Vika 4 - trúverðuleiki talna, hvernig lélegar tölur verða til Flashcards

1
Q

Légegar tölur

A

“fjöldi barna sem eru skotin til bana hefur tvöfaldast á hverju ári frá 1950”

  • úr rannsóknaráætlum fyrir doktorsritgerð
  • tekið orðrétt úr ritrýndu tímariti frá 1995.

Getur ekki staðist!
- Eitt barn 1950 verður 35 trilljónir 1995….

Aðeins breyting á orðaröð gerbreytir merkingunni:
- “fjöldi bandaríska barna sem skotin eru til bana hefur tvöfaldast á hverju ári frá árinu 1950”.

Þýðir rétta setningin að ástandið hafi versnað?
- svarið krefst frekari uppl; fjólksfjöldaþróum, aldursdreifing á þessum árum.

Spyrja þarf hvernig upplýsingar urðu til

  • hver telur (skotin börn) og hvernig?
  • hvernig er “barn” skilgreint?
  • hvernig er “skotinn til bana” skilgreint?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Stökkbreying talna

A

Höfundur spyr enga gagnrýninna spurninga heldur ætlar einfladlega að endurtaka upplýsingarnar.

Það mistekst!

Lélegar tölur lifa af og “auka kyn sitt” þegar þær eru á annað borð komnar í umferð.

Dæmi:
Samtök helguð málefninu birta grein þar sem giskað er á að um 150 þ bna konur þjáist af anorexíu. Í greininni er tekið fram að anorexía geti dregið dólk til dauða.

Flótlega: 150þ konur deyja árlega úr anorexíu.

Opinberar tölur:
- árlega deyja 8500 konur á aldrinum 15-24 ára og aðrar 47þ á aldrinum 25-44 ára.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvernig verða lélegar tölur til?

A

Sumar fæðast lélegar
- byggðar á vafasömum gögnum eða ágiskunum.

Aðrar stökkbreytast
- samanber dæmin hér á undan

Lélegar tölur geta valdið miklum skaða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Mikilvægi góðra talna.

A

Nauðsynleg forsenda árangurs við að leysa úr félagslegum og pólítískum vandamálum.

  • hver útbreytt er vandamálið?
  • Hver hefur þróun þess verið?
  • hvað kostar það?
  • hvað kostar að reyna leysa það?

Nauðsynlegt að geta greint á milli góðra og lélegra talna

  • er talan sennileg
  • hvernig var hennar aflað
  • have gengur þeim til sem setja þær fram.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Háar tölur - mikið vandamál

Lágar tölur - lítið vandamál

A

Hvað starfa margar vændiskonur í new york?

  • siðbótahreyfingin: minnst 10k
  • lögreglan: rúmlega 1k

Hver er fjöldi heimilislausra í BNA?

  • baráttufólk: 3m
  • Ríkisstjórn Ronald Reagans:300k
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Return og hlutverk samfélagslegrar tölfræði

A
  • uppruni og merking orðsins “statistics”
  • þjóðríkið
  • upplýsing og trú á vísindin
  • samfélagslegt og pólítískt umrót
  • stjórnvöld og umbótasimnnar geta “sannað mál sitt”
  • tvennur tilgangur samfélagstalna (opinber, dulin)
  • hver er að nota þær og til hvers?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Samfélagsleg vandamál

A

Félagsleg í tvennum skilningi

  • eiga sér félagslegar orsakir
  • eru skilgreind og komið á framfæri af meðlinum samfélagsins.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

persónur og leikendur

A

Baráttufólk

  • vill umbætur, skipuleggur aðgerðir.
  • getur verið öfulgar stofnanir.

Fjölmiðlar

  • nýtt vandamál er ný frétt og varðar marga
  • fjölmiðlar þarfnast baráttufólks og öfugt.

Sérfræðingar

  • skýra frá rannsóknum
  • nýttir af fjölmiðlum og baráttufólki.
  • njóta athyglinnar og virðingarinnar.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hlutverk talna

A

Lýsa umfangi vandamálsins
- stórt, alvarlegt, lítið, léttvægt.

