Sjónskynjun Flashcards
Hvert er helsta hlutverk ljósnema í sjónhimnu?
Að breyta ljósbylgjum í taugaboð.
Í hvaða lobe er sjónbörkurinn staðsettur?
Í hnakkablaði
Hver er skilgreiningin á sjáanlegu ljósi (visible light)?
Rafsegulbylgjur sem geta verkað á ljósnema sem áreiti.
Sjáanlegt ljós myndar litróf, hver er bylgjulengd litrófsins?
400nm - 750nm
Hver eru neðri mörk litrófs og hvaða geisla má sjá þar?
Neðri mörk eru 400 nm - útfjólublátt ljós
Hver eru efri mörk litrófs og hvaða geisla má sjá þar?
Efri mörk eru 750 nm - inn-rautt ljós
Hvað ræður því hvaða lit við sjáum?
Bylgjulengd ljóssins
Hver er skilgreiningin á photon?
Skammtur ljósagna
__________ eru safn ljósagna sem við getum séð?
Ljósbylgjur
Hver er skilgreiningin á mettun (saturation) ljósbylgju?
Hversu “hrein” hún er.
Skilgreindu hvítt ljós.
Blanda margra bylgjulengda. Algjörlega hvítt er jöfn blanda þeirra.
Skilgreindu myrkur.
Fáar eða engar photonur í umhverfi
Fleiri photonur = ___________ =____________
Fleiri photonur = Hærri sveifluvídd = Meiri birta
Augað skiptist í tvö hólf. Hvað kallast þau og hverju eru þau fyllt?
Fremra hólf: aqueous humour
Aftara hólf: augnhlaupi - vitreous humour
Hvað er það sem aðskilur fremra og aftara hólf í auganu?
Linsa sem er augasteinninn
Hver er sá hluti augans sem snýr að umheiminum og ljós fer fyrst um?
Hornhimnan (cornea)
Hvernig kemst aqueous humour inn í fremra hólfið?
Flæðir stöðugt inn í gegnum ciliary þekju.
Hvers konar vefur er lithimnan (iris), hvar er hún staðsett og hvert er hlutverk hennar?
Sléttur vöðvavefur, staðsett fyrir framan augastein. Stjórnar þvermáli sjáaldurs.
Skilgreindu sjáaldur (pupil)
Sjáaldrið er ljósop á lithimnunni (iris)
Hvernig er besta að skoða augnbotna?
Með augnbotnsjá (ophthalmoscope), tvær gerðir: bein/óbein.
Skilgreindu sjóntaugadoppu (optic disc).
Hvítur blettur í augnbotninum, þar eru engir ljósnemar, en þar ganga æðar og taugaþræðir út úr auganu.
Hvað kallast dældin í miðjum augnbotninum?
Miðgróf (macula)