svar:
Rangt
Rétt eða rangt
Lögun vistgerðabletta hefur ekki áhrif á lífverur, einungis stærð blettanna
Svar;
Rangt