Vika 5 Flashcards
5.13 og 5.14
Hvað þarf að hafa í huga við rýnihópa?
hversu stór hópurinn á að vera, hvernig maður velur hópinn, viljum við hafa fólk í hópnum sem að við höldum að sé með svipuð viðhorf, viljum við fá fólk í rýnihópi sem að gæti haft ólík viðhorf, viljum við hafa hóp þar sem fólkið talar sama tungumálið?
Tvö atriði í hvernig á að framkvæma rýnihópaviðtöl
Til að halda samtalinu gangandi, fyrsta lagi að maður fer ekki í hringinn og biður alla um að segja sína skoðun heldur á maður að hjálpa til að reyna að skapa umræðu, Í öðru lagi að það sé einhver aðstoðarmaður með manni sem að fylgist með, punktar hjá sér.
Hverju er átt við með að maður þarf að ramma rýnihópum miklu betur heldur en einstaklingsviðtöl?
Í rýnihóp verið svolítið erfitt að vita hvenær á maður að grípa inn í og hvenær ekki. Stundum getur viðtalið farið einhvert lengst út í móa og þá reynir maður að draga það aftur einhvernveginn til baka á réttan stað án þess að maður sé að gera lítið úr því sem einstaklingi finnst mikilvægt að tala um. Í einstaklingsviðtölum er hins vegar meira samband milli rannsaka og viðmælanda.
Hvað er rýnihópur?
Hópur fólks sem valinn er af rannsakanda til að ræða saman um fyrirfram ákveðið efni. Getur ýmist verið staðlað, hálfstaðlað eða óstaðlað
Útskýrðu sögu rýnihópa sem rannsóknaraðferð
Kemur fram á fyrri hluta 20. aldar. Rýnihópar hurfu úr félagsvísindum um miðja öldina vegna aukinnar áherslu á megindlega nálgun annars vegar og einstaklingsviðtöl hins vegar. Auknar vinsældir í félagsvísindum frá níunda áratug 20. aldar.
Hvers konar hópur er í rýnihópum?
Einstaklingar sem eru partur af sömu menningarlegu heildinni. Samansafn ótengdra einstaklinga –> Við samsetningu hvers hóps er þá oft leitað eftir einhverju sameiginlegu, t.d. kyn, aldur, starf, menntun. En þó þarf að tryggja ákveðinn breytileika innan hópsins til að koma af stað hugflæði.
Hverjir eru kostir rýnihópaviðtala umfram einstaklingsviðtala?
Rýnihópaviðtöl veita innsýn í hugarheim margra þátttakenda á skömmum tíma. Hún veitir líka innsýn í eðli þeirrar „dýnamíkur“ sem skapast við samskipti innan hópsins.
Hverjir eru tveir möguleikarnir á notkun rýnihópaviðtala?
Sem stuðningur við aðrar rannsóknaraðferðir og sem sjálfstæð rannsóknaraðferð.
Hver er æskileg stærð rýnihópa? Hvað er það sem skiptir máli við stærð þess?
Æskileg stærð talin vera 4-10 manns, allt eftir efni og aðstæðum. Það þarf að vera nógu fáir til að allir komist að en líka nógu margir til að raunverulegar hópumræður skapist.
Hvernig er undirbúningi háttað fyrir rýnihópaviðtöl? (5 atriði)
- Búa þarf til atriðalista og ákveða uppbyggingu viðtalsins
- Mikilvægt er að umfjöllunarefnið gefi tilefni til skoðanaskipta og að það tengist reynsluheimi þátttakenda.
- Oft eru tveir sem stýra viðtalinu, rannsakandi og aðstoðarmaður.
- Trúnaður er ekki aðeins á milli rannsakanda og þátttakenda, heldur líka á milli þátttakendanna sjálfra, þarf að tala um það.
- Viðtalið er hljóðritað og oft er líka notast við myndbandsupptökur.
Hvernig er framkvæmd háttað í rýnihópaviðtölum? (3 atriði)
- Tryggja þarf að aðeins einn tali í einu
- Gott getur verið að fólk segi nafn sitt áður en það talar eða að rannsakandi nefni það jafnóðum.
- Hlutverk rannsakanda og aðstoðarmanns er ekki að taka viðtal heldur að auðvelda samræður á milli þátttakenda.
Hvernig er úrvinnslu háttað í rýnihópaviðtölum? (3 atriði)
- Viðtölin eru afrituð og greint á milli þess hver talar hverju sinni.
- Gögnin eru síðan greind eftir hefðbundnum aðferðum.
- Mikilvægt er að sami aðili taki viðtölin og greini þau.
Athuganir á vettvangi = ?
Vettvangsathuganir
Athuganir skiptast í tvenns konar
Beinar athuganir og þátttökuathuganir.
Hvers konar stöðlun geta athuganir verið?
Athuganir geta ýmist verið staðlaðar eða óstaðlaðar.