Vika 2 - Rök Flashcards
Rökfærsla vs staðhæfing
- “ég trúi á guð “ Staðhæfing.
- “guð er til, þegar allt kemur til alls hlýtur eitthvað að hafa skapað heiminn”. =rökfærsla vegna þess að það er niðurstaða og forsenda.
Rök og skýring
Skýring: sagt hvernig ehv virkar eða hvaða orsakir liggja að baki einhverju
- Hundurinn klórar sér svona mikið vegna þess að hann er með flær.
Rök: Sagt hvers vegna við ættum að trúa einhverju.
- Hundurinn klórar sér mjög mikið. Af þessu má draga ályktun að líklega sé hann með flær.
Rökfærsla
Tvær eða fleiri staðhæfingar sem eru þannig tengdar að sumum þeirra (forsendunum) er ætlað að velta ástæðu til að fallast á eina þeirra (niðurstöðuna).
F1. allir menn eru dauðlegir
F2. sókrates er maður
N1. sókrates er dauðlegur
- Niðurstaða einnar rökfærslu er oft forsenda í annari. /setningin heldur áfram..
- Rökfærslur hafa gjarnan ósagða forsendu eða niðurstöðu (þú rúllaðir upp miðmisserisprófinu, og þeir sem gera það munu ná námskeiðinu).
Afleiðsla
Sönnunarrökfærsla
Gild rökfærsla
- Rökfærsla er gild ef það er ómögulegt að forsendan sé sönn og niðurstaðan ósönn.
- Gild getur alveg verið ósönn.
Örugg rökfærsla
- Rökfærsla er örugg ef hún er gild og forsendan (eða forsendurnar) er sönn.
Afleiðslurök reyna að sanna niðurstöðuna
Ef þau eru gild og forsendan er sönn, þá er rökfærslan örugg.
Örugg rökfærsla sannar niðurstöðuna
Aðleiðsla
Stuðnings rökfærsla
Þegar við reynum að styðja niðurstöðuna þá notum við aðleiðslu. (þú ert miklu eldri en jóna, þess vegna muntu gifta þig á undan).
- Sterk rökfærsla - líklegt að vera satt
- Veik rökfærsla - síður líklega satt
Ósagðar forsendur
Forsenda eða forsendur sem bæta verður við rökfærsluna til að hún verði annaðhvort gilf eða sterk.
dæmi: “Anna er íslendingur, þessvegna hlýtur hún að hafa séð farsíma”
Viðbót: “allir íslendingar hafa séð farsíma” gerir rökfærsluna gilda.
Viðbótin “flestir íslendinga…r” gerir hana sterka.
Afleiðlsu rökfræði
Kvíarökfræði
Setningarökfræði
Afleiðslu rökfærsla er annaðhvort örugg eða ekki; hvort raunun er fer ekki eftir því hvort nokk ur sannfærist af henni.
Aðleiðslu rökfræði
Alhæfing frá úrtaki
Tölfræðileg rökhenda
Hliðstæðurök
Orsakarök
Aðleiðslu röfærsla er annað hvort tiltölulega sterk eða tiltölulega veik, hvort raunin er fer eftir því hve mikil áhrif forsendan hefur á líkurnar á því að niðurstaðan sé sönn. Líkurnar á því að niðurstaðan sé sönn fara ekki eftir því hvað neinum finnst.
Ethos, pathos og logos
Ethos: Bakgrunnur, orðstír, árangur, sérfræðiþekking ofl. persónulegir eiginlegikar.
Pathos: höfðað til tilfinninga og samlíðan með snjallri mælskulist
Logos: Skynsamleg rökfærsla.
Að túlka rökfærslur
- Skýrið byggingu rökfærslunnar; hvaða staðhæfingar eru forsendur og hvernig tengjast þær niðurstöðunni.
- Greinið rökfærslur frá því sem ekki eru rök: er í raun verið að reyna sýna fram á tiltekna niðurstöðu eða er þetta annars konar orðræða?
Að koma auga á rökfærslur
Orð sem gefa til kynna niðurstöðu:
- Af því leiðir, þar að leiðandi, þess vegna, þetta sýnir, af þessu má ráða, þannig að…
Orð sem gefa til kynna forsendu:
- því að, vegna þess að, fyrst, í ljósi þess að, þetta sést best af því að…
Modus Tollens
Ef A er satt, þá er B satt. En B er ekki satt, þannig A er ekki satt.
Modus ponens
Ef bæði A og B er satt þá er C satt.