Fjölmiðlar krefjast talna
- vilja geta sagt frá staðreyndum

Aðilar máls velja að láta þeim í té þær tölur sem gagnast málstaðnum.
- “tölur ljúga að vísu ekki, en lygarar telja”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hlutverk almennings

A

Aðgerðir líklegri til árangur s ef almenningur er með.

Almenningur er yfirleitt ginkeyptur fyrir staðhæfingum um ný vandamál.

Við hugsum sjaldnast um gagnrýnið um tölurnar sem þá eru settar fram.

Tölublinda skýrir þetta að hluta
- stórar tölur renna saman í eitt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Starfshættir stofanna

A

Opinberar tölur ættu að vera áreiðanlegar, en samt verður að spyrja hvernig þær urðu til.

Hvernig/hvar/ af hverjum er fyrirbærið skráð?

Hverjir eru valkostirnir við hverja skráningu?

Hvaða áhrif hafa stofnanavenjur á skilgreiningu valkostanna?

Hvaða áhrif hafa óviðkomandi þættir á hvaða kostur er valinn?

Dæmi:

  • tölur um fjölda hjónavígslna
  • tölur um sjálfsvíg
  • lögregluskýrslur

dæmin sýna:

  • embættismenn taka ákvarðanir
  • ákvarðanir leiða af sér tölur
  • stofananavenjur mynda samhengið sem þessar ákvarðanir eru teknar í.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Lærdómar

A

Við verðum að læra að greina góðar tölur frá lélegum

Þetta gerum við með því að spyrja sífellt sömu spurninga:

  • hverjir útibjuggu tölurnar?
  • í hvaða tilgangi?
  • hvernig?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Staðhæfingar og heimildir

A

“Meira en 400k dauðsföll á ári má rekja til reykinga” - tóbaksvarnarsamtök.

“31m bandaríkjanna horfast reglulega í auga við hungur”.
- baráttusamtök gegn hungri..

Hver bjó til þessar tölur og hvernig??

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Harðar og mjúkar staðreyndi

A

Harðar staðreyndir:
- sönnunargögnin standast gagnrýnina skoðun, voru niðurstöður mælinga túlkað rétt og áreiðanleg?

Mjúkar staðreyndir:
- minna sammæli um mælingar og skilgreiningar.

Þekking á samfélaginu er yfirleitt “mýkri” en þekking á náttúrunni.
- alltaf nauðsynlegt að spyrja hvaða ákvarðanir (um skilgreiningar, mælingar og túlkun) liggja á bak við tölulegar uppl um samfélagið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Uppruni vafasamra talna

ATH MIKILVÆGT

A
  • Ágískanir
  • Gallaðar skilgreiningar
  • Gallaðar mælingar
  • Göllið úrtök
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Ágískanir

A

“skuggatalan”: sá hluti vandamálsins sem engin gögn eru til um.

  • dæmi: þeir glæpir sem ekki eru tilkynntir.
  • öll félagsleg vandamál eiga sér skuggatölu, en hún er misstór.

Alltaf einhver skuggatala.

Hún er 100% ef engin sönnunargögn eru til.

Yfirleitt lítið um gögn þegar fyrst er vakin athygli á nýju vandamáli.

  • netfíkn unglinga?
  • lögregluofbeldi?
  • kynþáttafordómar?

Fjölmiðlar biðja um tölur; baráttufólk giskar!
- 2-3m heimilislausra var slík ágískun.

Búast má við hárri ágískun, hvers vegna? leggja áherslu á hversu alvarlegt vandamálið er.

Tölur sem hafa verið birtar verða nú heimildir.

“Ad popolum” rök möguleg, uppruninn gleymdur, hlýtur að vera góð tala fyrst hún er nefnd svona víða.

Eru stundum það eina sem við höfum og geta því vel átt rétt á sér.

Vandamálið er þegar fólk fer að líta á þær sem staðreyndir og byrjar að verja þær með kjafti og klóm í baráttu sinni gegn viðkomandi vandamáli.

