Mænuviðbrögð og viðbragðsbogar Flashcards
Nefndu tvær gerðir skynfæra í vöðvum sem taka þátt í stjórn stöðu, jafnvægis og hreyfinga.
Vöðvaspólur
Sinahnökrar (golgi tendon organ)
Hvað skynja skynfæri í vöðvum, vöðvaspólur og sinahnökrar?
Tog og lengd vöðva og sina
Vöðvaspólur senda stöðug skynboð, sérstaklega ef örvun frá gamma taugaþráðum. Tog ______ tíðni boðspenna, stytting _______ tíðni boðspenna.
Tog eykur tíðni boðspenna.
Stytting lækkar tíðni boðspenna.
Þvermál vöðvaþráða og leiðsluhraði fylgjast að.
Stærra þvermál = _______ leiðsluhraði.
Stærra þvermál = aukinn leiðsluhraði
Nefndu frumugerðir í vöðvaspólum. 2 megin gerðir af ummynduðum vöðvafrumum.
Pokafrumur (nuclear bag fibers)
Keðjufrumur (nuclear chain fibers)
2 gerðir skynþráða vefja sér um intrafusal vöðvaþræðina. Nefndu þær.
Ia skynþræðir (primary), um bæði poka- og keðjufrumur
II skynþræðir (secondary), um pokafrumur - 2 og keðjufrumur
Lýstu Ia primary skynþráðum.
Dýnamískir þræðir sem hafa bara áhuga á breytingum. Því hraðari sem breytingin er, því öflugri eru dýnamísku viðbrögðin
2 gerðir gamma hreyfitauga liggja til spóluþráðanna, hverjar eru það?
gD-hreyfitaugar, ítauga pokafrumur-1
gS-hreyfitaugar, ítauga pokafrumur-2 og keðjufrumur
Hvað gerist í vöðvaspólum þegar vöðvi er teygður?
Þá aukast boð frá vöðvaspólum
Samverkun er á mill alpha og gamma-hreyfitauga í hverju felst hún?
Þegar alpha-hreyfitaugar eru örvaðar eru gamma-hreyfitaugar líka örvaðar. Þá styttast vöðvaspólurnar í takt við styttingu vöðvans.
Hvers konar viðbragðsbogi er teygjuviðbragðið (stretch reflex, jerk reflex)? Eru slíkir viðbragðsbogar algengir?
Einmót viðbragðsbogi, mjög óalgengt.
Lýstu teygjuviðbragðinu (stretch reflex, jerk reflex).
Skyndilegt tog í vöðva veldur örvun spólu sem veldur viðbragðs samdrætti extrafusal vöðvaþráða.
Af hverju samanstendur taugarás teygjuviðbragðsins?
Vöðvaspólu sem nemur skyndilegt tog, Ia stöðuskynstaugaþræði (proprioceptor) frá spólunni sem berst inn um dorsal rót mænu, fer inn í anterior horn mænu og á taugamot við motor frumu sem sendir taugaþræði til vöðvan þar sem spólan er staðsett og hann dregst saman.
Hers konar viðbragð er Knee-jerk reflex?
Teygjuviðbragð.
Nefndu dæmi um þekkt teygjuviðbragð
Knee-jerk viðbragðið
Hvað er klónus? Tengsl við teygjuviðbragðsboga.
Klónus er óeðlilegt ástand. Er í raun yfirnæmur teygjuviðbragðsbogi sem gerist vegna mikillar örvunar frá MTK. Sem ætti náttúrulega ekki að vera því þetta eru einmóta viðbragðsbogar.