Skurðlækningar - Krabbamein Flashcards
Lifun/horfur
5 ára lifun = Hversu margir greindust og eru á lífi eftir 5 ár
Hvernig verður krabbamein til?
- Initiation - Kveikun
- Promotion - Hvatning
- Progression - Framvinda
Góðkynja æxli
Vex staðbundið og virðir vefjamörk
Illkynja æxli
Hafa tilhneigingu að vaxa inn í aðliggjandi vef og til að senda frumur um sogæða og æðakerfi og mynda meinvörp.
Flokkun krabbameina
- Carcinoma: Kemur úr kirtilþekjufrumum t.d. lungum, brjósti, brisi og húð. Algengasta krabbameinið.
- Sarcoma: Upptök frá vefjum bandvefja eins og vöðva, fitu, beina, brjók og æða.
- Melanoma: Þróast út frá litafrumum í húðinni.
- Lymphoma: Þróast út frá lymphocytum hvítu blóðkornanna.
- Leukemia: Krabbamein sem hefur áhrif á blóðið og tengist skurðlækningum minnst.
- Mixed types: Blanda úr 2 vefjagerðum
Stigun krabbameina - TNM kerfið
T= Stærð æxlis (T1-T4)
N= Hvort það séu meinvörp í eitla (N0-N3)
M= Meinvörp (M0-M1)
P eða C oft sett fyrir framan og stendur fyrir pathological eða clinical.
Stigun krabbameina - Stage I-IV
Stage I: Lítið mein og alveg einangrað við líffærið sem það er í
Stage II: Stærra mein en í stigi eitt en hefur ekki vaxið í aðliggjandi vefi. Fyrir sum krabbamein teljast þau á stigi 2 jafnvel þótt það sjáist vöxtur í eitlum nærri æxli.
Stage III: Dreifing til annars líffæris í nágrenninu ásamt dreifingu til eitla nærri æxlinu.
Stage IV: Í stigi 4 eru komin fjarmeinvörp aukalega
Áhættuþættir krabbameins
Meðfæddir áhættuþættir:
- Aldur, kyn, fjölskyldusaga, genamengi
Áhættuþættir sem hægt er að forðast:
- Reykingar, krabbameinsvaldandi efni, sýkingar?, útgeislun o.fl.
Fyrstu einkenni krabbameina
- Óútskýrt þyngdartap eða lystarleysi
- Stöðug þreyta
- Stöðugur verkur
- Óútskýrður hiti og sviti sem helst kemur á næturna
- Breytingar á húðinni og sár sem ekki gróa
- Hnútur sem þreifist
- Hæsi, kyngingarörðugleikar
Markmið krabbameinsskurðlækninga
- Sýnataka
- Fjarlægja æxli eða hluta æxlis
- Stigun krabbameins
- Fyrirbyggjandi aðgerð
- Inngrip til stuðnings lyfjameðferðar
- Uppbyggingar og lýtaaðgerð
- Líknandi aðgerð
Greining krabbameins
Blóðprufur:
- Status, elektrólýtar, sökk, lifrarprufur, æxlisvísar
Myndrannsóknir:
- Tölvusneiðmynd, röntgen lungu, PET CT
Sýnataka:
- Grófnálarsýni, fínnálarsýni, aðgerð þar sem æxli er fjarlægt
Æxlisvísar
- CA 15-3 - Brjóstakrabbamein
- Ca125 - Eggjastokka og legbolskrabbamein
- Ca19-9 - Briskrabbamein
- CEA - Krabbamein í ristli
- AFP og HCG - KRabbamein í eistum og eggjastokkum
- PSA - Blöðruhálskirtilskrabbamein
Krabbameinsmeðferðir
- Skurðaðgerð
- Geislameðferð
- Lyfjameðferð (neo-adjuvant og adjuvant)
- Líknandi meðferð
- Verkja og ógleðimeðferð
Hvað er krabbamein?
Frumur skipta sér stjórnlaust og missa sína eiginleika og sérhæfingu. Þær geta einnig byrjað að vaxa á óeðlilegan hátt og verður breytileiki og óregluleiki í frumunum. Einnig getur verið uppsöfnum fruma. Þegar frumurnar eru farnar að vaxa inn í grunnhimnu þá tölum við um krabbamein.
Brjóstakrabbamein
- Algengasta krabbameinið og nýgengi vex
- Meðalaldur við greiningu er 62 ár
- Greinast 211 tilfelli á ári og deyja 40 á ári á Íslandi