17
Q

Ágískun varin gagnrýni

A

Við skulum hafna tölum rannsakanda R vegna þess að hann/hún er á bandi andstæðinganna (t.d. stjórnvalda)
- upprunavillan

Rökin fyrir því að R sé á bandi andstæðinganna eru einkum þau að tölur R eru svipaðar og tölur þeirra.
- hver er ósagða forsendan.

Lengi er hægt að verja ágískun með því að vísa í skuggatöluna.

Hve margar nauðganir eru ekki tilkynntar? spurningakannanir benda til 67% en baráttu fólk giskar á 90% og ver með vísun í skuggatölu. Hvernig má það vera?

Hve mikið af notkun og smygli ólöglegra vímuefna kemur hvergi fram í gögnum?
- hafa einhverjir hag af að giska hátt eða lágt?

18
Q

Skilgreiningar

A

Hvað er…

  • ill meðferð á börnum?
  • fátækt?
  • ólæsi?
  • kynferðisleg áreitni?
  • kynferðislegt ofbeldi?
  • alkóhólismi?
  • geðræn vandamál?

Tegurndir skilgreininga: dæmaskilgreining, samheitaskilgreining, skilgreint með sundurgreiningu

19
Q

Gallar í skilgreiningum

A

Of víð - nær yfir fölsk jákvæ- tilfelli.
dæmi fátækt: að hafa ekki efni á svörtum kavíar í morgunmat á hverjum degi…

Of þröng - leiðir til falskra neikvæða tilfella
dæmi fátækt: að lifa á götunni og ekki fá að borða nema einu sinni í viku.

Of óljós - erfitt að greina hvort tilvik falli undir hana eða ekki.
- fátækt: “skortur á nauðsynlegum gæðum”.

Baráttufólk hneigist til að skilgreina vandamálið vítt.
- víð skilgreining: stórt vandamál.
Of víð skilgreining breiðir yfir mikilvægan greinamun.

20
Q

Vandi við skilgreiningar

A

Dæmaskilgreiningar geta skekkt sýn okkar á vandamálið.
- tekið dæmi sem gefur einhliða mynd.

Flókið mál að skilgreina hluti.
- hvað er heimilisleysi? skiptir orsökin máli? Skiptir tíminn máli? Er það heimilisleysi að búa hjá ættingjum og vinum?

Þeir sem vilja koma félagslegu vandamáli á framfæri við almenning eru líklegir til að nota víða skilgreiningu.
- vilja útiloka fölsk neikvæð tilvik.

21
Q

Lykilspurningar

A

Hvernig er vandamálið skilgreint?

Er skilgreiningin skýr?

Er skilgreiningin skynsamleg?

22
Q

Skilgreiningar og mælingar

A

Skilgreining hugtaks segjir til um hvaða eiginleikar einhvers ákvarða hvort það fellur undir hugtakið.
- til að teljast fátækur þarf maður að uppfylla skilyrðin…

Mælingar eru leiðir til að skera úr um hvort viðkomandi eiginleikar séu til staðar.

  • er þessi maður fátækur?
  • hvað er fátækt algeng meðal íslendinga?
23
Q

Gallaðar mælingar

A

Mælingaraðferðin passar ekki nógu vel við hugtakið

  • hugtakið greind og aðferðin greindarpróf.
  • hugtakið heimilisofbeldi og mælingin talning tilvika í lögregluskýrslun.

Aðferðinni er ekki fylgt nákvæmlega.
- malinger á faðmlengd.

24
Q

Mælingar og aðgerðabinding

A

Það getur heppnast misjafnlega vel að útbúa áreiðanlega og réttmæta mælingu. hvernig er réttmætt að “mæla” hvort einstaklingur búi í sjávarplássi?

Stundum er þó litið svo á að mæling sé rétt samkvæmt skilgreiningu. Það að búa í sjávarplássi er þá einfaldlega skilgreint sem það að merkja við viðkomandi reit í könnun. Aðgerðabundin skilgreining.

25
Q

Spurningakannanir.

A

Leggja fyrir spurningar, telja svörin, draga almennar ályktanir af útkomunni.

