Vika 6 Flashcards
6.15 og 6.16
Siðferði eða siðfræði. Ólík hugtök sem hvort um sig þýðir hvað á ensku?
Ethics.
Hvað þýðir siðferði?
Hugtakið siðferði vísar til siða í einhverju samhengi sem tengjast þá venjum, breytni, hugarfari og svo framvegis.
Það er hægt að tala um að siðir séu tvenns konar..
Ríkjandi siðir (algengir eða viðteknir) og æskilegir siðir.
Og þetta tvennt, að siðir séu ríkjandi eða æskilegir fer ekki endilega saman þótt það getur vissulega gert það.
Nefndu dæmi um ríkjandi sið. Berðu það saman við æskilega siði.
Sá siður að borða skötu á Þorláksmessu, við getum sagt að það sé ríkjandi siður en hvort það sé æskilegur siður er hins vegar annað mál og eflaust eru ólíkar hugmyndir um það. Það er ekkert sem segir að það sé siðferðislega rangt að borða ekki skötu.
Nefndu dæmi um æskilegan sið. Berðu það saman við ríkjandi siði.
Að ljúga. Okkur er kennt í barnæsku að það sé rangt að ljúga, það er s.s siður sem er æskilegur að ljúga ekki. Það er það sem við teljum rétt að gera. Og líklega er þetta almennt ríkjandi siður en við getum hugsað okkur hópa þar sem það er ekki endilega tilfellið.
Hvað þýðir siðfræði?
Siðfræði er fræðigrein sem fjallar um grundvöll siðferðis. Hún fæst þannig við siðferði, siðferði er viðfangsefni siðfræðinnar.
Siðfræði getur verið tvenns konar..
Lýsandi og boðandi.
Hvað er lýsandi siðfræði? Nefndu líka dæmi.
Lýsandi siðfræði er ekki heimspekileg siðfræði heldur fellur hún undir félagsvísindi, t.d mannfræði. Þá er breytni og viðhorfum tiltekinna hópa lýst og breytni skýrð út frá félagslegum menningarlegum og sálrænum þáttum. Þannig mætti t.d ímynda sér mannfræðingur myndi fjalla um skötuát Íslendinga.
Hvað er boðandi siðfræði? Nefndu líka dæmi.
Boðandi siðfræði er heimspekileg. Í heimspekilegri siðfræði eru skoðaðar forsendur fyrir hinum ýmsum siðareglum, t.d afh tiltekin breytni er rétt eða röng.
Boðandi siðfræði má svo skipta í tvennt..
Almenn boðandi siðfræði og hagnýt boðandi siðfræði.
Hvað er almenn boðandi siðfræði?
Þar sem leitast er við að setja fram heildstæða kenningu um allt siðferði.
Hvað er hagnýt boðandi siðfræði?
Þar sem reynt er að komast að skynsamlegum niðurstöðum í einstökum álitamálum þar sem þá heildstæðum siðfræðikenningum er beitt til að draga ályktanir.
Nefndu dæmi um siðferðisleg álitamál sem eru fyrirferðamikil í okkar samtíma og við öll þekkjum.
t.d hvort leyfa eigi fóstureyðingar, staðgöngumæðrun eða líknadráp.
Rannsóknasiðfræði er einmitt dæmi um hvers konar siðfræði sem beitt er við rannsóknir?
hagnýta boðandi siðfræði.
Rannsóknasiðfræði fæst við að svara hverju og hverju byggir hún á?
Spurningum um hver sé siðferðilsega rétt breytni í rannsóknum og hún byggir á heimspekilegum siðfræðikenningum.
Hvort rétt sé að blekkja þátttakendur í rannsókn ef niðurstöður rannsóknarinnar munu leiða til góðs er dæmi um hvað í tengslum við rannsóknir?
Siðferðileg álitamál í rannsóknum
Siðferðislegar spurningar sem rannsakendur standa frammi fyrir snúast oftast um hvaða spurningar?
Hvað er rétt að gera?
Hvaða afleiðingar hefur það sem ég geri?
Hvað myndi dyggðug persóna gera?
Hver eru hinar þrjár helstu siðfræðikenningar?
Lögmálskenningar, leikslokakenningar og dyggðakenningar.
Siðfræðikenningar: Útskýrðu lögmálskenningar og komdu með dæmi um slíka kenningu.
,,Réttmæti breytni grundvallast af eiginleikum athafna eða ákveðnum reglum.”
Inntak slíkra kenninga er að til séu einhverjar reglur sem séu ófrávíkjanlegar og að ákvarðanir um breytni séu þá teknar á grundvelli þessara reglna.
Dæmi: Hið skilyrðislausa skylduboð þýska heimspekingsins Immanuel Kant.
Frægasta siðfræðikenningin í flokki lögmálskenninga er ‘hið skilyrðislausa skylduboð’ eftir Immanuel Kant. Segðu frá henni.
Það sem sú kenning gengur út á er að þær reglur, sem að við teljum að sé rétt að setja, séu reglur sem við viljum að gildi alltaf og alls staðar. Maður geti ekki réttlæt tiltekna ákvörðun með hliðsjón af aðstæðum, að stundum sé eih í lagi og stundum ekki. Eins og t.d það að myrða manneskju. Ef við setjum t.d okkur siðferðislegt viðmið um að það sé rangt að ljúga þá megi aldrei. Aldrei réttlætanlegt.