Eðlisfræði-2, 1. kafli Flashcards
Hvað er jöfn hreyfing?
Hreyfing með jöfnum hraða og ávalt í sömu átt.
Hvað er ójöfn hreyfing?
Hreyfing þar sem hraðinn og/eða áttin er breytileg
Hvað er hraðaaukning?
Hreyfing þar sem hraðinn eykst stöðugt, jákvæð hreyfing.
Hvað er hraðaminnkun?
Hreyfing þar sem hraðinn minnkar stöðugt, neikvæð hreyfing
Hvað er hröðun?
Hreyfing sem er breytanleg eða þegar sama hraða er haldið en breytt er um stefnu
Hvernig finnur maður út meðalhraða?
Heildarvegalengd:heildartíma.
Hvað er þyngdarkraftur?
Kraftur sem verkar milli allra hluta sem hafa massa.
Hvernig finnur maður þyngd hlutar á jörðinni?
Massi margfaldaður með 10.
Hvernig finnur maður þyngd hlutar á tunglinu?
Massi margfaldaður með 10 og svo deilt með 6
Hvað er kraftmælir?
Tæki sem mælir stærð krafts
Hvað er mótkraftur?
Kraftur sem er jafnstór ákveðnum kraft og verkar í ákveðna átt.
Í hvaða átt verkar mótkraftur?
Í gagnstæða stefnu við hinn kraftinn.
Hvað er núningur?
Kraftur sem vinnur gegn hreyfingu þegar tveir fletir hreyfast hvor gegn öðrum
Hvað er massamiðja?
Miðpunktur massa tiltekins hlutar
Hvað er lóðlína?
Lína sem gengur gegnum miðpunkt jarðar
Hvað er grunnflötur?
Flötur sem hlutur stendur/hvíli á
Hvað er loftmótstaða?
Núningskraftur sem myndast þegar hlutur rekst á sameindir í andrúmsloftinu.
Hvað er lofttæmi?
Rými þar sem ekkert loft er
Hvað er frjálst fall?
Þegar hlutur fellur í lofttæmi, án nokkurrar loftmótstöðu. Enginn kraftur verkar á hlutinn nema þyngdarkraftur
Hvað er kasthreyfing?
Bogamyndaður ferill hlutar sem er kastað er upp í loft
Hvað er tregða?
Tilhneyging hlutar til að halda áfram hreyfingu sinni eða kyrrstöðu.
Hvað er miðsóknarkraftur?
Kraftur sem heldur hlut kyrrum á hringlaga braut þegar hann er í hringhreyfingu. Hann veldur því að hlutur sveigir stöðugt.
Hvað er miðflóttakraftur?
Krafturinn sem við finnum fyrir þegar við snúumst í hring eftir hring.