Viðhorf almennings til flestra álitamála eru þó flóknari en svo að hægt sé að skipta þeim í tvo flokka (t.d með og á móti).
- dæmi: viðhorf til fóstureyðinga.

26
Q

Orðalag hefur áhrif á útkomu

A

Ertu fylgjandi því að gert verði átak gegn ólöglegri sölu skotvopna? 75% játandi

Ert þú fylgjandi eða andvígur setningu laga sem gæfu lögrelgunni vald til að ákveða hver megi eða megi ekki eiga skotvopn?
- 75% andvígir.

Er almenningur með eða á móti því að herða skotvopnsalöggjöfina?

Annað dæmi: viðhorf íslendinga til aðildar að evrópusambandinu.

Áróðurs “rannsóknir”

27
Q

Ákvarðanir rannsakenda

A

Baráttufólk sem vill draga vandamálið fram í dagsljósið útbýr kannanir sem lágmarka líkurnar á falskri neikvæðri útkomu.
- vítt skilgreint og opið

Valið er falið!
Dæmi: hvar liggja fátæktarmörkin?

  • Reikniformúla gefur sér umdeildar forsendur.
  • Frjálslyndir jafnaðarmenn og vinstrimenn skilgreina vítt.
  • íhaldsmenn og frjálshyggjumenn skilgreina þröngt
  • Forsendurnar sem deilt er um eru yfirleitt ekki birtar með niðurstöðum mælinga. Það sem fylgir eru yfirleitt í mesta lagi túlkanir þeirra semkoma mælingunum á framfæri.
28
Q

Úrtök og þýði

A

þýðisrannsóknir eru sjaldnast mögulegar.
- verður að alhæfa frá úrtaki.

Vandamálin:
lítið úrtak: Eftir því sem úrtakið er minna eykst hættan á að það endurspegli ekki þýðið.

Skakkt úrtak: Stærð úrtaks nægir samt ekki til að það endurspegli þýðið. Aðferðin við að velja inn í úrtakið skiptir öllu máli.
Handahófsval best.

29
Q

Rannsóknir á félagslegum vandamálum.

A

Erfitt að taka slembiúrtak vegna þess að umfang þýðisins er ekki þekkt. (skuggatalan óþekkt stærð).

Dæmi: þýðið er unglingar sem strjúka að heiman. Úr hvaða gangagrunni á að taka slembiúrtak?

Töluleg gögn um félagsleg vandamál eru venjulega byggð á úrtökum sem eru langt frá því að vera handahófsvalin.
- hentugleikaúrtök eru algengust.

30
Q

Takmarkanir hengtugleikaúrtaka

A

Hvaða þýði endurspegkar úrtak tekið af handahófi meðal unglinga sem koma í athvarfið?
- alla unglinga sem strjúka að heiman?

31
Q

Góðar tölur byggjast á

A

Öðru og meiru en tómri ágískun
- hlutdrægni, stór, heil tala, nýtt og lítt rannsakað félagslegt vandamál.

Skýrum og skynsamlegum skilgreiningum.
- ekki bara dæmi, hvorki of vítt né of þröngt.

Skýrum og skynsamlegum mælingum.
- hlutdrægni? orðalag og túlkun? val? eru mæliaðferðir ljósar?

góðum úrtökum?
- lítil hentugleikaúrtök styðja illa alhæfingar.

32
Q

Orsakir stökkbreytingar

A

Alhæfing sem ekki á rétt á sér

Umbreytingar /misstúlkun

Misskilningur flókinna talna

Röð mistaka.

33
Q

óréttmætar alhæfingar

A

Skilgreiningar og mælingar verða að vera skýrar og skynsamlegar.

Úrtak verður að endurspegla þýðið

Dæmi:
vafasamar skilgreiningar:
- íkveikjufiraldur vegna kynþáttafordóma

Ónákvæmar mælingar:
- malinger fela í ser mat á ásetningi. Starfsvenjur stofnana endurspegla pólítíks viðhorf.

Slæm úrtök:

  • risaúrtak á netinu. 83,5% klám.
  • úrtakið kom frá því 0,5% netumferðar þar sem klám er helst að finna.