Vika 4 Flashcards

4.11 og 4.12

1
Q

Eigindlegar rannsóknir leggja áherslu á að leita skilnings á hver skonar merkingu?

A

á þeirri merkingu sem fólk leggur í tilveruna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvernig mætti lýsa eigindlegum gögnum?

A

Þau eru heildstæð og lýsandi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hinn eigindlegi rannsakandi. Hver eru einkenni / hlutverk rannskandans?

A

Hann er aðalverkfærið. Hlutverk hans er að leita skilnings á aðstæðum með áherslu á að skilja samhengi hlutanna. Áhersla á hlutleysi hans er mikilvægt þótt hann hefur alltaf áhrif á rannsóknarferlið. Hann þarf að leggja fram fyrirframgefnar hugmyndir sínar til hliðar og leyfa rannsókninni að þróast á grunni þeirra hugmynda sem vettvangurinn færir honum. Áhersla þarf líka að vera lögð á sjálfrýni rannsakanda svo hann hafi sem minnst áhrif. Rannsakandi notar líka persónufornafnið ,,ég” til að lýsa aðkomu sinni að rannsóknarferlinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Eigindlegar rannsóknir byggja á ______?

A

Aðleiðslu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

4 gagnrýni á eigindlegar rannsóknir?

A

Eigindlegar rannsóknir eru huglægar, þær eru erfiðar að endurtaka og það er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum þeirra og þær eru þá stundum ógagnsæjar.

  1. Eigindlegar rannsóknir hafa verið gagnrýndar fyrir að vera of HUGLÆGAR, að niðurstöður velta of mikið á rannsakandum sem slíkum og hans hugmyndum, einnig að niðurstöður endurspegli aðeins hug fárra einstaklinga þar sem þátttakendur eru fáir.
  2. Þar sem eigindleg rannsókn byggir mikið á huglægum forsendum, þá sé EKKI HÆGT AÐ ENDURTAKA eigindlegar rannsóknir og komast að nákvæmlega sömu niðurstöðu.
  3. ERFITT AÐ ALHÆFA út frá niðurstöðum. Sumir telja það draga úr gildi eigindlegra rannsókna að ekki sé hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum fyrir stærri hóp fólks.
  4. Að ferlið getur verið ÓGAGNSÆTT, að það sé ekki nógu skýrt hvernig eigindlegar rannsóknir séu framkvæmdar skref fyrir skref.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Þessar 4 gagnrýnir á eigindlegar rannsóknir byggja ekki á réttum forsendum, heldur á forsendum hvers?

A

Þær byggja á forsendum megindlegrar rannsókna sem eru einfaldlega annars eðlis og krefjast annarrar nálgunar. Þannig að ef þessar gagnrýnir áttu við um megindlegar rannsóknir þá væri það ekki gott.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Algeng rannsóknarsnið í eigindlegum rannsóknum. Nefndu fjögur helstu rannsóknarsniðin.

A

Tilviksrannsókn, etnógrafía, grunduð kenning og starfendarannsókn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er tilviksrannsókn?

A

Rannsókn á einhverju tilteknu tilviki. Útgangspunkturinn er alltaf sá að líta á tikvikið sem eitt dæmi af fleirum um það sama. Í tilviksrannsóknum er tilvikið alla jafna sett í eitthvert samhengi, hvort sem það er félagslegt, sögulegt, efnahagslegt, rýmislegt eða hvað það nú er. Gögnin geta verið ýmis konar, það er ekki stuðst við einhverja eina tegund af gögnum eða eina gagnaöflunaraðferð. Tilviksrannsóknir geta líka fjallað um eitt, tvö eða mörg tilvik.

Dæmi: rannsókn á íslenskum útihátíðum, ef rannsókn á útihátið væri framkvæmd sem tilviksrannsókn, þá væri einhver ein tiltekin útihátíð tekin sérstaklega til skoðunar eins og Þjóðhátíð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er etnógrafía?

A

Etnógrafískar rannsóknir fjalla alla jafna um einhvern tiltekinn hóp eða samfélag, einstaklinga sem deila einhverri tiltekinni menningu. Etnógrafískar rannsóknir eru lýsandi en fela líka í sér túlkun rannsakanda á viðfangsefninu. Rannsakandinn dvelur lengi á vettvangi til að afla gagna í þessum rannsóknum. Með etnógrafískum rannsóknum er markmiðið að gefa heildræna mynd af viðfangsefninu.

Dæmi: mannfræðingur sem fer á fjarlægar slóðir t.d til Afríku til að rannsaka einhvern tiltekinn ættbálk og dvelur þar í langan tíma. Eins mætti hugsa sér etnógrafíska rannsókn í tilteknu fyrirtæki, stofnun, jafnvel útihátíð, bara til að nefna dæmi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er grunduð kenning?

A

Markmiðið er að þróa eða uppgötva „kenningar“ / nýjan skilning. Ekki byrja rannsókn með kenningum heldur skulu kenningar vera grundaðar í rannsóknargögnum. Það er sem sé ekki verið að tala um rannsóknir sem byggja á kenningu, heldur akkúrat öfugt. Grunduð kenning byggir á aðleiðslu. Gagnasöfnun er oftast með viðtölum en gögn eru þó ekki endilega bara eigindleg, geta verið ýmis konar. Skipuleg gagnagreining fer fram samhliða gagnasöfnun, þá er byrjað á að greina gögnin um leið og þeirra er aflað. Kerfisbundin, skipuleg tækni við gagnagreiningu. Skipulagt og skýrt ferli.

Dæmi: Það sem við erum að gera í rannsóknarverkefninu okkar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er starfendarannsókn?

A

Starfendarannsókn er rannsóknarsnið þar sem sameinað er starfsvettvang rannsakanda og rannsóknir hans. Þ.e.a.s þar sem rannsakandinn gerir rannsókn sem tengist hans eigin starfi. Starfendarannsóknir eru gerðar í hagnýtum tilgangi sem er að leysa eih tiltekið vandamál sem tengist starfsvettvangi rannsakanda. Þarf ekki endilega að nota eigindlegar aðferðir, gögnin geta verið ýmis konar.

Dæmi: rannsóknin sem kennarinn gerði í þessu námskeiði á vinnuálagi nemenda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hægt er að gera t.d starfendarannsókn með nálgun grundaðra kenningar, og það mætti hugsa sér tilviksrannsókn með nálgun grundaðra kenningar, það mætti hugsa sér tilviksrannsókn sem etnógrafíu og svo framvegis. Hvað segir þetta okkur?

A

Forsendur eins rannsóknarsniðs geta þannig vel farið saman með forsendum annars rannsóknarsniðs. Þau útiloka ekki hvert annað. Það er sem sagt hægt að hanna sitt eigið rannsóknarsnið sem fléttar saman einhver þessarar fjögurra rannsóknarsniða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly