Taugakerfið-Mannslíkaminn Flashcards
Úr hverju er taugakerfið?
Það er gert úr taugafrumum
Hvað gerir taugakerfið?
Það tekur við og sendir boð um líkamann.
Hvað gera taugafrumurnar?
Þær flytja veik rafboð sem kallast taugaboð
Lýstu leið tugaboðanna:
Taugaboðin berst til frumubolsins með griplum, svo berast þau áfram til annarra taugafrumu með síma, símar geta verið fáir mm upp í rúmlega metra á lengd. Boðin geta farið á 100m/sek
Hvað eru taugamót?
Þar sem símaendi tengist himnu annarra frumu.
Úr hverju er taugakerfið gert?
Heila, mænu og taugum
Úr hverju er miðtaugakerfið?
Heila og mænu
Úr hverju er úttaugakerfið?
Taugum sem flytja boð til líkamans frá heila og mænu
Hvað gera taugar sem liggja út frá heilanum?
Þær flytja boð til líffæra, t.d. hreyfiboð til vöðva
Hvað gera taugar sem liggja inn í heilann?
Þær flytja boð til heilans, t.d. frá augunum.
Hvað umlykur heilan?
Þrjár heilahimnur og vökvi
Hvað þarf heilinn?
Mikið súrefni og glúkósa
Hvað gerist ef blóðflæði til heilans er ekki nægilegt?
Okkur svimar
Í hvað skiptist heilinn?
Stóra heila, litla heila og heilstofn
Hvað gerir stóri heilinn?
Skráir og stjórnar
Hvað er ysti hlutur heilans?
Heilabörkur, þar eru allir frumubolir taugafrumna
Hvað heitir innri hlutur heilans?
Heilahvíta
Í hvað skiptist stóri heilinn?
Hægra og vinstra heilahvel
Hverju stjórnar litli heili?
Jafnvægi og samhæfir vöðvahreyfingar.
Hverju stjórnar heilastofnin?
Ósjálfráðri starfsemi
Hvað eru skyntaugar?
Taugar sem flytja boð til heilans
Hvað eru hreyfitaugar?
Taugar sem flytja boð frá heilanum
U.þ.b 45cm
Hvað er mænan löng?
Nefndu meðfædd taugaviðbrögð:
Sársaukaviðbragð og sogviðbragð
Nefndu nokkur lærð taugaviðbrögð:
Hjóla, hlaupa, hoppa og labba
Hvað er skammtímaminni?
Þar sem við geumum hvað við hugsum hverju sinni
Hvað er langtímaminni?
Þar sem við geymum atburði, tungumál og þekkingu sem við höfum lært
Hvað gerist þegar við sofum?
Virkni hans minnkar og hann endurnærist og við hvílumst
Hvað gerist við drauma svefn?
Við öndum hratt, blóðþrýstingur hækkar og hjartað slær hraðar, augun hreyfast
Hvað er heiladauði?
Þegar starfsemi heilans og heilastofns hefur stöðvast
Lýstu spennuhöfuðverk:
Verður oft vegna streitu sem veldur spennu í hálsi og hnakka
Lýstu mígreni:
Mjög mikill hausverkur. Kemur oft í köstum og veldur ógleði. Talið er að æðar í heila víkki
Lýstu heilahristing:
Verður vegna höfuðhöggs. Veldur ógleði, uppköstum og minnisleysi
Afh færðu flogaveiki?
Útaf því að ákveðnar taugafrumur í heila verða skyndilega óeðlilega virkar.
Hver er algengasta tegund heilabilunar?
Alzheimersjúkdómurinn er algengasta tegundin
Af hverju stafar slag?
Hann stafar af því að blóðtappi stíflar æð í heila eða æð opnast og það blæðir úr henni.
Hvað höfum við margar margar lyktarskynfrumur?
Margar milljónir
Hvar eru lyktarskynsfrumurnar?
Í efri hluta nefholsins
Hverjar eru bragðtegundirnar?
Sætt, súrt, salt, beiskt og bragðfylling
Hvar eru skynfærin næmust?
fingurgómum, vörum, lófum, iljum og kynfærum.
Hvernig sjáum við?
- Ljós fellur á gagnsæja glæruna og fer í gegnum sjáaldrið og inn í augað
- Þar fer ljósið í gegnum glæran augasteininn og þaðan í gegnum glerhlaupið.
- Síðan fellur það á skynfrumur sjónunnar.
- Þar kallast fram taugaboð.
- Boðin berast eftir sjóntaugininni til sjónsvæðisins í hnakkablaði heilans.
- Þar er unnið úr boðunum og þau túlkuð
Nefndu gerðir skynfrumna:
Keilur og stafir eru skynfrumur augans
Hvað gera keilur og stafir?
Keilur greina liti og stafir greina svart og hvítt
Hvar eru skynfrumurnar flestar?
Á miðgrófinni
Lýstu nærsýni:
Augað er líklega of langt
Hver er lausnin við nærsýni?
Dreifigler
Lýstu fjærsýni:
Augað er of stutt
Hver er lausnin við fjærsýni?
Safngler
Nefndu nokkra sjóngalla:
Sjónskekkja, ellifjarsýni og ský á auga
Lýst sjónskekkju:
Sveigja glærunnar eða augasteins er ekki jöfn alls staðar.
Lýstu ellifjarsýni:
Sveigjanleiki augasteinsins minnkar með árunum
Lýstu því þegar fólk hefur ský á augunum:
Augasteinninn er ekki alveg gagnsær
Hvað er hljóð?
Bylgjur sem berst um loftið
Hvar eru skynfrumur eyrans?
Kuðungnum
Hvernig heyrum við?
Hljóðbylgjurnarskellaá hljóðhimnunni og láta hana titra. Við það hreyfast heyrnarbeinin og koma vökva í kuðungi á hreyfingu. Hreyfingin lætur skynfrumur í kuðungi sveiflast til. Sveiflurnar kalla fram taugaboð sem berast með heyrnartaug til heila.
Hvert er hlutverk kokhlustar?
Að jafna þrýsting báðu megin við hljóðhimnuna
Hvar eru jafnvægisskynfæri okkar?
Í bogagöngum í eyranu
Hvað eru boðberar líkamans?
Hormón
Hvað eru hormón?
Efni sem berast með blóðinu
Hvar myndast hormón?
Í innkirtlum
Nefndu nokkra innkirtla:
Skjaldkirtill, heiladingull, hóstarkirtill og briskirtill
Hvað er bensíngjöf líkamans?
Skjaldkirtillinn.